Morgunblaðið - 14.08.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985
3
Miklu fleiri
falla nú á
bílprófinu
BIFREIÐAEIGN landsmanna hefur
aukist jafnt og þétt síðustu árin og
eru nú rúmlega 420 fólksbílar á
hverja þúsund íbúa hérlendis. I»etta
kemur fram í ársskýrslu Bifreiðaeft-
irlits ríkisins fyrir árið 1984 sem
kom út nýlega.
Alls áttu íslendingar 101.602
fólksbíla í árslók 1984 auk 11.560
vörubíla. Bifreiðaeftirlitið spáir
því að eftir tuttugu ár verði vöru-
bílaeign svipuð en fólksbílar um
140.000 talsins.
í skýrslunni kemur einnig fram
að nýskráningum bifreiða hefur
fjölgað verulega en afskráningum
fækkað. Umskráningar eru viðlíka
margar. Það virðist því færast í
vöxt að menn kaupi nýja bíla hér-
lendis.
Starfsemi Bifreiðaeftirlitsins
hefur verið með sama sniði og og
undanfarin ár. Helsta breytingin
sem orðið hefur á starfseminni er
mikil endurbót á ökukennslu og
ökuprófum. Nýtt námsefni hefur
verið útbúið fyrir nemendur auk
leiðbeininga fyrir ökukennara. Er
því bílprófið orðið öllu erfiðara en
áður, enda hefur fall stóraukist,
var 9,8 prósent árið 1983 en 17,0
prósent í fyrra. í skýrslunni er lát-
in í Ijós sú von að þetta skili sér í
bættum ökuvenjum landsmanna.
Það virðist aukast að fólk taki
bílpróf um leið og það hefur aldur
til, en langflestir þeirra sem fengu
almenn ökuréttindi á síðasta ári
voru 17 ára gamlir.
Bifreiðaeftirlitið vinnur að því
að bæta aðstöðu sína þótt ekki
hafi mikið bæst við af húsnæði
síðastliðið ár. Ennfremur er unnið
að þvi að tengja alla tölvuskjái,
sem eru í notkun á skrifstofum
Bifreiðaeftirlitsins um allt land,
Skýrsluvélum ríkisins.
Unnið að endurbótum á botni djúpu laugarinnar.
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Sundhöllin í
SUNDHÖLL Reykjavíkur hefur
verið lokuð í rúmlega mánuð, eins
þeir vita líklega glöggt sem þangað
venja komur sínar. Ástæðan fyrir
þessari lokun er sú að verið er að
endurnýja hreinsibúnað laugarinn-
ar og gera lagfæringar á baðklefa
kvenna.
Að sögn Ómars Einarssonar
formanns Æskulýðsráðs eru
þetta ansi viðamiklar fram-
kvæmdir og kostnaðarsamar.
Alls er gert ráð fyrir að verkið
kosti um tvær milljónir króna.
Skipt verður um alla hreinsikúta
undir lauginni og nýir stútar
settir á vatnsdælurnar. Eins
verða allar lagnir til og frá laug-
inni endurnýjaðar.
Upphaflega stóð til að láta
endurnýjun hreinsibúnaðarins
nægja en þegar farið var að at-
huga betur alla innviðu hallar-
innar kom í ljós að öll rör í
baðklefa kvenna voru orðin gjör-
ónýt. Ekkert hefur verið endur-
nýjað svo heitið geti í Sundhöll-
inni frá því hún var fyrst tekin í
notkun.
Sundhöllin verður opnuð aftur
1. september næstkomandi. Þá
verður viðgerð á lauginni sjálfri
lokið en hins vegar er ekki víst
að baðklefi kvenna verði kominn
í lag þá.
Baðklefarnir verða algerlega endurnýjaðir.
UíRZUJNflRBflNKINN
-vieuuci ateð þér !
Ennþá meiri sveigjanleiki
Vaxtauppbót, þrátt fyrir úttekt.
Nú geturðu tekið út af KASKÓ-reikningi þínum einu sinni
á vaxtatímabili án þess að missa vaxtauppbótina fyrir það tímabil,
nema af úttekinni fjárhæð.
DÆMI: 1. júlí ’85 er höfuðstóll reiknings kr. 100.000,-,
1. ágúst ’85 eru teknar út kr. 10.000,-. Fjárhæðin sem tekin var út
kr. 10.000,- fær sparisjóðsvexti frá 1. júlí til 1. ágúst, en
kr. 90.000,- fá fulla vaxtauppbót í lok vaxtatímabilsins
30. sept. ’85.
Önnur lykilatriði KASKÓ-reikningsins:
1. Stöðugur samanburður á kjörum verð- og óverðtryggðra
reikninga tryggir raunvexti og verðtryggingu á KASKÓ-
reikningum.
2. KASKÓ-reikningurinn er óbundinn og því alltaf hægt að
losa fé án fyrirvara.
Vaxtauppbót leggst við KASKÓ-reikninginn eftir hvert
þriggja mánaða tímabil og reiknast því vaxtavextir fjórum
smnum a ari.
Velkomin í KASKÓ-hópinn, - þar fá allir
öruggá ávöxtun!
AUK hl 43 92