Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 6
6 MOKGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 Eldur af himni Það er ekki beint hægt að segja að breska fréttamyndin Eru kjarnavopn í ísrael? hafi hresst sál- artötrið skömmu áður en það hrasaði inná lendur draumanna nú á þriðjudagskveldið. Þessi mynd hefir vafalaust verið sýnd í tengslum við helsprengjuregnið yfir japönsku borgunum Hirosh- ima og Nagasaki, en nú eru réttir og sléttir fjórir áratugir liðnir frá því að helvítislogarnir teygö. «ig um stræti og torg þessara borga og eirðu engu, ekki einu sinni fólk- inu, er kastaði sér logandi í sýki og fljót. Sú sýn hlýtur að hafa minnt á opinberun Jóhannesar: Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni og það hafði tvö horn lík lambshorn- um, en það talaði eins og dreki... Og það gjörir tákn mikil, svo að það lætur jafnvel eld falla af himni ofan á jörðina fyrir augum mannanna ... Og því var leyft að gefa líkneski dýrsins anda, til þess að líkneski dýrsins gæti einnig talað og komið því til leiðar, að allir yrðu þeir deyddir, sem ekki vildu tilbiðja líkneski dýrsins. Seint lœrir maðurinn Seint lærir maðurinn. Þrátt fyrir hörmulegar afleiðingar elds- ins, er féll af himni fyrir fjórum áratugum í Nagasaki og Hirosh- ima, eru enn til menn er trúa á helvítislogana. Minnist ég í því sambandi sjónvarpsviðtals við breskan varnarmálaráðherra er sýnt var fyrir nokkrum árum hér í sjónvarpinu. Þessi áhrifamaður taldi að „takmarkaö kjarnorku- stríð“ er grandað gæti allt að 40 milljónum manna væri réttlæt- anlegt ef að veði lægi frelsi okkar Vesturlandabúa. Tja, hversu frjálsir yrðum við hér eftir slíkan hildarleik? Og eigi ómerkari mað- ur en dr. Henry Kissinger, einhver gáfaðasti utanríkisráðherra vest- ræns ríkis fyrr og síðar, komst einmitt á landabréfið í Washing- ton er hann kynnti hugmyndina um „takmarkað kjarnorkustríð” i bókinni Nuclear Weapons and For- eign Policy“, sem út kom ’57. En það er einmitt sú hugmyndafræði er liggur að baki hugsanlegrar kjarnorkuvopnasmíði ísraels. Eru þar kjarnavopn? En eru kjarnavopn í Israel? í bresku fréttamyndinni var rætt við ýmsa áhrifamenn á sviði al- þjóðastjórnmála og töldu þeir allir fullvíst að vopn, er leitt gætu til „takmarkaðs kjarnorkustríðs", fyrirfyndust þegar í ísrael, þrátt fyrir að ísraelsk stjórnvöld stað- hæfðu hið gagnstæða. Virtust mér hinir vísu menn líta málið alvar- legum augum. Þannig staðhæfði Paul Warnke fyrrum aðstoðar- varnarmálaráðherra í stjórn L.B. Johnsons, að nú þegar væri hafin uppbygging kjarnorkuherafla í arabaríkjunum kringum Israel og að í ljósi þess trúarofstækis er rík- ir í mörgum þessara ríkja væri meiri ástæða til að óttast kjarn- orkustríð — fyrir botni Miðjarðar- hafs en á átakasvæðum risaveld- anna. Máski var það engin tilvilj- un að dómsdagsspádómar Biblí- unnar voru einmitt festir á blað af mönnum er reikuðu um þær slóðir er ísraelskir skriðdrekar aka nú um. Þannig segir Amos: Hann lætur eyðingu leiftra yfir hina sterku, og eyðing kemur yfir vígi. ólafur M. Jóhannesson UT VARP / S JON VARP Guðrún Á. Símonar í léttu spjalli ■■■■ Á dagskrá rás- Ol 00 ar tvö hl. 21.00 ^ 1 — er þátturinn Gestagangur í umsjón Ragnheiðar Davíðsdóttur. Að þessu sinni kemur Guðrún Á. Símonar í stúdíó. „Ég ákvað að hafa Guðrúnu eina í heimsókn því hún hefur frá svo mörgu að segja. Hún hef- ur ferðast víða og á að baki mjög litríkan feril, bæði í söng og leik. Hún er mikill áhugamaður um dýravernd og eins og al- þjóð veit á hún ósköpin öll af köttum ásamt einum hundi. Við ætlum að sitja og spjalla saman í klukku- stund og Guðrún ætlar að sjá um tónlistina í þættin- um. Sjálfsagt fá hlustend- Guðrún Á. Símonar verður gestur Ragnheiðar Davíðs- dóttur í rás 2 í kvöld. ur að heyra í henni sjálfri ef ég þekki hana rétt. Við höfum leitast við það hérna á rás tvö að leika tónlist af léttari endan- um. Þar hefur ekki ve'rið mikið um óperu- og sin- fóníutónlist, en þar sem Guðrún hefur sungið all- mörg létt lög verður eng- inn hörugll á þeirri teg- und tónlistar. Hún hélt til að mynda tónleika í Há- skólabíói um árið fyrir troðfullu húsi. Við eigum til hljóðritun frá þessu kvöldi, þannig að ekki þarf að leita í óperutón- listina til að finna létt og skemmtileg lög með henni,“ sagði Ragnheiður Davíðsdóttir, stjórnandi Gestagangs. Kristján Arnason, stjórn- andi þáttarins. Charles Baudelaire (1821—1867). Erlend ljóð frá liðnum tímum ■i^^H I kvöld verða Ol 00 ljóðaþýðingar ^ A — Helga Hálfdan- arsonar kynntar. Þáttur- inn í kvöld er sá fjórði í röð sem nefnist Erlend Ijóð frá liðnum tímum. Að þessu sinni verða lesin ljóð eftir Sófókles, Schill- er, Hölderlin, Keats og Baudelaire. Þátturinn er í umsjá Kristjáns Árnason- ar, en lesari er Ingibjörg Stephensen. Miðdegistónleikar ^^^■i Á dagskrá út- H30 varpsins í dag verða miðdegis- tónleikar samkvæmt venju. Að þessu sinni verður fyrst leikin sónata nr. 5 í E-dúr eftir Johann Christian Bach. Ingrid Hábler leikur á píanó. Næst á dagskrá er verk Josep Haydn, Sónata nr. 8 í G-dúr. Zdenek Bruder- hans og Pavel Stepan leika á flautu og píanó. Síðast á efnisskrá er kvartett nr. 1 eftir Franz Schubert, Melos-kvartett- inn í Stuttgart leikur. Samtímaskáldkonur ■■■■ Á dagskrá út- 9n 00 varps kl. 20.00 í —— kvöld er þáttur- inn Samtímaskáldkonur i umsjá Silju Aðalsteins- dóttur. Kynnt verður skáldkonan Margaret Drabble, en Silja hefur þýtt bók hennar, The Carric Year. Þátturinn er klukkustundar langur. Matthías Bjarnason á beinni línu 10 I Morgunút- varpinu í dag • — verður Matthí- as Bjarnason samgöngu- ráðherra í beinu síma- sambandi við hlustendur. Þar mun hann svara fyrirspurnum um sam- göngumál. Síminn er 22260. „Ég vil taka það skýrt fram til að forðast allan misskilning að Matthías mun eingöngu svara spurningum um samgöngumál, ekki heil- brigðismál," sagði önund- ur Björnsson, annar tveggja umsjónarmanna Morgunútvarps. Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra. UTVARP FIMMTUDAGUR 8. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endur- tekinn þáttur Ólafs Oddsson- ar frá kvðldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö — Þórhallur Heimisson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Matthlas" eftir Barbro Lindgren. Sigrlður Sigurð- ardðttir les þýöjngu slna (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugreinar dag- blaöanna (úfdr ). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra Þáttur I umsjá Þóris S. Guö- bergssonar. 11.00 „Ég man þá tlð" Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Létt tónlist 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14Æ0 „Lamb" eftir Bernard MacLaverty. Erlingur E. Hall- dórsson les þýðingu slna (2). 14.30 Miðdegistónleikar a. Sónata nr. 5 I E-dúr eftir Johann Christian Bach. Ingrid Haebler leikur á planó. b. Sónata nr. 8 I G-dúr eftir Joseph Haydn. Zdenek Bruderhans og Pavel Stepan leika á flautu og planó. c. Kvartett nr. 1 eftir Franz Schubert. Melos-kvartettinn I Stuttgart leikur. 15.15 Tiöindi af Suöurlandi Umsjón: Þorlákur Helgason. 15j40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A frlvaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 174» Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir. \TJSO Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Samtlmaskáldkonur. Margaret Drabble. Silja Aöalsteinsdóttir kynnir skáldkonuna I tengslum viö þáttaröð norrænu sjón- varpsstöðvanna. 20.40 Einsöngur I útvarpssal Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur lög eftir Björgvin Þ. Valdemarsson. Höfundurinn leikur meö á planó. 214» Erlend Ijóð frá liðnum tlmum Kristján Arnason kynnir Ijóöaþýðingar Helga Hálf- danarsonar. Fjóröi þáttur: Birtan frá Hellas. Lesari: Ingibjörg Stephensen. 21.25 Frá tónleikum Kamm- ersveitar Reykjavlkur I Bú- staðakirkju 1982. Jón H. Sigurbjörnsson, Stephen King og Monika Abendroth leika Sónötu fyrir flautu, vlölu og hörpu eftir Claude De- bussy. 21.45 Frá hjartanu Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. RÚVAK. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræöan. Fiskeldi: fjármögnun. flutn- ingur, markaöir. Umsjón: Gissur Sigurösson. 23.35 Trló I B-dúr op. 11 eftir Ludwig van Beethoven. Rudolf Buchbinder, Sabine Meyer og Heinrich Schiff leika á planó, klarinettu og selló. 24.00 Frétfir. Dagskrárlok. /á SJÓNVARP i 19.25 Ævintýri Berta (Huberts sagor) 4. þáttur Sænskur teiknimyndaflokk- ur. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Rokkhátfö I Montreux Fyrri hluti Meöal þeirra sem koma fram eru Elton John, Millie Jack- son, Paul Young, Men at F0STUDAGUR 9. ágúst Work, Frankie Goes to Hollywood, Depeche Mode. Huey Lewis, Tears for Fears og Duran Duran. Seinni hluti tónleikanna veröur á dagskrá sföar. 21.40 Heldri manna llf (Aristocrats) Annar þáttur Breskur heimildarmynda- flokkur I sex þáttum um aö- alsmenn I Evrópu. Aö þessu sinni er hertoginn af West- minster sóttur heim. Þýðandi Þorsteinn Helga- son. 21.35 Heim til Marseille (Retour á Marseille) Frönsk blómynd frá árinu 1980. Leikstjóri: René Allio. Aöalhlutverk: Raf Vallone og Andrea Ferreol. Michel snýr aftur til heim- kynna sinna I Marseille ettir langa fjarveru. Bifreiö hans er stoliö og berast böndin að ungum frænda hans sem er I slagtogi viö vafasaman flokk atvinnulausra unglinga. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.30 Fréttir I dagskrárlok álT 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason. 15.00—16.00 I gegnum tlöina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—174» Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áöur Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabiliö. Stjórnandi: Betram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—224» Gestagangur Gestir koma l stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- lösdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Kvöldsýn Stjórnandi: Tryggvi Jakobs-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.