Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjaid 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Framboð ráði fiskverði Agreiningi í verðlagsráði sjávarútvegsins um loðnuverð hefur verið vísað til yfirnefndar. Þessi gamal- kunna setning á við nú eins og oft áður. Fulltrúar kaupenda á loðnu hafa hafnað tillögum seljenda, útgerðarmanna og sjómanna, um að loðnuverð verði gefið frjálst og því ráði framboð og eftirspurn. í til- efni af því að tillögunni um afnám opinberra verðlags- ákvæða á þessu sviði atvinnu- lífsins var hafnað, sagði Krist- ján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ), meðal ann- ars í Morgunblaðsviðtali: „Mér finnst það mjög einkennilegt, ef verskmiðjurnar [kaupend- ur] telja að fulltrúi hins opin- bera, oddamaður í yfirnefnd, eigi að vera gæslumaður þess að þeir borgi ekki of mikið fyrir loðnuna, af því þeir treysta ekki sjálfum sér til þess.“ Því ber að fagna, að formað- ur LÍÚ skuli hafa gengið fram fyrir skjöldu og tekið upp bar- áttu fyrir því að loðnuverð sé gefið frjálst í tHraunaskyni. Kristján Ragnarsson hefur fært ýmis rök fyrir|)ví, að til- raun af þessu tagi sé einmitt gerð við loðnuveiðar. Þar eru tengsl útgerðar og vinnslu hvað minnst og unnt er að selja loðnuna úr landi telji út- gerðarmenn sig ekki fá nógu hátt verð fyrir hana hér. Rök kaupenda gegn frjáls- ræðinu eru ekki sannfærandi. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverk- smiðja ríkisins, segir menn ekki búna undir frelsið; ann- markar séu á því að bjóða í óséð hráefni í skipum og hætta sé á yfirboðum. Auðvit- að tekur það tíma að venjast frelsi eftir að hafa starfað í skjóli opinberra verðákvarð- ana. Þó ætti það ekki að vera vandasamara fyrir þá sem bræða loðnu en aðra. Er erfið- ara að bjóða í óséða loðnu á leið til lands en ákveða verð á henni við fundarborðí Reykja- vík, áður en hún er veidd? Yf- irboð hafa verið stunduð, þrátt fyrir hið opinbera verð, eins vikið er að í samtali við Aðal- stein Jónsson á Eskifirði í Morgunblaðsviðtali á miðviku- daginn. Að því kemur fyrr en síðar að stigið verði skref hér á landi til frjálsræðis við verð- ákvarðanir á fiski eins og á öðrum vörum. Islenskir sjó- menn og útgerðarmenn sætta sig við það að markaðslögmál- in ráði, þegar þeir selja aflann í útlöndum. Hvers vegna skyldu þeir andmæla slíkri skipan heima fyrir? Þótt loðnukaupendur óttist frelsið eru kaupendur á öðrum fiski því hlynntir, eins og fram kemur hjá Kristni Péturssyni, framkvæmdastjóra á Bakka- firði, í Morgunblaðsviðtali í gær. Kristinn hvetur til þess að verðlagsráð sjávarútvegs- ins komi saman til að ræða verð á kola að nýju og vill hann að ráðið gefi verðið frjálst í tilraunaskyni. Fisk- framleiðendur telja hið opin- bera kolaverð svo hátt, að ekki sé unnt að kaupa hann til vinnslu. Þegar rætt er um að mark- aðurinn ráði fiskverði og opinber afskipti víki fyrir hon- um, er vikið að grundvallar- atriði í stjórn íslenskra efna- hagsmála. Ekki er ástæða til að flana að neinu, enda hefur enginn gert tillögur um að það verði gert. Á hinn bóginn má ekki útiloka breytingar vegna þess eins að menn óttist frels- ið — sá ótti er ástæðulaus. Verndun hvalanna * IMorgunblaðinu í gær var birt bréf frá um 20 um- hverfisverndarsamtökum, sem afhent var Halldóri Ásgríms- syni, sjávarútvegsráðherra, í tengslum við þiiig Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Þar er því harðlega mótmælt að íslensk stjórnvöld veiti leyfi til vís- indalegra hvalveiða og sagt, að verði þær heimilaðar muni samtökin beita sér fyrir banni á innflutning íslenskra fiskaf- urða til Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna. Þá birtist einnig í Morgunblaðinu í gær frétt þess efnis, að norska viðskiptaráðuneytið vilji að öllum hvalveiðum Norðmanna verði hætt um næstu áramót, þar sem útflutningshagsmunir séu í veði. Eins og bent var á hér á þessum stað síðastliðinn sunnudag brjóta vísindalegar hvalveiðar ekki í bága við samþykktir Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Á hinn bóginn verða menn að meta þetta mál eins og önnur fjárhags- og við- skiptamál út frá því sjónar- miði, hvort ástæða sé til að hætta meiri hagsmunum fyrir minni. Við megum alls ekki gefa höggstað á okkur með því að fara í kringum þær sam- þykktir sem leyfa vísindalegar hvalveiðar. Goldberg-tilbrigði Bachs í Skálholti — eftir Atla Heimi Sveinsson Á morgun, laugardaginn 27. júlí, mun Norðmaðurinn Ketil Haugsand, margverðlaunaður sembalsnillingur flytja Goldberg- tilbrigði Bachs á hinum glæsilegu sumartónleikum í Skálholti. Mig minnir að Ursula Ingólfsson hafi fyrir löngu flutt prýðilega þetta ofurmannlega verk á Listahátíð, en hún er píanóleikari, og það er alltaf annað að heyra Bach, og aðra barokkmenn, flutta á sembal eins og mjög er farið að tíðkast nú. Goldberg-tilbrigðin eru ein þau mestu og flóknustu, sem tónlist- arsagan getur um. Og þau um- fangsmestu og erfiðustu sem sam- in hafa verið fyrir snertlahljóð- færi, að Diabelli-tilbrigðum Beet- hovens og Bach-tilbrigðum Regers undanskildum. Og meðal verka Bachs í hópi þeirra sem dýrast voru kveðin má nefna Fúgulistina, Tónafórnir, Velstillta klavírið og orgeltilbrigðin Af himnum ofan boðskap ber. Þetta eru ekki vinsælustu verk Bachs en þau bestu sem hann samdi. Og þau sáu dagsins ljós áð- ur en sú krafa var gerð til tónlist- ar að falla fjöldanum samstundis í geð, sérlega þeim sem ekkert vit höfðu á tónlist og engan smekk höfðu fyrir henni. Goldberg-tilbrigðin eru þrjátíu útleggingar, fremur en tilbrigði eða breytingar, á sönglagi eða aríu. Arían eða stefið er eiginlega sarabanda, sem er einn af dönsum barokktímans, margflúruð laglína yfir bassagang, sem algangur er í ýmsum tilbrigðaverkum fyrir og eftir daga Bachs. Finnst þessi bassi m.a. í verki eftir Jóhann Kristófer Bach, en sá var frændi meistarans. Einnig í verki eftir Henry Purcell og í Chaconnu Hándels í G-dúr, jafnvel í c-moll tilbrigðum Beethovens. Stefið eða sarabandan finnst í öðrum píanó- bæklingnum fyrir Önnu Magda- lenu Bach. Ró hennar og fegurð, ásamt háþróaðri skreytilist benda til þess að hún sé eftir Bach sjálf- an. Stefið er ekki einfaldur vinsæll húsgangur eins og algengt er í til- brigðaverkum, heldur flókinn samsetningur. Hin hefðbundnu og algengu tilbrigði byggjast á því að leggja út frá stefinu þannig að það sé auðþekkjanlegt í fyrstu og síð- an verði tónsmíðin smám saman fjarlægari því. En þannig fer Bach ekki að. Stefið er sjálft flókið og ekkert auðþekkjanlegt. En það verður efniviður í ólíkar tónsmíð- ar, átylla til skáldskapar. Það er líkast því sem sami hluturnn sé ljósmyndaður frá mismunandi sjónarhorni, fjarlægð, birtu. Gerð verksins, tilbrigðaformið eða hugmyndin heldur hinum ólíku hlutum verksins saman. Inn á kyrrstæðan skjáinn koma og fara ólíkir hlutir. Öll venjuleg flokkun í fígúral- og karaktertilbrigði er út í hött. Goldberg-tilbrigðunum hæfa aðeins eigin íðorð eins og öll- um góðum listaverkum. Og af öll- um verkum eru þau skildust til- brigðunum op. 27 eftir Anton Webern: tilbrigði um tilbrigði — allt er aðalatriði — alltaf hið sama en aldrei eins. Listaverkið verður eins konar töfrakíkir. Goldberg-tilbrigðin voru samin í nokkrum lotum á tíu ára tíma- bili. Sennilega lauk Bach við þau árið 1741, og prentuð voru þau ári síðar í fjórða hefti Clavierúbung. Þetta er hægkveðið af manni, sem samdi nýja kantötu annan hvern sunnudag þegar svo bar undir, og barokkmenn voru yfirleitt hvað- kvæðir og miklir tónbullarar líkt og afþreyingarlið poppsins á vor- um tímum. En það var til mikils að vinna. Mín veraldlega umbun var langþráður titill til hirðtón- skálds og hin andlega nautn sú að læsa í einu verki alla reynslu, lærdóm og innblástur mikils tón- skálds sem var sér mjög meðvitað um stærð sína. Goldberg-tilbrigðin voru samin fyrir Keyserlingk greifa, sem var sendiherra Rússakeisara við hirð- ina í Dresden og Jóhann Gottlieb Goldberg var sembalisti hans, gamall nemandi Bachs. Að sögn mun greifinn hafa beðið Bach um að semja handa sér blíðleg og skemmtileg lög, sem hjálpað gætu honum að þreyja langar andvöku- nætur við andlega íhugun, en greifinn þjáðist af svefnleysi. Verkið er of flókið til þess að unnt sé að gefa tæmandi mynd af því í stuttu máli, en þetta eru ekki vögguvísur eða nætuf-ljóð í venju- legri merkingu. En að margslunginni samsetn- „Dæmið vægast sagt andstyggilega flókið“ Spjallað yíö Ágúst Sverri Egilsson, sem vakti athygli fyrir einfalda lausn á flóknu dæmi á Ólympíuleikunum í stærðfræði Tveir ungir Islendingar, þeir Ágúst Sverrir Egilsson og Hákon Guðbjarts- son, voru fulltrúar fslands i Ólympíuleikunum f stærðfræði, sem haldnir voru í Jousta í Finniandi ekki alls fyrir löngu. Voru þáttakendur á leikunum 209 stærðfræðisnillingar, fri 38 löndum, sem allir ittu það sameiginlegt að hafa ekki enn nið tvítugsaldri. „Þetta var alveg hreint stór- kostleg ferð,“ sagði Ágúst er hann var inntur eftir því hvernig gengið hefði. „Við nutum gestrisni Finn- anna í hálfan mánuð en keppnin sjálf tók aðeins tvo daga. Byggðist hún upp á flóknum dæmum og verkefnum, sem við áttum að leysa, og held ég að okkur félögun- um hafi gengið bara þokkalega. Af Norðurlandaþjóðunum urðum við í öðru sæti. Voru Svíarnir einu Skandinavarnir sem náðu betri árangri en við,“ sagði hann. Ágúst Sverrir, sem stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík, vakti athygli á mótinu fyrir ein- falda lausn sína á afar flóknu dæmi, sem fæstir réðu við. „Þetta umrædda dæmi kom frá Rússum og var vægast sagt andstyggilega snúið,“ sagði Ágúst er hann var spurður nánar um þetta atriði. Þó tókst einstaka keppanda að ráða fram úr því með tiltölulega ein- faldri aðferð. Var Ágúst einn af þeim. Undruðust dómararnir það mjög hvernig þeir sneru sig út úr gildrunni. Sigurvegarar i einstaklings- keppninni voru tveir piltar, annar frá Ungverjalandi, hinn frá Rúm- eníu. Liðin sem fóru með sigur af hólmi komu hins vegar frá Ung- verjalandi og Bandaríkjunum. Kvað Ágúst austantjaldsrikin hafa átt æði sterka fulltrúa á leik- unum en auk þeirra hafi t.d. Bandaríkjamönnum, Belgíu- mönnum og Hollendingum gengið vel. Áðspurður um hlutfall kvenna á mótinu sagði Ágúst að af kepp- endunum 209 hafi fulltrúar kven-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.