Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 13

Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 13 Kátir krakkar í leik og starfi Sagt frá heimsókn í sumarbúdirnar á Úlfljótsvatni SéA yfir sumarbúðirnar við Úlfljótsvatn. í skálunum nær eru m.a. eldhús og borðsalur, auk svefnskála fyrir yngri börnin (8 til 10 ára). Fjær eru svefnskáli 10 til 12 ára barna og s.k. Gilwell-skáli þar sem skátaskólinn er til húsa. Þrautabrautirnar njóta mikilla vinsælda. Hér er betra að hafa jafnvæg- isskynið í góðu lagi. Þessir piltar sýndu knáleg tilþrif í knattspyrnunni. ÞAÐ RÍKTI mikið líf og fjör á Úlfljótsvatni þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu sumarbúðirnar þar fyrir skömmu. Með í förinni var Jónas B. Jónsson, fyrrverandi skátahöfðingi og fræðslustjóri i Reykjavík, en hann er formaður Úlfljótsvatnsráðs, sem sér um rekstur sumarbúðanna. Fræddi hann blaðamenn um starfið að Úlfljótsvatni og sögu þess. Hópur glaðlegra og fjörugra barna flykktist að komumönnum og höfðu þau frá mörgu að segja. öll voru á einu máli um að æðis- lega gaman væri i sumarbúðun- um. Fram kom að mörg þeirra hafa komið oftar en einu sinni og sum koma langt að, því nokkur þeirra eru búsett erlendis, en koma hingað til lands á sumrin og fara þá að Úlfljótsvatni. Mörg barnanna taka slíku ástfóstri við staðinn, að þau halda áfram að koma eftir að þau eru orðin of gömul til að vera í sumarbúðunum. Nefnast þau þá matvinnungar og vinna fyrir fæði og húsnæði með því að létta undir með starfsfólkinu við hin ýmsu störf. Að sögn Guðjóns Sigmundssonar sumarbúða- stjóra er dvöl í búðunum ekki bundin við börn sem eru skátar og komast jafnan mun færri að en vilja. Upphafíð Starfsemi Bandalags íslenskra skáta á Úlfljótsvatni hófst árið 1941. Að frumkvæði dr. Helga Tómassonar, þáverandi skáta- höfðingja, samþykkti bæjar- stjórn Reykjavíkur að lána skátahreyfingunni afnot af jörð- inni endurgjaldslaust undir starfsemi sína, en Rafmágns- veita Reykjavíkur er eigandi jarðarinnar. Sumarið eftir var fyrsti skálinn reistur. Auk sumarbúðanna starfar foringja- skóli á Úlfljótsvatni, þar sem námskeið eru haldin fyrir verð- andi skátaforingja. Þar hafa einnig verið haldin fjölmörg skátamót, ráðstefnur og nám- skeið. Fjölbreytni í leik og starfí 1 sumarbúðunum dvelja hverju sinni 42 börn á aídrinum 8 til 12 ára. Er þeim skipt i hópa undir stjórn flokksforingja. Eru Þessi ungi veiðimaður heitir Óli. Hann sagðist vera búinn að veiða 20 silunga ó fimm dögum. Sann- kölluð afiakló! að jafnaði sex til sjö börn i hverjum hópi. Bera flokkarnir nöfn eins og Tófur, Úlfar, Fjólur og Bláklukkur. Einn starfsmað- ur er foringi fyrir hverjum hópi, en starfsmenn eru alls 11 tals- ins. Hver hópur dvelur eina eða tvær vikur i búðunum. Dagurinn hefst klukkan 8 með fánahyllingu, en að loknum morgunverði hefjast fjölbreytt störf og leikir, svo nóg er við að vera frá morgni til kvölds. Skátastarfið setur svip sinn á starfsemina og er meðal annars kennt að hnýta hnúta, nota átta- vita og önnur gagnleg fræði sem skátum eru töm. Þá er farið í bátsferðir á vatninu og gjarnan dvalið eina nótt í tjaldi í Borg- arvik, handan vatnsins. Annað, sem mikilla vinsælda nýtur, eru svokallaðar þrautabrautir, sem felast í því að klifra eftir köðlum og sveifla sér í rólum og krefst það mikillar fimi. Farið er í gönguferðir um nágrennið, ratleiki og keppt er í íþróttum. Veiði er nokkur í vatn- inu og stunda margir hana af miklum áhuga. Einnig er boðið upp á föndur og leiki af ýmsu tagi. Þá er vikulega farið í sund að Ljósafossi og virkjunin þar skoðuð. Á sunnudögum er helgi- stund. Auk þessara föstu liða er allt- af bryddað upp á einhverju nýju í hverri viku og ræðst það meðal annars af veðri hvað gert er á hverjum degi. Mjög gott veður hefur verið á Úlfljótsvatni í allt sumar og hafa börnin því getað notið útiveru í ríkum mæli. Fatladir og aldraðir Undanfarin þrjú ár hafa nokk- ur þroskaheft börn dvalið í sumarbúðunum og nú fyrr i sumar dvöldu þar einnig fimm blind börn. Að sögn Laufeyjar Gissurardóttur þroskaþjálfa og Guðjóns Sigmundssonar for- stöðumanns hefur þetta gefið mjög góða raun og hafa hinir þroskaheftu og blindu fallið ótrúlega vel inn i hópinn. Þau Laufey og Guðjón sögðu að þetta væri tvimælalaust mjög hollt, bæði fyrir hina fötluðu og hina heilbrigðu. Fötluðu börnin fá þarna tækifæri til að koma úr því verndaða umhverfi, sem þau dvelja i að jafnaði, og reyna sig i leik og starfi með jafnöldrum og auka þannig styrk og þol. Börn- in, sem heilbrigð eru, fá á hinn bóginn tækifæri til að umgang- ast hina fötluðu og öðlast við það aukinn skilning á högum þeirra. Hafa þau undantekningarlaust tekið fötluðu börnunum ein- staklega vel og sýnt þeim mikla hjálpsemi og skilning. Mun þetta væntanlega verða fastur liður í starfsemi búðanna í framtíðinni. Annað sem áhugi er á að taka upp er sumardvöl fyrir aldraða. Er hugmyndin sú að börnin og gamla fólkið dvelji samtímis í búðunum og hafi gagn og gaman hvort af öðru. Er einkum að því stefnt að börnin geti umgengist gamalt fólk og fræðst af því, en þessi liður í uppeldi barna hefur sem kunnugt er mjög verið ‘á undanhaldi í nútíma samfélagi. Nýtt hús í byggingu Byggingaframkvæmdir standa nú yfir við Úlfljótsvatn. Verið er að byggja tvílyft hús, sem bæta mun mjög alla aðstöðu á staðn- um. Í þessu nýja húsi verða svefnherbergi, eldhús og matsal- ur. Neðri haeð hússins er nú upp- steypt og standa vonir til að það verði fokhelt i haust og að unnt verði að taka það í notkun næsta sumar. Eldri skátar hafa lagt sitt af mörkum við bygginguna með sjálfboðavinnu, en þeir vinna gjarnan á staðnum I svo- kölluðum vinnuútilegum. Er þá venjulega dvalið eina helgi og unnið að viðhaldi og endurbót- um. A.S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.