Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 mnmn l'egar ég sá þrjótinn síðast var hann í lögreglubúningi! Með morgunkaffinu l»ér hljótið að vera nýi einkaritarinn. Maðurinn minn talar svo mikið um yð- ur í svefninum! HÖGNI HREKKVlSI /L „ pAV ER AF pESSUM SÖfrUM , 5EM ENðNN V1L.L SPlLA VIE? pIG Um verðlagningu á loðnu Ingvi Einarsson skipstjóri skrifar: Vegna greinar í Morgunblaðinu í dag (21. júlí) vildi ég að eftirfar- andi komi fram, sem ég held að sé sjónarmið sjómanna á verðlagn- ingu á loðnu almennt. Nú fer að líða að því, að loðnu- flotinn fari til veiða á ný, eftir 4—5 mánaða stopp. Þá vaknar sú spurning hjá sjó- mönnum, hvað skyldi verða greitt fyrir loðnuna. Talsmaður loðnukaupenda er byrjaður á sínu árvissu vaeli um að markaðsverð á loðnuafurðum sé lágt. Kristján Ragnarsson form. LÍÚ vill hafa frjálst loðnuverð til 1. okt. en Jón Reynir Magnússon framkv.stj. Síldarverksm. ríkisins er á móti því, vegna þess, að þá sé hætta að því að kaupendur yfir- bjóði hver annan. Því spyr ég. Er það ekki tilgang- ur í frjálsu verði? Jón Reynir segir, að það þurfi undirbúning til að frjálst verð komist á. Á hann við það, að það þurfi að funda með loðnukaupendum til að samræma lágt loðnuverðtilboð. Færeyingar, Danir og ekki síst Skotar eru nú enn meira inn í myndinni um kaup á loðnu. Og tel ég því að ef ekki fæst viðunandi verð hér heima verði siglt með loðnuna í enn ríkara mæli en á síðasta ári. Jón Reynir minnist á, að mark- aðsverð á loðnuafurðum. Ég tel að ekki sé tímabært að ræða mikið um það, því að breytinga er vænst Nokkrar staurblankar skrifa: Kæri Velvakandi. Við erum hérna nokkrar staur- blankar, sem tvö síðastliðin föstu- dagskvöld fórum í skemmtistað- inn „Villta, tryllta Villa“, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi. En miðaverðið var 300 krón- ur, sem er þó nokkúð hærra en miðaverð á öðrum skemmtistöðum borgarinnar. Innifalið var rúta heim sem svo mjög hefur verið auglýst á rás 2. Nú, um þrjúleytið fórum við og flýttum okkur út til að ná nú örugglega rútunni. Líður nú og bíður. Klukkan orðin fjögur þegar líður á haustið. Breytingar eru svo örar að lágmarksverð um- samið ætti ekki að vera nema einn mánuð í senn. Að endingu væri gott að fá skýr- ingu á að íslenskar verksmiðjur selja Ioðnumjöl til loðnuverk- smiðja í Færeyjum, sem að endur- selja það. Eitthvað er bogið við mark- aðsmál íslendinga. og hitatapið orðið ískyggilegt, en engin rúta kemur. Lögðum við þá rauðnefjaðar leið okkar á næstu leigubílastöð og eyddum þar síð- ustu aurunum, sem áttu að duga að næstu mánaðamótum í leigu- bifreið. Okkur finnst það ansi hart að borga 300 krónur fyrir. Ja, fyrir hvað? Skemmtun auðvitað og rútu, sem ekki kom. Við vonum að eigendur Villta, tryllta Villa sjái sóma sinn í því að lækka miða- verðið, fyrst ekki er hægt að stóla á rúturnar. Þá á maður kannski fyrir leigubíl heim. Rútan sem aldrei kom Bubba Morthens f sjónvarpid ■ Aðdáandi Bubba hringdi: Ég vil taka undir með þeim sem skrifað hafa og gagnrýnt út- sendingu sjónvarpsins frá tón- leikunum í Laugardalshöllinni á 17. júní. Þar sem ég bý úti á landi komst ég ekki í Höllina og hugði því gott til glóðarinnar að horfa á tónleikana í sjónvarpinu. Fyrst kom á sviðið hin ömurlega hljómsveit Grafík. í hléi sagði Ásgeir Tómasson að sjálfur Bubbi Morthens kæmi fram með meistara Megasi, en þegar Mezzoforte hafði lokið við að spila klippti sjónvarpið bara á allt saman. Þar sem ég hef heyrt að þeir Bubbi og Megas hafi skarað al- gerlega fram úr á þessum tón- leikum ætla ég að vona að sjón- varpið sjái sóma sinn í að sýna seinni hluta tónleikanna, þar sem þeir komu fram og jafnvel heilan þátt frá einhverjum af tónleikum Bubba. Að lokum vil ég einnig spyrja hvers vegna sjónvarpið sýndi bara frá Live Aid-tónleikunum í Bandaríkjunum en ekki í Eng- landi. Var það kannski vegna þess að Duran Duran komu fram í Bandaríkjunum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.