Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 23 Enn flæðir í Bangladesh Dhaka, BanKladesh, 25. júlí. AP. MIKLAR hitabpltisrigningar á síðustu dögum hafa hleypt af stað gríðarleg- um flóðum í þremur nyrstu héruðum Bangladesh og uppskera hefur eyðilagst á tugþúsundunum hektara lands. Ekki er nema mánuður síðan mikil flóð urðu í Norðaustur- Bangladesh með þeim afleiðingum að fjöldi manns drukknaði og mik- ið af gróðurlendi fór undir vatn. í fréttum er ekki minnst á mann- tjón nú, en bent á hversu alvarlegt ástandið sé vegna eyðileggingar á gróðurlendi og muni það enn auka á erfiðleika í þessu hrjáða landi. Ástralía: Fjórar ófrískar konur með ónæmistær- ingu eftir gervifrjóvgun Sydney, Ástralíu 25. júlf. AP. TALSMAÐUR Westmead-sjúkrahússins í Sydney viðurkenndi í dag að það væri „mjög líklegt" að fjórar konur hefðu orðið fyrir ónæmistæringu eftir að þær voru frjóvgaðar með sæði úr sæðisbanka sjúkrahússins. Westmead-spítalinn er sagður einn fullkomnasti og bezt búni spítali í Ástralíu. Talsmaðurinn skýrði frá þessu eftir að blöð höfðu greint frá málinu. Bent var á að ekki er þar með sagt að maður veikist af ónæm- istæringu þótt ónæmistæringar- vírusinn hafi komizt í líkama hans. Ein kvennanna fjögurra hefur sjúkdómseinkenni ónæm- istæringar, að sögn talsmanns sjúkrahússins, en hinar þrjár eru við ágæta heilsu og ekkert sem bendir til að þær muni vera í hættu. Síðustu þrjú ár hafa um eitt hundrað þúsund konur verið frjóvgaðar í sjúkrahúsinu og þrjár kvennanna nú hafa áður farið í þessa aðgerð og fengið sæði úr sama sæðisgjafa og nú, en frjóvgunin tókst ekki. Kon- urnar urðu síðar vanfærar og eignuðust heilbrigð börn. Eigin- mennirnir þrír hafa allir gengist undir skoðun og sýna engin merki um ónæmistæringu. Læknar leggja áherzlu á að ólíklegt sé að konurnar þrjár sem eru með einkennislausa ónæmistæringu veikist, en sú hætta sé fyrir hendi að þær geti smitað aðra, við samfarir og blóðgjafir. Lögð verður rík áherzla á það i framtiðinni að sögn lækna að sæðisgjafar fari í nákvæma rannsókn áður en sæði er tekið úr þeim, en líkur benda til að hér hafi orðið mistök og segja læknar að grannt verði fylgst með líðan kvennanna sem hér um ræöir og ráðstafanir verði gerðar til að tryggja að slikt geti ekki gerzt aftur. SMÁBÁTASKOÐUN í SKERJAGARÐINUM Sænska strandgæzlan gerði hálfgert áhlaup á smábáta í sænska skerjagarðinum. Einkum voru útlendir bátar í skerjagarðinum stöðvaðir og leit gerð að smygli um borð, en einnig voru sænskir bátar skoðaðir. Ferðir bátanna voru kannaðar. Lögreglan hafði hasshunda meðferðis og leituðu þeir eiturlyfja um borð í bátunum. Stöku báts- eigandi var sektaður fyrir að vera með of mikið áfengi um borð. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^gíöum Moggansj_ Bladburöaifólk óskast! Vesturbær Kaplaskjólsvegur 27-55 Tómasarhagi 9-31 Hagamelur 14-40 Látraströnd Austurströnd Austurbær Bergstaöastræti 1-57 Barónsstígur Leifsgata Háahlíö Háteigsvegur Úthverffi Skeifan Kringlan Baröavogur Álfheimar 4-30 Álfheimar 17-42 Kópavogur Kópavogsbraut Hraunbraut Hamraborg Melgeröi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.