Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 23 verksmenn mega nú selja veru- legan hluta framleiðslu sinnar á frjálsum markaði og ekki eru gerðar athugasemdir við það að einstaklingar verði ríkir, það er frekar bent á þá sem gott for- dæmi. Að vísu hafa Kínverjar rek- ist á ýmis vandamál, þannig hafa menn nú vaxandi áhyggjur af óheiðarlegum viðskiptaháttum, svo sem vörumerkjasvikum og þess háttar en nú á að gera átak til að draga úr þeirri iðju. Leirherinn í Xian Síðari hluta dags var svo flogið til borgarinnar Xian i miðhluta Kína, en borgin var um langan aldur höfuðborg ríkisins. Farkost- urinn var eldgömul sovésk flugvél, að sjálfsögðu í eigu kínverska flugfélagsins CAAC, en sú stofnun er jafnframt flugmálaráðuneyti og flugmálastjórn Kína. Nýjustu fréttir herma reyndar að nú eigi að skipta þessu upp í sjálfstæðar stofnanir og fá fylkjunum í hend- ur umsjón með flugrekstrinum. 1 Xian skoðuðum við daginn eftir ýmsar stórmerkilegar fornminjar sem fundist hafa á síðustu árum, meðal annars hinn fræga 7000 manna „leirher" sem gætti keis- aragrafar þar frá Qin-tímabilinu. Þessi leirher fannst fyrir tilviljun þegar verið var að grafa brunn fyrir nærliggjandi þorp. Þessi fundur vakti heimsathygli enda er þessi her engin smásmíð. Kínverj- ar brugðu á það ráð að byggja yfir svæðið þar sem uppgröfturinn fer fram, en um þessar mundir er ver- ið að vinna úr þeirri vitneskju sem fengist hefur við uppgröftinn. Á þessum slóðum fannst einnig fyrir örfáum árum líkneski af tveim keisaravögnum og hefur annar þeirra verið endurbyggður. Hann vegur ásamt fjórum vagnhestum um þrjú tonn og er gerður úr kop- ar. Á leiðinni til baka til Xian var farið að mjög gamalli heilsulind þar sem kínverskir keisarar fyrr á öldum reistu mannvirki til að njóta hvíldar og hressingar. Þarna eru leirhverir og jarðhiti og stað- urinn er vinsæll meðal Kínverja. Leirherinn í Xian. Kínverskur hirskeri sinnir viðskiptavini úti i miðri gangstétt. Þessi staður er raunar einnig þekktur úr síðari tíma sögu Kína, en þarna áttu Chiang Kai-shek og Shou En-lai með sér tímamóta- fund, skömmu fyrir síðari heims- styrjöldina. Um kvöldið var hópnum boðið á klassíska kínverska ballettsýn- ingu og var það ágæt skemmtun. Haldið til Chengdu Árla morguns næsta dag var haldið flugleiðis með sovéskri eft- irlíkingu af Fokker Friendship til borgarinnar Chengdu í Sichuan- fylki í suðausturhluta landsins, en það er fjölmennasta fylki Kína, með um 100 milljónir íbúa. Si- chuan er eitt af helstu kornrækt- arsvæðum Kína og hrísgrjónaakr- ar setja mikinn svip á landslagið. Héraðið er einnig eitt af þekkt- ustu matargerðarsvæðum í Kína og sérstaklega fyrir mikið krydd- aðan mat, en rauði Sichuan-pipar- inn, sem þarna er ræktaður, er annálaður fyrir styrkleika. Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu, sem nýlega hefur verið endurnýjað að hluta, var haldið á markað sem þar er skammt frá. Þar kynntumst við því hvernig fiskimenn, bændur og handverksmenn selja afurðir sín- ar í borgum og bæjum. Þarna ægði öllu saman grænmeti, fiski, önd- um, kryddi, verkfærum og bús- áhöldum og svona mætti lengi telja. Þá mátti sjá skósmiði, saumakonur og rakara stunda iðn sína undir berum himni og fannst okkur það nýstárlegt að sjá rak- arastofu úti á miðri gangstétt. Kínverskir rakarar eru þekktir fyrir fleira en hárskurð. Þeir eru líka nuddarar og nudda viðskipta- vinina í rakarastólnum í öllum fötum. Þau okkar sem reyndu þetta nudd fannst mikið til koma og reyndar þykir þetta sjálfsögð þjónusta á kínverskum hótelum. Eftir hádegið heimsóttum við dýragarðinn í Chengdu, en þar er miðstöð fyrir pandabirni og státar dýragarðurinn af fleiri panda- björnum en nokkur annar dýra- garður í heiminum. Þarna er líka miðstöð fyrir það starf sem Kín- verjar eru að vinna í samvinnu við aðrar þjóðir til þess að bjarga þessari dýrategund frá því að deyja út. Að þessari heimsókn lokinni skoðuðum við gömul hof í borginni þar sem meðal annars gat að líta verk Konfúsíusar höggvin í stein- töflur. Það sem eftir lifði dags var not- að til hvíldar því framundan var erfitt ferðalag daginn eftir, til Lhasa í Tíbet. Höíundur er framkræmdastjóri reitingahúss í Reykjarík. VÍÐIR Lax og aftur lax ...enda^iNs 298 Grafinn lax - Reyktur lax í sneiðum Glæsilegt úrval í fiskborði A sumargnmð: F“3Sr VÍÐIS grillpylsur 4» 00 á AÐEINS J 95 '°° Pr’k§' ^ Spennandi gríllpinnar , kryddlegið kjöt og safaríkar steikur. TilhanJ Mjódd<nni ^umn matur 2^ðlr kjúklingar 39; j*sí*»* Steikt svínasíða Kjúklingar á óbreyttu verði Opið til kl.20 í Mjóddinni en til kl. 18 í Starmýri og Austurstræti. AÐEINS Drangeyjarlundi ^ 900 glænýr Hamflettur AUSTURSTRÆTI 17 - STARMYRI 2 MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.