Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÖLÍ 1985 15 neytt hádegisverðar um borði í Dettifossi í boði skipstjórans, Björns Kjaran, kvaddi ég Guð- mund og lagði leið mína niður á skrifstofu Hagsmunastofnunar Rotterdam-hafnar. Rotterdam-höfn Það tók Rotterdam-höfn rúm 100 ár að vaxa upp úr litilli fiski- bátahöfn í það að verða flutninga- miðstöð heimsins. Þeir þættir sem réðu mestu um þessa þróun voru í fyrsta lagi iðnbyltingin í Evrópu, sem hófst í Englandi 1776, en breiddist siðan út yfir meginland- ið á 19. öldinni. Annar mikilvægur þáttur í þessari þróun var að frelsi í verslun og viðskiptum var rfkj- andi stefna á seinni hluta 19. ald- arinnar. I raun eru flestir þeirrar skoðunar hér að einmitt sá þáttur hafi haft afgerandi áhrif á það að viðskiptaþróunin varð sem raun ber vitni. I þriðja lagi er hægt að nefna legu Rotterdam-hafnar við mynni þriggja stórfljóta Evrópu, þ.e. Rín, Maas og Schelde. Þær flutningsæðar, sem þessi fljót mynda ásamt járnbrautar-, vega- nesti og flugsamgöngum, sem tengja höfnina öllum þéttbýlis- kjörnum Evrópu, skipta þar sköp- um. Fjórði mikilvægi þátturinn er framlag Rotterdam-búa sjálfra. Þannig hafa þeir auk hafnarinnar og aðstöðunnar þar, byggt t.d. skipaskurð frá Rotterdam út í Norðursjó svo að skip sem rista allt að 72 fet (22 metrar) geta lagt að hafnarbakka þó svo að það sé fjara. Fram til 1940 var flutnings- magnið sem fór um höfnina árlega um 30 milljón tonn að meðaltali. Eftir loftárás Þjóðverja á mið- borgina og höfnina í maí 1940 jafnhliða innrásinni í Holland, drógust viðskipti og flutningar um höfnina mikið saman. Um endur- bætur á höfninni á stríðsárunum var ekki að ræða. Eftir stríðið jókst starfsemin jafnt og þétt. Kom þar til Marshall-hjálpin og stöðugur hagvöxtur, sem ein- kenndi eftirstríðsárin allt að fyrstu olíukreppunni. Jukust um- svif og flutningar um höfnina í um 310 milljón tonn árið 1972. Olíukreppan hafði djúpstæð áhrif fyrir viðskiptalífið í Rotter- dam svo sem annarsstaðar í heim- inum. Afleiðingarnar voru að flutningar um höfnina minnkuðu. Síðustu árin hefur aftur á móti verið stöðug aukning og árið 1983 voru flutningar um 231 milljón tonn. Frá því að fyrsta olíukrepp- an skall á hefur nokkur breyting orðið á þeim vörutegundum, sem um höfnina fara. Þannig var flutt mun meira af unnum olíuvörum síðustu árin en hér áður fyrr. Einnig lítur allt út fyrir að kolauppskipun og útskipun í Rott- erdam-höfn muni dragast eitthvað saman næstu árin. Nýir möguleikar — betri þjónusta Með tilliti til legu Rotterdam má búast við að þýðing hafnarinn- ar þar eigi enn eftir að aukast hvað varðar flutninga til og frá meginlandi Evrópu. Það er því skoðun mín að sú ákvörðun Eimskipafélags íslands að opna eigin skrifstofu í Rotter- dam og taka á þann hátt beinan þátt í þeirri þróun sem á sér þar stað í verslun og viðskiptum komi til með að hafa mikil og jákvæð áhrif á viðskiptalíf okkar tslend- inga við fjölda ríkja Efnahags- bandalagsins. _H K Félag alifuglabænda: Endanlega búið að ná kverkataki á öllum búgreinum EKKI hefur enn verió gengið frá regl- um til endurgreiðslu fóðurgjalds (80% gjaldsins) sem lagt var á um síðustu mánaðamót. Búist er við að gengið verði frá reglunum í dag eða á morgun, að sögn Guðmundar Sig- þórssonar, skrifstofustjóra landbún- aðarráðuneytisins. Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkti bókun á fundi sínum sl. föstudag, þar sem lagt er til að fyrst um sinn verði endurgreiddir þrír fjórðu hlutar fóðurgjaldsins. Bókun Framleiðsluráðsins I heild fer hér á eftir: „Sem svar við fyrirspurn í bréfi dags. 2. júlí sl. varðandi reglur um endurgreiðslu (afslátt) á sérstöku fóðurgjaldi vill Framleiðsluráð landbúnaðarins taka þetta fram: 1. Lagt er til að fyrst um sinn verði endurgreiddir þrír fjórðu hlutar hins sérstaka fóðurgjalds miðað við það framleiðslumagn sem kem- ur í hlut hvers framleiðanda. 2. Ráðið telur að til frambúðar verði að miða endurgreiðslur við ákveðið heildarmagn sem talið er að markaðurinn þarfnist af hverri búvörutegund og byggist á neyslu- stefnu, er mótuð verði m.a. með samkomulagi milli framleiðslu- greina á grundvelli 1. gr. fram- leiðslulaganna sbr. og 30. gr. sömu laga. Brýnt er að vinna að reglum um þessa stjórnum framleiðslu í samvinnu ráðuneytis, Stéttarsam- bands bænda og búgreinafélaga. Fyrst um sinn telur ráðið að miða verði endurgreiðslu um fram- leiðslu 6 síðustu mánaða, einkum til svína- og alifuglabænda. 3. Ráðið telur að til frambúðar sé ekki annar kostur heppilegri við notkun fóðurgjalds sem stjórntæk- is en að gefa út afsláttarheimildir til framleiðenda í samræmi við það fóðurmagn, sem þeir þurfa til þeirra framleiðslu sem í hlut hvers þeirra kemur. Verði samið um það við fjármálaráðuneytið að taka við slíkum plöggum af fóðurseljendum til greiðslu fóðurgjalds. Þannig verður ekki um neina endur- greiðslu að ræða. Það fóður er menn kaupa án þess að framvísa slíkum heimildum, greiði þeir með fullu kjarnfóðurgjaldi." sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niður í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verö og greiösluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík Valgerður Sigurþórs- dóttir - afmæliskveðja Níræð varð í gær Valgerður Sig- urþórsdóttir, fyrrum húsmóðir í Lambhaga á Rangárvöllum. Val- gerður bjó í Lambhaga allan sinn búskap, fyrst með manni sínum Gísla Nikulássyni en eftir andlát hans gerðist hún bústýra hjá stjúpsyni sínum, Nikulási. Er hann hætti búskap fluttist hún til Þóru, dóttur sinnar, og hefur búið hjá henni síðan. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera heimagangar i Lambhaga og njóta þar einstæðr- ar gestrisni. Því þrátt fyrir miklar annir á heimilinu átti Vala alltaf aflögu tíma til að sinna gestum. Valgerður er mjög ern og fylgist með öllu. Sjaldan kemur maður til hennar að hún sitji ekki með prjóna sína. Vala mín, við hjónin óskum þér innilega til hamingju með afmælið og góðs gengis í framtíðinni. Erla og Gústi Beóist er afsökunar á því að þessi afmæliskveðja, sem vera átti í blað- inu í gær, varð eftir í prentsmiðjunni og birtist því í dag. Reykjavíkurmót barnanna í Hljómskálagarðinum sunnudag REYKJAVÍKURMÓT barnanna verður haldið í Hljómskálagarðinum í Keykjavík sunnudaginn, 28. júlí, en mótinu var frestað sl. sunnudag vegna veðurs. Þetta er fjórða árið sem skátafélagið Árbúar stendur fyrir Reykjavík- urmóti í Hljómskálagarðinum. Talið er að um 10.000 manns hafl sótt mótið í fyrra. Nú, á Alþjóðaári /Eskunnar, er sérstaklega vel vandað til dagskrárinn- ar og hún þannig úr garði gerð að allir aidurshópar ættu að flnna eitthvað við sitt hæfl, segir í fréttatilkynningu. Keppt verður í tíu íþróttagrein- um, sem flest allir krakkar hafa þjálfun í, þ.e. sippa, snú-snú, kassabílarallý, skjóta bolta í mark, spretthlaup, húlla, körfu- hittni, skalla bolta í mark, labba á grindverki og halda bolta á lofti. Keppt verður í tveimur flokkum í öllum greinum. Yngri flokkur er 7—9 ára og eldri flokkur er 10—12 ára. Fólk, 20—40 ára, getur tekið þátt í hverjum flokki svo heild- arfjöldi keppnisflokka getur orðið allt að 700 manns. Mótsgestum verður boðið upp á að taka þátt í fimmtar- og tugþraut. Auk þess verður boðið upp á róðratúra á Tjörninni, kraftakeppni, frisbý, flugdrekakeppni, kajakróður, þrautabrautir, leiktæki, veiði- keppni og útieldun. Ýmis skemmtiatriði verða á svæðinu, m.a. koma fram Bergþóra Árna- dóttir, Hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar, Hafnarfjarðarleik- húsið, Stúdentaleikhús, eldgleypir, dansflokkar o.fl. Á sér palli verða rokktónleikar þar sem 8—10 hljómsveitir spila. Skráning í keppnisflokka hefst klukkan 13.30, en klukkan 14.00 verður mótið sett og síðan rekur hvert atriðið annað þar til klukk- an 17.00 að mótinu verður slitið. Aðgangseyrir er enginn og þátttökugjald ekkert. Smávörur í bílaútgerðina og f erðalagið! -sækjum við í bensínstöðvar ESSO /---------------\ co

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.