Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1985 Hættum hugsanlega að svara ráðuneytinu — segir borgarstjóri og telur dómsmálaráðherra hafa afsalað sér ábyrgð sem honum beri að axla „ÞETTA MÁL er vægast sagt hið sérkennilegasta. Það er út í bláinn að ráðherra skuli gefa yfirlýsingu um það opinberlega að hann muni fylgja í einu og öllu áliti áfengisvarnanefnda í sambandi við leyfisveitingu. Slíkt er ekkert annað en valdaafsal, og ég tel að ráðherra hafí ekki heimild til að afsala sér þeirri ábyrgð sem embætti hans fylgir,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur, þegar hann var inntur álits á þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra, Jóns Helgasonar, sem birt var í Lögbirtingi, að frá og með 10. júní myndi hann taka fullt tillit til álits áfengisvarnanefnda þegar afstaða væri tekin til úthlutunar vínveitinga- leyfa. Jón sagði reyndar í Morgunblaðinu í gær að þetta gilti aðeins um úthlutun nýrra vínveitingaleyfa, en ekki endurnýjun, en Davíð sagðist ekki sjá það af orðalagi yfírlýsingarinnar að endurnýjun leyfa væri undanskilin. í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að Áfengisvarna- nefnd Reykjavíkur hefði lagst gegn endurnýjun vínveitinga- leyfa þriggja veitingahúsa, sem borgarráð hafði áður samþykkt. Málið er nú í höndum dómsmála- ráðherra. „Áfengisvarnanefndir eru skipaðar mönnum sem fyrirfram eru á móti víni, og það er ekkert nema gott um það að segja. En það eru fleiri sjónarmið sem þarf að taka tillit til og það er í hæsta máta óeðlilegt að slíkar nefndir ráði því alfarið hverjir fá leyfi og hverjir ekki,“ sagði Davíð Odds- son. Davíð sagði að menn leituðu til borgarinnar til að sækja um vín- veitingaleyfi og Áfengisvarna- nefnd Reykjavíkur væri ráðgjafi borgarinnar í þessum málum, en tæki ekki ákvarðanir. „En ef Kaffíbrennsla Akureyrar: Gjöldin 13 sinnum hærri en í fyrra KAFFIBRENNSLA Akureyrar hf. á Akureyri er í nýframlagdri skattskrá Norðurlandsumdæmis eystra annar hæsti skattgreidandi í umdæminu. Heildargjöld fyrirtækisins eru nú rúmlega 15,8 milljónir kr., sem er 13 sinnum hærri fjárhæd en fyrirtækið þurfti að greiða í fyrra. Munar þar mestu um tekjuskattinn því í ár er fyrirtækinu gert að greiða 14 milljónir í tekju- skatt en engan tekjuskatt í fyrra. Gunnar Karlsson, fram- kvæmdastjóri Kaffibrennslunnar, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að ástæður þessarar miklu gjaldahækkunar væru endur- greiðslur Sambandsins vegna „kaffibaunamálsins" svonefnda á síðasta ári. „Með vöxtum höfum við fengið um 40 milljónir króna endurgreiddar og teljast þeir fjár- munir til tekna síðasta árs. Rekst- © INNLENT urinn sem slíkur var þó í járnum," sagði Gunnar Karlsson. Aðspurð- ur um hvort Sambandið hefði áður greitt skatt af þessum tekjum, sagði hann að svo væri, og þessar endurgreiðslur kæmu Samband- inu því væntanlega til góða nú. Samband íslenzkra samvinnufé- laga er ekki á skrá yfir þá 29 lög- aðila sem hæstan tekjuskatt greiða i Reykjavík. Kaffibrennslan greiðir nú rúm- ar 14 milljónir kr. í tekjuskatt. Heildargjöld Kaffibrennslunnar í ár eru rúmlega 15,8 milljónir kr. en í fyrra voru heildargjöld fyrir- tækisins samkvæmt skattskrá 1,2 milljónir kr. Eru gjöldin í ár því rúmlega 13 sinnum hærri en í fyrra. dómsmálaráðherra hefur falið nefndinni ákvörðunarvald ætti hann að snúa sér beint til henn- ar, en ekki Reykjavíkurborgar, eins og hann hefur gert hingað til,“ sagði Davíð. Davíð var spurður hver við- brögð borgarstjórnar yrðu: „Hugsanlega munum við hætta að svara ráðuneytinu um þessi mál,“ sagði hann. Jóhannes Proppé, varaformað- ur Áfengisvarnanefndar Reykja- víkur, sagði að fram að yfirlýs- ingu ráðherra hefði ekkert mark verið tekið á afstöðu nefndarinn- ar og því hefði hún ósjálfrátt tekið þá stefnu að vera neikvæð á umsóknir. En nú væri hins vegar tímabært að taka upp markviss- ari vinnubrögð, úr því að ábyrgð- in hefði verið færð yfir á hendur nefndarinnar. „Við styðjumst við nokkrar meginreglur," sagði Jóhannes, „erum til dæmis gallhörð á móti bjórlíkinu, sem við teljum vera kolólöglegt, en hins vegar álítum við eðlilegt að hótel fái vínveit- ingaleyfi. Og á miðvikudaginn breyttum við fyrri afstöðu okkar til nýrrar umsóknar aðila, sem við höfðum áður neitað. Við töld- um að hann hefði lent illa í kerf- inu og ætti ekki að gjalda þess.“ Áfengisvarnanefnd Reykjavík- ur er skipuð níu mönnum, fimm úr Sjálfstæðisflokki, einum úr Alþýðuflokki, Framsókn og Kvennaframboði, sem borgin skipar, en formaðurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra eftir hverjar Alþingiskosningar. Ekki tókst að ná i Jón Helga- son dómsmálaráðherra í gær. Morgunblaðið/Árni Sœberg Sjómenn ánægðir með útflutning í gámum ÞAÐ var unnið við það af fullum krafti að setja fisk í gáma í Vest- mannaeyjum í gær. Fjallfoss beið i höfninni eftir að taka þá um borð og flytja á markað í Englandi. Gert er ráð fyrir að Fjallfoss verði í Englandi á mánudag og fískurinn verði seldur á mörkuðum á þriðjudag. Það er því ekki ósennilegt að samdægurs verði þorskur af íslandsmið- um á borðum enskra fjölskyldna, eins og raunar hefur verið um árabil. Sjómenn sem Morgunblaðið ræddi við í bæjum í gær létu mjög vel af þessari gámasölu og töldu að 50—75% meira kæmi í þeirra hlut með þessu móti. í sumar hefur flutningaskip farið vikulega með afla Vest- mannaeyjabáta á markað f Englandi og hefur meðalverð fyrir kílóið verið á bilinu 45—50 krónur. Um 20 gámar fóru á Englandsmarkað í gær, hver með 11—13 tonn af fiski, mest þorski, en einnig ýsu og kola og höfðu áhafnir bátanna unnið alla nóttina við að lesta fískinn í gámana. Sjö sjóliðar teknir f Reykjavík: Veltu bíl til að hefna sín á fíkniefnasala SJÖ DANSKIR sjóliðar af varð- skipínu Hvítabirninum voru hand- teknir í fyrrinótt eftir að hafa velt Kirkjugarðar Sauðárkróks: Vegna mistaka var farið með vélskóflu yfir leiði VEGNA mistaka voru upphækkan- ir á leiðum í kirkjugarðinum á Sauðárkróki jöfnuð með vélskóflu og krossar og legsteinar fjarlægðir á meðan. Ekki var hróflað við sjálfum gröfunum, aðeins grasrót- in og upphleðsla tekin. Atburður- inn varð upp úr miðjum júlí þegar unnið var að endurbótum á kirkju- garðinum. Á síðastliðnu hausti var ákveðið að skipta um jarðveg í götum í garðinum, rétta krossa og legsteina og undirbúa nýtt grafarstæði og hafði umsjónar- maður kirkjugarða umsjón með verkinu. Verktaki var fenginn, skrúðgarðsmeistari, og leit hann á aðstæður í maí ásamt umsjón- armanni. í júlí hófust fram- kvæmdir, en svo háttaði að bæði sóknarprestur og formaður sóknarnefndar voru fjarverandi vegna sumarleyfa. Verktaki vildi ná réttum vatnshalla, og leitaði eftir samþykki umsjónarmanns kirkjugarða en misskilningur kom upp þeirra i milli, þannig að farið var með gröfu á nýjasta hluta kirkjugarðsins þar sem grafir hafa verið teknar síðustu 12 árin. Aðstandendur urðu þessa varir og var haft samband við sóknarprest, sem staddur var á Akureyri. Hann snéri þegar til Sauðárkróks og stöðvaði frekari röskun á leiðum. „Við hörmum þessi mistök, en ákveðið hefur verið að halda áfram með þær breytingar sem fyrirhugaðar voru. Flestir hafa tekið þessu með skilningi. Þær spurningar hafa vaknað hvort hætta sé á að staðsetning leg- steina og krossa verði ónákvæm- ari eftir. Sú hætta er ekki fyrir hendi, legstaðaskrá er vel og samviskusamlega færð svo sem kveðið er á um í lögum og ekki er hætta á ruglingi. Samkvæmt lögum er skylt að auglýsa með 8 vikna fyrirvara ef snerta þarf við leiðum og hefur umsjónar- maður kirkjugarða vandlega gætt þess í hverju tilviki. Slíkt var að sjálfsögðu ekki gert nú, þar sem um slysni var að ræða. Biskup var gerð grein fyrir þessu atviki og mun hann beita sér fyrir því að kirkjugarðasjóður greiði þann hluta framkvæmd- anna, sem urðu umfram ákvarð- anir sóknarnefndar. Þetta er ákaflega leiðinlegt atvik, en slys gera ekki boð á undan sér. Þess mun vandlega gætt hér eftir að slíkt endurtaki sig ekki og ekki verður unnið með sama hætti í kirkjugarði Sauðárkróks," sagöi séra Hjálmar Jónsson, sóknar- prestur á Sauðárkróki, 1 samtali við Morgunblaðið. bifreið manns, sem þeir bera að hafí selt þeim lélegt hass og hefðu þeir þannig viljað hefna sín. Maðurinn neitaði við yfírheyrslur í gær, að hafa átt nokkur viðskipti við sjólið- ana. Þrjú grömm af hassi fundust á einum sjóliðanum. Sjóliðarnir sátu inni í fyrrinótt og fóru yfirheyrslur fram í gær. Yfirmenn Hvítabjarnarins féllust á greiðslu skaðabóta og máls- kostnaðar og lauk málinu síðdegis í gær með dómsátt. Hvítabjörninn sigldi úr Reykjavíkurhöfn i gærkvöldi. Tildrög málsins eru þau, að maður nokkur, sem hefur komið við sögu fíkniefnamála, fór á bif- reið sinni niður að höfn og um borð í Hvítabjörninn og bauð hass til sölu, að sögn sjóliðanna. Þeir keyptu af manninum hass, að þeir bera, en töldu við neyslu svikna vöru og að brögð hefðu verið í tafli. Þeir ákváðu því að sækja manninn heim og fá peninga sína til baka. Örkuðu þeir suður í Skerjafjörð, en maðurinn var þá að heiman. Þeir komu auga á bif- reiðina og ákváðu að hefna sín með því að velta henni. Nágrannar sáu til aðfara sjólið- anna og gerðu lögreglu viðvart. Sjóliðarnir flýðu sem fætur tog- uðu þegar lögregla kom á staðinn. Þeir fundust við leit, ýmist útí móa eða uppi á þaki Norræna hússins og voru handteknir látnir gista fangageymslur. gærkvöldi leitaði fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík að hassi um borð í Hvítabirninum, en án árangurs. Morgunblaðift/Bjarni Danska varðskipið Hvítabjörninn f höfninni f Reykjavík í gær. Ffkniefna- deild lögreglunnar leitaði að ffkniefnum í skipinu í gærkvöldi en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.