Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 25 Q Reykingar á /, ^ \ meðgöngu C/ ógna heil- brigði móður og barns. LANDLÆKNIR O Reykingar auka hættuna á <^j æöakölkun og kransæða- stíflu. LANDLÆKNIR Hlífum börnum við tóbaksreyk! LANDLÆKNIR V Tóbaksreykur mengar loftið og er hættulegur heilsunni. LANDLÆKNIR Reykingar eru heilbrigðisvanda- mál sem þú I Q I getur átt þátt i að leysa. LANDLÆKNIR w * ir Árlega deyja hundruð íslendinga af völdum reykinga. LANDLÆKNIR Ef þú hættir . y... að reykja X. bætirþú C/j hO heilsu þina og lífshorfur. uu LANDLÆKNIR Það getur valdið slímhúðar- bólgum að ....— taka i nefið eóa vörina. LANDLÆKNIR Athyglisverðar viðvaranir á tóbaki — eftirJónas Ragnarsson í nýju tóbaksvarnalögunum seg- ir í 6. grein að tóbak megi því að- eins hafa til sölu eða dreifingar að skráð sé viðvörun um skaðsemi vörunnar á umbúðir hennar. í reglugerð, sem staðfest var laust fyrir áramótin, er kveðið nánar á um merkingar þessar sem koma munu til framkvæmda á miðju ári 1985. Hugmyndin að baki slíkum við- vörunum á tóbaki er sú að neyt- andinn geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir neyslu þess, líkt og gildir um aðrar varhugaverðar neysluvörur. Lagaákvæði um slík- ar viðvaranir sýna að stjórnvöld viðurkenna að tóbaksneysla er hættuleg og það út af fyrir sig hef- ur visst gildi. Fyrir rúmum áratug mælti sér- fræðinganefnd á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar með slíkum viðvörunum á sígar- ettur. Fjórum árum síðar lagði stofnunin til að viðvörun yrði sett á allt tóbak. í Bandaríkjunum var farið að merkja sígarettupakka á þennan hátt árið 1965 og nú tíðkast slíkar merkingar í a.m.k. fjörutíu lönd- um. Viðvaranir hafa verið á öllu tóbaki í Noregi síðan 1975, og í Finnlandi og Svíþjóð síðan 1977. Svíar urðu fyrstir þjóða til að nota marga mismunandi viðvörunar- texta. Þegar lagafrumvarp um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf var til meðferðar á Alþingi vorið 1969 kom fram tillaga um viðvar- anir á tóbak og var hún samþykkt. Eftir gildistöku laganna í ársbyrj- un 1970 voru sígarettupakkar þannig merktir: „Viðvörun! Vindl- ingareykingar geta valdið krabba- meini í lungum og hjartasjúk- dómum.“ Framkvæmdin tókst ekki sem skyldi. Tóbaksframleið- endur neituðu að kosta merking- arnar, enda skorti þá skýlaus lagaákvæði. Letrið á miðanum var smátt og miðinn límdur utan á glærar plastumbúðir á botni pakk- ans. Þessum merkingum var hætt í ársbyrjun 1972 en í staðinn varið jafn miklum fjármunum og merk- ingarnar kostuðu í annað tóbaks- varnastarf, einkum auglýsingar. Sérstök tóbaksvarnalög voru sett árið 1977 en á þeim voru ekki ákvæði um viðvaranir í tóbaks- varningi. í mars 1980 skipaði heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra nefnd til að endurskoða lög- in og fól henni m.a. að gera tillög- ur um merkingar á tóbaksvarn- ingi. Lögin, með slíku ákvæði, voru samþykkt á Alþingi í maí 1984. Fyrsta verkefni tóbaksvarna- nefndar, sem skipuð var haustið 1984, var að gera tillögur um framkvæmd þessara merkinga. t upphafi var lagt til að miðarnir yrðu það stórir (30x40 mm) að þeir kæmust ekki nema annaðhvort framan á eða aftan á sígarettu- pakkana. Ákveðið var að hafa samráð við landlækni um sam- ningu textanna og þeir birtust með undirskrift hans. Þegar ljóst var að miðarnir yrðu af mörgum gerðum veltu menn því fyrir sér á hvern hátt væri hægt að vekja at- hygli á boðskapnum. Með það í huga að um 70 þúsund reykinga- menn (30% þjóðarinnar) hand- fjatla tóbakspakka oft á dag var talið rétt að líta á pakkana sem auglýsingamiðil og leitað aðstoðar Auglýsingastofu Kristínar hf. um hönnun miðanna. Hugmyndir stofunnar voru í senn einfaldar og hnitmiðaðar: Sérstök teikning skyldi fylgja hverjum viðvörun- artexta og litir vera mismunandi til aðgreiningar. Útfærslan var líka mjög vönduð, miðarnir eru áberandi án þess að vera fráhrind- andi. Viðvörunarmiðarnir hafa sann- arlega hitt í mark og það löngu áður en þeir komast í notkun. Jafnvel er talað um að brotið hafi verið blað í gerð slíkra viðvarana og þær verði öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Viðbrögð tóbaks- framleiðenda, sem greint hefur verið frá í fréttum, benda einnig til þess að vel hafi tekist til! Ákveðið var að fara hægt í sak- irnar að því er varðar efni text- anna. Stefnt var að því að boð- skapurinn væri hófsamlegur, text- arnir stuttir og skiljanlegir, og skírskotað væri til almennings. Þó var talið nauðsynlegt að hafa einn „harðan" texta sem vekti athygli fólks á því hve mörg ótímabær dauðsföll má rekja til reykinga. Gert er ráð fyrir að einhverjar breytingar verði á viðvörununum frá ársbyrjun 1987. Á sígarettupökkum verða sex mismunandi viðvaranir og skal nota þær jöfnum höndum á hverri og einni sígarettutegund. Fimm af hverjum sex læknum reykja ekki Á síðasta vetri skipuðu lækna- ráð og starfsmannaráð Borgar- spítalans nefnd til að gera tillög- ur um reglur varðandi takmark- anir á reykingum innan spítal- ans. Til að kanna reykingar með- al starfsmanna og viðhorf þeirra til slíkra reglna var gerð könnun í maí 1984. Sendir voru spurn- ingalistar til 550 starfsmanna og bárust svör frá 503, eða 91 %. Þessi könnun sýnir að aðeins þriðjungur starfsfólksins reykir (36%). Minnst er um reykingar meðal lækna og læknanema (15—16%), síðan koma meina- tæknar (22%), þá hjúkrunar- fræðingar og hjúkrunarnemar (33%), ýmsar starfsstéttir (36—41%) en mest var um reyk- ingar hjá sjúkraliðum (54%). Þess má geta að samkvæmt könnun sem Hagvangur gerði um svipað leyti kom í ljós að 41—42% fullorðinna íslendinga reykja, og var lítill munur á kynjunum. Það er því augljóst að hlutfallslega fáir læknar reykja hér á landi, líkt og í mörgum öðrum löndum. Allflestir starfsmenn Borgar- spítalans töldu rétt að setja regl- ur um takmarkanir á reykingum innan spítalans og 17% vildu ganga það langt að banna þær með öllu á spítalanum. í framhaldi af þessu gerði Reykingavarnanefnd spítalans tillögur um reykingareglur á spítalanum. Eru þær í átta lið- um. 1. Reykingar verði aðeins leyfðar á tilteknum merktum svæðum. 2. Gestum verði með öllu bannað að reykja í spítalan- um. 3. Sjúklingum verði leyfilegt að reykja í innri setustofum sem eru á flestum hæðum. 4. Reyk- ingar verði ekki leyfðar í matsal starfsfólks. 5. Á kaffistofum má ekki reykja nema samkomulag liggi fyrir milli þeirra sem nota kaffistofuna. 6. Á bókasafni má ekki reykja. 7. Bannað er að reykja á öllum fundum innan spítalans. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar hefur nýlega staðfest þessar reglur. í starfsmannablaði Borgar- spítalans, Spítalapóstinum, sem út kom í desember 1984, var sagt frá þessari könnun og tillögum nefndarinnar. Þar segir Guð- mundur I. Eyjólfsson læknir m.a.: „Ástæðan fyrir setningu slíkra reglna er sú að sjúkrahús- ið eyðir miklum starfskröftum og fé til að sinna sjúklingum með sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Þessum sjúklingum er ráðlagt að hætta að reykja og skýtur þá skökku við að starfs- fólkið sé reykjandi um allan spítalann frammi fyrir þessu fólki. Menn eru einnig farnir að gera sér grein fyrir þvi að þeir eiga I raun heimtingu á því að anda að sér hreinu lofti, það er jafn sjálfsagður hlutur og að fá að drekka hreint vatn.“ Reykingar á meðgöngu ógna heil- brigði móður og barns. Hér er minnt á þá staðreynd að reykingar verðandi móður eru ekki einkamál hennar. Reykefni, sem berast inn í blóðrás fóstursins úr blóði móður- innar, geta dregið úr þroska þess og stefnt heilbrigði barnsins og lífi í hættu. Hlífum börnum við tóbaksreyk! Á siðustu árum hafa komið fram sannanir þess að svonefndar óbeinar reykingar séu skaðlegar heilsu reykþolans. Börn eru flest- um viðkvæmari fyrir þessum áhrifum og nær varnarlaus gegn tóbaksmengun í umhverfi sínu. Reykingar auka hættuna á æða- kölkun og kransæðastíflu. Flestir^- gera sér grein fyrir sambandi síg- arettureykinga og krabbameins. Nauðsynlegt var hins vegar talið að vekja athygli á tengslum reyk- inga við hjarta- og æðasjúkdóma þar sem almenningi eru þau ekki jafn vel kunnug. Um helmingur þeirra dauðsfalla sem rakin eru til reykinga telst til þessa sjúkdóma- flokks. Ef þú hættir að reykja bætir þú heilsu þína og lífshorfur. Þetta staðfestir fjöldi rannsókna og milljónir fyrrverandi reykinga- manna geta um þetta borið af eig- in reynslu. Sjaldan er of seint að hætta að reykja, öðlast betri líðan og von um lengra líf (takið eftim ánægjusvipnum og útliti hjartans á táknmyndinni). Reykingar eru heilbrigðisvanda- mál sem þú getur átt þátt í að leysa. Reykingamanninum er hér bent á að hann og hans líkar geti lagt sitt af mörkum til lausnar eins stærsta heilbrigðisvandamálsins, og m.a. sparað þjóðfélaginu og sjálfum sér þannig ómæld útgjöld. Árlega deyja hundruð íslendinga af völdum reykinga. Þessi texti styðst við útreikninga landlæknis- embættisins sem taka mið af vís- indalegum rannsóknum annarra þjóða. í skýrslu sem embættið gaf út árið 1982 kom fram að ótíma- bær dauðsföll sem rekja má til reykinga séu árlega milli 200 og . 300 (alls deyja um 1550-1650 manns hér á landi á ári). Tollur- inn sem umferðarslysin taka er einungis tiundi hluti þess sem skrifa má á reikning reykinga. 1 báðum tilfellum er auk dauðsfalla um örorku og vanlíðan að ræða. Á umbúðum vindla og reyktób- aks (píputóbaks) verða tvenns konar miðar til skiptis. Hlífum börnum við tóbaksreyk! Þetta er sami textinn og á sigar- ettupökkunum. Vindla- og pípu- reykur angrar og skaðar börnin og aðra þolendur, ekki síður en síga- rettureykur. Tóbaksreykur mengar loftið og er hættulegur heilsunni. Engin loft- mengun er algengari innan dyra en sú sem tóbaksreykur veldur. 1 honum eru m.a. fjölmörg efni sem eru í skrá opinberra aðila um markgildi fyrir hættuleg efni og eiturefni í andrúmslofti á vinnu- stöðum. Þetta verða reykinga- menn að hafa í huga og taka tillit til þeirra sem reykja ekki, eins og segir í nýju tóbaksvarnalögunum. Þó að færri og færri taki í nefið eða vörina var ekki talið rétt af> undanskilja neftóbak og munntób- ak viðvörunarskyldunni. Það getur valdið slímhúðarbólg- um að taka í nefið eða vörina. Allt tóbak er skaðlegt, ekki aðeins það tóbak sem reykt er, þó að mismun- andi líffæri eigi í hlut. Þess má geta að ávanaefnið nikótín er í öllu tóbaki. Með nýju tóbaksvarnalögunum hafa Islendingar skipað sér í for- ystusveit á sviði heilsuverndar. Þessar átta athyglisverðu viðvar- anir munu vonandi eiga sinn þátt í því að veldi tóbaksins fari dvín- andi — til heilla fyrir þjóðina. Höfundur er annar aí rilstjórum Heilbrigðismála. Grein þessi er tekin úr I. tbl. Heilbrigóismála 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.