Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985
Grímsá: Landinn
fékk 180 stykki
„Þeim gekk ágætlega, voru í
þrjá daga og veiddu milli 170 og
180 laxa á tíu stangir. Þar með
eru komnir eitthvað á tíunda
hundraðið á land,“ sagði Sturla
Guðbjarnarson í Fossatúni í
samtali við Morgunblaðið í
gærdag, en þá höfðu nýlokið
veiðum fyrstu íslendingarnir
sem bleyta færi í ánni síðan út-
lendingarnir voru að. Maðkur
var þar reyndur í fyrsta skipti í
nokkrar vikur og laxinn lét ekki
bjóða sér þann munað tvisvar,
heldur gleypti strax.
Að sögn Sturlu var meðal-
þunginn heldur lítill og á það
við um heildaraflann ekki síður
en síðustu 180 laxa. Tveir 19
punda laxar eru stærstir til
þessa. Innan við tíu merktir
laxar komu á land síðustu dag-
ana, en þess ber að geta, að lðx-
unum, sem öllum var sleppt á
útlendingatímanum, var eigi
öllum skilað með merkjum og
því kunna fleiri áðurveiddir að
hafa verið í afla íslendinganna.
Veitt er til 18. september í
Grímsá, þannig að það stefnir í
eitt af betri veiðisumrum þar.
Reytist upp
í Þverá/Kjarrá
Eygló Lúðvíksdóttir í veiði-
húsinu við Þverá sagði í gærdag
að á hádegi á mánudaginn
hefðu verið komnir 1299 laxar á
land í Þverá og Kjarrá, 536 úr
Þverá, en 763 úr Kjarrá. Hópur
sem þá lauk veiðum hafði fengið
48 laxa í Þveránni, en síðan
hefðu veiðst svona 9—12 laxar á
dag. Þetta er heldur róleg veiði,
en af laxi er nóg að því er virð-
ist, hann tekur bara illa í
vatnsleysinu og sólinni. Einhver
slatti hefur einnig veiðst af sjó-
birtingi upp á síðkastið, en um
hann eru engar tölur til. Út-
lendingar eru á veiðum í Þverá
enn sem komið er og egna að-
eins með flugu. Búast má við
kipp þegar landinn skundar á
svæðið með „brown sjarminn".
Betri tala
Sagt var í veiðiþætti Morgun-
blaðsins fyrir nokkrum dögum,
að komnir væru um 40 laxar úr
Reykjadalsá í Borgarfirði. Á
daginn hefur komið að talan er
rétt ef silungar eru meðtaldir.
Laxarnir eru enn innan við 30,
voru 24 fyrir þremur dögum.
Mest veiðist í Klettsfljóti og
Sturlu-Reykjarbug, en kunnug-
ir telja lax vera víðar, hann geti
hins vegar falið sig lystilega í
öllu slýinu og undir öllum þúf-
unum sem skreyta þessa á, ekki
síst í vatnsleysi þessa sumars.
Dauft á Arnar-
vatnsheiði
Morgunblaðið hefur frétt af
allmörgum hópum sem farið
hafa á Arnarvatnsheiði nýlega
og haft lítið annað en fjallaloft
upp úr krafsinu. Það hefur verið
kalt þar efra og strekkingsvind-
ur oft gruggað hin grunnu veiði-
vötn heiðarinnar. Menn sem
Morgunblaðið hefur haft tal af,
segja umgengni ferðamanna á
þessum slóðum til meiriháttar
skammar, umferð hefur aukist
mikið fram í Fiskivötnin og um-
gengnin hríðversnað I réttu
hlutfalli. Segja þeir tómar
flöskur, niðusuðudósir af öllum
stærðum og gerðum og hvers
kyns rusl af flestu tagi liggja
eins og hráviði um allt og við-
skilnaður við sum tjaldstæði
engu öðru líkur en að „ömurleg
svallveisla" hafi þar verið háð.
Fer ljóminn óðum að hverfa af
þessari veiðiparadís ef ekki
verður við spornað.
t
Móðir mfn
ÁSTA KRISTVEIG GfSLADÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
óður Norðurbrún 1,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. ágúst. Fyrir
hönd aðstandenda.
Oddgeir Guðmundsaon.
t
Útför
BALDVINS SVEINSSONAR,
frá Álfatröðum
verður gerö frá Snóksdalskirkju í Dölum föstudaginn 9. ágúst kl.
14.00. e.h.
Bílferö verður frá Bifreiöastöö Guömundar Jónassonar hf., Borgar-
túni 34, sama dag kl. 9 árdegis.
Systkíni hins látna.
t
Maöurinn minn, faöir og afi,
BJÖRN INGIMAR VALDIMARSSON
frá Björnskoti á Skeiðum,
Kírkjuvegi 15, Salfossi,
veröur jarösunginn frá Selfosskirkju klukkan 1.30 laugardaginn
10. ágúst.
Sigríöur Guðmundsdóttir,
Steinunn Björnsdðttir, Guðmundur fvarsson,
Þorgeröur Björnsdóttir
og barnabörn.
Starfsfólk Hans Petersen hf. að störfum við nýju vélina. MorgunbiaSið/Árni Sæberg
Hans Petersen hf.:
Framkallar filmur
á einni klukkustund
HANS Petersen hf. hefur sett
upp hraðframköllunarvél í
verslun sinni við Bankastræti.
Viðskiptavinir fyrirtækisins
geta því fengið filmur sínar
framkallaðar og myndir stækk-
aðar á einni klukkustund.
í fréttatilkynningu frá Hans
Petersen segir að fyrirtækið
eigi nú að b^ki 60 ára reynslu í
myndaframleiðslu. Meginhlut-
verk fyrirtækisins verði eftir
sem áður að veita landsmönn-
um alhliða framköllunarþjón-
ustu. Einnig verði lögð áhersla
á að myndir framkallaðar með
nýju vélinni verði ekki síðri að
gæðum en aðrar myndir sem
framkallaðar hafa verið hjá
fyrirtækinu.
Fræöflunarleiðangur Óla Vals til Alaska:
Megináhersla lögð á
kvæmasöfnun lauftrjáa
ÓLI Valur Hansson, garðyrkjuráðu-
nautur hjá Búnaðarfélagi Islands,
hyggst fara við þriðja mann í fræöfl-
unarleiðangur til Alaska um næstu
mánaðarmót, eins og fram hefur
komið hér í blaðinu. Ferðin verður
farin i vegum Búnaðarfélags ís-
iands, Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins, Landgræðslu ríkisins og
Skógræktar ríkisins, en leitað er eft-
ir fjárstuðningi ýmissa aðila til að
fjármagna ferðina.
„Ætlunin er meðal annars að
leita fanga á áður ókönnuðum, en
mjög eftirsóknarverðum svæðum
á Alaskaskaga og eins á tilteknum
jaðarsvæðum skóglendis i vestur-
hluta fylkisins, allt norður að 66.
breiddarbaugi,“ sagði óli Valur
þegar rætt var við hann um ferð-
ina. Hann sagði að lögð yrði meg-
ináhersla á kvæmasöfnun lauf-
trjáa, einkum birki, elri, víöi og
ösp til landgræðslu og skjól-
beltaræktunar. Einnig yrði leitað
hvers konar runna og berjagróð-
urs að ógleymdri söfnun barr-
trjáa.
Sagði Óli Valur að fræsöfnunar-
ferðir til Alaska væru síður en svo
ný hugmynd. Gróðurlind Alaska
væri sú auðlind sem miðlað hefði
íslandi tegundum sem valdið
hefðu straumhvörfum varðandi
eflingu ræktunar, bæði til nytja
og fegrunar, t.d. sitkagreni, sitka-
bastarð, stafafuru, Alaskaösp, Al-
askavíði og að ógleymdri Alaska-
lúpínu, sem reynst hefði ómetan-
leg jurt til uppgræðslu á örfoka
landi.
Vigfús Jakobsson safnaði fyrst-
ur manna fræum í Alaska, það var
haustin 1943 og 1944, en hann var
við skógræktarnám í Bandaríkj-
unum. Héðan fór svo Hákon
Bjarnason fyrstur manna í slíkan
leiðangur haustið 1945 og kom þá
m.a. heim með Alaskalúpínuna.
Síðar var farið í nokkrar ferðir en
nú eru liðin 22 ár síðan siðast var
farið í fræsöfnunarferð til Alaska.
Óli Valur sagði að fyrirhugaður
leiðangur yrði fjárfrekur vegna
kostnaðarsamra og víðtækra
ferðalaga, svo og flutnings á söfn-
unarefni til íslands. Bjóst hann
við að ferðin tæki 4—6 vikur fyrir
þrjá menn og að kostnaður yrði
um 700 þúsund kr. Til að fjár-
magna ferðina hefur hann leitað
eftir fjárstuðningi hjá ýmsum
fyrirtækjum og stofnunum og hef-
ur þegar fengið loforð um liðveislu
sem nemur um 400 þúsund kr.
Mest munar um framlög frá
Reykjavíkurborg og Stofnlána-
deild landbúnaðarins, sem leggja
fram 100 þúsund kr. hvor aðili, en
aðrir leggja yfirleitt fram 2 til 25
þúsund kr. Þetta sagði Óli Valur
að dygði engah veginn til og sagði
vafasamt að af leiðangrinum gæti
orðið ef ekki kæmu til verulegir
fjármunir til viðbótar.
Selfoss:
Mjög lágur vatns-
þrýstingur veldur
fólki óþægindum
Selfowi, 31. júlí.
ÞRÝSTINGUR á köldu vatni á
Selfossi er mjög lítill þessa dag-
ana og hefur reyndar verið um
nokkurt skeið.
Þessi lági þrýstingur veldur
fólki óþægindum, einkum þegar
nota þarf heitt og kalt vatn
saman, s.s. við sturtubað.
Fastagestir Sundhallar Sel-
foss standa fyrir undirskrifta-
söfnun og hyggjast skora á
bæjaryfirvöld að bæta úr því
ástandi og óþægindum sem
þrýstingsleysi kalda vatnsins
veldur baðgestum Sundhallar-
innar. 1 Sundhöllinni er nýbúið
að setja upp ný steypiböð með
sjáifvirkum búnaði sem virkar
illa eða ekki vegna hins lága
vatnsþrýstings.
Ekki eru horfur á að þetta
ástand lagist fyrr en byggður
hefur verið vatnstankur sem
fyrirhugað er að reisa á lóð
nærri Biskupstungnabrautinni
ofan við kaupstaðinn.
SigJóns.