Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1985 19 Gluggað í er- lend tímarit _________Bækur________________ Jóhanna Kristjónsdóttir ARAGRÚI erlendra rita, vikublaða, mánaðarrita og ársfjórðungshefta berst inn á skrifborðið öðru hverju. Ekki vekja öll áhuga en við nánari athugun má eitthvað á öllum lestri græða. Eitt af þeim merkari, að mínu viti, er Ariel, ísraelskt blað sem er gefið út af mennta- og vísinda- deild israelska utanríkisráðuneyt- isins. Það er sömuleiðis gefið út á ýmsum tungum og fer víða. Meg- inefni er um listir og menning- armál í ísrael. í því nýjasta sem ég hef séð má nefna mjög fræð- andi grein eftir Chaim Rabin um uppruna nútíma hebresku. Ljóð eru birt eftir Asenath Petrie og Moshe Dor, sagt frá listamanna- vinnustofunum Talpiot í Jerúsa- lem eftir Leilu Avrin og er þá fátt eitt talið. Frágangur og uppsetn- ing er til fyrirmyndar og pappír hinn vandaðasti. Greinarhöfundar eru allir kynntir nokkrum orðum og er það jákvætt. Kultur-Chronik er mánaðarrit um menningarefni í Vestur- Þýzkalandi í ritstjórn dr. Horst nokkurs Schirmers. í heftinu sem nýlega kom er ítarleg svipmynd um söngvarann Dietrich Fischer- Diskau, greinar um leikhúsmál, kvikmyndir, sjónvarp, tónlist og margt fleira. Sjálfsagt finna ýms- ir eitthvað við sitt hæfi. Mér fannst „Literature: Interest in the Woman not her Work“ eftir Liese- lotte Kinshofer og „German Liter- ature from Outside" eftir Albert von Schirnding ljómandi læsi- legar. Ástæða er og til að geta greinar um húsagerðarlist „Mod- ernism versus Post-Modernism“ eftir Mathias Schreiber. Universitetsforlaget í Noregi stendur að útgáfu fleiri rita — auk bóka — en ég hef tölu á. Meðal þeirra er ársfjórðungsblaðið Kunst og kultur. Ritstjórar eru Sidsel Helliesen og Per Jonas Nordhag- en. Af efni í blaði númer tvö 1985 er fýsileg greinin „A museum is a museum is a museum ..." eftir Hákon Bleken, skrif um Paul Gaugin og Norðurlönd eftir Inge- borg Wikborg og hugleiðingu eftir Sigrid Willoch: „Et Moderne Musem“. Myndir og pappír eru af beztu gerð, umbrot eilítið gamal- dags. Annað norskt ársfjórðungsrit er Nytt Norsk Tidsskrift í ritstjórn Rune Slagstad, Francis Sejersted, Hans Skervheim og övind Öste- rud. Þar er að finna grein um norskar vísindarannsóknir, stefnu í háskólamálum, kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum og ýmislegt annað. Nokkuð misjafnt en sumt áhugavert. Nordisk Sosialt Arbeid er mál- gagn norrænna félagsráðgjafa og kemur út fjórum sinnum á ári. Stéttarfélag íslenzkra félagsráð- gjafa er nefnt í upptalningu út- gáfuaðila. Af íslands hálfu sitja í ritstjórn Sævar Berg Guðbergsson og Auður Haraldsdóttir. Efalaust gagnlegt rit fyrir stéttina og væntanlega er líka gagnlegt fyrir íslenzka félagsráðgjafa að taka sem mestan og beztan þátt í sam- starfi norrænna kollega á þessum síðustu ráðgjafartímum. Norsk Pedagogisk Tidsskrift er gefið út í samvinnu norska sál- fræðingafélagsins og ýmissa ann- arra hópa og samtaka sem vinna að uppeldismálum. Ritstjórar eru Harald Thuen og Trond Álvik. Ágætlega læsilegar greinar og ekki eins fræðingslega skrifaðar og frasaðar og sumar greinanna í málgagni félagsráðgjafanna. Með- al efnis er vert að geta „Pedagog- isk ansvarsfordeling: Mor-Far- Barnehagen" eftir Oddbjörn Evenshaug og Dag Hallen og „Barnehager — et nödvendig eller överflödig pedagogisk tilbud?“ eft- ir Káre Eriksen. Grein Hilchen Sommerschild, „Barn og skils- misse" er mjög greinargóð og upp- lýsandi. Öll þau rit sem hér hefur verið minnzt á þjóna sjálfsagt sínum tilgangi og hafa öll sinn lesenda- hóp. Það er ósköp jákvætt. VERÐLÆKKUN svoummuitóíPl Loðfóöruö Kvenkuldastígvél Verö áöur £,650,- Verð nú SKODEILD Verð áður Verð nú Herramokkasínur j-ascr- 898,- Relmaðir tiskuskór X-5Ö6,- 1.198,- Dömumokkasínur J-196,- 898,- Kvenskór m. lágum hæl 1.766,- 1.898,- Kventískuskór J..060,- 780,- Barnamokkasinur L466,- 898,- Barnamokkasínur >40,- 640,- HERRADEILD Verð áður Verð nú Stutterma skyrtur V©5,- 498,- Peysur J-495,- 998,- Buxur L-265,- 998,- Mittisjakkar 2.906,- 8.898,- Mlttisjakkar X.996,- 1.398,- Mittisjakkar 1-690,- 1.898,- DÖMUDEILD Verð áður Verð nú Stuttbuxur 596,- 398,- Sumarkjólar 1-880,- 1.380,- Draktir >460,- 8.998,- Ferðasett frá Brantex (Jakki og buxur) £.460,- 1.780,- Bolir 360,- 880,- Bollr >60,- 398,- Blússur 960,- 680,- Undirpils frá Marks og Spencer Tllboðsverð 880,- Stretsbuxur 1,495,- 1.098,- Stretsbuxur >96,- 898,- Bollr og pils (sett) 1»5,- 878,- BARNADEILD Verð áður Verð nú HEIMILISDEILD Barnajakkar 2J760,- 1.780,- Sængurverasett 3Ja stykkja Tilboðsverð 998,- Barnajakkar X>607- 1.180,- Sængurverasett 2Ja stykkja Tilboðsverð 896,- Barnajakkar !~860,- 998,- Frotté teygjulök Tilboðsverð 398,- Stretsbuxur U395,- 898,- Buxur og peysa (sett) 1-995,- 1.496,- Buxur og peysa (sett) U4S0,- 998,- Barnabuxur Jogginggallar **• oo, 1550,- 498,- 1.180,- SPORTFATADEILD Verð áður Verð nú Jogginggallar Herra- og dömubuxur 3-SSO,- 998,- með stretsbuxum 1960,- 1.398,- Kvenmittisjakkar 2995,- 1.898,- Jogginggallar Kvenjakkar 8-5SO,- 1.898,- með stretsbuxum 1-860,- 1.898,- Jogginggallar með stretsbuxum J-J95,- 898,- Skyrtur 895,- 898,- Líttu við um Mð © þú Htu? AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.