Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1985 45 ^
Punktar frá Englandi:
Clough vill
ekki selja
Steve Hoage
Frá Bob Hennesy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi.
ASTON VILLA bauð um helgina í
Steve Hodge, miðvallarleikmann-
inn stórefnilega hjá Nottingham
Forest, en Brian Clough, stjóri
Forest, sagði þvert nei. Villa bauð
honum 400.000 pund í strákinn
sem er 22 ára.
Hodge lék mjög vel með Forest
á síðasta keppnistímabili og skor-
aöi þá 12 mörk. Clough varö reiöur
þegar honum barst tilboö í strák-
inn — sagði forráðamönnum Villa
kurteislega aö hann væri alls ekki
til sölu. Þess má geta aö Manch-
ester United bauð einnig í strákinn
nýlega.
Líkur eru nú taldar á þvi aö Ast-
on Villa selji miðvallarspilarann
Steve McMahon — og þá líklega
til Liverpool fyrir 250.000 pund.
Villa keypti kappann frá Everton
fyrir tveimur árum og hann hefur
• Steve Hodge
áhuga á aö komast aftur á heima-
slóöir. Liverpool haföi áhuga á aö
kaupa hann frá Everton á sínum
tíma — en McMahon valdi þá frek-
ar Villa.
Aston Villa seldi Gordopn Cow-
ans nýlega til ítalska félagsins Bari
og fari svo aö liöið selji McMahon
einnig veitir ekki af því aö kaupa
góöan miövallarleikmann — en
Ijóst er aö liðiö þarf aö leita á önn-
ur miö en til Nottingham Forest.
• Peter Eastoe, sem í vetur var
hjá WBA, en lék áöur m.a. meö
QPR og Everton, fékk frjálsa sölu
frá Albion á dögunum og hefur
hann nú gert samning til tveggja
ára viö portúgalska féiagiö Far-
ense frá Faro.
• Cyrelle Regis, framherjinn
kunni, æfði um vikutíma meö PSV
Eindhoven í Hollandi — en er nú
kominn aftur til Englands og telur
litlar líkur á því aö hann gerist leik-
maöur meö liðinu. Rætt haföi verið
um 200.000 punda sölu. Jim
Smith, hinn nýi stjóri QPR, er tal-
inn hafa áhuga á aö kaupa Regis.
• Lou Macari, framkvæmda-
stjóri Swindon, er nú aö reyna aö
fá fyrrum félaga sinn hjá Manch-
ester United, til liðs viö sig.
• Garry Thompson er örugg-
lega á förum frá WBA. Þessi sterki
framherji dvaldi um vikutíma viö
æfingar hjá svissneska félaginu
Servette og vildi Albion selja hann
á 400.000 pund. Litlar líkur eru nú
á því aö af sölunni veröi. Sheffield
Wednesday hefur áhuga á aö
kaupa Thompson.
• Phil Boersma, fyrrum leik-
maöur Liverpool og þjálfari
Swansea, er nú oröinn aöstoöar-
framkvæmdastjóri hjá Lincoln.
Stjóri liösins er John Pickering.
• Oxford, nýja liöiö í 1. deild,
hefur enn ekki ráöiö sér fram-
kvæmdastjóra eftir aö Jim Smith
hætti og fór til QPR. Forráöamenn
Oxford höföu áhuga á aö fá Phil
Neal, fyrirliða Liverþool, til aö ger-
ast stjóri og leika jafnframt meö
liöinu. En Neal vildi ekki taka því
— „ég er enn inni í myndinni hjá
Liverþool. Hér líkar mér vel og
verð því hér áfram," sagöi Neal.
3. deild NA:
Tindastóll
gerði
jafntefli
TVEIR leikir fóru fram í 3.
deild NA-riðli á miðviku-
dagskvöld. Þetta voru leikir
sem fresta varö í 2. umferö.
HSÞ.b og Tindastóll gerðu
markalaust jafntefli, 0—0, í Mý-
vatnssveitinni. Mývetningar,
sem ekki hafa staöið sig sem
skyldi í riölinum, komust nú af
botni deildarinnar og hefur liöiö
nú fimm stig. Tindastóll er enn í
toppbaráttunni i riðlinum.
Leiknir frá Fáskrúösfiröi sigr-
aöi Hugin 2—1 á Seyöisfiröi.
Steinþór Pétursson og Svanur
Kárason skoruðu mörk Leiknis
í fyrri hálfleik. Kristján Jónsson
skoraöi mark heimamanna í
seinni hálfleik.
Staöan í riölinum er nú
þannlg: Magni 10 7 2 1 20:9 23
Einherji 10 7 1 2 21:12 22
Tindastóll 10 6 4 0 14:4 22
Leiknir 11 6 4 4 14:14 19
Austri 11 4 5 2 21:12 17
Þróttur N. 11 3 2 6 17:16 11
Huginn 11 2 2 7 11:22 8
HSÞ.b 10 1 2 7 11:24 5
Valur Rf. 10 1 2 7 9:23 5
Fyrsti sigur Forsmans
— Dan Halldórsson varð í fimmta sæti
DAN Forsman sigraöi í sínu fyrsta
golfmóti atvinnumanna í Banda-
ríkjunum um helgina. Mótið fór
fram í lllinois-fylki í Banda-
ríkjunum og vantaði sterkustu
kylfingana, þar sem þeir voru aö
leika á sama tíma á opna breska
meistaramótinu.
Forsman sem er 27 ára náöi aö
sigra meö 10 höggum undir pari
vallarins. Bob Tway sem haföi for-
ystu eftir tvo fyrstu daga mótsins
hafnaöi í ööru sæti, aöeins einu
höggi á eftir Dan. Dan Forsman
vann sér inn 54.000 dollara eöa
sem svarar til rúmlega tveggja
milljóna íslenskra króna.
Dan Halldórsson, Kanada, sem
er af íslensku bergi brotinn, hafn-
aöi í fimmta sæti, þremur höggum
á eftir Forsman.
Úrslitin voru sem hér segir:
Dan Forsman 267
Bob Tway 268
Brad Fabel 269
Brett Upper 269
Dan Halldórsson 270
Konurnar léku í Massachus-
etts-fylki og voru úrslit þessi:
Judy Clark 280
Donna Caponi 283
Jane Geddes 283
Tveir íslendingar í skánska
meistaraliðinu í landhokkí
Frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morg unblaðsins í Lundi, Svíþjóð.
TVEIR ungir íslendingar keppa með Lundarliöinu
Nayan í landhokkí. Þeir eru Andri Örn Lauridsen
markvörður (líggjandi fremst á myndinni) 17 ára
iönnemi og Pétur Gíslason (fremri röð, annar frá
vinstri á myndinni) 16 ára menntaskólanemi.
Liö þeirra vann landshiutakeppni unglingaliöa
meö miklum yfirburöum. Liöiö, sem aðeins er eins
árs, hefur æft mjög vel og er talið mjög efniiegt.
íþrótt þessi á sér ekki langa sögu hér í Svíþjóö en
nýtur ört vaxandi vinsælda. Ný iiö spretta upp eins
og gorkúlur eftir sumarskúr. Landhokkí mun vera
meö öllu óþekkt heima á Islandi aö sögn þeirra
félaga. Leikurinn er ekki ósvipaður knattspyrnu aö
því leyti aö um er aö ræöa tvö ellefu manna liö á
grasvelli sem keppa um aö koma boltanum hvert í
annars mark. En boltinn er sleginn meö spaöa eöa
kylfu og likist aö því leyti íshokkí, sem er nánast
þjóöaríþrótt Svia.
Þeir félagar hugsa sér aö snúa heim til islands í
náinni framtíö og geta vel hugsaö sér aö kynna
íþrótt þessa löndum sínum ef tækifæri gefst.
IDEAL 7228
NÝR PAPPÍRSSKURDARHNÍFUR
72 SM HNÍFUR FRÁ IDEALWERKE í V-ÞÝSKALANDI VERÐUR
TIL SÝNIS í NOKKRA DAGA.
VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT.