Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 5 Oft hagkvæmara að vinna fljót- unna vöru í ódýr- ari pakkningar — segir Ólafur Gunnarsson framkvæmda- stjóri SH um fréttir þess efnis að meöal- verð Sambandsfrystihúsa sé 12%hærra en frystihúsa innan SH „IMEÐALVEKÐ á freðfiski segir að mjög takmörkuðu leyti til um hagkvæmni framleiðslunnar. I»að verður auðvitað einnig að Ifta til tilkostnaðarins við framleiðslu einstakra tegunda og það er auðvelt að nefna dæmi um að hag- kvæmara sé að framleiða fljótunna vöru fyrir lægra verð en seinunna vöru fyrir hærra verð,“ sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, er Morgunblaðið bar undir hann fréttir um 12% hærra meðalverð Sambandsfrystihúsa en frystihúsa innan SH á útfluttum freðfiski. Frá þessu var sagt í Morgunblaðinu á miðvikudag. „Stjórnendur frystihúsanna taka á hverjum tíma um það ákvörðun, hvort hagkvæmara er að frysta eða salta fisk. SH hefur ekkert með það að gera. Hins vegar gefur augaleið að hagkvæmara er að salta fisk á vertiðarsvæði en annars staðar og því meira gert af því þar. Stjórn- endur frystihúsanna láta sitja í fyrirrúmi að frysta aðrar fiskteg- undir en þorsk, þar sem ekki er hægt að nýta þær í aðra vinnslu. Við það lækkar meðalverðið á út- flutt freðfisktonn og sýnir þetta meðal annars hve vitlaus viðmiðun meðalverðið er,“ sagði Ólafur. Hann sagði tæknibúnað í frysti- húsum SH síst verri en þann sem væri í frystihúsum SÍS. Það væri misskilningur að meiri þorskfryst- ing væri í frystihúsum innan SÍS vegna einhverra lausfrystitækja, en það kemur fram í samtali við Sigurð Markússon, framkvæmda- stjóra sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, að það sé ein skýringin á hærra þorskhlutfalli Sambands- frystihúsa. Ólafur sagði frystiaf- köstin engan flöskuháls í fram- leiðslunni og fullyrðingar um hærra vöruþróunarstig hjá SÍS- húsum en hjá frystihúsum innan SH væru gjörsamlega út í hött. Ólafur sagði að á síðastliðnum tveimur árum hefði SlS framleitt hlutfallslega meira i svonefndar neytendapakkningar og minna í blokk en SH. Þetta stafaði af því að SH hefði talið nauðsynlegt að bæta enn gæði neytendapakkninga vegna síharðnandi samkeppni á mörkuðum í Bandaríkjunum. Þetta hefði valdið því að nú væri aðeins 4 mánaða birgðatími á 5 punda þorski í neytendapakkningum hjá SH, á meðan SÍS lægi með sínar 5 punda pakkningar í 7-9 mánuði og hefði nú orðið að takmarka fram- leiðsluna í 5 punda pakkningar vegna þessa. „Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur ekki gert mikið af því á und- anförnum árum að standa í áróð- ursstríði við sjávarafurðadeild Sambandsins um hvað sé verra og hvað sé betra hjá hvorum aðilanum fyrir sig. Enda er það engum vafa undirorpið, sé saga þessara tveggja samtaka skoðuð til lengri tíma, að SH hefur yfirleitt skilað betra ár- angri,“ sagði Ólafur Gunnarsson að lokum. Góð sala hjá Ými í Hull TOGARINN Ýmir frá Hafnarfirði seldi 170 tonn af fiski í Hull í gær- morgun, fyrir rúmar 7,8 milljónir isl. kr. Aflinn var aðallega þorskur og mjög gott verð fékkst fyrir fiskinn, eða 45,82 kr. að meðaltali fyrir kílóið. Skúmur GK seldi einnig í Hull í gær. Var það 51,6 tonn, að stórum hluta koli, og fékk hann 2,1 milljón, eða 41 krónu að meðaltali fyrir hvert kíló. I gær voru seld 115 tonn af ísfiski sem fluttur var út með gámum. Heldur lélegt verð fékkst fyrir fiskinn, eða 32,11 kr. kílóið, á móti rúmum 48 krónum í fyrradag. Verðið féll vegna hita á Bretlandi og mikils framboðs af isfiski í gám- um. Vogalax: Fleiri laxar komnir á land en í fyrra Vogum, 25. júli. í G/ER, miðvikudag, var metdagur hjá hafbeitarstöðinni Vogalaxi. Það komu 417 laxar á land yfír sólar- hringinn. Endurheimtur hafa verið mjög góðar og eru þegar orðnar mun meiri en á síðasta ári, en þá heimtust 1.100 laxar. I ár eru heimturnar komnar í 1.325 laxa, bæði árin er um að ræða sama fjölda slepptra seiða. Langur tími er enn eftir af endurkomutiman- um. Af löxunum sem heimtir eru í ár eru rúmlega 400 er sleppt var í sjó árið 1983. Veruiegt magn laxa er merkt hjá stöðinni og er merkingarhlutfall heimtra laxa í réttu hlutfalli við sleppingu. E.G. Hlutabréf ríkisins: Nokkuð um fyrir- spurnir fyrsta daginn HLIfFABRÉF ríkisins í Flugleiðum, Eimskip og Kafíia voru falboðin hjá Fjárfestingarélagi íslands i gær. Bréfín voru ekki seld en nokkuð var um fyrirspurnir. Þorsteinn Guðnason, hagfræð- ingur hjá Fjárfestingafélaginu, sagði að ýmsir aðilar hefðu rætt við sig um hlutabréfin en hann ætti eftir að ræða við þá nánar áður en mál skýrðust. Hann sagði að það hefði sérstaklega vakið athygli sína hvað margir hluthafar í þessum fé- lögum hefðu hringt til þess að spyrjast fyrir um hvers virði hluta- bréf þeirra væ-u í raun og veru. Hann sagðist ekkert geta sagt um það, en það væri þarft umhugsun- arefni fyrir stjórnendur viðkom- andi hlutafélaga hvort ekki væri rétt að gefa út jöfnunarhlutabréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.