Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 25 Margt manna fylgist jafnan með úr fjarlegð þegar bandarísku geimferjunum er skotið á loft enda er það stórkostleg sjón að sjá risavaxna burðarflaugina rísa upp úr reykkófinu með eldstólpann aftan úr sér. Mikill árangur af ferð Challengers — þrátt fyrir ótal erfiðleika í upphafi KanavermlhóftVa, Bandarfkjunum, 7. áffÚHt. AP. BANDARÍSKA geimferjan Challenger lenti í ger, þriðjudag, heilu og höldnu á Kanaveralhöfða í Flórída eftir mjög árangursríka ferð. Eru vísindamenn í sjöunda himni yflr þeim upplýsingum, sem áhöfnin kom með til jarðar, en að þessari rannsóknarferð hefur verið unnið í heilan áratug. Reyndar blés ekki byrlega fyrir ferjumönnunum I upphafí ferðarinnar en síðan sannaðist það, sem sagt er, að fall er fararheill. Pólland: Mikil kosninga- herferð í vændum Vmrsjáa 7. ágúsl AP. RÍKISSTJÓRN Póllands er nú með í undirbúningi kostnaðarsama áróðurs- berferð í útvarpi og sjónvarpi í því skyni að fá fólk til að kjósa í þingkosning- um sem verða í landinu í haust. Skömmu eftir að Challenger var skotið á loft frá Kanaveralhöfða þann 29. júlí sl. kom fram bilun í einum hreyflanna, sem notaðir eru til að koma ferjunni á rétta braut umhverfis jörðu, og varð af þeim sökum að koma henni fyrir á nálægri braut, í 314 km fjarlægð frá jörðu, 74 km lægra en upphaf- lega stóð til. Þetta frávik olli þó vísindamðnnunum engum áhyggj- um en þá fór fyrst að kárna gam- anið þegar áhöfnin ætlaði að fara að hefjast handa við tilraunirnar, 13 sjálfstæðar athuganir, sem flestar voru á eigindum og eðli sól- arinnar. Um borð í Challenger voru vís- indatæki, sem kostuðu samtals 76 milljónir dollara eða rúma þrjá milljarða ísl. kr. og þar af eitt, sem kostaði hálfan þriðja millj- arð. Var þar um að ræða stjórn- tæki eða tölvu, sem stjórnaði tækjunum, sem notuð voru til at- hugana á sólinni. Þetta dýra tæki þverskallaðist við að láta að stjórn og kom í ljós, að forritið var gall- að. Sjö sinnum var reynt að koma vitinu fyrir tölvuna, þ.e.a.s. að laga forritið, en allt kom fyrir ekki og voru menn í þann veginn að leggja árar í bát þegar ákveðið var að reyna einu sinni enn. Þá tókst það loksins og öll tækjahersingin beindi óðara haukfránum sjónum sínum að nákvæmlega réttum stað á sólinni. Annað sólarrannsóknatæki, sem ekki var tengt tölvunni dýru, var líka með kenjar og fyrstu sex daga ferðarinnar þagði það þunnu hljóði hvernig sem reynt var að koma því í gang. Á sjöunda degi færðist hins vegar skyndilega lff í það og einn geimfaranna, John- David Bartoe, hrópaði „það starf- ar“ þegar hann sá myndirnar, sem streymdu frá tækinu. „Stórkost- legt,“ var svarað í stjórnstöðinni á jörðu niðri, „vísindamennirnir hér ráða sér ekki fyrir fögnuði". Umrætt tæki var smíðað til að kanna styrkleika og þróun seg- ulsviðs sólarinnar og það, sem kom því í gang, var skjálfti, sem fór um ferjuna þegar einn hreyfl- anna var ræstur. Það virðist þvf eiga víða við, að dálítið spark er stundum það eina, sem dugar. Síðasta visindatilraunin fór fram í 280 km hæð yfir Kyrrahafi þegar ferjan var farin að lækka flugið og áhöfnin að búa sig til heimferðar. Var þá björtum raf- eindageisla beint til jarðar og í rannsóknarstöð á Hawaii-eyjum voru mældar þær breytingar og truflanir, sem hann olli í rafhvolf- inu, en það er frá því, sem út- varpsbylgjur endurkastast aftur til jarðar. Allar tilraunirnar, sem áhöfnin um borð í Challenger átti að vinna að, tókust með miklum ágætum þrátt fyrir erfiðleikana framan af og vísindamennirnir munu á næstunni hafa af því ærinn starfa að kanna upplýsingarnar. Um það leyti, sem verið var að snúa Challenger aftur til jarðar, voru menn að gera allt klárt um borð í Discovery, systurskipi Challengers, sem leggur upp í átta daga ferð 24. ágúst nk. Er tilgang- ur ferðarinnar að vinna að ýmsum rannsóknum og einnig að freista þess að gera við bilaðan fjarskiptahnött. Þessi kosningaherferð, sem kosta mun um sem svarar 6,5 milljónum dollara, siglir í kjölfar áskorunar Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga í landinu, um að hundsa kosn- ingarnar. Enginn vafi leikur á því hverjar niðurstöður kosninganna verða, enda er það í verkahring kommún- istaflokksins að velja frambjóð- endurna, en forráðamenn hinna ríkisreknu útvarps- og sjón- varpsstöðva landsins hafa lýst því yfir að pólitískum auglýsingum verði nú í fyrsta sinn gert hátt undir höfði. Einnig verður sjón- varpað frá kosningafundum og „dægurlög i anda föðurlands- hyggju“ verða leikin í útvarpi. Að sögn talsmanns stjórnarinn- ar, Jersys Urbans, er tilgangurinn GENGI GJALDMIÐLA: Lundínm. 7. ágúst AP. DOLLARINN féll í verði í dag gagnvart ýmsum gjaldmiðlum á meginlandi Evrópu, en hækkaði hins vegar gagnvart breska pundinu, japanska yeninu og kanadíska dollaranum. Gull hækkaði í verði. Í Japan kostaði dollarinn 239,10 yen, og er það hækkun frá því í gær, en þá fengust 237,53 yen. í London fengust 1,3380 dollarar fyrir pundið, en í gnr 1,3462 dollarar. Gengi dollar- ans gagnvart helstu gjald- miðlum var sem hér segir: 2,3456 vestur-þýsk mörk (2,8500) 2,3545 svissneskir frankar (2,3635) 8,6850 franskir frankar (8,6900) 3,210 hollensk gyllini (3,2055) 1.895,50 ítalskar lírur (1.901,00) 1,3613 kanadískir dollarar (1,3580) Gullúnsan kostaði 310 doll- ara í London í dag, en í gær fengust 309,57 dollarar. með þessari kostnaðarsömu áætl- un ekki aðeins að vekja athygli á kosningunum heldur einnig að hlúa að hinum opinberu fjölmiðl- um með því að bæta sýningarefni og tækjakost stofnananna og hækka laun starfsmanna þeirra. Samtök 13 Sudur- Kyrrahafsríkja: Samþykkt um kjarn- orkuvopna- laust svæði Rarotanfc*, 7. ífúxL AP. Á FUNDI samtaka 13 Suður-Kyrra- hafsríkja í gær var samþykkt sam- hljóða tillaga um að lýsa Suður- Kyrrahaf kjarnorkuvopnalaust svæði. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sem er talsmaður samtakanna, sagði í dag að sam- þykktin markaði tímamót, og yrði þess farið á leit við Bandaríkja- menn, Breta og Frakka að þeir virtu hana, en þessar þjóðir ráða yfir nokkrum eyjum í Suður- Kyrrahafi. Samkvæmt samþykktinni mega þær þjóðir sem eiga aðild að sam- tökum hinna 13 Suður-Kyrrahafs- ríkja hvorki flytja inn kjarnorku- vopn né framleiða þau. Einnig er þeim bannað að gera tilraunir með kjarnorkuvopn á yfirráðasvæði sínu, og strangar hömlur eru sett- ar við útflutningi á kjarnaefnum þaðan. Hins vegar kveður samþykktin ekki á um bann við siglingum skipa með kjarnorkuvopn um Kyrrahaf. OTRULEG afborgunarkjör Sumartilboö til 10. ágúst Gaggenau heimilistæki Electrolux eldavélar Electrolux uppþvottavélar Alda þvottavélar Bára þvottavélar WT-460 þurrkarar Electrolux ísskápar Vörumarkaðurinn ht. Ármúla 1 a, s. 686117.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.