Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985
3
Lokun deilda á dag-
heimilum blasir við
— segir Þórunn Einarsdóttir umsjónarfóstra
„ÞAÐ lítur þannig út að víða þurfi að loka deildum hér í Reykjavík frá og
með 1. september og reyndar veit ég að nú eru ómannaðar nokkrar deildir,
“sagði Þórunn Einarsdóttir, umsjónarfóstra, í samtali við Mbl.
„Bæði ófaglært og faglært fólk
sagði upp störfum sínum fyrir
sumarfrí og mun ekki snúa til
baka eftir frí. Ég veit að mörgum
hefur verið boðið upp á betri
launakjör annars staðar í atvinnu-
lífinu, aðallega í viðskiptum,
verslun og þjónustugreinum. Við
höfum reynt að auglýsa eftir
starfsfólki, fóstrum og ófaglærðu
fólki, í allt sumar en það hefur
lítinn árangur borið.“
Þórunn sagði að á Laugaborg
væru fjórar deildir, en þegar
opnað verður aftur 26. ágúst, mun
vanta starfsfólk á hálfa aðra deild
þar. Á Lækjarborg lítur út fyrir
að verði að loka alveg einni deild-
inni af þremur eftir sumarleyfi og
eins þurfi að loka tveimur deildum
af fjórum í Hagaborg. I leikskól-
anum Fellaborg í Breiðholti vant-
ar alla starfsmenn eftir hádegi
svo að útlit er fyrir að ekki verði
hægt að halda uppi starfsemi þar
á síðdegisdeildum að sumarleyfum
loknum nema eitthvað verulegt
gerist til úrbóta þessum málum.
Nokkur dagheimili loka í dag
vegna sumarfría og opna aftur 26.
ágúst. Flest heimilin hafa starfs-
fólk fram til 1. september og er
það mest skólafólk, sem ráðið hef-
ur verið aðeins yfir sumarið, því
ekki hefur verið hægt að ráða
langtímafólk til starfa.
Við munum halda áfram að aug-
lýsa eftir fólki, en ef nú heldur
fram sem horfir, blasir við lokun
fleiri deilda í haust. Launamálin
eru aðalvandinn. Fóstrur eru mjög
óánægðar með sín kjör og það
sama má segja um ófaglært fólk.
Byrjunarlaun ófaglærðs fólks eru
16.145 krónur á mánuði og byrjun-
arlaun fóstra eru 21.759 krónur,"
sagði Þórunn að lokum.
Á myndunum sem teknar voni í
laxeldisstöð Vogalax við Voga sjást
skemmdir eftir selbit á þrettán
punda laxi. Lax sem hefur orðið
fyrir jafn slæmu biti og þessi lax er
talinn eiga mjög litlar Iffiíkur.
Starfsmenn f stöðinni hafa fengið
laxa er hafa verið með um helm-
ingi skaddaðri en þessi.
Margir laxar hafa komið í stöð-
ina selbitnir, enda hefur hlutfall
bitinna laxa í torfunum farið upp í
10%.
E.G.
Laxar illa farnir eftir selbit
Sérstaka fóðurgjaldið;
3á endurgreitt — þar af
15% út á framleiðslu?
— Tillögur lagðar fram á fundi í dag
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, stla að láta hins sérstaka kjarnfóðurgjalds (80% gjaldsins) koma til
endurgreiðslu til bænda, en láta V* renna til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Mun endurgreiðslan eiga að koma til frádráttar gjaldinu í tolli, utan 15
prósenta, sem ætlunin er að endurgreiða bændum út á framleiðslu.
Starfsmenn landbúnaðarráðu-
neytisins hafa að undanförnu unn-
ið að mótun endurgreiðsluregln-
anna, m.a. á grundvelli tillagna
Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Guðmundur Sigþórsson, skrif-
stofustjóri f ráðuneytinu, sagði í
gær að vinnsla reglnanna væri
ekki það langt á veg komin að
hægt væri að skýra frá þeim.
Hann sagði að tillögur um endur-
greiðslureglur yrðu kynntar for-
ystumönnum sérbúgreinafélag-
anna á fundi þeirra hjá ráðherra í
dag.
Eins og fram hefur komið hefur
fóðurseljendum og bændum geng-
ið illa að fjármagna staðgreiðslu
grunngjaldsins (50% gjaldsins) í
tolli og eru sumar tegundir fóðurs
uppurnar hjá einstaka bændum.
Hagsmunaaðilar hafa átt viðræð-
ur við fjármálaráðuneytið um
greiðslufrest á gjaldinu, en þar
hefur ekki verið ljáð máls á því til
þessa.
Glæsilegur
Salatbar.
Skemmtilega girnilegur
í Mjóddinni
Spennandi grillpinnar
AÐEINS
Drangeyjarlundi ^ ^V,00
glænýr .
Hamflettur -^pr.stk.
— fleiri gerðir
íra^e*
^§§-
Hamborgarar
m/brauöi AÐEINS " ' ■ Vl
.00 c
pr.stk^
”Italskt sumar,9
ítalskar herraskyrtur, fallegar,
stutterma og langerma.
STÆRÐIRNR 37-44
VERÐ
AÐEINS
375’00
ODYRIR
Verð frá kr.
Iþróttaskór ^Qft.oo
Stæðirnr.28 - 45
78500
Glæsileg fiskborð
meó úrvali af nýjum
ferskum flski.
Leðurmokkasíur
Dökkbláar — Ljósbrúnar —
Hvítar Stærðir nr. 32 — 43
STÓRLÆKKAÐ VERÐ
DonCanoúlpur 2.95000
DonCano Sportjakkar 1.780 00
Glænýr LAX - lækkað verð.
Heitur tilbúinn matur
til að taka með sér
Tómatar
E
Blábef
Nýkomin í flugi
ÓDÝR
.00
pk.
n
Opiðtilkl.21 í Mjóddinni
- en til kl.l9í Starmýri
og Austurstræti