Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 56
V------------'J TIL DAOUGRA NOTA FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Flugleiðir: Selja hlut sinn í Sheraton SHERATON-hótelid í Lúxemborg, sem var í eigu Flugleiöa aö rúmum 1/5. hiuta, hefur veriö selt sænskum aöilum fyrir um 45 milljónir Lúx- emborgarfranka, sem er um þrefalt nafnverö hlutabréfa. Sigurður Helgason, stjórnarfor- maður Flugleiða, sagði það vera gamla ákvörðun félagsins að selja eignarhluta sinn í hótelinu. Hefði sú ákvörðun verið tekin á erfið- leikaárum félagins fyrir nokkrum árum, er ákveðið hefði verið að selja nokkuð af eignum til að bæta hag félagsins. Kaupandi hefði þá ekki fengist, en sú afstaða að selja hótelið hefði ekkert breyst síðan. Eitruð vín: Leitum upp- lýsinga um leið og ástæða er til — segir innkaupa- stjóri ÁTVR „ENNÞÁ hefur enginn oröinn veikur af víni sem flutt er hingað til lands, en um leiö og ástæða þykir til að leita upplýsinga um hvort einhver þeirra tegunda sem hér er á boðstólum hef- ur að geyma efnið diethylene glycol verður það gert,“ sagði Svava Bern- höft, innkaupastjóri Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Svava sagðist aðeins hafa heyrt getið um að ein tegund frá Vestur- Þýskalandi hafi verið eitruð, en það er Oppenheimer Krötenbrunnen, sem sagt var frá í frétt í Morgun- blaðinu í gær, en samkvæmt skeyti frá AP, sem vitnað er í í sömu frétt, hafði efnið diethylene glycol fundist i ellefu víntegundum frá Vestur-Þýskalandi sl. föstudag. Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins hefur 25 tegundir af vestur- þýskum vinum til sölu. Kjartan Þórólfsson í Borgarspítalanum í gær. Morgunbiaðí»/Sig. Jón8. „Fann alveg rosalegan kipp — svo lá ég bara á jörðinni“ Selfossi, 7. ágúsL „ÉG fann alveg rosalegan kipp og að ég snerist í hring og svo lá ég bara á jörðinni," sagði Kjartan Imrólfsson, 12 ára piltur úr Kópa- vogi, sem nú liggur á Borgarspítal- anum eftir að hafa lent í slysi á Grænhól í Ölfusi. Kjartan axlar- og lærbrotnaði í slysinu. Kjartan sagði að hann og ann- ar strákur, sem einnig er í sveit á Grænhól, hefðu verið að hjálpa syni bóndans við að dæla skit með haugsugu. „Hann ætlaði inn í fjós,“ sagði Kjartan, „og ég gerði mér ekki grein fyrir hvað ég var kominn nálægt drifskaftinu þegar ég hleypti honum framhjá mér. Það vantaði hlífina á drifskaftið, en þetta hefði ekki gerst, ef hlífin hefði verið á. Þegar ég stóð upp var ég ekki í neinu nema stígvél- unum og hönskunum og með bút af annarri peysuerminni." Kjartan sagðist vilja benda öllum krökkum sem væru í sveit á að koma ekki nálægt illa út- búnum vélum. „Ég var heppinn að ekki fór verr. Það er ekkert voðalega gaman að hugsa um að þetta hafi gerst en það sem ég hugsa um núna er að mér batni fljótt. Sig. Jóns Sjá á bls. 31: „Öll fötin urðu eftir á drifskaftinu." Sala hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum: Fjórar fyrirspurnir — ein raunhæf að mati Alberts — engir erlendir aöilar standa á bak við tilboð mitt í hlutabréf ríkisins í Flugleiðum, segir Birkir Baldvinsson í samtali við Morgunblaðið „ÉG HEF fengið fjórar fyrirspurnir, en ekki bein tilboð. Þrjár þeirra eru óraunhæfar, en það kæmi mér ekki á óvart að eitthvað meira gerðist í sambandi við fyrirspurn, sem ég fékk í dag,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær um sölu hlutabréfa ríkisins í Flug- leiðum. Albert vildi ekki skýra frá því, hverjir hefðu sýnt hlutabréfun- um áhuga, en Sigurður Helga- son, stjórnarformaður Flug- leiða, þvertók fyrir það í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að á vegum stjórnar Flugleiða, eða hans eigin, væri tilboð í undir- búningi og kvaðst ekki vita til slíks hjá öðrum aðilum. Birkir Baldvinsson í Lúxem- borg, sem gert hefur tilboð í hlutabréf ríkisins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann einn stæði að tilboðinu. í samtaiinu rakti Birkir viðskiptaferil sinn og sagði að honum hefði einkum græðst fé á sölu varahluta í Rolls Royce-vélar og með kaup- um á DC-8 62-flugvélum af Jap- an Airlines, sem nú hefðu fimmfaldast í verði frá þeim kaupum. Albert Guðmundsson sagði að í þeim fyrirspurnum, sem hann mæti óraunhæfar, væru meðal annars hugmyndir um að greiða bréfin með lánum til langs tíma og slíkt kæmi ekki til greina að hans mati. Um tilboð Birkis sagði fjármálaráðherra, að greiðsluskilmálar hans væru ekki óaðgengilegir, þótt þeir mættu vera betri. Albert sagði að tilboð Birkis stæði til föstu- dagskvölds. „Þetta er búið að vera vel auglýst til sölu og ef einhverjir eru að hugsa sig um og verða of seinir geta þeir sjálfum sér um kennt," sagði fjármálaráðherra, þegar hann var spurður, hvort tíminn til föstudagskvölds dygði að hans mati nýjum aðila til að gera tilboð í hlutabréf ríkisins. Sjá bls. 2: Enginn stendur á bak við mig í þessu tilboði nema konan mín — samtal við Birki Baldvinsson. Pétur til Akraness PÉTUR Pétursson, miðherji ís- lenzka landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa heim úr at- vinnuknattspyrnu í bili a.m.k. og leika með sínu gamla félagi, íþrótta- bandalagi Akraness. Belgíska félagið Antwerpen, þar sem Pétur er á samningi, hefur fallist á félagaskiptin. Verður Pét- ur löglegur með ÍA 25. ágúst nk. ef áætlanir standast og getur hann leikið 4 síðustu leiki liðsins í ís- landsmótinu og tvo Evrópuleiki. Sjá „Pétur gengur frá félaga- skiptum í ÍA“ á íþróttasíðu, bls. 55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.