Morgunblaðið - 08.08.1985, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
Frakkar í hrakning-
um á Grænlandi
Hér sjást nokkrir leiðtogar kristinna manna og múhameðstrúarmanna á fundi f Líbanon í fyrradag en þar kröfðust
þeir þess að Amin Gemayel, forseta Líbanons, yrði vikið frá völdum. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Walid
Jumblatt leiðtogi drúsa, Nahib Berri aðaltalsmaður amal-shíta og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Mounir
Abul Fadhel sem er kristinn.
Nuuk, Grænlandi, 7. ágúst AP.
I'RÍR Frakkar reikuðu um ísbreiður
Grænlands, rammvilltir og matar-
lausir, í þrjá daga áður en þyrla frá
danska flughernum kom þeim til
bjargar.
Mennirnir þrír, undir forystu
Alain Misner, 31 árs gömlum
ævintýramanni, hófu ferð sína
þann 9. júlí frá Angmagssalik á
austurströnd Grænlands og ætl-
uðu þeir að ferðast á skíðum þvert
yfir ísbreiðuna til Söndre í
Straumfirði.
Eftir að hafa ferðast um 650 km
villtust þeir af vegi og fundust
loks um 110 km norður af Nuuk.
Mennirnir sendu upp neyðar-
blys og 5. ágúst urðu menn frá
danska flughernum varir við blys-
in og sendu þyrlu til bjargar
mönnunum. Þeir voru allir við
hestaheilsu og töldu ferð sína í
heild vel heppnaða, þrátt fyrir
hrakningarnar.
Líbanon:
Bandalagi múhameðstrúar-
manna misjafnlega tekið
Beirát, Líbanon, 7. igásL AP. MW J
LEIÐTOGAR kristinna manna og
múhameðstrúarmanna í Líbanon
brugðust misjafnlega við fréttum um
stofnun pólitísks bandalags ýmissa
fylkinga múhameðstrúarmanna.
Markmið bandalagsins er fyrst og
fremst að krefjast þess að
múhameðstrúarmenn fái jafnmikil
áhrif á stjórn landsins og kristnir
menn.
Einn leiðtogi kristinna manna
sagði i dag að stofnun bandalags-
ins væri spor í rétta átt. Hann
bætti því við að kristnir menn
hefðu einnig í hyggju að mynda
með sér samtök og leggja fram
hugmyndir og skilyrði um tilhög-
un viðræðna þeirra og múham-
eðstrúarmanna um framtiðarskip-
an í Líbanon.
Tamman Salem, einn talsmaður
súnníta, sagði hins vegar að hon-
um litist illa á bandalag
múhameðstrúarmanna, enda ættu
engir leiðtogar súnnita aðild að
því.
Talið er að kristnir menn, sem
eru um 45% þjóðarinnar og hafa
gegnt öllum lykilstöðum í stjórn
Líbanons frá því Frakkar afsöluðu
sér völdum þar 1943, séu reiðubún-
i ir til að fallast á ýmsar tilslakan-
ír. Á hinn bóginn séu þeir frá-
hverfir þeirri kröfu bandalags
múhameðstrúarmanna að ný
stjórnarskrá verði lögfest.
Tveir leiðtogar kristinna manna
bættust í hóp þeirra sem krafist
hafa þess að Amin Gemayel, for-
seta Líbanons, verði vikið frá
völdum. Áður höfðu Walid Jumbl-
att, leiðtogi drúsa, og Nahib Berri,
helsti talsmaður amal-shíta, farið
fram á það. Var þessi krafa síðan
ítrekuð á fundi ýmissa leiðtoga
múhameðstrúarmanna og krist-
inna í gær.
Torre úr leik
Bienne, Sviss, 7. ágúst. AP.
ENGLENDINGURINN Nigel Short
sigraði stórmeistarann Eugenio
Torre í oddaskák á svæðismótinu í
Bienne í Sviss á þriðjudagskvöld.
Torre á þar með engan möguleika á
að komast í hóp þeirra er tefla um
hver verði næsti áskorandi heims-
meistarans í skák.
Torre lék svörtu mönnunum
gegn hinum tvítuga Englendingi
og gaf eftir 59 leiki. f sjöttu og
síðustu skák sinni teflir Torre við
Hollendinginn John van der Wiel.
Van der Wiel hefur tvisvar sigrað
Short í oddaskákunum, en hann
þarf að bera sigurorð af Torre til
þess að komast í áskorendahóp-
inn.
Lykti skák þeirra með jafntefli
er van der Wiel með þrjá og hálf-
an vinning, jafn Short, og sam-
kvæmt reglum FIDE um odda-
skákir yrði Short þá hlutskarpari
þar sem hann náði betri meðalár-
angri á svæðismótinu sjálfu.
Grænland:
Megn óánægja vegna
veiðileyfis til Japana
K.upm.nn.hofn, frá Nib Jörgen-Bninn, GrabiMfofrátUriUra Morifunblaifoíiia.
Veður
víða um heim
Lasgst Hsest
Akureyri 9 afokýjað
Amsterdam 15 19 heiðakirt
Apena 22 35 heiöakírt
Barcelona 24 Mttakýjað
Berlín 11 20 akýjeð
Briissel 11 18 heiðakírt
Chtcago 19 28 skýjað
Dublm 10 17 BkýÍMÓ
Feneyjar 22 alskýjaö
Frankfurt 9 18 skýjað
Genf 12 15 rígning
Helsinki 13 17 rigning
Hong Kong 28 33 heióskírt
Jerúsalem 18 28 akýjað
Kaupmannah. 12 18 •kýjað
Las Palmas vantar
Ltssabon 15 24 hotóskirt
London 12 18 akýjað
Los Angeies 16 29 heiðskírt
Lúxemborg 15 •kýjeð
Malaga 26 heiðekírt
Mallorca 26 hélfskýjeð
Miami 25 30 rignmq
Montreal 18 30 skýjað
Moskva 16 *, heiðskirt
New York 20 27 skýjað
Osló 14 16 akýjað
París 12 19 akýjað
Peking 22 33 haiðskírt
Reykjavík 12 skýjað
Rfó de Janeiro 14 32 heiðakirt
Rómaborg 20 29 ngning
Stokkhótmur 14 21 heiðskirt
Sydney 11 14 heiðskírt
Tókýó 24 30 skýjað
Vínarborg 19 24 skýjað
Þórshöfn 9 alskýjað
GRÆNLENSKA landsstjórnin hef-
ur sætt harðri gagnrýni fyrir að
veita Japönum leyfi til að veiða
kvóta sinn af karfa og grálúðu á
Grænlandsmiðum.
Gagnrýnin kemur meðal ann-
ars frá samtökum grænlenskra
sjómanna, en formaður þeirra,
Nikolaj Heinreich, sagði í viðtali
við grænlenska útvarpið að
stofna þyrfti nýjan stjórnmála-
flokk til þess að gæta hagsmuna
sjómanna. Stjórnarflokkurinn
geri það ekki.
Heinreich lýsti gremju sinni
yfir því að allt of mörg erlend
skip væru í grænlenskri landhelgi
og þeim hefði farið fjölgandi síð-
an Grænlendingar gengu úr Evr-
ópubandalaginu.
Jónatan Motzfeld hefur lýst því
yfir í útvarpi að nauðsynlegt hafi
verið að leyfa Japönum að veiða
upp í kvótann þar sem græn-
lenskir togarar væru þess ekki
megnugir. Hann lagði á það
áherslu að höfuðatriði samkomu-
lags Japana og Grænlendinga
væri að Grænlendingum yrði
greidd gata á japanskan fisk-
markað.
Fleiri síkhar gripnir
Njju Delhí, 6. ifúM. AP.
LÖGREGLAN í Haryana-ríki á Ind-
landi befur handtekið fimm öfga-
sinnaða síkha og grunar þá um að
hafa haft á prjónunum samsæri um
að hafa ætlað að myrða æðsta ráða-
mann í ríkinu.
Þeir hugðust einnig fyrirkoma
fjölskyldu R.S. Dayal, sem stjórn-
aði herförinni að Gullna muster-
inu í Amritsar á síðasta ári.
Lögreglan telur að þessir fimm
menn, sem nú hafa verið hand-
teknir, hafi verið í samfloti með
öðrum fimm síkhum, sem voru
gripnir í Bandaríkjunum um það
leyti sem Rajiv Gandhi forsætis-
ráðherra var þar á ferð, og voru
grunaðir um að brugga honum
banaráð.
Heimsmeistara-
einvígið í skák:
Fyrsta skákin
tefld 3. sept.
MosIitu, 7. ágúst. AP.
FYRSTA skák heimsmeistaraeinvíg-
isins milli Anatolys Karpov heims-
meistara og áskorandans, Garris
Kasparov, verður tefld hinn 3. sept-
ember nk., að því er sovéska frétta-
stofan Tass greindi frá í dag, mið-
vikudag. Mótið verður sett við at-
höfn daginn áður.
Keppnin milli Sovétmannanna,
sem taldir eru sterkastir allra
skákmanna heimsins, hófst upp-
haflega fyrir tæpu ári, en var slit-
ið í febrúarmánuði, þegar 48 skák-
ir höfðu verið tefldar, án þess að
úrslit hefðu fengist.
í keppninni, sem hefst í sept-
ember, verða tefldar 24 skákir og
fer mótið fram í Tchaikovsky-
höllinni í Moskvu, þar sem sæti
eru fyrir hátt á annað þúsund
áhorfendur. Teflt verður á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugar-
dögum og biðskákir tefldar næsta
dag, að sögn Tass.
Sá keppendanna, sem fyrstur
hlýtur sex vinninga, sigrar, en
Karpov mun halda heimsmeist-
aratigninni, verði jafnt með þeim.
Fjörutíu ár frá fyrstu kjamorkusprengjunni:
Minningarathöfn um fórnar-
lömbin haldin í Hiroshima
Hinfohinu, 7. igútú AP.
DAGURINN hófst eins og honum lauk: með minningarathöfn um
þá 140 þúsund manns sem áætlað er að hafi farist þegar kjarn-
orkusprengju var varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945.
Eins og sagt var frá í gær Boston, Seiji Osawa, komu fram
hófst athöfnin á slaginu 8:15 að
morgni þriðjudags, 23:15 að ís-
lenskum tíma, með einnar mín-
útu þögn.
Þúsundir manna hvaðanæva
að komu saman á þriðjudag til
þess að minnast þess með bæn-
um, mótmælum og söng, að
fjörutíu ár eru liðin frá því að
sprengjan féll á Hiroshima.
Bandaríska tónskáldið og
hljómsveitarstjórinn, Leonard
Bernstein, og stjórnandi
sinfóníuhljómsveitarinnar í
ásamt japönskum kór á hæð sem
geymir ösku þúsunda óþekktra
fórnarlamba kjarnorkusprengj-
unnar.
Um kvöldið stjórnaði Bern-
stein 400 manna æskulýðshljóm-
sveit Evrópubandalagsins er hún
flutti Þriðju sinfóníu hans,
„Kaddish", sem byggð er á
gyðingabæn til hinna framliðnu.
Um 2000 manns hlýddu á flutn-
inginn sem Bernstein sagði helg-
aðan öllum fórnarlömbum seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Eftir sólsetur fóru vinir og
vandamenn þeirra sem létust af
geislun eftir sprenginguna með
ljósker niður að ánni Motoyasu,
sem fyrir 40 árum var full af
líkum þeirra sem reyndu að flýja
eldhafið, og létu ljóskerin, með
áietrunum til hinna látnu, fljóta
niður ána.
Yasuhiro Nakasone, forsætis-
ráðherra Japans, var meðal
þeirra sem lögðu sveig að minn-
ismerki með áletruðum nöfnum
139.690 manna, sem saknað var
eftir sprenginguna.
Nakasone tók einnig þátt í
umræðum við sjö „Hibakusha",
en svo eru þeir nefndir á jap-
önsku sem lifðu kjarnorku-
sprenginguna af. Þeir skoruðu á
forsætisráðherrann að staðfesta
lög sem tryggðu þeim bætur og
vinna að því að draga úr spennu
í heiminum.
Nakasone gaf enginn loforð,
en sagðist skipa sérstakan sess
meðal forsætisráðherra: „Ég ber
ábyrgð gagnvart gervöllu
mannkyni.“
Fyrir dögun færðu pílagrímar
reykelsi og blóm til minnisvarða
í friðargarði borgarinnar og
prestar kristinnar trúar, Búdda-
trúar og sjintotrúar héldu guðs-
þjónustur.