Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
Betur fór en á horfðist
ÞAÐ fór betur en á horfðist þegar kviknaði í geymsluskúr
á athafnasvæði Málningar hf. við Marbakka í Kópavogi
um sexleytið í fyrrakvöld. í skúrnum, sem stendur
skammt neðan við sjálft verksmiðjuhúsið, eru geymd eld-
fim efni. Lítill eldur var í skúrnum og gekk fljótt og vel að
slökkva hann. Eldsupptök eru ókunn.
saga
c/ass
Fullt fargjald til flestra áfangastaða
FLUGLEIÐA í Evrópu. Börn innan 12 ára
greiða helmingi minna en fullorðnir.
Engar kvaðir né lágmarksdvöl. Hámarks-
dvöl er eitt ár.
Hringduísíma 25100 eða komduvið
ð næstu sðluskrifstofu okkar^^
FLUGLEIDIR
Vistfólk á Sólheimum
skoðar Steingrímsstöð
SelfoHÍ. I. igúkL
LANDSVIRKJUN bauð í dag vist-
fólki á Sólheimum í Grímsnesi til
skoðunarferðar í Sogsvirkjanirn-
ar. Reyndar var hér um skemmti-
ferð að ræða þar sem ekið var um
nágrenni eftir að virkjanirnar
voru skoðaðar.
Hópurinn lagði upp frá Sól-
heimum skömmu eftir hádegi og
ók sem leið lá að Steingrímsstöð.
Það var Óskar Ögmundsson sem
var fararstjóri og kynnti hann
ferðafólkinu það sem fyrir augu
II/
bar. í Steingrímsstöð tók Jón
Sandholt á móti hópnum og
kynnti vélakost virkjunarinnar
ásamt Óskari fararstjóra.
Eftir að hafa skolað niður smá-
kökum Landsvirkjunar, sem boðið
var uppá í setustofu virkjunarinn-
ar, var ekið umhverfis Þingvalla-
vatn. Sjálfsögð viðkoma var á
Þingvöllum þar sem spáð var í út-
sýnið frá útsýnisskífunni á barmi
Almannagjár.
Ferðafólkinu þótti mikið til þess
koma að sjá gufustrókana stíga
upp frá borholunum á Nesjavöll-
um og einnig skógræktarreitina
sem þar eru f skjóli hóla og fjalla.
Við lok ferðarinnar var gestum
boðið uppá kaffi og kökur í kaffi-
stofu Ljósafossvirkjunar. Þar af-
henti Jón Sandholt Reyni Pétri
fána Landsvirkjunar sem geymd-
ur verður á Sólheimum til minn-
ingar um ferðina. Jón sagðist vona
að gestirnir hefðu haft gagn og
gaman af ferðinni og undir þau
orð hans tóku allir sem einn.
Sig. Jóns
STEINGRÍMSsmn
Hópurinn frá Sólheimum utan við Steingrímsstöð.
Mel Brooks á batavegi
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
NÝJA BÍÓ: Að vera eða ékki að
vera (To Be or Not To Be) irtiVi
Leikstjóri Alan Johnson. Handrit
Thomas Meehon og Ronny Gra-
ham. Tónlist John Morris. Fram-
leiðandi Mel Brooks. Aðalhlutverk
Mel Brooks, Anne Bancroft, Tim
Matheson, Charles Durning, Jose
Ferrer, Christopher Loyd, James
Haake. Bandarísk, gerð af 20th
Century Fox 1983. Myndin er
endurgerð samnefndrar myndar
sem Lubitch leikstýrði i stríðsár-
unum síðari. 108 mín.
Að vera eða ekki að vera er
ærslaful! gamanmynd þar sem
uppákomur og efnisþráður er
það flókinn í sparsemi sinni að
óvitlegt er að hætta sér útí að
reyna að lýsa honum nokkuð til
hlítar. Að þessu sinni er það
Brooks sem verður aðalleiksopp-
ur margflókinnar atburðarásar
og þarf að bregða sér í hin marg-
víslegustu gervi til að bjarga
pólsku neðanjarðarhreyfing-
unni, minna mátti það ekki vera.
Og til að það megi takast þarf
hann að leika á sjálfan höfuð-
paurinn, Adolf Hitler!
Gamansemi og taktar Brooks
eru gamalkunnir. Hann kemst
iðulega á hörkuflug en maga-
lendir svo á næsta augnabliki.
Annars eru rennilegar loftferðir
hans i miklum meiri hluta að
þessu sinni og myndin sú ásjá-
legasta sem komið hefur frá
þessum mistæka háðfugli um
langa hríð.
Að venju eru bestu skissurnar
byggðar í kringum hann sjálfan.
Brooks fær kærkomið tækifæri
til að skopast að erkióvini sínum,
Hitler (hver man ekki besta at-
riði nokkurrar Brooks-myndar,
Springtime for Hitler í The Pro-
ducers), og er það besti þáttur
myndarinnar, og ekki má
gleyma Highlights from Ham-
let(f).
Eftir hörmungina History of
the World, Part I (sem vonandi
verða ekki fleiri), sem er lang
ósmekklegasta mynd Brooks,
virðist karl hafa tekið sig á og
færist nú nær þeim gálgahúmor
og fáránleika sem gerði hann
frægan. Svo virðist sem hann
ætti að fá aðra til að útfæra
hugmyndir sínar.
Prýðis leikarar í aukahlut-
verkum hressa uppá myndina,
bæði hin síunga eiginkona
Brooks, Anne Bancroft (sem
þarfnast reyndar orðið ansi
sterkra þokufiltera), Tim Mathe-
son, Jose Ferrer, Christopher
Loyd, og ekki síst James Haake í
hlutverki hommans. En það er
Charles Durning sem fer manna
best á kostum í hlutverki körnel
Erhardt. óborganlegur að venju.
f það heila tekið má sjá mikil
batamerki hjá Brooks í þessari
nýjustu mynd hans. Ekki ónýtar
fréttir fyrir fjölmarga aðdáend-
ur...
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Innilega þakka ég þeim sem glöddu mig meÖ
heimsóknum, hlýhug, velvilja, skeytum, blóm-
um og gjöfum á 80 ára afmœli mínu 27. júlí
s.l
GuÖ blessi ykkur öll
Helgi H. Zóéga,
Tjarnargötu 10 C.