Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ. FÓSTUDAGUR 26. JTJLÍ1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Molar Nýverið hóf göngu merkur breskur heimildamynda- flokkur er fjallar um Kyrrahafs- löndin. Þáttaröðin nefnist á frummálinu The New Pacific og á sér stað í miðvikudagsdag- skránni, skömmu áður en Súell- enurnar bresta í grát oní whisky- glösin vestur í Dallas. Vesalings ríka fólkið, getur það ekki skroppið í sumarleyfisparadísina á Hawaii, en síðasti þáttur bresku myndaraðarinnar fjallaði einmitt um þetta fimmtugasta ríki Bandaríkjanna. Virtust þátt- arstjórarnir gera ráð fyrir að meirihluti hinna innfaeddu Ha- waii-búa væri álíka óhamingju- samur og vansæll í þessu sumar- leyfis-Disney-landi og fyrr- greindir auðkýfingar í Ewing- olíuparadísinni. Skruppu kvik- myndatökumennirnir meðal ann- ars inn á fund hjá nokkrum Ha- waii-búum, er leituðu að rótslit- inni menningararfleifðinni í fornum dönsum og arfsögnum. Þetta fólk unir því ekki að vera haft til sýnis líkt og Mikki mús eða Andrés önd í Disney-heimi hinna fullorðnu. Kannski berst þessu rótlausa fólki hjálp úr óvæntri átt, þegar hin nýja kyn- slóð sæmilega upplýstra Vestur- landabúa fær leið á Disney- heiminum en leitar þess í stað til þess menningarheims er á djúpar rætur í sögu og náttúru landsins? Búseti Athyglisverð frétt barst á skjá- inn nú á miðvikudaginn. Var þar mættur efst í Grafarvoginn ofan Fjallkonuvegar (falleg nafngift) Einar Örn Stefánsson fréttamað- ur ásamt fulltrúum byggingar- samvinnufélagsins Búseta. Sá er hér stýrir penna tekur ekki af- stöðu til þess félags en telur að til dæmis verkamannabústaðakerfið hafi um of mismunað mönnum og eflt veldi pólitískra smákónga. Hvað um það þá vekja byggingar- framkvæmdir Búseta við Fjall- konuveg athygli sökum nýstár- Iegs verkháttar en þeir Búseta- menn hyggjast hér beita svipuð- um aðferðum við reislu fremur ódýrra rt>úða og Bandaríkjamenn hafa löngum beitt. f fáum orðum sagt er aðferðin fólgin í því að láta ákveðinn vióskiptabanka fjár- magna verkið, í þessu tilviki Al- þýðubankann og í annan stað sér stórt og öflugt verktakafyrirtæki, Hagvirki hf., alfarið um verkleg- ar framkvæmdir. Er sannarlega spennandi að sjá hvernig til tekst með þennan nútímalega vinnu- hátt þeirra Búsetamanna er virð- ast ætla að sigla framhjá hinu miðstýrða húsnæðiskerfi og beita nútímalegum verkhætti við sjálfa framkvæmdina en Hagvirki sér ekki aðeins um að steypa upp húsin heldur annast fyrirtækið alla jarðvinnu og hönnun, bæði fagurfræðilega og verkfræðilega. Slíkur verkháttur hlýtur að sækja á við húsbyggingar hér- lendis og hefir raunar þegar sótt í sig veðrið í kjölfar vandaðra húseiningaverksmiðja, enda telja sérfræðingar svo sem Dr. Kjart- an Jóhannsson verkfræðingur hann affarasælastan: Við núver- andi kerfi er undirbúningur í höndum margra aðila sem eru tvístraðir og samvinna milli þeirra er oft lítil ... Það verður að tryggja samvinnu þeirra í milli allt frá fyrsta undirbúningi verksins ... í framkvæmd verður þessi leið þannig, að ákveðið fyrirtæki tekur að sér að reisa íbúðir með ákveðnum eiginleik- um fyrir eignaraðila. (Skipulagn- ing og áætlanagerð við íbúða- byggingar, Húsnæðisstofnun 1977 3. útgáfa, bls. 35 og 36) Ólafur M. Jóhannesson Agnetha án ABBA kvöld klukkan nA 40 20.40 verður ^ v/— sýndur í sjón- varpinu þáttur um sænsku söngkonuna Agn- ethu Fáltskog, sem áður var þekktust sem annað A-ið í hinni vinsælu hljómsveit ABBA. Nú hef- ur ABBA hins vegar lagt upp laupana að því er virðist og Agnetha hyggur á sjálfstæðan tónlisarfer- il. f þættinum ræðir hún um árin stórkostlegu með ABBA og hvers virði auð- ur frægð og stjörnudýrk- un hafi verið henni. Á opinskáan hátt fjallar hún um sjálfa sig, skoðan- ir sínar og framtíðar- áform. í þættinum syngur hún einnig sex lög af nýjustu breiðskífu sinni. Fjórir liðir á dagskrá kvöldvökunnar ■■■■ Kvöldvakan er <)A 35 á dagskrá rásar ~~ 1 í kvöld kl. 20.35. Það er að venju Helga Ágústsdóttir sem sér um hana og að þessu sinni eru fjórir liðir á dagskrá. Þeir eru: 1. Minningar frá Möðruvöll- um. Sigríður Schiöth lýk- ur lestri frásagnar Krist- jáns H. Benjamínssonar af veru hans í Möðru- vallaskóla. 2. Kórsöngur. Söngfélagið Gígjan á Ak- ureyri syngur undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. 3. Dúnleitin í Vest- ureyjum á Breiðafirði. Guðbjörg Aradóttir les frásögn Ólínu Andrés- dóttur skáldkonu úr bók- inni „Konur segja frá.“ 4. Berdreymi. Úlfar K. Þor- steinsson les úr Grá- skinnu hinni meiri. Það er semsagt fjöl- breytt efni að vanda í Kvöldvökunni í kvöld en hún stendur yfir í 50 mín- útur. John Lennon í tnyndinni „Hvernig ég vann stríðið*'. Hvernig ég vann stríðið Bresk bíómynd frá 1967 ■■■■ Hvernig ég 91 50 vann stríðið, (á £*\-— frummálinu: How I Won the War) nefnist bíómynd sjón- varpsins i kvöld. Hún er- bresk og gerð árið 1967. Hún gerðist í heimsstyrj- öldinni síðari og er í henni gert napurt grin að stríðs- bröltinu að því er segir í kynningu sjónvarpsins. Aðalpersóna myndar- innar er Goodbody lautin- ant eða Ljúfur liðsforingi, eins og þýðandi myndar- innar, Guðni Kolbeinsson, kýs að kalla hann upp á íslensku. Goodbody þessi er besta skinn og á margt sameiginlegt með Don Quixote hinum spænska. Hann göslast áfram og lærir aldrei af mistökum sínum. Eins og Don Quix- ote á hann sér dyggan fé- laga. Það er liðþjálfi að nafni Transom, sem alltaf reynir að gera gott úr mistökum yfirmanns síns og bjarga lífi hermann- anna. Við aðrar aðstæður myndu vitleysur Good- bodys sennilega þykja skoplegar, en hermönnun- um í herflokki hans finnst ekkert fyndið við þær því þær gera óþarfan dauða félaga þeirra ekkert skop- legri en dauða annarra hermanna. Kvikmyndahandbókin gefur mynd þessari tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og telur hana þokkalega skemmtun. Með helstu hlutverk fara Michael Crawford, Lee Montague, Roy Kinnear, Jack MacGowran og bít- illinn frægi John heitinn Lennon. Leikstjóri er Richard Lester. Næturútvarpið ■^■i Næturútvarpið OQ 00 hefst I kvöld Ltð — klukkan 23.00 á rás 2 eins og venja er til á föstudagskvöldum. Það eru hinir eldhressu nátthrafnar Þorgeir Ást- valdsson og Vignir Sveinsson sem þar halda umstjórnvölinn og leika létta tónlist fyrir aðra nátthrafna fram til klukkan 3 í nótt. UTVARP Suður-amerlsk tónlist flutt á tónleikum I listamiöstöð há- skólans I Warwick I desem- ber sl. Kór og hljómsveit breska útvarpsins flytja. Stjórnandi: Eduardo Mata. Planóleikari: Barbara Niss- mann. Umsjón: Ýrr Bertelsdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 26. jútí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn páttur Sigurðar G. Tóm- assonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Jóna Hrönn Bolladóttir, Laufási, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ömmustelpa" eftir Armann Kr. Einarsson. Höfundur lýk- ur lestri sðgu sinnar (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þáttinn. RÚVAK. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Jacob Joseph- son, Hermann Palm, Prins Gustaf, Johan Svendsen, Frédéric Chopin og Carl Nielsen. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Oti I heimi", endurminn- ingar dr Jóns Stefánssonar. Jón Þ. Þór les (17). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Rómansa eftir Vaughan Williams. Larry Alder leikur á munnhörpu með Konung- legu fllharmóniusveitinni I Lundúnum; Morten Gould stjórnar. b. Fiðlukonsert nr. 3 I d-moil op. 58 eftir Max Bruch. Salv- atore Accardo leikur með Gewandhaus-hljómsveitinni I Leipzig; Kurt Masur stjórnar. 15.15 Létt lög. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16 J0 A sautjándu stundu. Umsjón: Sigrlöur O. Ha- raldsdóttir og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpíð. Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Björn M. Björgvins- son og Tryggvi Jakobsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 19.55 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.35 Kvöldvaka. a. Minningar frá Möðruvöll- um. Sigrlður Schiöth lýkur lestri frásagnar Kristjáns H. Benjamlnssonar (4). b. Kórsöngur. Söngfélagið Gígjan á Akureyri syngur undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar. c. Dúnleitin I Vestureyjum á Breiðafirði. Guðbjörg Ara- dóttir les frásögn Óllnu And- résdóttur úr bókinni „Konur segja frá". d. Berdreymi. Olfar K. Þor- steinsson les úr Gráskinnu hinni meiri. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21^5 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir einleiksverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Askel Másson og Karóllnu Eirlksdóttur. 22.00 Hestar. Þáttur um hestamennsku I umsjá Ernu Arnardóttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldslns. 22.35 Ur blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Tónleikar Evrópubanda- lags útvarpsstööva 1985. SJÓNVARP I 19.25 Refurinn og björninn. Þýðandi Kristln Mántylá. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). Ævintýri Berta 2. þáttur Sænskur teiknimyndaflokk- ur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Agnetha án ABBA (A som i Agnetha) Þáttur um söngkonuna Agn- ethu Fáltskog sem söng áö- FÖSTUDAGUR 26. júll ur með sænsku sveitinni ABBA en er nú að hefja sjálfstæðan tónlistarferil. Þýðandi Veturliði Guðnason. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 21.15 Njósnarafjölskyldan (A Family of Spies) Bresk heimildamynd um mesta njósnamál sem upp hefur komið I Bandarlkjunum um árabil. Walker og fjöl- skylda hans seldu Rússum árum saman mikilvægar upplýsingar um varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. f myndinni er reynt að gera grein fyrir afleiöingum þessa mikla njósnamáls. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.50 Hvernig ég vann strlðið (How I Won the War) Bresk blómynd frá árlnu 1967. Leikstjóri Richard Lester. Aðalhlutverk: Míchael Crawford. Lee Montague. John Lennon, Roy Kinnear, Jack Mac Gowran. Myndin gerist I heimsstyrj- öldinni slðari og er gert nap- urt grln að strlðsbröltinu. Þetta er sagan af þvl hvernig Ljúfur liösforingi leiddi her- deild slna til eins konar sig- urs. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 23.40 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdis Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. Þriggja mínútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20.00—21.00 Lög og lausnir Spurningaþáttur um tónlist Stjórnandi: Adolf H. Emils- son. 21.00—22.00 Bergmál Stjórnandi: Sigurður Grön- dal. 22.00—23.00 A svörtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Ástvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.