Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAPIP, FÖSTUDAGUR 26. JtjLl 1985 X AP-myndir Sovésk þota hrapar á herœfingu Á efri myndinni sést hvar Dugmaður sovéskrar orrustuþotu hefur fleygt sér út í fallhlíf, eftir að flugvél hans hlekktist á í æfingaflugi og hrapaði í Atlantshafið, þar sem sovéski flotinn var við æfingar í vikunni. Neðri myndin sýnir hvar sjóliðar frá breska beitiskipinu Newcastle skila fallhlíf flugmannsins til starfsbræðra sinna af flugmóðurskipi Sov- étmanna, Kiev, en Bretarnir aðstoðuðu Rússa við að bjarga flugmannin- um úr sjónum. Fundur í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Frakkar krefjast refsiaögerða gegn Suður-Afríku París, 25. jólí. AP. FRANSKA stjórnin kallaði í dag saman fund í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna tii umræðna um tillög- ur um refsiaðgerðir gegn Suður- Afríku. Samkvæmt tillögum þessum á að stöðva allar erlendar fjárfest- ingar í Suður-Afríku, hindra öll kaup á gulli þaðan og koma í veg fyrir sölu á hvers konar hátæknibúnaði, sem her og lögregla í Suður-Afríku gætu hagnýtt sér. Atti fundur Örygg- isráðsins að byrja síðdegis í dag. Lögreglan í Suður-Afríku skaut í dag fjóra blökkumenn til bana í óeirðum skammt frá Jóhannes- arborg. Þá var frá því skýrt af opinberri hálfu í dag, að 800 manns hefðu verið handteknir í landinu og settir í varðhald sam- kvæmt neyðarlögum þeim, sem sett voru fyrir fimm dögum. Frú Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, hafnaði í dag þeim kröfum stjórnarandstöð- unnar, að Bretar beiti efnahags- legum og stjórnmálalegum efna- hagsaðgerðum gagnvart Suður- Afríku til þess að fá stjórnvöld þar til að falla frá aðskilnaðar- stefnunni. Ferðamenn tína upp rusl Offimo. ÍUliu. 25. júli. AP. RÚMLEGA 100 svissneskir ferðalang- ír tóku sig til og tíndu upp rusl og ireinsuðu sólbaðsströnd nálægt bæn- iim <>simo við strendur Adríahafsins. „Við erum að mótmæla lélegri um- gengni þeirra sem koma reglulega á pessa strönd og fleygja flöskum, pappírsrusli og dósum á víð og dreif," sagði ónefndur fulltrúi ívissneska hópsins. Þeim bættist u'ðan liðsauki frá tugum Itala frá Mílanó, sem leið áttu um svæðið. Sovétríkin: Vildi Gorbachev losna við Nik- olai Tikhonov? HEFUR Mikhail S. Gorbachev, hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna, þegar beðið fyrsta ósigur sinn í embætti? er spurt í nýjasta hefti breska vikuritsins The Economist. Blaðið segir, að grunur leiki á því að á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins 1. júlí sl. hafi Gorbachev reynt að fá samþykki fyrir því að víkja Nikolai Tikhonov, forsætisráðherra, úr embætti, en hann hafi ekki hlotið nægan stuðning til þess. Bent er á, að kvöldið sem mið- framt athygli á því að margir stjórnarfundurinn var haldinn hafi átt að vera sérstakur frétta- þáttur um hann í sjónvarpi. Þættinum hafi hins vegar verið aflýst mjög óvænt og telji ýmsir „Kremlarfræðingar", að það bendi til þess að fyrirætlan Gorbachev, að skipa nýjan mann í embætti forsætisráðherra eða taka það að sér sjálfur, hafi far- ið út um þúfur. The Economist bendir á, að „Kremlarfræðingum" hafi oft skjátlast í dómum sínum um sovésk málefni, en vekur jafn- aðhyllist enn þá skoöun, að Gorbachev hafi ekki heppnast öll áform sín á dögunum. Blaðið segir, að Gorbachev hefði fús- lega viljað sjá aðra menn sitja í stól forsætisráðherra og nefnir í því sambandi Vitaly Vorotnikov, forsætisráðherra Sovétlýðveldis- ins Rússlands, og Nikolai Ryzh- kov, ritara í miðstjórn kommún- istaflokksins, sem fer með efna- hagsmál Sovétríkjanna. Einnig hafi hann haft augastað á Geid- ar Aliev, aðstoðarforsætisráð- herra, í embættið. Mikhail S. Gorbachev Þá segir blaðið, að þegar tekið er mið af hinum róttæku manna- breytingum, sem Gorbachev hafi staðið fyrir, sé ekki nema eðli- legt að einhver andstaða hafi komið fram, enda séu leiðtogar sovéskra kommúnista kunnir fyrir íhaldssemi. Gorbachev hafi líklega búist við andspyrnu og þess vegna ákveðið að beita sér fljótt fyrir skjótum breytingum. Hins vegar telur blaðið hugsan- legt, að andstaðan við hinn nýja leiðtoga sé að harðna. Borgarstjórinn í Shanghai látinn hætta PekinK 25. júli AP. WANG DAOHAN, borgarstjóri í Shanghai, hefur látið af störfum eftir fimm ára setu í embætti, meðal annars vegna þess að hann hefur að sögn ekki farið eftir ráðleggingum flokksmanna um að gera fjölda margar umbætur í Shanghai. Shanghai er ein mesta iðnaðarborg Kína, aukin heldur er mengun þar á alvarlegu stigi og ekki hefur tekizt að leysa húsnæðisvanda borgarbúa sem hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Afsögn borgarstjórans kom um mestu fjármálamiðstöð Asíu, en „Við teljum, að slíkar aðgerðir muni bitna mjög illa á blökku- mönnum í Suður-Afríku og því hafa þveröfug áhrif," sagði frú Thatcher. Sagðist hún ekki myndu fara að dæmi frönsku stjórnarinn- ar og kalla brezka sendiherrann í Suður-Afríku heim. svipað leyti og birtar voru opin- berar skýrslur um að iðnaðar- framleiðsla Shanghai hefði verið meiri og arðsamari en nokkru sinni fyrr, eða sem svarar um 14,4 milljörðum dollara, á fyrstu mán- uðum ársins. Er það 12,8 prósent verðmætaaukning frá árinu í fyrra. Miklar breytingar innan Kína hafa orðið á síðustu mánuðum eins og alkunna er. Áhugi er á því að endurreisa Shanghai sem það var borgin óumdeilanlega fyrir byltingu kommúnista. Kíii- verskir embættismenn sem ekki mátti nafngreina sögðu að forsæt- isráðherra Kína Zhao Siyang hefði lengi verið gramur yfir því ástandi sem væri í Shanghai og hversu allt væri þar í ólestri. Wang borgarstjóri var þá utan- lands en fór heim í skyndi til að ræða við forsætisráðherrann. ERLENT Aquino-málið: Vitni segist hafa hleypt Galman inn á flugvallarsvæðið Manila, Filippseyjum, 25. júlí. AP. HERMAÐUR frá Filippseyjum, Raul Manipon, sagði við réttarhöldin sem kennd eru við Aquino á Filippseyjum í dag, að hann hefði hleypt Ronald Galman, sem herinn segir að hafi skotið Aquino.inn á flugvallarsvæðið daginn sem Aquino var myrtur. Morgunblaðið/AP 35 kistur í einni gröf Jarðarför 35 þeirra scm fórust í stífluflóðinu á ftalíu fyrir viku fór fram í Tesero sl. mánudag. Kisturnar voru allar látnar í eina gröf og voru hundruð ættingja óg vina viðstödd athöfnina. Ekki hefur tekist að bera kennsl á mörg líkanna sem fundist hafa síðan flóðið átti sér stað. Aldrei fyrr hefur vitni komið fyrir rétt við rannsókn þessa máls sem fullyrðir að það hafi átt orða- stað við Galman. Manipon sagðist hafa leitað á Galman, eins og venja væri, en ekki fundið neitt vopn. Hann sagðist hafa talið víst að Galman væri flugvallarstarfs- maður vegna þess að hann hefði verið með merki flugvallarstarfs- manna á sér, undirritað af Luis Tabuena, flugvallarstjóra. Manip- on sagðist hafa verið við vaktsörf við hlið flugvallarins og Galman hefði komið um átta klukkustund- um áður en Aquino var væntan- legur. Lofthelgi Lapplands rofin Hebinki 25. júlí. AP. Landamærayfirvöld hafa mót- mælt flugi sovézkrar tveggja hreyfla flugvélar inn í lofthelgi Lapplands í norðurhluta Finn- lands, að því er finnsk blöð segja í dag. í fréttinni sagði að vélin hefði flogið um 20 km inn í Finnland áður en hún sneri við. Ekki sögð- ust aðilar vita hvort hér hefði ver- ið á flugi hervél eða einkaflugvél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.