Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 165. tbl. 72. árg._____________________________________FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins GOÐAR UPPSKERUHORFUR Morgunbladid/Sig. Sigm. íslenskt grænmeti er nú sem óðast að koma á markað. Uppskeruhorfur eru sagðar góðar. Hér má sjá Sigurð Tómasson, reyndan garðyrkjubónda, á Hverabakka í Hrunamannahreppi, í matjurtagarði sínum. Tökin hert í Póllandi: Háskólarnir sviptir mikilvægum réttindum Verkamönnum bannað að hafa nema eitt verkalýðsfélag Lítils háttar lækkun á olíu- verði OPEC- ríkjanna Mikil óeining ein- kenndi fundinn f Genf Genf, 25. júlí. AP. SAUDI-ARABÍA knúði í dag fram lítilsháttar lækkun á olíu- verði OPEC-ríkjanna. Nemur lækkunin annars vegar 50 sent- um og hins vegar 20 sentum á hverja olíutunnu, eftir því í hvaða gæðaflokki olían er. Verð- ur verð á olíu af bezta gæða- flokki þannig 28 dollarar hver tunna, en 27,20 dollarar og 26 dollarar á lakari gæðaflokkum. Markmiðið með verðlækkuninni var að jafna ágreininginn milli að- ildarríkjanna og auka eftirspurn eftir olíu. Ekki er þó talið líklegt, að þessum markmiðum verði náð að svo stöddu. íran, Líbýa og Alsír greiddu atkvæði gegn lækkuninni, þannig að ljóst er, að mikill ágreiningur er eftir sem áður á meðal aðildarríkjanna. Þá eru litl- ar horfur á aukinni eftirspurn eft- ir olíu á næstunni og jafnvel líkur á því, að olíuverð muni enn fara lækkandi í heiminum. Það er talið táknrænt um ástandið, að olíuframleiðsla Saudi-Arabíu er minni nú í sumar en nokkru sinni undanfarin 20 ár. Stjórnvöld þar í landi vonast þó eftir mun meiri eftirspurn eftir olíu með haustinu. Þá þykir það bera glöggt vitni þeirri óeiningu, sem nú ríkir innan OPEC, hve langan tíma það tókst að knýja fram svo óverulega lækk- un á olíuverðinu og raun varð á. Belkacem Nabi, olíumálaráðherra Alsír, sagðist vera mjög ánægður með þá ákvörðun, sem tekin var á fundinum. „Ég skil ekki þessa ákvörðun," sagði hann. „Hún þjón- ar engum tilgangi. Það er kominn tími til að OPEC leiti annarra ráða en að lækka olíuverðið og minnka framleiðsluna." Varsjá. 25. maí. AP. PÓLSKA þingið samþykkti í dag að svipta háskóla í landinu mikilvægum réttindum, sem þeir fengu á sínum tíma vegna baráttu Samstöðu, sam- taka óháðu verkalýösfélaganna í landinu. Jafnframt samþykkti þingið að banna verkamönnum að hafa meira en eitt verkalýðsfélag í hverri verksmiðju. Ýmsir kunnir menntamenn í Póllandi hafa gagnrýnt breyt- ingarnar á skipulagi háskólanna og sagt, að markmið stjórnvalda með þeim væri greinilega að auka vald kommúnistaflokksins yfir háskólunum. Benda þeir á, að völd menntamálaráðherra landsins verða aukin verulega. Þannig fær hann vald til að reka þá kennara úr starfi, sem ekki styðja og kenna hugmyndafræði kommúnista. Þá er það ljóst, að nú á enn að auka áhrif verkalýðssambands þess, sem stjórnvöld komu á fót á sínum tíma til að keppa við Sam- stöðu. Þessu verkalýðssambandi er þannig í framtíðinni ætlað að ráða að verulegu leyti úthlutun á íbúðum og orlofsstyrkjum til verkamanna og er talið víst, að þar verði meðlimum Samstöðu mismunað. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur harðlega gagnrýnt þessar aðgerðir og sagt, að með þeim væri verið að afnema það, sem eft- ir væri af þeim réttindum, er verkamenn knúðu fram í ágúst 1980. Þá viðurkenndu pólsk stjórn- völd Samstöðu sem óháð verka- lýðssamtök. Var það 1 fyrsta sinn, sem slíkt hafði átt sér stað á með- al kommúnistaríkja Austur-Evr- ópu. Gligoric neitar að dæma í Moskvu Belgrad, 25. júlí. AP. Júgóslavncski stórmcistarinn Svet- ozar Gligoric bióst undan því aö vera dómari við einvígið um heimsmeist- aratitilinn í skák, þegar Anatoly Karpov og Garry Kasparov sctjast að tafli á ný. Gligorir var aðaldómari einvígis Karpovs og Kasparovs er stöðvað var í febrúar sl. Gligoric segist draga sig til baka að kröfu áskorandans, Kasparovs. Einvíginu var frestað eftir 48 skák- ir, en þá var staðan 5-3 fyrir Karp- ov. Karpov komst í 5-0, en Kasp- arov minnkaði muninn og um það leyti var einvíginu frestað að ákvörðun Campomanesar forseta PIDE. Mótmælti Kasparov frest- uninni ákaft og sagði Gligoric hafa dregið taum Karpovs. „íbúar Eystrasaltsland- anna eru annars flokks þegnar í sínu eigin landi' Eystrasaltsréttarhöldin hófust í Kaupmannahöfn í gær Kaupmannahofn. 25. júll. AF. IITLAGAK frá Kystrasaltslöndunum byrjuðu í dag að gefa skýrslu fyrir sérstökum Eystrasaltsdómstóli í Kaupmannahöfn til sönnunar ásökunum á hcndur Sovétríkjunum um stórfelld mannréttindabrot í Kistlandi, Lettlandi og Litháen. „Sovétstjórnin hefur afnumið nær öll mannleg, þjóðleg og trúar- leg réttindi í Eystrasaltslöndunum og gert íbúana þar að annars flokks þegnum i sínu eigin landi,“ sagði dr. Olgerts Pavlovski, sem las upp ákæruna á hendur Sovét- ríkjunum í upphafi réttarhald- anna. Það eru heimssamtök flótta- fólks frá Eystrasaltslöndunum, sem standa fyrir þessum réttar- höldum, en samtökin hafa aðsetur í Washington. f ákærunni voru Sovétríkin ennfremur sökuð um að misnota Eystrasaltslöndin í hernaðarskyni, í fyrsta lagi með því að koma þar upp eldflaugum og kafbátahöfnum, sem nota ætti til árása á Vestur- Evrópu og í öðru lagi væru ungir menn frá Eystrasaltslöndunum teknir í sovézka herinn og notaðir til árása í löndum eins og Afgan- istan. Rússnesk áhrif á menntun og menningu Eystrasaltslandanna ykjust sífellt, en um ein millj. manns hefði verið flutt frá þessum löndum í vinnubúðir eða til fjar- lægra héraða í Sovétríkjunum á þeim 45 árum, sem liðin væru síð- an Rauði herinn innlimaði þessi ríki í Sovétríkin. „Markmið okkar er að sýna fram á — bæði fyrir þessum dómstóli og fyrir heiminum öllum — að megin markmiðið með aðgerðum Sovét- ríkjanna er að skapa slikt ástand í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, að það yrði til að útrýma þjóðerni íbúanna þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.