Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
a|
Morgunblaðið/JúIiu8
Geir Hallgrímsson og Edward Dewinsky þegar þeir hittust í ráðherrabú-
staðnum fyrir fundinn í gærmorgun.
Fundur Geirs Hallgrímssonar og Derwinskys
um vöruflutninga fyrir varnarliðið:
Höfum að mestu leyti
komist að niðurstöðu
— sagði Derwinsky síðdegis f gær
„Þetta hafa verið mjög vinsamleg-
ar samræður og við höfum að mestu
leyti komist að niðurstöðu. Það eru
nokkur tæknileg atriði sem þarf að
skoða betur, en frá þeim verður von-
andi gengið í kvöld og í fyrramálið,“
sagði Edward Derwinsky, sérlegur
ráðgjafi Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og einn af fjórum
embættismönnum sem standa hon-
um næst, en hann og föruneyti hans
ræddi í gær við Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra og aðstoðarmenn
hans um tilbögun vöruflutninga til
varnarliðsins frá Bandaríkjunum, í
því skyni að leita lausnar á þeim
deilum sem upp hafa risið vegna ein-
okunar bandaríska skipafélagsins
Rainbow Navigation á þessum flutn-
ingum.
Þeir Geir og Derwinsky vildu
annars ekkert um viðræðurnar
segja, og sagði Geir að niðurstöð-
ur yrðu kunngerðar á fundi
með fréttamönnum í dag. Derw-
insky fer af landi brott síðdegis í
dag.
Arnarflug vill hefja
flug til Hamborgar
ARNARFLUG hefur sótt um leyfi til
íslenskra stjórnvalda að fá að hefja
áætlunarflug til Hamborgar í Vestur-
Þýskalandi. í staðinn er gert ráð fyrir
að flugi til Diisseldorf verði hætt, ef
leyfið fæst, en beðið er eftir svari
stjórnvalda.
Arnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði að
ef leyfið fengist hæfist flugið trú-
lega í byrjun apríl á næsta ári.
Hugmyndin væri að flogið yrði
bæði sumar og vetur, 1—2 í viku
yfir veturinn og þrisvar sinnum yfir
sumarið. Stefnt yrði að því að flogið
yrði til Hamborgar árið um kring,
eins og til Amsterdam.
Arnar sagði að þeir hjá Arnar-
flugi teldu Hamborg hagkvæmari
viðkomustað en Dvisseldorf. Frá
Dusseldorf væri skemmra til
Frankfurt, Luxemborgar og Amst-
erdam, þangað sem íslensku flugfé-
lögin fljúga nú. Hamborg lægi fjær
þessum stöðum og næði betur til
alls Norður-Þýskalands, en það
væri í samræmi við þá svæðaskipt-
ingu sem gerð hefði verið milli ís-
lensku flugfélaganna 1982. Þar
vildu þeir byggja upp framtíðarvið-
komustað, en eins og nú væri mál-
um háttað væri ekki flogið til
V-Þýskalands að vetrinum. Auk
þessa væru aldagömul tengsl milli
Hamborgar og íslands og þeir næðu
vel til markaðssvæðis síns I Norð-
ur-Þýskalandi. Þetta væri því rök-
rétt skref í þróun millilandaflugs
Arnarflugs.
Birkir Baldvinsson f samtali við Morgunblaðið:
Enginn stendur á bak
við mig í þessu til-
boði nema konan mín
— hef hagnast á kaupum og sölu flugvéla og varahluta í þær
Luxemborg, 7. á|n»L Frá Önnu Bjarnu-
dóttur og Birni Vigni Sigurpálssyni.
BIRKIR Baldvinsson í Luxemborg
hefur geflð fjármálaráðherra frest
til klukkan 19.00 á föstudagskvöld
til að taka eða hafna tilboði sínu í
hlutafé ríkisins í Flugleiðum hf.
sem nemur 20%. „Fái ég ekki svar
fyrir þann tíma, mun ég draga til-
boð mitt til baka,“ sagði Birkir í
samtali við Morgunblaðið í Lux-
emborg í kvöld.
Sá orðrómur hefur verið á
kreiki að stórir erlendir aðilar í
flugvélaviðskiptum standi að
baki tilboði Birkis. f þvi sam-
bandi hefur verið nefnt fyrir-
tækið United Aviation Services í
París, sem rekið er af sýrlenskri
fjölskyldu að nafni Kuzbari, og
National-leiguflugfélagið í New
York sem er í eigu bandarísks
lögfræðings, Bob Vaagenfeld.
Bæði UAS og National hafa átt
talsverð viðskipti við íslensku
flugfélögin og íslenska aðila I
flugvélaviðskiptum. Meðal ann-
ars hefur Arnarflug gert sam-
vinnusamning við UAS og
byggðist leiguflug félagsins I
Saudi-Arabíu á þeim samningi
og National-flugfélagið lagði þar
til nokkrar flugvélar.
Birkir Baldvinsson sagði hins
vegar í kvöld er þetta atriði var
borið undir hann: „Engir menn
standa á bak við mig í þessu til-
boði — nema konan mín. Þessi
orðrómur er sprottinn af öfund
einni saman." Þeir sem nákunn-
ugastir eru Birki og starfsemi
hans hér í Luxemborg eru einnig
sannfærðir um að Birkir standi
einn að þessu tilboði og nýtur
hann góðs álits i íslendinganý-
lendunni hér í Luxemborg.
Birkir sagði er hann var
spurður hvernig hann gæti fjár-
magnað kaupin á Flugleiða-
hlutabréfunum: „í sjálfu sér má
segja að almenningi komi það
ekki við — en það er ekkert
leyndarmál að ég byrjaði 1976
með Loch Nesh-veitingahúsa-
keðjuna og átti sjálfur fjóra
matstaði í Evrópu en hinir stað-
irnir voru reknir sjálfstætt með
leyfi frá mér, þar á meðal var
Nessie í Reykjavík. Valgeir Sig-
urðsson, sem nú rekur Cock Pit
Inn hér I Luxemborg, sá um
þennan rekstur fyrir mig meðan
ég var I starfi hjá Cargolux. í
framhaldi af þessu fékk ég um-
Birkir Baldvinsson
boðin fyrir Henny Penny, sem
framleiðir allan tækjabúnað
fyrir Kentucky Fried Chicken,
og var fyrsti umboðsmaður þess
í Evrópu og er það enn.“
Birkir segist síðan hafa sagt
upp störfum hjá Cargolux 1979
þar sem hann hafi ekki verið
sammála útþenslustefnu félags-
ins á þeim tima. „Ég varð hins
vegar ríkur þegar menn töldu á
sínum tíma að rekstri Rolls
Royce-vélanna yrði hætt að fullu
og öllu. Ég taldi þetta rangt mat
og náði í alla varahluti sem ég
gat á markaðnum — og ári
seinna er vélarnar fóru aftur i
loftið var ég eini maðurinn sem
átti alla hluti í þessar vélar."
Með þessum fjármunum gat
Birkir gert samning við Japan
Airlines um kaup á fyrstu
DC-8-þotunni sem hann setti í
leigu til Afríku. „Nú er svo kom-
ið að allir halda að þessar DC-8
62-vélar fljúgi ekki meira vegna
þess að á þær vantar hljóðdeyfi-
búnað og ég gerði þvi samninga
um að kaupa af Japan Airlines
allar vélarnar sem það félag átti
af þotum af þessari flugvélagerð
og fékk hagkvæm kjör þar sem
Japanirnir voru búnir að af-
skrifa þessar vélar. Þetta var
fyrir tveimur og hálfu ári en síð-
an hafa vélarnar fimmfaldast í
verði. Nú er ég hins vegar kom-
inn með samning við fyrirtæki í
Detroit, sem heitir Samtop, sem
ætlar að smiða hljóðkúta á þess-
ar vélar og kaupa þær af mér.
Þarna liggja peningarnir."
Birkir telur að flugvélarnar
sem Flugleiðir nota nú séu orðn-
ar úreltar en styrkur fyrirtækis-
ins er fólginn í starfsliðinu og
þeirri þekkingu sem býr innan
fyrirtækisins. „Ég hef áhuga á
að komast í stjórn Flugleiða þótt
ég muni áfram búa erlendis og
ætla að vinna að því að þetta
fyrirtæki, Flugleiðir, skili arði
til eigenda sinna i framtíðinni.
Ég hef áður sagt að stjórn fyrir-
tækis sé eins og fótboltalið, þar
verður að raða mönnum eftir
reynslu og getu, það þýðir ekki
að vera með einhverja hobby-
karla, en ég vil vinna með öllum
sem hafa áhuga og þekkingu."
Nú er allt sem orðið nýtt.
IKEA hefur opnað
stórverslun
í Húsi verslunarinnar
16 síðna auglýsingablad
frá IKEA fylgir Morgun-
blaðinu í dag.
Ísfískmarkaöurinn í Grimsby og Hull hefur staðist framboðið:
Getur tekið við 2000
tonnum í viku hverri
— Útlitið framundan mjög gott
Gríoubj, 7. áfúrt. Frá Hirti GíaUnjni, bUAinunni MorpinbliiUinfi.
„Það hefur enginn farið i hausinn á þessu, markaðurinn hefur farið neðar
i þessum árstíma en hann hefur gert nú. Fyrst hann þolir þetta mikla
framboð, lítur út fyrir hækkandi verð þegar í næstu viku, enda framboðið
minna þá. Markaðurinn verður að öllum líkindum mjög góður í haust,“ sagði
Pétur Björnsson, svarfsmaður umboðsfyrirtækisins J. Marr and Son í samtali
við Morgunblaðið hér í Grimsby í dag.
1 dag var seldur í Grimsby og
Hull afli úr þremur skipum, 340
lestir samtals, og svipað magn af
fiski úr gámum. Þrátt fyrir þetta
mikla magn, auk fisks frá heima-
bátum, fékkst sæmilegt verð fyrir
fiskinn, sérstaklega væru gæði {
lagi. Hæst meðalverð upp úr skipi
fékk Gullver NS, 40,27 krónur, og
hæsta meðalverðið fyrir gámafisk
var tæpar 50 krónur fyrir ýsu frá
Eyjum. Lægsta verðið fyrir gáma-
fisk var 25,33 krónur, en nokkrar
lestir af gámafiski voru dæmdar
frá vegna slæmra gæða.
Vísir SF seldi 31 lest í Hull. Afli
var nokkuð blandaður og meðal-
verð 35 krónur á kíló, en heildar-
verð 1.117 þúsund krónur. Meðal-
verð fyrir þorsk f aflanum var
38,50. Börkur NK seldi 146,4 lestir
í Hull. Heildarverðið var 4.877.167
krónur og meðalverð 34 krónur.
Gullver seldi í Grimsby 162 lestir,
heildarverð var 6.559 þúsund og
meðalverðið 40,27 krónur.
Á morgun verða seldar 370 lest-
ir af íslandsfiski í Grimsby, þar af
182 lestir úr gámum. 284 lestir
verða seldar 1 Hull, þar af 136 lest-
ir í gámum. A föstudaginn verða
seldar alls um 60 lestir af gáma-
fiski í báðum borgunum.
Þorleifur Olafsson, fram-
kvæmdastjóri Stafness í Grimsby,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að miðað við álagið á markaðnum
að undanförnu ætti hann að þola 2
þúsund tonn af fiski að heiman
vikulega framvegis. Hann hefði
verið hræddur um verðlækkun
þessa vikuna vegna of mikils
framboðs, en svo virtist sem
markaðurinn stæðist þetta fram-
boð. Því væri útlitið framundan
gott.