Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
25
Margt manna fylgist jafnan með úr fjarlegð þegar bandarísku geimferjunum er skotið á loft enda er það stórkostleg
sjón að sjá risavaxna burðarflaugina rísa upp úr reykkófinu með eldstólpann aftan úr sér.
Mikill árangur af
ferð Challengers
— þrátt fyrir ótal erfiðleika í upphafi
KanavermlhóftVa, Bandarfkjunum, 7. áffÚHt. AP.
BANDARÍSKA geimferjan Challenger lenti í ger, þriðjudag, heilu og höldnu
á Kanaveralhöfða í Flórída eftir mjög árangursríka ferð. Eru vísindamenn í
sjöunda himni yflr þeim upplýsingum, sem áhöfnin kom með til jarðar, en að
þessari rannsóknarferð hefur verið unnið í heilan áratug. Reyndar blés ekki
byrlega fyrir ferjumönnunum I upphafí ferðarinnar en síðan sannaðist það,
sem sagt er, að fall er fararheill.
Pólland:
Mikil kosninga-
herferð í vændum
Vmrsjáa 7. ágúsl AP.
RÍKISSTJÓRN Póllands er nú með í undirbúningi kostnaðarsama áróðurs-
berferð í útvarpi og sjónvarpi í því skyni að fá fólk til að kjósa í þingkosning-
um sem verða í landinu í haust.
Skömmu eftir að Challenger var
skotið á loft frá Kanaveralhöfða
þann 29. júlí sl. kom fram bilun í
einum hreyflanna, sem notaðir
eru til að koma ferjunni á rétta
braut umhverfis jörðu, og varð af
þeim sökum að koma henni fyrir á
nálægri braut, í 314 km fjarlægð
frá jörðu, 74 km lægra en upphaf-
lega stóð til. Þetta frávik olli þó
vísindamðnnunum engum áhyggj-
um en þá fór fyrst að kárna gam-
anið þegar áhöfnin ætlaði að fara
að hefjast handa við tilraunirnar,
13 sjálfstæðar athuganir, sem
flestar voru á eigindum og eðli sól-
arinnar.
Um borð í Challenger voru vís-
indatæki, sem kostuðu samtals 76
milljónir dollara eða rúma þrjá
milljarða ísl. kr. og þar af eitt,
sem kostaði hálfan þriðja millj-
arð. Var þar um að ræða stjórn-
tæki eða tölvu, sem stjórnaði
tækjunum, sem notuð voru til at-
hugana á sólinni. Þetta dýra tæki
þverskallaðist við að láta að stjórn
og kom í ljós, að forritið var gall-
að. Sjö sinnum var reynt að koma
vitinu fyrir tölvuna, þ.e.a.s. að
laga forritið, en allt kom fyrir ekki
og voru menn í þann veginn að
leggja árar í bát þegar ákveðið var
að reyna einu sinni enn. Þá tókst
það loksins og öll tækjahersingin
beindi óðara haukfránum sjónum
sínum að nákvæmlega réttum stað
á sólinni.
Annað sólarrannsóknatæki, sem
ekki var tengt tölvunni dýru, var
líka með kenjar og fyrstu sex daga
ferðarinnar þagði það þunnu
hljóði hvernig sem reynt var að
koma því í gang. Á sjöunda degi
færðist hins vegar skyndilega lff í
það og einn geimfaranna, John-
David Bartoe, hrópaði „það starf-
ar“ þegar hann sá myndirnar, sem
streymdu frá tækinu. „Stórkost-
legt,“ var svarað í stjórnstöðinni á
jörðu niðri, „vísindamennirnir hér
ráða sér ekki fyrir fögnuði".
Umrætt tæki var smíðað til að
kanna styrkleika og þróun seg-
ulsviðs sólarinnar og það, sem
kom því í gang, var skjálfti, sem
fór um ferjuna þegar einn hreyfl-
anna var ræstur. Það virðist þvf
eiga víða við, að dálítið spark er
stundum það eina, sem dugar.
Síðasta visindatilraunin fór
fram í 280 km hæð yfir Kyrrahafi
þegar ferjan var farin að lækka
flugið og áhöfnin að búa sig til
heimferðar. Var þá björtum raf-
eindageisla beint til jarðar og í
rannsóknarstöð á Hawaii-eyjum
voru mældar þær breytingar og
truflanir, sem hann olli í rafhvolf-
inu, en það er frá því, sem út-
varpsbylgjur endurkastast aftur
til jarðar.
Allar tilraunirnar, sem áhöfnin
um borð í Challenger átti að vinna
að, tókust með miklum ágætum
þrátt fyrir erfiðleikana framan af
og vísindamennirnir munu á
næstunni hafa af því ærinn starfa
að kanna upplýsingarnar.
Um það leyti, sem verið var að
snúa Challenger aftur til jarðar,
voru menn að gera allt klárt um
borð í Discovery, systurskipi
Challengers, sem leggur upp í átta
daga ferð 24. ágúst nk. Er tilgang-
ur ferðarinnar að vinna að ýmsum
rannsóknum og einnig að freista
þess að gera við bilaðan
fjarskiptahnött.
Þessi kosningaherferð, sem
kosta mun um sem svarar 6,5
milljónum dollara, siglir í kjölfar
áskorunar Samstöðu, samtaka
hinna frjálsu verkalýðsfélaga í
landinu, um að hundsa kosn-
ingarnar.
Enginn vafi leikur á því hverjar
niðurstöður kosninganna verða,
enda er það í verkahring kommún-
istaflokksins að velja frambjóð-
endurna, en forráðamenn hinna
ríkisreknu útvarps- og sjón-
varpsstöðva landsins hafa lýst því
yfir að pólitískum auglýsingum
verði nú í fyrsta sinn gert hátt
undir höfði. Einnig verður sjón-
varpað frá kosningafundum og
„dægurlög i anda föðurlands-
hyggju“ verða leikin í útvarpi.
Að sögn talsmanns stjórnarinn-
ar, Jersys Urbans, er tilgangurinn
GENGI
GJALDMIÐLA:
Lundínm. 7. ágúst AP.
DOLLARINN féll í verði í dag
gagnvart ýmsum gjaldmiðlum á
meginlandi Evrópu, en hækkaði
hins vegar gagnvart breska
pundinu, japanska yeninu og
kanadíska dollaranum. Gull
hækkaði í verði.
Í Japan kostaði dollarinn
239,10 yen, og er það hækkun
frá því í gær, en þá fengust
237,53 yen.
í London fengust 1,3380
dollarar fyrir pundið, en í gnr
1,3462 dollarar. Gengi dollar-
ans gagnvart helstu gjald-
miðlum var sem hér segir:
2,3456 vestur-þýsk mörk (2,8500)
2,3545 svissneskir frankar (2,3635)
8,6850 franskir frankar (8,6900)
3,210 hollensk gyllini (3,2055)
1.895,50 ítalskar lírur (1.901,00)
1,3613 kanadískir dollarar (1,3580)
Gullúnsan kostaði 310 doll-
ara í London í dag, en í gær
fengust 309,57 dollarar.
með þessari kostnaðarsömu áætl-
un ekki aðeins að vekja athygli á
kosningunum heldur einnig að
hlúa að hinum opinberu fjölmiðl-
um með því að bæta sýningarefni
og tækjakost stofnananna og
hækka laun starfsmanna þeirra.
Samtök 13 Sudur-
Kyrrahafsríkja:
Samþykkt
um kjarn-
orkuvopna-
laust svæði
Rarotanfc*, 7. ífúxL AP.
Á FUNDI samtaka 13 Suður-Kyrra-
hafsríkja í gær var samþykkt sam-
hljóða tillaga um að lýsa Suður-
Kyrrahaf kjarnorkuvopnalaust
svæði.
David Lange, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, sem er talsmaður
samtakanna, sagði í dag að sam-
þykktin markaði tímamót, og yrði
þess farið á leit við Bandaríkja-
menn, Breta og Frakka að þeir
virtu hana, en þessar þjóðir ráða
yfir nokkrum eyjum í Suður-
Kyrrahafi.
Samkvæmt samþykktinni mega
þær þjóðir sem eiga aðild að sam-
tökum hinna 13 Suður-Kyrrahafs-
ríkja hvorki flytja inn kjarnorku-
vopn né framleiða þau. Einnig er
þeim bannað að gera tilraunir með
kjarnorkuvopn á yfirráðasvæði
sínu, og strangar hömlur eru sett-
ar við útflutningi á kjarnaefnum
þaðan.
Hins vegar kveður samþykktin
ekki á um bann við siglingum
skipa með kjarnorkuvopn um
Kyrrahaf.
OTRULEG
afborgunarkjör
Sumartilboö til 10. ágúst
Gaggenau
heimilistæki
Electrolux
eldavélar
Electrolux
uppþvottavélar
Alda
þvottavélar
Bára
þvottavélar
WT-460
þurrkarar
Electrolux
ísskápar
Vörumarkaðurinn ht.
Ármúla 1 a, s. 686117.