Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985
Minning:
Asdís Asmunds-
dóttir Akranesi
Fedd 18. águst 1912
Díin 21. júlí 1985
Að kvöldi sunnudagsins 21. þ.m.
lézt í Sjúkrahúsi Akraness skóla-
systir mín og mágkona, Ásdís
Ásmundsdóttir, eiginkona Júlíus-
ar Þórðarsonar framkvæmda-
stjóra. Hvíldina fékk hún að lokn-
um annasömum ævidegi og eftir
alllanga sjúkdómsraun, sem var
bæði henni sjálfri og ástvinum
hennar þungbær. En þótt treginn
rati jafnan sína leið, ber samt að
þakka þráða hvíld frá þrautum.
Nú við andlát Ástu hvarflar
hugurinn til fyrstu kynna. Þau
hófust, þegar við hittumst sem
innritaðir nemendur í Samvinnu-
skólann haustið 1929. Við höfðum
þá aldrei sézt, enda þótt ég þá þeg-
ar hefði kynnzt báðum alsystkin-
um hennar harla vel á Núpsskóla í
Dýrafirði; þeim Þorvaldi Ellert og
Gróu unnustu minni. Það var dá-
lítið „skrýtið" og olli mér sérstakri
eftirvæntingu að sjá og heyra
þessa tilvonandi tengdasystur
mína — og líklega hefur hún helzt
kviðið fyrir því að hitta mig; fjar-
lægan strákling vestan af fjörð-
um!
Það er skemmst af að segja, að
allvel fór á með okkur Ástu, þótt
viö aðstöðunnar vegna hefðum
ekkert mikið saman að sælda.
Minnisstæðast er mér, hversu
óvenju fögur hún var og aðlað-
andi, enda leit hana þá margur
sveinninn hýru auga, því fyrir
utan útlitið, leyndu sér ekki góðar
gáfur og jafnvel skáldlegt draum-
lyndi, sem öðrum þræði einkenndi
hana alla tíð. Og á góðum stund-
um gat hún veriö allra manna
skemmtilegust svo sem fleiri ætt-
menni hennar.
Ásdís heitin fæddist á Akranesi
18. ágúst 1912; fjórða barn hjón-
anna Þóru Þorvaldsdóttur og
Ásmundar Magnússonar sjó-
manns og kennara. Vegna erfiðra
heimilisástæðna móðurinnar, var
Ásdísi tæplega 2ja ára að aldri,
komið í fóstur til Guðrúnar Ein-
arsdóttur og Jónasar Guðmunds-
sonar bónda á Bakkakoti í Skorra-
dal. Þau hjón reyndust henni æ
síðan sem beztu foreldrar. Þau
voru barnlaus sjálf, svo Ásta varð
þeim sannarlega sólargeisli { líf-
inu. Og kærar æskuminningar úr
hinum fagra og friðsæla dal
fylgdu Ástu síðan alla ævi og áttu
sinn mikla þátt í að móta persónu-
leika þessarar rómantísku og
draurr.lyndu telpu. Um tíu ára ald-
ur Ástu, brugðu fósturforeldrar
hennar búi og fluttu til Akraness.
Þau byggðu sér hús f næsta ná-
grenni við móður Ástu og stjúpa,
Gísla Jónsson. Þá urðu mikil
þáttaskil í lífi hennar, því þá fyrst
kynntist Ásta móður sinni og
systkinum, og raunar hafði hún þá
allt í einu eignast „tvær mömmur
og sjö systkini", eins og hún sjálf
sagði.
Á Akranesi átti Ásta síðan öll
sín bernsku- og æskuár f leik og
starfi. Eftir barna- og gagnfræða-
skólanám lá svo leiðin í Sam-
vinnuskólann sem fyrr segir, og
stundaði hún eftir það verzlun-
arstörf um nokkurra ára skeið.
Hinn 3. ágúst 1933 giftist Ásdís
glæsilegum og góðum dreng, eftir-
lifandi eiginmanni sínum: Júlíusi
Þórðarsyni Ásmundssonar, út-
gerðar- og kaupmanns, frá Grund
á Akranesi. Þar með tengdist hún
mannmargri ætt og fyrirferðar-
miklu dugnaðar- og manndóms-
fólki í athafnalífi Akurnesinga. Á
Skaganum hefur ástríkt og ham-
ingjusamt hjónaband þeirra Ástu
og Júlíusar staðið í meira en hálfa
öld og þau haldið þétt saman i
blíðu og stríðu. Þau hjón eignuð-
ust sex vel gefin og myndarleg
börn. Þau eru þessi:
Guðrún Edda, gift Björgvini
Hagalínssyni vélvirkja — búsett á
Akranesi. Ragnheiður, gift dr.
med. Gunnari Þór Jónssyni, yfir-
lækni á Slysadeild Borgarspítal-
ans — búsett í Reykjavík. Emelía
Ásta, fóstra, gift Guðmundi Bert-
elssyni raffræðingi — búsett í
Garðabæ. Ásdís Elín, bankaritari,
gift Aðalsteini Aðalsteinssyni
skrifvélavirkja — búsett í Reykja-
vík. Gunnhildur Júlía, sjúkraliði,
gift Smára Hannessyni rafvirkja
— búsett á Akranesi. Þórður Ásm.
bankafulltrúi, kvæntur Ernu
Gunnarsdóttur meinatækni — bú-
settur á Akranesi. Barnabörnin
eru orðin 14 og barnabarnabörnin
3. Þetta er stór og mannvænlegur
hópur afkomenda, og vissulega
var hann bæði stolt og hamingja
foreldranna, „Blessun Guðs og
barnalán, það borgar, hvað sem
er,“ sagði séra Matthías.
Þótt hálfur sjötti áratugur sé nú
liðinn frá fyrstu samfundum
okkar Ásdísar Ásmundsdóttur, og
þótt löngum hafi verið „vík á milli
vina“, og „ættarmót" að mestu
tengd stundum sameiginlegrar
gleði og sorgar í fjölskyldum
okkar — höfum við þó alltaf „vit-
að“ hvort af öðru. En á hvaða
landshorni, sem við Gróa systir
hennar höfum búið, hefur okkur
verið mikil gelði að heyra á góðum
stundum glaðværa og hressilega
rödd Ástu og Júlla í símanum, en
varla var nokkurn tíma nefnt nafn
annars án hins, svo samofin voru
þau alla tíð.
Eftir því sem árin líða verða
þær æ fleiri raddir samferða-
mannanna, sem þagna. Eftir
stöndum við á ströndu i þögulli
spurn, en minnumst huggunar-
ríkra orða Sigurðar Kristófers:
„Hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.“
Baldvin Þ. Kristjánsson
Ásdís Ásmundsdóttir á Grund
(Vesturgötu 43), Akranesi, verður
lögð til hinstu hvílu í dag.
Ég kynntist Ásdísi tengdamóð-
ur minni fyrir tæpu 21 ári. Þjak-
aður af sjóveiki eftir ferð í norð-
vestan desemberbrælu birtist til-
vonandi tengdasonurinn náfölur
og kaldur á Vesturgötu 43 á Akra-
nesi. Móttökurnar voru ógleym-
anlegar. Háttaður ofan í rúm, vak-
inn með heitu súkkulaði og brauð-
sneið. Þar á eftir veislumatur,
hlýtt viðmót og fyllsta umhyggja.
Það var engu líkara en að sonur-
inn í húsinu væri að koma úr
langri og erfiðri vetrarferð.
Móttökurnar voru dæmigerðar
fyrir gestrisni, höfðingsskap og
umhyggju Ásdísar og Júlíusar á
Grund enda hef ég litið á þau sem
aðra foreldra mína frá þessum
fyrstu kynnum.
Ásdís var yngst þriggja barna
hjónanna Þóru Þorvaldsdóttur og
Ásmundar Magnússonar. Eldri
systkinin voru Þorvaldur Ellert
fyrrverandi framkvæmdastjóri
sem nú er látinn og Gróa hús-
frevja í Kópavogi.
Ásdís ólst upp hjá fósturfor-
eldrum, þeim Guðrúnu Einars-
dóttur og Jónasi Guðmundssyni,
fyrst í Bakkakoti f Skorradal
1912—1921 og síðar á Steinum á
Akranesi 1921—1933.
Ásdís átti 5 hálfsystkini úr
seinna hjónabandi Þóru móður
sinnar með Gísla Jónssyni. Þau
eru: Guðjón bóndi að Fossum,
Magnús fyrrverandi skólastjóri og
námsstjóri sem nú er látinn, Jón
bóndi á Skeljabrekku, Eygló hús-
freyja í Reykjavík og Elín hús-
freyja í Reykjavík.
Ásdís hlaut góða menntun á
þeirra tíma mælikvarða og út-
skrifaðist úr Samvinnuskólanum
1930. Hún stundaði verslunar- og
skrifstofustörf árin þar á eftir.
Árið 1933 giftist hún Júlíusi
Þórðarsyni framkvæmdastjóra og
útgerðarmanni frá Grund á Akra-
nesi. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið fyrstu 5 árin en eign-
uðust síðan 6 börn frá 1938—1951.
Þau eru: Guðrún Edda, gift
Björgvin Hagalínssyni, vélvirkja á
Akranesi, Ragnheiður, gift Gunn-
ari Þór Jónssyni, prófessor í
Reykjavík, Emilía Ásta, fóstra,
gift Guðmundi Bertelssyni raf-
verktaka í Garðabæ, Þórður
bankafulltrúi á Akranesi, giftur
Ernu Gunnarsdóttur, meinatækni,
Ásdís Elín, bankafulltrúi í
Reykjavík, gift Aðalsteini Ó. Aðal-
steinssyni, rafeindavirkja, og
Gunnhildur Júlía, sjúkraliði, gift
Smára Hannessyni, rafvirkja á
Akranesi. Barnabörn Ásdísar eru
14 talsins og barnabarnabörnin 3.
Þau Júlíus og Ásta byggðu
draumahús sitt á Grundartúninu
á Akranesi í stríðsbyrjun og
bjuggu þar í nábýli við ættfólk
Júlíusar úr Grundarættinni. Þar
voru öll börnin fædd og uppalin í
frygg'J umhverfi og góðu atlæti.
Á þeim árum var oft líf og fjör á
„Goddastöðum" eins og Ásdis tók
gjarnan til orða. Barnahópurinn
var stór og mikið af gestum og
gangandi á heimilinu. Umhyggja
Ástu fyrir öðrum, gestrisni og
snilli í matargerðarlist naut sín
vel á þessum erilsömu tímum. Auk
fjölskyldunnar bjuggu fósturfor-
eldrar Ástu á heimilinu en hún
annaðist þau á aðdáunarverðan
hátt meðan þau lifðu en Jónas var
blindur síðustu árin.
Enda þótt hússtjórn færi Ástu
vel úr hendi og hún tæki allan
tíma hennar á uppvaxtarárum
barnanna, átti hún sér fjölmörg
áhugamál enda var hún kona vel
greind. Er um fór að hægjast gafst
henni tími til lestrar og varð hún
víðlesin í ættfræði. fagurbók-
menntum og ljóðum. Ásta var ætt-
fróð mjög og rakti ættir sínar af
stolti langt aftur í merkustu ættir
sunnan- og vestanlands svo sem
Bergsætt og Deildartunguætt.
Hún ræktaði frændsemi sína vel
og átti stóran þátt i að koma á fót
ættarmótum frændfólks síns og
afkomenda. Ásta var rómantisk
kona og ljóðelsk. Bestu stundir
hennar á seinni árum voru er fjöl-
skyldan og tengdabörnin voru
samankomin á hátiðum og sungin
voru ljóð og lög af rómantískum
toga. Var þá oft rætt um skáld og
skáldskap og í ljós kom kunnátta
hennar í þeim efnum. Sjálf var
hún hagmælt þótt lágt færi og í
þau fáu skipti sem hún fékkst til
að koma fram í ræðu eða riti var
það gert með sóma.
Á seinni árum gafst henni kost-
ur á að ferðast talsvert henni til
mikils yndisauka. Ferðir til róm-
antískra sögustaða voru henni
mest að skapi og lifði hún lengi i
endurminningu um slíkar ferðir
og sá draumsýnir um hina næstu.
Ásta veiktist fyrst af banameini
sínu fyrir 3 árum. Eftir mikla
skurðaðgerð og erfiða lyflæknis-
meðferð virtist bata vera náð. Á
öndverðu þessu ári fór þó að bera
á einkennum að nýju sem leiddu
til endurtekinnar sjúkrahúsvistar.
Ásta lifði æðrulaus með sjúkdómi
sínum og sýndi mikinn andlegan
styrk og raunsæi er halla tók und-
an fæti. Hugur hennar var hjá
fjölskyldunni og æðsta óskin var
að líta enn einu sinni heimsins
dýrð í garðinum á Grund sem hún
hafði ræktað af alúð í gegnum ár-
in. Er endalokin nálguðust snögg-
lega kvaddi hún ástvini sátt við
þennan heim.
Við kveðjum í dag merka konu
sem lokið hefur giftudrjúgu starfi
á lífsferli sínum.
Ég votta eftirlifandi manni
hennar, Júlíusi Þórðarsyni, og
börnum þeirra dýpstu samúð
mína.
Úr mjallhvítri marmaraskál
er minningin endurskírð.
Lindanna ljúflingsmál
er ljóðið um heimsins dýrð.
Vatnsins gimsteinaglit
og glóandi perlutár
vitna með villtum þyt
um vængjuð og hverful ár.
Lífið er eins og lind
sem lifandi perlum gýs.
Við glitrum af gleði og synd
í geislum frá Ijóssins dís.
Við syngjum uns bresta brár.
Við biðjum af hjarta og sál
og djúpum sem daggartár
í dauðans marmaraskál.
(Davíð Stefánsson)
Gunnar Þór Jónsson
Nú er amma horfin á braut eftir
langar og miklar þjáningar.
Amma sem alltaf var svo góð og
natin. Amma vildi alltaf gleðja
alla og þó börnin væru mörg gerði
hún aldrei upp á milli þeirra.
Hverjum og einum fannst hann
vera hennar uppáhald. Mér fannst
alltaf gaman að gera eitthvað
fyrir hana því hún var alltaf svo
þakklát, hvað lítið sem það var.
Við munum öll sakna ömmu
sárt, en ást hennar og umhyggja
mun ávallt lifa í hjörtum okkar.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
—
Kransar og
kístuskreytingar.
Sendum um allt land.
+
Fósturmóöir mín, tengdamóöir, amma, systir og mágkona,
INGIGERÐUR Ó. SIGUROARDÓTTIR,
óöur Álfheimum 50,
lést á Elliheimilinu Grund, mánudaginn 22. júlí.
Ragnhildur J. Pálsdóttir, Vilhelm Ingimundarson,
Hjörtur I. Vilhelmsson, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir,
Sæmundur Sigurösson, Sigríöur Þóröardóttir.
t
Eiginmaöur minn,
KJARTAN ÓLAFSSON,
fyrrverandi öryggiseftirlitsmaöur,
Efstasundi 51,
er látinn. Jaröarförin veröur auglýst síöar.
Steinunn Jónsdóttir.
+
Faöir okkar og tengdafaöir,
SIGURGEIR HALLDÓRSSON,
Hrafnistu, Reykjavík,
áöur Þórsgötu 10,
veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 29. júli kl. 13.30.
EyÞór Óskar Sigurgeirsson, Hrafnhildur Sveinsdóttir,
Guóbjörg Sigurgeirsdóttir, Klara Sigurgeirsdóttir,
Halldór Sigurgeirsson, Þórey Björnsdóttir,
Oddrún Sigurgeirsdóttir, Þorsteinn Auöunsson,
Sigríöur Sigurgeirsdóttir, Kristján Andrésson.
+
Faöir okkar,
ÁGÚST FRIDRIKSSON
járnsmíöameistari,
andaöist á Hrafnistu 24. júlí.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ásta Ágústsdóttír,
Ragna Ágústsdóttir.
+
Sambýlismaöur minn og faöir okkar,
BRAGI SIGURBERGSSON,
húsasmíöameistari,
Safamýri 36, Reykjavík,
lést í Landspítalanum miövikudaginn 24. júli.
Hjördís Einarsdóttir,
Halldór Bragason, Trausti Bragason,
Bylgja Bragadóttir.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
HJÖRTUR SIGURDUR JÓHANNSSON,
kennari,
Laugaskaröi, Hverageröi,
sem lést i Borgarspítalanum 21. júlí sl., veröur jarösunginn frá
Hverageröiskirkju laugard. 27. júlí kl. 14.00.
Margrét Þorsteinsdóttir,
Ester Hjartardóttir, Jóhanna Hjartardóttir,
Þorsteinn Hjartarson, Erna Ingvarsdóttir,
Álfhildur Þorsteinsdóttir.