Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 DTT KORT AliS SIIÐAR FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Slys í Lækjargötu: Sex ára barn al- varlega slasað SEX ára stúlka hlaut alvarlega höf- uðáverka þegar hún varð fyrir bif- reið í L*kjargötu laust fyrir klukkan hálfellefu í gærmorgun. Stúlkan var á leið yfir götuna þegar bifreið, sem ekið var suður Lækjargötu eftir hægri akrein, hægði á sér til að hleypa henni yfir en ökumaður pall- bifreiðar, sem ók eftir vinstri akrein á suðurleið, uggði ekki að sér og varð stúlkan fyrir bifreiðinni. Hún var flutt í slysadeild Borg- arspítalans. Varnir gegn snjóflóðum efldar ofan við Ólafsvík IÓLAFSVÍK er nú unnið að upp- setningu nýrra snjóflóðavarnar- girðinga, og verða þær staðsettar í hlíðinni fyrir ofan Heilsugæslu- stöðina. Ráðgert er að setja upp tvær girðingar sem hvor um sig verður 100 metrar á lengd. A fjallstindinum er hafin uppsetn- ing hreyfanlegra vindpramma er hafa áhrif á hvar vindur setur niður snjó. Þrír slíkir hafa verið settir upp en fyrirhugað er að þeir verði fjörutíu talsins í fram- tíðinni. Svipuðum varnarbúnaði hef- ur aðeins verið komið fyrir á einum stað á landinu, í Auð- bjargarstaðarbrekku í Keldu- hverfi, þar var sett upp 35 metra löng girðing í fyrra- haust. Morvunblaftið/MG Frá uppsetningu varnargirðingar- innar: Ingi Ragnar Nigurbjörns- son, Roger Gateff og Sigurður Oddsson. í baksýn sjást næst heilsugæzlustöðin og fjölbýlishús í Ólafsvík. Morgunbladið/Júlíus íslenskir tollgæslumenn gera leit í bflagámi úr flutningaskipinu Rainbow Hope í Njarðvíkurhöfn í gær. Seljendur og oddamaður í meirihluta um loðnuverð NÝTT loðnuverð var ákveðið á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær með atkvæð- um oddamanns og seljenda gegn atkvæðum kaupenda. Verðið gildir frá 1. ágúst til 30. september og er 1.175 krónur á hvert tonn miðað við 16% fituinnihald og 15% þurr- efni. Verðið breytist um 74 krónur til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breyt- ist og 79 krónur fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun. „Þetta er hlutfallslega heldur lægra verð en í fyrra ef tekið er mið af auknum kostnaði, en jafnframt er það einnig óhag- stæðara verksmiðjunum. En við, í samvinnu við sjómenn, buðum loðnuverksmiðjunum, — kaup- endum að ákveða verðið með því að hafa það frjálst. Þeir þorðu ekki af ótta hver við annan," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði, að LÍÚ væri nú að afla upplýs- inga um loðnuverð í nágranna- löndum, þannig að hægt verði að meta hvort borgi sig að sigla með loðnuna og selja erlendis. „Verðið er í hærra lagi, en af- koman ræðst auðvitað af mark- aðsverðinu," sagði Jón Reynir Magnússon, fulltrúi kaupenda í nefndinni. Gert er ráð fyrir að greidd verði 6% uppbót úr verð- jöfnunardeild Aflatryggingar- sjóðs á þann afla, sem landað er til vinnslu hér og að kaupendur greiði eina krónu fyrir hvert tonn til reksturs loðnunefndar. Verðið var ákveðið af odda- manni, Jóni Sigurðssyni, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar og Helga Laxdal og Kristjáni Ragnarssyni af hálfu seljenda gegn atkvæðum Guðmundar Kr. Jónssonar og Jóns Reynis Magn- ússonar af hálfu kaupenda. Njarðvíkurhöfn: Tollverðir kyrrsettu vör- ur úr Rainbow Hope — Fjármálaráðherra segir lög banna kjötinnflutning varnarliðsins, en utanrflkisráðuneytið telur svo ekki vera ALBERT Guðmundsson fjár- málaráðherra hefur ákveðið að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fái ekki framvegis að flytja inn hrátt kjöt til eigin nota, eins og gert hefur verið í nær hálfan fjórða áratug. Fimm frystigámar með matvælum, sem komu til Njarðvíkur í gær með banda- ríska flutningaskipinu Kainbow Hope, voru meðal 75 gáma, sem kyrrsettir voru á brvggjunni þar fram eftir degi undir eftirliti tollvarða frá Reykjavík og Keflavík og var um tíma útlit fyrir að gámunum yrði skipað aftur um borð og þeir sendir til baka til Randaríkjanna. Banda- ríska sendiráðið í Reykjavík mótmælti ráðstöfun fjármála- ráðherra við utanríkisráðuneytið í gær. Morgunblaðið sneri sér til utanríkisráðuneytisins af þessu tilefni. Ólafur Egilsson, sem nú gegnir þar störfum ráðuneytisstjóra, upplýsti að fyrir lægi lögfræðileg greinar- gerð Benedikts Sigurjónsson- ar, fyrrv. hæstaréttardómara, þar sem niðurstaðan væri ótvírætt sú, að umræddir kjötmetisflutningar væru heimilir lögum samkvæmt. Fjármálaráðherra telur að varnarliðið hafi ekki heimild til að flytja kjöt til landsins og vitnar til laga um varnir gegn gin- og klaufaveiki frá 1928. Hann leyfði um kvöldmatar- leytið í gær að maturinn yrði fluttur inn á völlinn en sagði í samtali við blm. Morgunblaðs- ins að framvegis yrði varnar- liðið að fara að íslenskum lög- um eins og aðrir. Sjá nánar á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.