Morgunblaðið - 08.08.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986
23
verksmenn mega nú selja veru-
legan hluta framleiðslu sinnar á
frjálsum markaði og ekki eru
gerðar athugasemdir við það að
einstaklingar verði ríkir, það er
frekar bent á þá sem gott for-
dæmi. Að vísu hafa Kínverjar rek-
ist á ýmis vandamál, þannig hafa
menn nú vaxandi áhyggjur af
óheiðarlegum viðskiptaháttum,
svo sem vörumerkjasvikum og
þess háttar en nú á að gera átak
til að draga úr þeirri iðju.
Leirherinn í Xian
Síðari hluta dags var svo flogið
til borgarinnar Xian i miðhluta
Kína, en borgin var um langan
aldur höfuðborg ríkisins. Farkost-
urinn var eldgömul sovésk flugvél,
að sjálfsögðu í eigu kínverska
flugfélagsins CAAC, en sú stofnun
er jafnframt flugmálaráðuneyti
og flugmálastjórn Kína. Nýjustu
fréttir herma reyndar að nú eigi
að skipta þessu upp í sjálfstæðar
stofnanir og fá fylkjunum í hend-
ur umsjón með flugrekstrinum. 1
Xian skoðuðum við daginn eftir
ýmsar stórmerkilegar fornminjar
sem fundist hafa á síðustu árum,
meðal annars hinn fræga 7000
manna „leirher" sem gætti keis-
aragrafar þar frá Qin-tímabilinu.
Þessi leirher fannst fyrir tilviljun
þegar verið var að grafa brunn
fyrir nærliggjandi þorp. Þessi
fundur vakti heimsathygli enda er
þessi her engin smásmíð. Kínverj-
ar brugðu á það ráð að byggja yfir
svæðið þar sem uppgröfturinn fer
fram, en um þessar mundir er ver-
ið að vinna úr þeirri vitneskju sem
fengist hefur við uppgröftinn. Á
þessum slóðum fannst einnig fyrir
örfáum árum líkneski af tveim
keisaravögnum og hefur annar
þeirra verið endurbyggður. Hann
vegur ásamt fjórum vagnhestum
um þrjú tonn og er gerður úr kop-
ar.
Á leiðinni til baka til Xian var
farið að mjög gamalli heilsulind
þar sem kínverskir keisarar fyrr á
öldum reistu mannvirki til að
njóta hvíldar og hressingar. Þarna
eru leirhverir og jarðhiti og stað-
urinn er vinsæll meðal Kínverja.
Leirherinn í Xian.
Kínverskur hirskeri sinnir viðskiptavini úti i miðri gangstétt.
Þessi staður er raunar einnig
þekktur úr síðari tíma sögu Kína,
en þarna áttu Chiang Kai-shek og
Shou En-lai með sér tímamóta-
fund, skömmu fyrir síðari heims-
styrjöldina.
Um kvöldið var hópnum boðið á
klassíska kínverska ballettsýn-
ingu og var það ágæt skemmtun.
Haldið til Chengdu
Árla morguns næsta dag var
haldið flugleiðis með sovéskri eft-
irlíkingu af Fokker Friendship til
borgarinnar Chengdu í Sichuan-
fylki í suðausturhluta landsins, en
það er fjölmennasta fylki Kína,
með um 100 milljónir íbúa. Si-
chuan er eitt af helstu kornrækt-
arsvæðum Kína og hrísgrjónaakr-
ar setja mikinn svip á landslagið.
Héraðið er einnig eitt af þekkt-
ustu matargerðarsvæðum í Kína
og sérstaklega fyrir mikið krydd-
aðan mat, en rauði Sichuan-pipar-
inn, sem þarna er ræktaður, er
annálaður fyrir styrkleika.
Þegar við höfðum komið okkur
fyrir á hótelinu, sem nýlega hefur
verið endurnýjað að hluta, var
haldið á markað sem þar er
skammt frá. Þar kynntumst við
því hvernig fiskimenn, bændur og
handverksmenn selja afurðir sín-
ar í borgum og bæjum. Þarna ægði
öllu saman grænmeti, fiski, önd-
um, kryddi, verkfærum og bús-
áhöldum og svona mætti lengi
telja. Þá mátti sjá skósmiði,
saumakonur og rakara stunda iðn
sína undir berum himni og fannst
okkur það nýstárlegt að sjá rak-
arastofu úti á miðri gangstétt.
Kínverskir rakarar eru þekktir
fyrir fleira en hárskurð. Þeir eru
líka nuddarar og nudda viðskipta-
vinina í rakarastólnum í öllum
fötum. Þau okkar sem reyndu
þetta nudd fannst mikið til koma
og reyndar þykir þetta sjálfsögð
þjónusta á kínverskum hótelum.
Eftir hádegið heimsóttum við
dýragarðinn í Chengdu, en þar er
miðstöð fyrir pandabirni og státar
dýragarðurinn af fleiri panda-
björnum en nokkur annar dýra-
garður í heiminum. Þarna er líka
miðstöð fyrir það starf sem Kín-
verjar eru að vinna í samvinnu við
aðrar þjóðir til þess að bjarga
þessari dýrategund frá því að
deyja út.
Að þessari heimsókn lokinni
skoðuðum við gömul hof í borginni
þar sem meðal annars gat að líta
verk Konfúsíusar höggvin í stein-
töflur.
Það sem eftir lifði dags var not-
að til hvíldar því framundan var
erfitt ferðalag daginn eftir, til
Lhasa í Tíbet.
Höíundur er framkræmdastjóri
reitingahúss í Reykjarík.
VÍÐIR
Lax og aftur lax
...enda^iNs 298
Grafinn lax -
Reyktur lax
í sneiðum
Glæsilegt úrval í fiskborði
A sumargnmð:
F“3Sr VÍÐIS grillpylsur
4» 00 á AÐEINS J 95 '°° Pr’k§'
^ Spennandi gríllpinnar
, kryddlegið kjöt og safaríkar steikur.
TilhanJ Mjódd<nni
^umn matur
2^ðlr kjúklingar
39; j*sí*»*
Steikt svínasíða
Kjúklingar á óbreyttu verði
Opið til kl.20 í Mjóddinni
en til kl. 18 í Starmýri
og Austurstræti.
AÐEINS
Drangeyjarlundi ^ 900
glænýr
Hamflettur
AUSTURSTRÆTI 17 - STARMYRI 2
MJÓDDINNI