Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1985 17 GRÍMNTÝR VTÐ TRUUM ÞVIEKKI Forystumenn nor- rænna garðyrkju- bænda funduðu í Reykjavík FORYSTUMENN norrænu garðyrkjubændasambandanna komu saman til fundar í Reykjavík á dögunum. Hafa samböndin haft med sér óformleg samtök í þessu formi í mörg ár, og komu íslenskir garðyrkjubsndur inn í samstarfið fyrir nokkrum árum. Forystumenn sambandanna koma saman til fundar einu sinni á ári, til skiptis í löndunum, og var nú komið að íslandi að halda fundinn í fyrsta skipti. Kjartan ólafsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, var fundarstjóri norræna garð- yrkjubændafundarins en auk hans sátu fundinn Bjarni Helgason á Laugalandi, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Kristján Benediktsson í Víðigerði, fyrrver- andi formaður sambandsins. Auk þeirra mættu fulltrúar frá Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Finn- landi. Kjartan sagði að fundurinn sjálfur hefði staðið yfir i einn dag og endað með boði hjá landbún- aðarráðherra, Jóni Helgasyni, en daginn eftir hefði verið farið með fundarmenn og eiginkonur í skoð- unarferð í garðyrkjustöðvar og ferðamannastaði á Suðurlandi, og endað í Hveragerði, þar sem Garð- yrkjuskóli ríkisins hefði m.a. verið skoðaður. Sagði Kjartan að fund- urinn og allt i kringum hann hefði heppnast vel og hefðu erlendu gestirnir gert góðan róm að viður- gjörningi öllum. Hann sagði að á fundinum hefðu verið rædd ýmis sameiginleg áhuga- og hagsmunamál garð- yrkjubænda á Norðurlöndunum. Fulltrúar gerðu grein fyrir stöðu garðyrkjunnar í sínum heimalönd- um þar sem m.a. kom fram að tölvunotkun er að ryðja sér mjög til rúms í garðyrkjunni en það er óplægður akur hjá íslenskum garð- yrkjubændum. Þarna var rætt um samstarf Norðurlandanna, og skipst á upplýsingum um notkun lyfja og kom þar fram að reglur eru misjafnlega strangar hvað þetta varðar á milli landa. Sagði Kjartan að komið hefði fram áhugi á að samræma þessar reglur og þó sérstaklega að koma á jafn ströngu eftirliti með lyfjum í inn- fluttum afurðum og er viðhaft við framleiðslu afurðanna heimafyrir. Þá sagði hann að rætt hefðið verið um nýja plöntusjúkdóma sem ver- ið hafa að herja í garðyrkjustöðv- um hinna Norðurlandanna og sam- starf í varnarstarfi gegn þeim. Kjartan sagði að ýmislegt fleira hefði borið á góma, m.a. auglýs- inga- og kynningarmál og sam- starf á sviði ráðunautaþjónustu, tilrauna og rannsókna. Kjartan Ólafsson sagði að ís- lenskir garðyrkjubændur hefðu án alls vafa mikið gagn af þessu nor- ræna samstarfi. Á fundunum kæmust þeir í samband við nor- ræna starfsbræður sína og ættu kost á að fylgjast með framþróun í atvinnugreininni, en Norðurlanda- þjóðirnar væru einmitt mjög framarlega i garðyrkjunni og margt hægt að læra af þeim. Morgunbladið/Július Fri fundi forystumanna norrsnna garðyrkjubsnda. Við borðið sitja, talið fri vinstri: Kristjin Benediktsson, (yrrverandi formaður Sambands garðyrkjubsnda; Bjarni Helgason, formaður Sambands garðyrkjubsnda; Kjartan Ólafsson, ráðunautur á Selfossi, sem var fundarstjóri; Bengt Henriksson, formaður sambands garðyrkjubsnda í Svíþjóð; Esko Murto, formaður sambands garðyrkjubsnda í Finnlandi; Kurt Lsrkholm, framkvsmdastjóri sam- bands garðyrkjubsnda i Danmörku; Egil Larsen, stjórnarmaður í danska sambandinu; Otto Koch, formaður sambands garðyrkjubsnda í Danmörku; Torje Askig, formaður sambands garðyrkjubsnda f Noregi, og Hans Haukeland, stjórnarmaður í norska sambandinu. Nýtt tímarit: Grímsævintýr ÚT ER KOMIÐ nýtt tímarit, Gríms- svintýr. Er því einkum stlað það hlutverk að kynna nýjustu afurðir ungra Reykvíkinga á sviði bókmennta og lista og mun koma óreglulega en örugglega út. Ritið er 27 síður og prýtt fjölda mynda. í þessu fyrsta tölublaði er m.a. að finna tvær smásögur eftir nýja höf- unda, ljóð eftir Dag Sigurðsson, Sony Hallgrímsson og Jochum Mathiesen. Birt er grein um data- isma, fjallað um mynd Godards Carmen, og ástand menningarmála, auk þess sem vinsældalisti fylgir. f galleríi tímaritsins eru að þessu sinni myndir eftir Hallgrim Helga- son en hann er jafnframt ritstjóri. (Úr fréttatilkynningu) I o Við trúum því ekki að þú viljir bíða mánuðum saman eftir hœstu ávöxtun sparifjár þíns. Þess vegna bjóðum við hœstu vexti Innlánsreiknings með Ábót strax á fimmtudaginn á alltþað fésem þú leggur inn fyrir mánaðamót. Að hika er sama og að tapa. Á VAXTATINDINN MEÐ OKKUR ÚTVEGSBANKINN RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.