Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADID, FÓSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Nær hefði verið að laga Tjörnina Herra Velvakandi: Bestu þakkir fyrir uppsetning- una á greinarkorninu mínu 23. f.m. Myndröðunin var frábær og gaf lesmálinu aukið gildi. Að sjálfsögðu hefur þetta engin áhrif á hin ráðandi öfl borgarinn- ar. Hinsvegar tekst þeim að skapa ansi fullkomið öngþveiti í umferð- armálum með „breytingunni" á Laugaveginum. Mér finnst þó að þeim peningum hefði verið betur varið í að lag- færa Tjörnina okkar svolítið, alla- vega hefði ólyktin mátt minnka verulega. Ég er búinn að hringja í Magnús Ingólfsson, sem hefur álíka mikla flugdellu og ég bátadellu, en ansi var hann slappur að skilja ekki að „gamli sjómaðurinn" var að skrifa um sjálfan sig, þvi hann er gamall kunningi Þorkels, sem á sínum tíma hafði flugmódeldellu og pinulítið af bátadellu, en nú enga. Nú ætlar Magnús að heimsækja taki sýkingu í bátadellu. Vonandi! Með mínum bestu kveðjum. Jón Riríksson Hvað átti Þorleifur við? H.Kr. skrifar: Þorleifur Kr. Guðlaugsson átti hugleiðingu í dálkum Velvakanda 21. júlí. Hann kemur víða við og er því ekki undur þó stundum sé fljótleg yfirferðin. Meðal annars segir Þorleifur: „Bændum er gert sífellt erfiðara að búa og eiga þar SÍS og kaupfé- Iögin nokkurn þátt í. Ef sú hug- sjón, sem samvinnuhreyfingin er byggð á, sæti í fyrirrúmi, þá gæti búskapur staðið á traustari grunni.“ Hér þyrfti nánari skýringu. Hver er sú hugsjón sem Þorleifur talar um? Samvinnan byggðist í upphafi á félagsstarfi þar sem gætt var jafnvægis í skiptum. Þar var hvorki um að ræða sameignarfé- lagsskap eða beina góðgerðar- starfeemi, heldur sannvirðiskjör, — sömu viðskiptakjör fyrir alla. fslensk samvinnufélög reyndu strax í upphafi að gera fram- leiðslu félagsmanna sinna sem verðmætasta og að því er enn unn- ið. Sama hugsjón. Nóg um það að sinni. En hvað átti Þorleifur við? Þar er rétt að við fáum að sjá, — og þá getum við rætt þetta betur ef ástæða þykir til. Særum ekki landið okkar Vegfarandi skrifar. Ég er einn af þeim sem oft á leið um Mosfellsheiði. Nú eru allir símastaurar horfn- ir af heiðinni og þar með fær land- ið sinn upprunalega svip, en þessu fylgir böggull. Það eru rispurnar, sem komu í mosann þegar staur- arnir voru dregnir um heiðina. Þar getur vatn farið að renna og grafið sig niður, eins og sést sums staðar á heiðinni í gömlum slóð- um. Einn bóndinn sýndi mér hvar dráttarvél með drif á öllum hjól- um hafði verið spólað upp úr gili, I stað þess að aka 50 metra eftir gilinu og komast þannig hjá því að valda landspjöllum. Það er nóg sem skemmist af landinu þó ekki sé viljandi verið að skemma svo viðkvæmt land, sem landið okkar er. Annað angrar mig, sem er mun eldra og ekki er hægt að bera við að sé svo stutt síðan var fram- kvæmt (u.þ.b. 20 ár), en það eru sárin meðfram veginum upp á Skálafell upp að stöð símans. Vegagerðin sáir í það jarðrask, sem verður við framkvæmdir hennar. Ég trúi því ekki að sárin við þennan veg væru orðin svo gömul sem raun ber vitni, ef Vega- gerðin sæi um þetta. Að vísu er efri endinn á veginum í rúmlega 600 metra hæð, en það mætti láta reyna á hversu langt upp hægt væri að bæta spjöllin. Þessir hringdu .. . Hvar eru bæklingarnir? Guðrún Jóhannsdóttir, Skipa- sundi 82, hringdi: Ég vil kvarta hér yfir fyrir- tæki einu hér í borg sem heitir Vörukynning til heimilis í Nóa- túni 24. Þeir hafa gefið út bækl- inga með mataruppskriftum og maður átti að fá 14 bæklinga ásamt möppu gegn því að borga 300 krónur. Ég fékk gíróseðil frá þeim og borgaði þessar 300 krón- ur hinn 30. apríl 1984, það er að segja fyrir rúmlega ári. Síðan hef ég hringt alltaf annað veifið en yfirleitt svarar ekki hjá fyrir- tækinu. Ég náði þó sambandi við forsvarsmenn þess einhvern tíma eftir síðustu jól og sagðist hann þá hafa sent mér þetta, en fengið það aftur til baka vegna þess að eitthvað hafi verið illa gengið frá því í póst. Lofaði hann öllu fögru um að þetta kæmi fljótlega. En ennþá bólar ekkert á þessu og aldrei svarar síminn hjá fyrirtækinu. Maður er náttúrulega jafn lif- andi eða dauður með þessar 300 krónur til eða frá en ég sé enga ástæðu til að líða mönnum svona háttalag þegjandi og hljóða- laust. Það getur líka vel verið að fleiri en ég hafi borgað þessu fyrirtæki. Því vil ég koma þessu á framfæri ef það gæti orðið til að ýta við þessu fyrirtæki að bæta ráð sitt. Heiti lækurinn er heilsubrunnur 2295-7201 hringdi: Ég vil taka heilshugar undir orð Magnúsar Kristjánssonar í Velvakanda miðvikudaginn 24. þessa mánaðar. Það er vissulega rétt sem hann segir að það er reynsla margra sem hafa stund- að lækinn um árabil að hann er mjög heilsubætandi. Öll vöðva- bólga er á bak og burt og maður hressist allur andlega og líkam- lega. Ég hef stundað lækinn í tæp tvö ár og margir miklu leng- ur, en því miður hefur maður oft gripið í tómt og á það við um marga. Maður snýr þá frá þyngri í skapi og tautar með sjálfum sér: „Ferlega geta þeir verið leiðin- legir að leyfa manni ekki að fá vatn og hleypa því frekar fram- hjá.“ Stundum læðist sá grunur að manni að þetta sé af illgirni gert. Þess vegna spyr ég hvernig á þessu heitavatnsleysi I lækn- um stendur og hvers vegna vatn- ið sé tekið af sérstaklega yfir sumarið. Gaman væri að fá svör við þessu. i3 Framtakssamir krakkar Þessar stöllur efndu til hlutaveltu að Hjaltabakka 22 hér í Rvik. til stuðnings við Sólheimagönguna og söfnuðu 687 krónum. Þær heita Margrét Elín Bjarnadóttir og Christina Antonia Luchoro. Þeir heita Arnar Björnsson og Stefán Björnsson og efndu fyrir nokkru til hlutaveitu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Þeir söfnuðu 320 krónum. Þetta sigurstranglega lið, Áslaug, Einar Logi, Guðrún Erla, Ásdís Björg og Ragnhildur, sem öll munu eiga heima í Hafnarfirði, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Þar söfnuðust alls um 950 krónur. Þakleki—Svalaleki Veggjaleki DÞ Píasthúðun þaka, svala og veggja gefur ótrúlega möguleika í viðhaldi húsa. SP Samskeytalausir dúkar fyrir öll þök. Efi Sílan-húðun til varnaralkalí- og frostskemmdum. £% Látið fagmenn vinna verkið. DP Viðhald og viðgerðir fasteigna er okkar fag. ÞETÍLVG IIF. Kvöldsími 54410, dagaimi 651710. f-----------------------------------------------> Hestamót Skagfirðinga Hestamót Skagfirðinga verður á Vind- heimamelum 3. og 4. ágúst. Keppnisgreinar: 150 m skeið, 1. verðl. 10.000.- 250 m skeið, 1. verðl. 15.000.- 250 m folahlaup, 1. veröl. 6.000.- 350 m stökk, 1. veröl. 8.000.- 800 m stökk, 1. veröl. 11.000.- 800 m brokk, 1. verðl. 6.000.-. Kappreiöaverölaun samtals 111.000.- auk verö- launapeninga. Gæðingar A flokkur, gæðingar B flokkur, ungl- ingar 13-15 ára, unglingar 12 ára og yngri. Verð- launapeningar og farandgripir. Þátttaka tiikynnist Sveini Guömundssyni á Sauöárkróki í síma 95- 5192 í síöasta lagi þriöjudaginn 30. júlí. Hittumst á Vindheimamelum um veralunarmannahelgina. Tjaldstæði, veitingar. V Skagfirskirhestamenn^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.