Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐID, FQSTUDAGUR 26. JÚLl 1985
HOLLANDSPISTILL/ Eggert H. Kjartansson
Eimskipafélag
íslands og
Rotterdam-höfn
Pyrsta janúar síðastliðinn
opnaði Eimskipafélag íslands eig-
in skrifstofu hér í Hollandi, eftir
26 ara samvinnu við fyrirtækið
Meyer og Ck>. Nú, hálfu ári eftir að
skrifstofan opnaði, skrapp ég í
heimsókn til Guðmundar Hall-
dórssonar, framkvæmdastjóra
Eimskip í Rotterdam, og fékk hjá
honum upplýsingar um starfsemi
fyrirtækisins hérna út. Sama dag
kom ég við á skrifstofu Hags-
munastofnunar Rotterdam-hafn-
ar og fékk upplýsingar um starf-
semi hafnarinnar almennt.
Eimskip í Rotterdam
Guðmundur Halldórsson sagði
að hann hefði komið til Hollands
fyrir um tveimur og hálfu ári.
Fyrstu tvö árin fóru að mestu
leyti í að byggja upp markaðinn og
endurskipuleggja flutninganetið í
Mið- og Suður-Evrópu. Dæmi um
það er Ítalíukerfið svonefnda. Nú-
orðið kemur svo til öll vara frá
Ítalíu einu sinni í viku beint til
Rotterdam með lestum. Á þann
hátt hefur verið hægt að samhæfa
flutningana og spara í flutnings-
kostnaði.
Þegar ákvörðun hafði verið tek-
in um að draga verulega úr sam-
vinnunni við Meyer og Co eftir
langt samstarf var í mörg horn að
líta. Það þurfti að finna nýtt hús-
næði, kaupa tölvu og ráða starfs-
fólk svo nokkuð sé nefnt. Einnig
var mjög mikilvægt að viðskipta-
vinir fyrirtækisins yrðu ekki fyrir
neinum óþægindum vegna flutn-
inganna. Eimskipafélagsdeildin
hjá Meyer og Co. var umfangsmik-
il og mikið í húfi fyrir bæði fyrir-
tækin að breytingin færi fram í
bróðerni. Dæmi um það hversu vel
tókst til er að sá kjarni starfs-
fólksins sem vann að málefnum
Eimskipafélagsins hjá Meyer og
Co, fylgdi Guðmundi í nýju húsa-
kynnin við Albert Plesmanveg 151
í Rotterdam.
Starfsmenn Eimskipafélagsins
hér í Hollandi eru 9 að tölu, þar af
eru sjö Hollendingar, en Hulda
Hákonardóttir skrifstofustúlka og
Guðmundur eru einu íslending-
arnir.
Sama dag og ég kom í heimsókn
var Guðmundur Hagalín frá aðal-
skrifstofunni í Reykjavík að ganga
frá forriti í tölvuna þannig að
hægt yrði að senda upplýsingar
heim skömmu eftir að skipið legði
úr höfn hér. Hann sagði að þessi
nýjung kæmi til með að auka enn
þá þjónustu, sem Eimskipafélagið
getur veitt viðskiptavinum sínum,
þar sem ýmsar mikilvægar upp-
lýsingar fyrir t.d. innflytjendur
yrðu fyrr tilbúnar.
Frá höfninni í Rottcrdam
Um borð í skipin
Eftir að hafa rabbað saman í
skrifstofunni og drukkið kaffi-
bolla stakk Guðmundur upp á því
að við skoðuðum skipin. Dettifoss
og Laxfoss lágu við bryggju og ís-
lenski fáninn blakti i golunni.
Uppi í brúnni á Laxfossi sat
Finnbogi stýrimaður og færði inn
hleðsluskrá skipsins. Laxfoss er í
reglubundnum siglingum milli
Rotterdam-hafnar og austur-
strandar Bandarfkjanna. Áhöfnin
á Laxfosi er íslensk svo sem á öll-
um skipum Eimskipafélagsins.
Þegar ég innti Finnboga eftir því
hversu túrinn vestur tæki langan
tíma svaraði hann. „Hann tekur 4
vikur"! Satt best að segja fannst
mér það langur tími.
Þegar afstaða er tekin til þess-
ara flutninga verður að hafa í
huga að þeir skapa atvinnu fyrir
farmennina okkar auk þess sem
útbreiðsla starfseminnar styrkir
Eimskipafélagið sem heild. Þann-
ig er t.d. hægt að nýta betur við-
skiptasambönd hér úti og dreifing
áhættu í rekstri er meiri.
í hverri viku koma 3—4 skip
Eimskipafélagsins til Rotterdam.
Það er því óhætt að segja að Rott-
erdam-höfn er núorðið ein mikil-
vægasta höfn Evrópu fyrir okkur
íslendinga, því auk Eimskipafé-
lagsins er Hafskip með eitt skip
hér í hverri viku og Sambandið-
skipadeild er hér einu sinni á
tveggja vikna fresti. Eftir að hafa
Endurgreiðslureglur eru enn ófrágengnar:
Framleiðsluráð leggur til
að 3á hlutar sérstaka gjalds
ins verði endurgreiddir
„ERU kjúklingaframleiðendur að ganga af sauðfjárbændum dauðum?“ er
yfirskrift fréttatilkynningar sem Morgunblaðinu hefur borist frá Félagi
alifuglabænda. Fréttatilkynningin er á þessa leið:
Um síðustu mánaðamót hækkaði
landbúnaðarráðherra gjald af inn-
fluttu kjarnfóðri úr 60% í 130%.
Markmið þessarar hækkunar er að
koma á framleiðslustjórnun í ali-
fugla- og svínarækt. Með því að
koma á slíkrí framleiðslustjórnun
hafa landbúnaðarráðherra og
framleiðsluráð landbúnaðarins
endanlega náð þeim kverkatökum á
öllum búgreinum í landinu sem
stefnt hefur verið að, en hingað til
hefur það kverkatak einungis náð
til hinna svokölluðu hefðbundnu
búgreina. En hvað er það sem rétt-
lætir þessa stjórnsemi landbúnað-
arráðherra? í raun er einungis ver-
ið að millifæra fjármagn milli bú-
greina, þ.e. frá svína- og alifugla-
framleiðendum til hinna hefð-
bundnu búgreina, því kjarnfóður-
gjaldið er notað til að greiða niður
áburð og auka ráðstöfunarfé til út-
flutningsbóta. Allt byggist þetta
hins vegar á þeim áróðri sem beint
hefur verið að alifuglaræktinni að
undanförnu, að kjúklingabændur
séu að ganga að sauðfjárbændum
dauðum. Þjóðin sé hætt að borða
kindakjöt því að það sé svo dýrt og
þess í stað farin aö borða kjúklinga
í stórum stíl. Við þessu er verið að
sporna með því að hækka rekstr-
arkostnað alifuglabúa til að
skekkja verðhlutfallið milli kjúkl-
inga og kindakjöts. En er þessi full-
yrðing, að stóraukin neysla fugla-
kjöts sé að ganga að sauðfjár-
bændum dauðum, rétt? Nei, svo er
ekki. Því til stuðnings er skýrsla
um sölu kjöts á árunum
1978—1984. Þar kemur fram að
kjúklingaframleiðslan hefur verið
mjög svipuð öll þessi sjö ár, á bii-
inu 6—7% af heildarkjötsölu í
landinu. í skýrslunni kemur einnig
fram að kindakjötsframleiðslan
hefur verið svipuð öll árin. Ef að-
eins er tekið síðastliðið ár kemur í
Ijós að kindakjötsneyslan hefur
dregist saman um 1.100 tonn en
kjúklinganeyslan hefur einungis
aukist um 4 tonn. Þannig er ljóst
að þessi samdráttur í kindakjöts-
neyslu kemur ekki fram í aukinni
neyslu kjúklinga svo neinu nemi.
Skýringuna er hins vegar að finna í
breyttum neysluvenjum þjóðarinn-
ar, s.s. aukinni fiskneyslu. Af
ofangreindu má Ijóst vera að þessi
áróður á ekki við nein rök að styðj-
ast og réttlætir á engan hátt til-
færslu á fjármagni milli þessara
búgreina. Því er það skýlaus krafa
að reglugerð landbúnaðarráðherra
frá siðustu mánaðamótum um
hækkun kjarnfóðurgjalds verði
þegar í stað felld úr gildi.
Samkomulag í kjötmarkaðsnefnd:
Sérstaka fóðurgjaldið
verði allt endurgreitt
KJÖTMARKAÐSNEFND, sem er samráAsnefnd fulltrúa allra kjötframleiöslu-
greinanna, þ.e. sauAfjárræktenda, nautgriparæktenda, kjúklingaframleiAenda.
svínakjötsframleiAenda og hrossabænda, kom nýtega saman til fundar. Sam-
kvæmt heimildum MorgunblaAsins snerist fundurinn aö miklu leyti upp í umræA-
ur um nýsetta reglugerA um kjarnfóAurgjald og var mikil óánægja meAal fundar-
manna meA gjaldtökuna.
Að lokum komu allir fulltrúarnir
sér saman um tillögur um útfærslu
gjaldsins, sem er á þessa leið: Fjög-
urra mánaða gjaldfrestur verði
veittur á grunngjaldinu og sérstaka
fóðurgjaldið verði greitt með skulda-
viðurkenningu til fjögurra mánaða.
Unnið verði að því að grunngjaldið
renni framvegis til Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins en ekki til ríkis-
sjóðs. Lagt var til að sérstaka fóð-
urgjaldið verði allt endurgreitt út á
framleitt magn búvöru, W hlutar til
framleiðenda mánaðarlega eftir
framleiðsluskýrslum og W hluti
samkvæmt tillögum stjórna sér-
búgreinafélaganna, en þó ekki fyrr
en frá ársbyrjun næsta árs.
Þá lagði kjötmarkaðsnefndin sér-
staka áherslu á að virt séu ákvæði
35. greinar laganna um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum, um
samráð við sérbúgreinafélögin. Þar
stendur: „Áður en reglugerðir um
beitingu ákvæða þessa kafla (stjórn-
unarkafla laganna, þ.m. álagningu
fóðurgjalds) eru gefnar út skal leitað
tillagna Framleiðsluráðs landbúnað-
arins, Stéttarsambands bænda og
samtaka framleiðenda i viðkomandi
búgrein." Telja margir bændur að
þessi lagagrein hafi verið brotin við
setningu reglugeröarinnar um fóð-
urgjald um síðustu mánaðamót, þvf
ekki mun hafa verið leitað tillagna
sérbúgreinafélaganna.