Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1985 25 ingu, að innri og ytri gerð, minnir það mig helst á flóknar drótt- kvæðar vísur. Sigurður Nordal segir svo í íslenskri menningu: „Vísur slíkar sem þessi (hann er að tala um eina af siglingavísum Egils Skallagrímssonar) eru ekki ætlaðar til lestrar. Þær verður að læra, hafa oft yfir, veita því nána athygli, sem fólgið er í hverju orði. Ýmsar kenningar, sem nú virðast ekki nema krókaleiðir til þess að forðast að nefna hlutina réttu nafni, gátu fyrr á tímum átt sér meira gildi; rifjað upp goðsögur og hetjusögur, vakið margvíslegar endurminningar og hugrenningar. Öll sú þekking, sem þurfti til þess að finna réttar kenningar og fara með þær var metnaðarmál bæði fyrir skáldin og áheyrendur þeirra. Hirðum konunga hefur þótt meira til þess koma að nema og ráða kveðskap, sem sauðsvart- ur almúginn skildi ekki. Það voru sérréttindi, einkum meðan tízkan var nýstárleg." Þessa hugsun má auðveldlega yfirfæra á svið tón- listar, og ekki hvað síst um verk eins og Goldberg-tilbrigðin. Menn þurfa að þekkja verkið, kunna skil á þeirri tækni sem notuð var til að setja það saman, velta fyrir sér „kenningum" þess og kunna að taka það saman. Allt þetta krefst íhugunar, einbeitingar og þekk- ingar. I þessu ljósi fær sagan um svefnleysi Keyserlingks nýja merkingu, hvort sem sagan er sönn eður ei. Músíkin, sem er sam- bland af list og vísindum, er hvati 7 —-rrr-v i.&aí 8Lý -ÚíeJC-+e- Ljósmynd/Víkurfréttir Agúst Sverrir Egilsson við heimkom- una frá Finnlandi. þjóðarinnar verið 10 talsins — „sem þó er ekki lítið miðað við margar aðrar raungreinar," bætti hann við. Ekki treysti hann sér þó til að dæma um hvort stærðfræðin lægi betur fyrir karlmönnum en konum. „Hins vegar virðist sem til háfleygrar andlegrar starf- semi, vitsmunalegs og tilfinninga- legs eðlis. Og hún er fró og líkn þeim mannsanda sem verður að standa sína hundavakt í lífinu. Verkið bítur í sporð sér: arían er upphafs- og lokaþáttur verksins. Jaðartilbrigðin þar á milli, þau fyrstu og þrítugustu, eru pólónesa sem merkir dans frá Póllandi og quodlibet, tvö þekkt sönglög sung- in á sama tíma. Þau gætu kannski táknað ríki þjóðhöfðingja Bachs sem voru Pólland og Saxland. Þess á milli koma alls kyns dansþættir, eða danslíkingar, fúgukennd lög tokkötur og fleira. Verkið greinist í tvennt, eins og góð leiksýning, um miðju. Seinni hlutinn hefst með forleik, sextándu tilbrigðum. Þriðju hver tilbrigði eru keðju- söngur, þar sem tekið er undir í öllum tónbilum: fyrst einund, þá tvíund — og svo framvegis — að lokum í níund. Hverjum keðju- söngsþætti fylgir síðan vanalega pólskur dans og svítuþáttur. Þannig greinist verkið einnig í tíu þriggja laga hópa. Kannski eru Goldberg-tilbrigðin einnig þrjú samfléttuð verk: röð keðjusöngva, svítuþættir og pólsk vítúósa- stykki eða tokkötur. 13. og 25. til- brigðin eru langir hægir þættir, sarablöndur, óendanlegar laglínur sem tjá þunglyndislegar hugleið- ingar, sú fyrri í dúr, hin seinni í moll, eitt af undraverkum Bachs, sem bendir eindregið fram til Dia- belli-tilbrigða Beethovens, 31. til- brigðanna. Einhver fallegustu til- brigðin eru þau 15. Hjá Bach virð- ist músíkin batna eftir því sem bragarhátturinn þyngist, en þessi tilbrigði eru sjöundarkeðjusöngur í spegli, og getur vart erfiðari bragarhátt í tónlist. Svona má lengi telja. Tengsl þáttanna, samsvaranir þeirra á milli virðast óendanlegar, og unnt er að kafa niður í hvern þátt fyrir sig án þess að finna botn. Sérhver kynni við verkið gefa eftirtektar- sömum áheyranda eitthvað nýtt. Og það má kalla dýpt: að uppgötva alltaf nýjan flöt á verkinu, nýjar samsvaranir, skyldleika, stað- reyndir og sannindi- andlegur fé- lagsskapur sem maður velur sér. Þetta er andstæða við banalítet þar sem allt er auðséð við fyrstu heyrn, náin kynni leiða ekkert nýtt í ljós, forvitninni er svalað og ekkert er eftir nema steindauð endurtekningin. Dýpt verkanna gefur þeim líf. Keyserlingk greifi gat afborið vökuna, sem Einar Ben. kallar „helkaldan voða- draum“ í félagsskap Goldberg- tilbrigðanna. Og Wilhelm Heine- sen segir í kvæði sínu Mymnus amoris, sem hefur undirtitilinn Anna Magdalena og Johann Sebastian Bach piæ memoriæ: „Jeg er labyrinten í dit ore ambolten og hammeren der finhamrer verdens rástof af lyd og skænker det mening." fólk skiptist yfirleitt í tvo hópa, annars vegar tungumálafólk og hins vegar raungreinafólk. Og svo mikið er víst að ég tilheyri ekki fyrrnefnda flokkinum," sagði hann. „Hugurinn stefnir allur í átt að stærðfræðisviðinu," sagði Ág- úst er hann var inntur eftir fram- tíðaráformum sínum. „En hvaða grein innan þess breiða sviðs verð- ur fyrir valinu er enn ekki ráðið.“ Agúst Sverrir hló dátt er hann var spurður hvort sú spekingslega ímynd stærðfræðingsins, sem við þekkjum úr bröndurum, ætti við einhver rök að styðjast. „Ég verð nú að viðurkenna að inn á milli þátttakendanna voru menn sem greinilega tóku þær fígúrur sér til fyrirmyndar," sagði Ágúst, „en yf- ir höfuð voru þetta ósköp venjuleg ungmenni, sem tóku sig ekkert allt of hátíðlega," bætti hann við. „Við skemmtum okkur alveg konung- lega, fórum í skoðunarferðir, sigl- ingar, á böll og spiluðum fótbolta — höfðum það bara notalegt. Vil ég því endilega nota tækifærið og þakka þeim Reyni Axelssyni og Benedikt Jóhannessyni fyrir alveg frábæra fararstjórn,“ sagði Ágúst Sverrir Egilsson að lokum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Stjórnir ísraels og Sovétríkj- anna stefna að samskiptum, þótt hægt og gætilega sé fetað hættu að hafa í frammi and- sovézkan áróður og sýndu lit á því að draga hluta herliðs frá Golanhæðunum, sem áður lágu undir Sýrland. Sovétstjórnin myndi síðan greiða fyrir því að sovézkir gyðingar flyttust til ísraels ef þeir hefðu hug á því. Vitað er að Peres, forsætis- ráðherra hefur sent bréf til Gor- basjevs og Shamir, utanríkisráð- herra hefur lýst yfir, að hann vonist til að hitta starfsbróður sinn frá Moskvu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í haust. Galia Golan, sérfræðingur um sovézk málefni við hebreska háskólann í Jerúsalem segir „það hugsanlegt, að eitthvað sé í deigl- unni. Menn ættu þó að hafa í huga, að fulltrúar þjóðanna hafa alltaf ræðst við þótt það hafi ekki alltaf verið haft hátt um það. Ég er ekki viss um að Sov- étmenn séu reiðubúnir að ganga svo langt að bjóðast til að taka upp stjórnmálaskipti að minnsta kosti ekki að svo komnu máli. En það sem sýnilega mun ráða úr- slitum er framvindan í undirbún- ingi friðarsamninga um Mið- austurlönd. Það var mikið áfall fyrir Sovétstjórnina að missa öll ítök í Egyptalandi á sínum tíma. Það var hnekkir fyrir þá hvernig Sex daga stríðið fór og síðan Yom Kippur, vegna þess að Eg- yptar þakka sér þann ávinning, vegna þess að Sovétmenn tregð- uðust þá við að styðja araba. Fram að þessu hafa Sovétmenn verið hikandi vegna hagsmuna í arabaheiminum. Gorbasjev virð- ist nú sjá að þeir hagsmunir séu ekki jafn miklir og áreiðanlegir og traustir og fram að þessu hef- ur verið talið. Og þrátt fyrir digurbarkalegt tal verða æ fleiri arabaríki að horfast í augu við að Ísraelsríki mun standa. Kannski nútímamaðurinn Gorbasjev í æðsta valdastóli í Sovétríkjunum sé nú loks reiðubúinn að horfast í augu við veruleikann. (Heimildir: AP, Time, Jerusalem Post.) Eftir því sem tímar hafa liðið hefur orðið æ sýnilegra að bæði ísraelsstjórn og Sovétstjórn sjá sér hag í að samskipti verði tekin upp formlega á ný. Annað mál er hvort þau komast í það sem kall- að er á diplómatamáli „eðlilegt horf“. Samt eru skoðanir skiptar á því hversu einlægur viljinn er. Sumir segja að margt bendi til þess að Sovétstjórnin sé að leggja drög að breytingum í stefnu sinni vegna forystu- mannafundar Sovétríkjanna og Bandaríkjamanna í haust, svo og opinberrar heimsóknar Sovét- leiðtogans til Frakklands. Þá er einnig sú skýring á afstöðubreyt- Líbanskir öryggisverðir í Vestur-Beirút STJÓRNIR Sovétríkjanna og ísraels eru í nokkurri klípu um þessar mundir: Það er í senn opinbert og óopinbert leyndarmál, að stjórnirnar tvær hafa áhuga á að samskipti ríkjanna breytist til hins betra. Hængur- inn á því er sá að hvorug vill verða fyrri til að viðurkenna það. Fulltrúar beggja óttast að fréttaskrif um málið geti orðið því til tafa. Sovétríkin slitu stjórnmála- sambandi við ísrael eftir sex daga stríðið 1967. Nú hefur ísraelska útvarpið sagt frá því að sendiherra Sovétríkjanna í París, Vorontsov, hafi sagt í samtali við sendiherra ísraels þar í borg, að það hafi verið mistök og þau hafi verið tilfinningalegs eðlis. Það lá vitanlega í augum uppi 1967, að ósigur araba var ekki síður ósig- ur Sovétríkjanna sem höfðu stutt herji araba með vopnum, her- gögnum og ráðgjöf. En löngu fyrr, eða 1948, voru Sovétríkin svo meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með því á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að Ísraelsríki yrði stofnað. Löndin skiptust á sendiherrum og eins og kunnugt er var Golda heitin Meir fyrsti sendiherra ísraels í Sovétríkjunum. Fljót- lega tóku þó að koma upp atvik, sem flæktu samskiptin til muna, hér réði mestu tregða sovézkra yfirvalda að leyfa sovézkum gyð- ingum að flytjast til ísrael. Af- skipti Sovétríkjanna upp úr 1950 fóru vaxandi, einkum í Egypta- landi eftir 1952 er Nasser hafði komist til valda og treyst sig bærilega í sessi. Á árunum næstu voru Sovétríkin til dæmis mesti útflutningsmarkaður Egypta og um þær mundir var ákveðið að Sovétríkin fjármögnuðu gerð risaastíflunnar við Aswan. Ráðgjafar af öllu tagi streymdu til Egyptalands. Á þessum árum var Nasser óumdeilanlega fjand- maður númer eitt í augum ísra- ela og hann studdu Sovétmenn með ráðum og dáð. Um svipað leyti og Nasser lézt og nokkurn tíma á eftir tókst að fá Sovétstjórnina til að slaka á höftum um að gyðingar færu úr landi. Árið 1972—1973 fluttu fimmtíu og sjö þúsund manns til ísraels og þar af voru 33 þúsund frá Sovétríkjunum. Eftir að Sadat tók við í Egyptalandi reyndi hann smám saman að draga úr áhrifum Sov- étmanna þar, rak meðal annars á braut herskara sovéskra ráð- gjafa sem störfuðu í landinu. Shimon Peres forsætisráðherra. Ólíklegt er að Begin hefði Ijáð máls á að taka upp einhvers konar samskipti við Sovétríkin. ingunni, að Sovétmenn álíti, að þeir séu að dragast aftur úr ef þeir reyni ekki að tryggja stöðu sína með tilliti til hugsanlegra samningaviðræðna um Miðaust- urlönd. Það hefur einnig átt sinn þátt í þessu, að þrátt fyrir að arabaríkin hafa mörg hneigzt til að styðjast við Sovétríkin, hafa Kremlarbændur aldrei náð þeim ítökum f arabalöndum, sem að var stefnt og ýmsir hafa haldið þá hafa. Enn aðrir segja svo að þetta sé bara bragð hjá Gorbasj- ev flokksleiðtoga. En fundur sendiherranna í París, sem í upphafi var nefndur, er þó staðreynd og skyldi ekki gert lítið úr honum. Samkvæmt fréttum af fundinum var haft fyrir satt að Vorontsov hafi gefið í skyn, að Sovétmenn myndu fús- ir til að reyna að koma á ein- hverjum tengslum, ef Israelar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.