Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985
37
Apastyttur eru afskaplega
vandfundnar, segir
Valgerdur Kristjónsdóttir
sem safnar öpum
Apastyttur eru afskaplega
vandfundnar og líklega er
það þessvegna sem ég ákvað að
safna þeim öðru fremur, sagði
Valgerður Kristjónsdóttir, sem
hefur það að iðju sinni í tómstund-
um að safna apalíkingum.
„Yfirleitt er það þannig að í
verslunum er hægt að finna ótal
tegundir hunda, fíla og katta, en
þegar kemur að öpum þá vandast
málið og þá er hreinlega ekki að fá
á hverju strái.
Þetta byrjaði þannig að ég var í
New York fyrir u.þ.b. sex árum að
móðir mín gaf mér fyrsta apann í
safnið, en sjálf er hún mikill safn-
ari. Kannski er þetta í blóðinu því
faðir minn er einnig haldinn þess-
ari söfnunaráráttu. Allavega er ég
búin að fá bakteríuna.
Ég kaupi flesta apana á ferðum
mínum erlendis og á orðið um 70
stykki. Annars eru aðrir fjöl-
skyldumeðlimir líka iðnir við að
leita, ef einhver af þeim fer út
fyrir landsteinana. Vinirnir eru
ekki eins duglegir, enda von því
þetta kostar mikla leit.“
— Valgerður segir að hún
kynnist fjölda fólks 1 gegnum
þetta og sérstaklega þá erlendis.
„Þegar ég var í London síðast og
búin að þræða hverja fornverslun-
ina á fætur annarri í nokkra daga,
þá loksins rakst ég á eina, þar sem
verið var að selja sjaldgæfan apa
og eigandinn meira að segja sjálf-
ur apasafnari. Hann varð alveg
miður sín yfir því að ég skyldi
missa af þessum „sérstaka" apa,
en aftur á móti er ég ekki alveg
viss hvort ég hefði lagt út í kaupin
því hann var ævagamall og líklega
frá 16. öld og átti aðeins að kosta
2000 pund eða nálægt hundrað
Valgerður Kristjónsdóttir Morgunbiaðið/Júiíuo
þúsundum íslenskra króna. Hann
gaf mér þó nafnspjaldið sitt og
sagði mér að næst þegar ég ætti
leið um London, þá myndi hann
sjá til þess að apalaus færi ég ekki
heim frá honum."
— Fréttamaður er í leiðslu að
virða fyrir sér alla apana sem
horfa saklausum augunum á ljós-
myndarann og velta líklega fyrir
sér hvað hann geti hugsanlega
meint með því að beina þessu app-
arati að þeim. Sumir eru greini-
lega orðnir svo efins og hræddir
að þeir eru búnir að setja hendur
fyrir augu, eyru og munn.
Valgerður kemur samt blaða-
manni fljótt niður á jörðina aftur
og segir að aparnir séu iðulega
þrír og þrír saman og haldi þá
fyrir augu, eyru og munn sem
tákni að þeir sjái ekkert illt, heyri
ekkert illt og tali ekkert illt.
Aðspurð hvort hún hygðist
halda söfnuninni áfram sagði hún
að það væri ekkert efamál og
reyndar væri hún nýkomin frá
Þýskalandi þar sem hún hefði orð-
ið sér úti um nokkur eintök.
Til ágóóa fyrir Hjílparstofnun kirkjunnar efndu þessar stöllur til hluta-
veltu og söfnuðust þar um 1.830 krónur. Þær heita Vala Ingimarsdóttir og
Sólveig Daníelsdóttir.
Þær heita Unnur Helgadóttir og Guðrún Finnsdóttir, þessar ungu dömur,
og efndu til hlutaveltu til igóða fyrir Styrktarfélag vangefínna í Skafta-
hlfð 1, hér í Rvík. Þær söfnuðu alls 750 krónum til félagsins.
Þessar stúlkur efndu til hlutaveltu til styrktar sumarsöfnun Hjálparsöfn-
unar kirkjunnar vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Söfnuðu þær alls kr.
1.080,00. Þær heita: Erla Ingvarsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir.
HLUTAVELTUR
Þessir strákar efndu til hlutaveltu til Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna
hungursneyðar í Eþíópíu. Þeir heita: Ivar Örn Sverrisson og Gunnar
Harðarson. Söfnuðu þeir alls 560 krónum.