Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 26. JÚLl 1985 33 Guðmundur Björn Jónsson - Minning Fæddur 3. janúar 1967 Dáinn 21. júlí 1985 „Ó, Mannsins Sonur. Ljósið hefur skinið á þig frá sjónarrönd hins heilaga Fjalls, og andi uppljómunarinnar hefur andað í Sinai hjarta þíns. Leys þig þess vegna úr hjúpi fánýtra ímyndana og gakk inn í hirð Mína, að þér megi hæfa ódauðlegt líf og verða þess verðugur að mæta Mér. Þannig getur dauðinn ekki náð til þín, og hvorki þreyta né andstreymi." (Bahá’u’lláh.) Það var talsvert áfall fyrir okkur öll að frétta að Guðmundur Björn hefði yfirgefið þetta auma jarðlíf. Ungu fólki er dauðinn svo fjarlægur, í hugum okkar flestra tilheyrir hann fremur þeim sem eldri eru. En við vitum víst aldrei hver verður næstur, það er ekki lengra síðan en á síðustu 19 daga hátíð að ég sagði við hann: „Hæ, Gummi. Mikið er gaman að sjá þig svona lifandi." Og svarið sem hann gaf mér hefði ekki getað ver- ið eðlilegra: „Bjóstu kannski við einhverju öðru?“ Nei, við áttum ekki von á þessu. Áður, já löngu fyrr hefði þetta kannski ekki verið jafn óraun- verulegt, en nú, þegar hann var svo hamingjusamur og drífandi og hafði fundið tilgang sinn í lífinu, þá virkar þetta helst sem vondur draumur. í sjálfu sér höfum við ekki ástæðu til að syrgja, vissulega munum við öll sakna hans sárt, en hversu fremur skyldum við ekki gleðjast vegna þeirrar háleitu stöðu sem honum hefur hlotnast, að vera of góð sál til að þola hörm- ungar þessa lítilmótlega heims. Og þó, þegar ég minnist þeirra stunda sem við áttum saman, þá furða ég mig á því, hvers vegna ekkert hefur breyst. Lífið heldur bara áfram allt í kringum mig, sólin skín og móðir náttúra lætur sem ekkert sé. Allt er eins og áður, samt er allt breytt. Við áttum saman góðar stundir og slæmar stundir. Stundir fullar af gleði, ást og hlýju, stundir níst- andi sársauka, vonleysis og upp- gjafar, stundir sátta og fyrirgefn- ingar og stundir barnalegra drauma og einlægrar vináttu. Við vorum aldrei raunverulega ást- fangin, en við fórum saman um dal leitarinnar, — leitarinnar að einhverri leið út úr því helvíti sem okkur virtist jarðlífið vera. Á tímabili höfðum við ekkert til að reiða okkur á, enga von til að halda í, ekkert sem gat linað þær þjáningar, sem við gengum í gegn- um, nema vissuna um að við hefð- um þó a.m.k. hvort annað. En ástin getur verið sársauka- full. Ég býst við að við höfum ver- ið of ung til að geta staðist þær kröfur sem við gerðum hvort til annars og borið þann sársauka, sem samband okkar hafði stund- um í för með sér, en við þörfnuð- umst hvort annars þar til við fundum það sem við leituðum að og víst höfum við ýmislegt lært. Bahá’í-trúin breytti mörgu. Hún færði okkur báðum þá ham- ingju og þann tilgang sem við þurftum á að halda til að geta Minning - Axel Björn Clausen Skjótt hefur guð brugðið gleði góðvina þinna (J.H.) Það var glaður og hress vinnufé- lagi er kvaddi okkur daginn áður en hann lést svo sviplega og snöggt sem raun varð á. Hann átti sín spor, þau marka leið á þeim veg er lífið leiðir til. Axel var okkur ekki einungis góð- ur vinnufélagi, hann var sá er vinnur trúnað með einlægni og kærleiksríkri framkomu, hann var okkkur vinnufélögunum einlægur vinur. Axel hafði gengið með al- varlegan sjúkdóm í nokkur ár er leiddi til þess að hinsta kallið kom fyrirvaralaust er hann var í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni. Kraftur hins góða er oft hulinn, en birtist í þeim er gerir vel. Með heilindum og lítillæti starfaði Ax- el, hann óx með verkum sínum og er hann með léttri kímni sinni og hlýlegri framkomu okkur minn- isstæður. Axel bar ekki persónu sína eða mótlæti á torg, en slíkir menn eru virkir í kyrrþey. Þannig menn kunna að sigrast á sjálfum sér og geta verið frjálsir, það hefur ör- ugglega verið Axel styrkur þegar heilsa hans fór að dala, sjálfur tal- aði hann lítið um sjúkdóm sinn, sem lagði hann að velli að lokum. Axel fæddist á Akureyri þann 4. ágúst 1938. Hann var sonur Jónas- ar Stefánssonar og Fannýjar Clausen. Hann nam ungur raf- virkjun og gerðist meistari í greininni. Hann var einn af stofn- endum Ljósgjafans hf. á Akureyri. Árið 1974 hóf hann störf á tækni- deild FSA. Þar starfaði hann sem traustur fagmaður. Nú er þessi vinnufélagi og vinur horfinn yfir móðuna miklu, hann hefur lagt í þá ferð sem við öll að lokum verð- um að halda, gönguna til ljóssins, þess Ijóss sem við öll leitum að. Það er von okkar og bæn að hann sem öllu ræður veiti honum blessun sína. Konu hans, Maggý Þorsteinsdóttur, börnum, barna- börnum og nánum aðstandendum vottum við okkar innilegustu sam- úð. Vinnufélagar Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á ■ miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. staðið á eigin fótum. Og eftir að hafa yfirstigið alla beiskju, sár- indi og heift í hans garð fann ég til sömu tilfinninga gagnvart honum og áður höfðu bundið okkur sam- an, einlægrar vináttu, umhyggju og hlýju. Ég er fegin að við feng- um tækifæri til að segja allt sem við þurftum að segja, fyrirgefa hvort öðru og endurskapa vináttu okkar áður en hann kvaddi. Megi elsku Gumma ganga vel hinum megin, ég er viss um að hans bíður mikið verkefni þar. Ef hann þarfnast okkar eða vill okkur eitthvað þá veit ég að hann mun hafa samband. Ég kveð Gumma sem mér þykir svo vænt um. Ég mun ávallt minn- ast hans með hlýhug. Elsku Inga mín, Eggert, Addi og allir hinir sem elskuðu Gumma; Þrátt fyrir söknuð og hryggð skulum við minnast þess sem Bahá’u’lláh hefur opinberaö í Huldum Orðum: Ó, Verundarson. Ef hjarta þitt stefnir að þessu eilífa, ótortímanlega ríki, og þessu ævaforna ódauðlega lífi, þá yfirgef þetta flökt- andi veraldarríki. Gummi hafði til að bera gleði, ást og blíðu, sem við munum öll sakna, en nú þegar hann er kom- inn til betri staðar reynum að samgleðjast honum, hann er í góð- um höndum núna. Látið mig vita ef ég get eitthvað fyrir ykkur gert. Jóhanna Hauksdóttir Hann Gummi er dáinn. Gummi, eins og hann var kallaður af vin- um sínum, hét Guðmundur Björn Jónsson, fæddur 3. janúar 1967. Hann fluttist mjög ungur með móður sinni og eidri bróður að Mosabarði 6 í Hafnarfirði jjar sem ég kynntist honum fyrst. I dag, 17 árum síðar, þegar ég lít til baka, þá minnist ég litla, glaðværa drengsins sem alltaf tók um háls- inn á Guðnýju mömmu og heilsaði henni innilega þó að við hittumst þá daglega. Litla drengsins sem þótti svo gott að kúra hjá mér þegar mamma þurfti að fara á spítala. Þá var líka gott að leika við „Jónu systur", og fá piparkökurnar mín- ar sem hann kallaði alltaf písur. Já, margar eru minningarnar. En árin liðu og Gummi varð stór, eignaðist sína vini í leik og starfi. Og þá gerðist það sjálfkrafa að við sáumst sjaldnar, en vinir vorum við alltaf. Hér verður ekki rakinn lífsferill hans, sem var svo stuttur, en minningarnar geymast. Ég vil með þessum fátæklegu kveðjuorðum þakka honum sam- veruna og bið góðan Guð að leiða hann á réttri braut. Elsku Inga og Eggert, söknuður- inn er sár, en minningin, hún lifir. Guóný HjáESSO fætðu kuldann í kælikistuna! Á eftirtöldum bensínstöövum Esso getur þú komiö með þiðnaða kælikubba úr kælikistunni þinni og við látum þig fá frosna um hæl. Veitingastofan Þyrill Söluskálinn Skútan BensínstööEsso Esso skálinn Bensínstöð Esso Ábær Esso Veganesti Bensínstöð Esso Naustagili Söluskaii Esso Bensínstöð Esso Bensínstöðin Bensínstöðin Leirubakka Fossnesti BensínstöðEsso Bensínstöð Esso Hvalfirði Akranesi Borgarnesi Blönduósi Varmahlíð Sauðárkróki Akureyri Húsavík Egilsstöðum Nesjaskóla Hornafirði Skaftafelli Landssveit Selfossi Þrastarlundi Laugarvatni Það er eitthvað fyrir alia á bensínstöðvum Esso Olíufélagið hf @)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.