Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Vélmenni gegn sprengjum Eftir að sprengjur höfðu valdið tjóni á tveimur stöðum í Kaupmannahöfn í mínudaginn fannst ein sprengja ósprungin í Fríhöfninni. Lögreglan tók hana í sína vörslu og var hún afhent danska hernum sem hugðist gera sprengjuna óvirka. Til þess notaði hann vélmenni af þeirri gerð, sem sést i myndinni. Tókst þá ekki betur til en svo að sprengjan sprakk og skemmdi vélmennið. Foringi í hernum sagði, að sprengjan hefði verið heimatilbúin af kunnáttumönnum. Hún var þannig úr garði gerð, að hún ylli sem mestu tjóni á fólki. Ráðherrafundurinn í Helsinki: Hópur frá Eystrasalts- löndunum fær að mótmæla Helsinki, 25. júlí. AP. LÖGREGLAN í Helsinki staðfesti í dag að hópur flóttamanna frá Eystra- saltsríkjunum fengi aö leggja báti sínum að bryggju í borginni í mótmæla- skyni, á meðan á fundi 35 utanríkisráðherra stendur þar í næstu viku. Flóttamennirnir munu efna til minnisvarða um Eistlendingas, fái svokallaðrar „friðar- og frelsis- siglingar" um Eystrasalt og hefst hún á morgun, föstudag og stend- ur yfir í þrjá daga. Lögreglan sagði aftur á móti að mótmæla- gangan, sem heldur frá frá bryggjunni sem leið liggur að ekki leyfi til að fara um miðborg Helsinki. Með siglingunni er hópurinn að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að Eistland, Lettland og Lithá- en voru innlimuð í Sovétríkin. Hópurinn kemur til Helsinki á sama tíma og utanríkisráðherrar Evrópuríkjanna koma saman til að minnast þess að 10 ár eru liðin frá því að ráðstefnan um „öryggi og samvinnu“ var haldin þar og „Helsinki-sáttmálinn" var gerður. Kommúnistaflokkurinn í Finn- landi, sem ekki á sæti á þinginu, krafðist þess að mótmælagangan og siglingin yrði bönnuð, en kröf- um þeirra hefur verið synjað. Ber á móti stöðu- hækkun Ogarkovs Moskvu, 25. júlí. AP. NIKOLAI F. Chervov herforingi, deildarstjóri í sovézka herráðinu, mótmælti því á blaöamannafundi í dag að Nikolai V. Ogarkov marskálk- ur heföi verið skipaður yfirmaður herja Varsjárbandalagsins. Chervov var spurður hvaða starfi Ogarkov gegndi um þessar mundir. Hann svaraði því ekki beint, sagði aðeins að Ogarkov hefði ekki verið settur yfir Varsjárbandalagsher- ina, eins og Washington Post skýrði frá í vikunni. Washington Post kvaðst hafa Leiðtogar lýðræðisflokka koma saman á ráðstefnu Washington, 25. júlí. AF. LEIÐTOGAR lýdræðisflokka frá 30 þjóðum sitja nú ráðstefnu í Wash- ington í boði Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum. Helstu markmið ráðstefnunnar eru að efla samstöðu milli iýðræðisflokka í heiminum. Formaður landsnefndar Repú- blíkanaflokksins sagði í ræðu, sem hann flutti í hófi fyrir fulltrúana á ráðstefnunni í gær, að það væri skylda lýðræðisríkja heimsins að bjóða fram hönd sína til hjálpar þeim ríkjum sem vildu taka upp stjórnskipulag þeirra. Það vakti athygli hve góðar undirtektir tillaga forsætisráð- herra Grenada hlaut, um að fá að láni hugsjón kommúnista um samstöðu í heiminum. Fékk hann um 300 manns til að taka undir mikinn friðar- og samstöðusöng. Forsætisráðherrar sjö landa taka þátt í ráðstefnu hinna ný- stofnuðu samtaka lýðræðisflokka sem eru við völd eða í stjórnar- andstöðu, (International Demo- crat Union - IDU). Forsætisráð- herrarnir sjö eru þau Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, Herbert Blaize frá Jarðskjálfta- kippur í Japan Tokyo, 25. jólí. AP. SNARPUR jarðskjálfti gekk yfir stóran hluta Japans snemma í morg- un og mældist hann um 3,5 stig á Richters kvarða, að sögn japönsku veðurstofunnar. Upptök jarðskjálftans voru tal- in vera í hafinu utan við strendur Tokushima-ríkis, um 515 km suð- vestur af Tokyo. Lögreglunni höfðu ekki borist neinar tilkynn- ingar um slys á mönnum vegna skjálftans né skemmdir á mann- virkjum. Grenada, Káre Willoch frá Noregi, Paul Schluter frá Danmörku, Ed- mund Seaga frá Jamaica, Eugenia Charles frá Dómeníkanska lýð- veldinu og Manuel Esquivel frá Belize. Auk viðræðna um aukna sam- stöðu lýðræðisflokkanna verður rætt um eiturlyfjasölu í heimin- um, hryðjuverkastarfsemi, sam- skipti Austurs og Vesturs, at- vinnuleysi unglinga, vandamál Mið-Austurlanda og „stjörnustríð- sáætlun" Bandaríkjamanna. það eftir mjög áreiðanlegum heim- ildum að Ogarkov hefði verið gerð- ur að aðstoðarvarnarmálaráðherra og yfirmanni herja Varsjárbanda- lagsins, í stað Viktors G. Kulikovs marskálks. Ogarkov varð fyrir barðinu á hreinsunum i varnar- málaráðuneytinu í fyrra og vikið úr starfi aðstoðarvarnarmálaráð- herra og yfirmanns sovézka herafl- ans. Var hann settur til annarra starfa í varnarmálaráðuneytinu, en ekki er vitað hverra. Chervov staðfesti orðróm um að Vladimir F. Tolubko marskálkur hefði verið settur af sem yfirmaður kjarnorkuliðsaflans. Við stöðu hans hefði tekið „mjög hæfileika- mikill og fær foringi", sem hann nafngreindi ekki. Tolubko er sjö- tugur og hafði verið yfir kjarn- orkuliðsaflanum frá 1972. Hann hefur nú tekið starfi eftirlits- manns, staða sem aldraðir yfir- menn í hernum jafnan fá þegar þeir eru settir tii hliðar, þar sem þeir fara formlega aldrei á eftir- laun. Chervov staðfesti einnig að Alex- ei A. Lepishev hershöfðingi, yfir- maður stjórnmáladeildar hersins undanfarin 23 ár, hafi verið settur af og í hans stað skipaður Alexei D. Lizichev hershöfðingi, sem verið hefur yfirmaður stjórnmáladeildar sovézku herjanna í Austur-Þýzka- landi. Lepishev er 77 ára og Lizich- ev 57. Vestrænir diplómatar hafa skýrt frá þessum breytingum. GENGI GJALDMIÐLA: London, 25. júlí. AP. GENGI Bandaríkjadollara féll I dag, fimmtudag, gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum, utan franska frankanum og hollenska gyllininu. Dollarinn lækkaði gagnvart sterlingspundinu, sem kostaði 1,4090 dollara síðdegis í dag (1,4025). Gengi dollarans var annars þannig að fyrir hann fengust: 2,8698 vestur-þýsk mörk (2,8760), 2,3510 svissneska franka (2,3630), 8,7450 franska franka (8,7350), 3,2350 hollensk gyllini (3,2325), 1.917,00 ítalskar lírur (1.922,50), 1,3508 kanadísk- ir dollarar (1,3515), 239,40 jen (239,35). Forystugrein Washington Post: Opinberum styrkjum til kaupskipaflotans andmælt EITT áhrifamesta dagblað Banda ríkjanna Washington Post gagn- rýndi I fyrradag styrkjastefnuna sem rekin er í Bandaríkjunum til stuðnings kaupsiglingum. í forystugrein tók blaðið í sama streng og gert var í New York Tim- es á dögunum og skýrt var frá hér í blaðinu 17. júli síðastliðinn. Washington Post vísar til þess að tveir af blaðamönnum þess, Howard Kurtz og Michael Isik- off, hafi kynnt sér hið opinbera styrkjakerfi sem komið hafi ver- ið á fót vegna kaupsiglinga Bandaríkjamanna og þær reglur sem gildi um forgangsrétt til farms. í ljós hafi komið, að ríkis- stjórn Ronalds Reagan hafi stuðlað að því að brjóta þetta kerfi niður. Til dæmis hafi verið hætt niðurgreiðslum til skipa- smíðastöðva 1981. Þetta hafi orðið til þess að mörgum stöðv- um var lokað og fjöldi manna missti vinnuna, en kostnaðurinn við óbreytta stefnu hafi verið orðinn óbærilegur. Þá kemur fram, að ýmsir út- gerðarmenn hafi stutt fráhvarf- ið frá niðurgreiðslunum vegna þess að stjórnvöld veittu þeim Myndin sýnir bandaríska kaupskipið Rainbow Hope, sem notað hefur verið fyrir flutninga á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. styrki til að reka skip, sem smíð- uð eru erlendis. Nú vilji ríkis- stjórnin að slíkar styrkveitingar verði ákveðnar til frambúðar. Washington Post andmælir þeim áformum og segir, að skyn- samlegra sé að draga úr styrk- veitingunum, sem námu 380 milljónum dollara á síðasta ári (15,6 milljörðum ísl. kr.) fyrir 400 skip sem sigla undir banda- rískum fána. Þá andmælir blaðið einnig reglum um forgangsrétt bandarískra skipa til allra farma á vegum ríksins (svo sem vegna flutnings á matvælum í hjálparstarfi og fyrir Banda- ríkjaher). I forystugreininni kemur fram, að rökstuðningurinn fyrir þessum verndarreglum fyrir bandarísk skip hafi ætíð byggst á hernaðarlegum forsendum: Bandaríkjamenn þurfi að eiga öflugan kaupskipaflota, ef frið- urinn rofnaði. „Þessi rök stand- ast ekki gagnrýni," segir Wash- ington Post „því að Reagan- stjórnin hefur verið að fjölga flutningaskipum flotans, og á stríðstímum gæti Bandaríkja- stjórn hæglega nýtt hundruð skipa, sem sigla undir fánum Líberíu eða Panama, en eru í eigu bandarískra fyrirtækja." I lok forystugreinarinnar seg- ir Washington Post að rökin fyrir styrkjum til kaupsiglinga séu í stuttu máli þessi: „Skatt- greiðendur og neytendur eiga að borga milljarði dollara til að viðhalda þeim sérstöku og oft ríkmannlegu kjörum sem æ fá- mennari hópur farmanna, skipa- smiða og útsjónasamra útgerð- armanna nýtur, hópur sem hefur áttað sig á því, hvernig unnt er að nýta sér löggjöfina um þessi mál fyrir sjálfan sig. Hvaða þingmaður vill ganga fram fyrir skjöldu í þessari baráttu og ávinna sér virðingu fyrir að ljúka því verki sem Reagan- stjórnin hóf í því skyni að brjóta upp styrkjakerfi kaupskipaflot- ans?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.