Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 13 Klæðaburður fyrr á öldum Hermann Valsson, sem sá um sölu bflsins, afhendir Baldvini Sigurössyni, Eyvindarhólum, formanni sveitarinnar, lyklana. Flugbjörgunarsveit Aust- ur-Eyjafjalla fær fjallabfl Bókmenntir Erlendur Jónsson /Esa Sigurjónsdóttir: KLÆÐA- BURÐIJR ISLENSKRA KARL- MANNA Á 16., 17. OG 18. ÖLD. 70 bls. Sagnfræðirit. H.í. Rvík., 1985. Fötin skapa manninn. Svo hefur lengi staðið í auglýsingum. Að lýsa tískunni eins og hún kemur fyrir sjónir á hverjum tíma sýnist ærið viðfangsefni. Meira er þó í ráðist að rekja sögu hennar í þrjár aldir. »Rannsóknin er að mestu byggð á rituðum heimildum, því að íslensk menningarsaga er fá- tæk af myndefni,* segir höfundur í inngangi. Enn síður tíðkaðist fyrr á öldum að menn létu eftir sig til varðveislu hálfslitnar flíkur. Og gagngerðar klæðalýsingar er ekki víða að finna í ritum. Æsa hefur því orðið að safna saman mörgun smábrotum og raða sam- an í heild sem síðan birtist í þess- ari bók hennar. Hefur hún bæði stuðst við erlendar og innlendar heimildir. En einnig við það rýra myndefni sem til er frá umrædd- um öldum. Höfðingjar sátu þá gjarnan fyrir hjá málurum og skörtuðu sínu fínasta. Alþýða og fyrirmenn klæddust auðvitað hvor með sínum hætti allar þær aldir sem Æsa segir frá. Hvort tveggja kom til: Mismun- andi efnahagur og lagaboð. Fá- ránlegt þætti nú ef löggjafinn segði fyrir um klæðaburð. En ein- veldið gamla vildi stjórna gervöllu lífi þegnanna; klæðaburði sem öðru. Og manngreinarálit, sem margur vill ekki kannast við að þekkja nú á dögum, var þá feimn- islaust viðurkennt. Blóð sögunnar streymdi hægt. Sérhver tíska var því lengi að breiðast út og varaði að því skapi lengur. Æsa sýnir fram á hvernig ríki þau, sem voldugust voru og auðugust, sköpuðu hvert um sig tísku síns tíma: Spánn eftir lok landafunda, síðan Niðurlönd, loks Frakkland. Frá löndum þessum barst tískan til Danmerkur. Og í kóngsins Kaupmannahöfn keyptu íslenskir fyrirmenn föt sín — eða pöntuðu þau þaðan — og þannig bárust straumarnir að lokum alla leið heim á Frón. Við lok þess tímabils, sem Æsa tekur fyrir, gerbreyttist tískan Ættarmót í Varmalandi AFKOMENDUR Ólínu Sigurðar- dóttur og Jóns Bjarnasonar frá Brúarlandi á Skagaströnd efna til ættarmóts að Varmalandi, Borgar- firði, laugardaginn 27. júlí næst- komandi. Mótið hefst með kaffidrykkju klukkan 15.00 og síðan verður ýmislegt á dagskrá, kvöldverður borinn fram klukkan 19.00 og síðan haldið áfram að skemmta sér fram á nótt. Aætlað er að afkomendur þeirra Ólínu og Jóns séu hátt í 300 talsins. (Fréttatilkynning.) Æsa Sigurjónsdóttir fyrir áhrif frá stjórnarbyltingunni frönsku þannig að lítið eimir nú eftir af búnaði þeim sem fyrri alda fólk hafði fyrir augum. Undan- tekning er spænski pípukraginn sem Æsa segir að hafi verið »rán- dýrt tískufyrirbæri*. Hann var »tekinn upp af kirkjunnar mönnum og ílentist hjá prestum í Danmörku, Noregi og á íslandi sem hluti af embættisbúningi þeirra«. Alþýða manna gekk svo til ein- göngu í fötum úr heimaunnu vaðmáli; hafði ekki efni á að kaupa erlend fataefni. Almenn- ingur var því fastheldnari í klæða- burði þó nokkuð væri jafnan reynt að líkja eftir heldri manna tísku. »Ekki náðu öll tískufyrirbæri útbreiðslu hér á landi,« segir Æsa, »og má oft rekja það til sérís- lenskra aðstæðna, s.s. veðurfars, fámennrar yfirstéttar, engrar borgarastéttar, lélegra húsakynna — en fyrst og fremst almennrar fátæktar. Til dæmis urðu hárkoll- ur og pípukragar aldrei annað en skart örfárra manna.« Höfðingjar beittu sér mjög gegn því að almenningur keypti útlend fataefni, töldu slíkt til óspilunar- semi. Ekki kom þó til valds- mannshrokinn einber heldur vildu þeir að »íslendingar færu að vanda til vaðmálsgerðar*. Sú við- leitni bar þó ekki þann árangur sem skyldi. Hér var engin sérstök fataiðn; allt heimaunnið. Nýjar aðferðir í meðferð efna — t.d. skinna — áttu því síður en svo greiða leið hingað. Því var ekki að furða að t.d. fótabúnaður íslend- inga »varðveittist nær óbreyttur í margar aldir«, segir Æsa. Eins og Æsa bendir á í lokaorð- um voru klæðaburður og tíska á umræddum öldum rækilega sam- ofin öðrum þáttum þjóðlífsins. »Mismunur í klæðnaðinum á að vera og var forðum til að aðgreina virðingar manna, og svo er ráð fyrir þessu gjört í landslögum vor- um,« sagði meistari Vídalín. Bók Æsu Sigurjónsdóttur veitir því hreint ekki litla innsýn í líf ís- lendinga á þeim öldum sem marg- ir hafa talið hvað drungalegastar í sögu þjóðarinnar. Allmargar myndir eru birtar í bókinni til útskýringar og stuðn- ings við textann. I fáum orðum sagt: fróðleg, vel skrifuð og læsileg bók. Flugbjörgunarsveit Austur-Eyja- fjalla tók nýlega við fjallabíl af geró- inni Mercedes Benz, Unimog. Bíllinn er útbúinn tilbúinn til björgunar og leitarstarfa og hefur drif á öllum hjólum, sem hægt er að læsa með einu handtaki. Hæð undir lægsta punkt er um 40 sentimetra. Bifreiðin er sérstaklega útbúin til aksturs í ám og vötnum og er allt rafkerfið vatnsvarið. Kemur það sér sérstaklega vel fyrir björgun- arsveitina undir Austur-Eyjafjöll- um þar sem á leitarsvæði hennar eru mörg vatnsföll, svo sem Mark- arfljót, Krossá og Syðri- og Nyrðri-Ófæra. FEGRIÐ OG BÆTH) GARDMNMED SANDIOGGRJÓTI! Sandur I Perlumöl Hnullungar Völusteinar Sandur ar fyrst og f remst jarðvegs- bætandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm. þykku lagi I beð til að kæfa illgresi ogmosaí grasi (ca.3 cm.j.Jatnar hita og roka ( jarðvegi. Kjörið undirlag í hellulagðo gangstíga. Perlumöl er lögð ofan ó beð, kæfir illgresi og léttir hreinsun. Perlu- mölin er góð sem þrifalag í inn- keyrslur og stfga. Stærð ca. 0,8— 3 cm. Völusteinar eru notaðir t.d. til skrauts á skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiaa erfitt uppdróttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði f beðum með stærri plöntum og trjóm. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. Hnullungarnir eru ósvikið íslenskt grjót, sem nýtur sfn í steinahæðum, nlöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJÖRGUN H.F. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI: 81833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 7.30-18.00 laugaid.: 7.30-17.00 Komdu á athafnasvæði Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.