Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 25
Yfirheyrsla meints samsærismanns í tilræði við páfa: MÖRGÚNBLAÐIÐ, MIÖVIKLtoÁGUR1 llV. Á:ÖtJSiItl985 25 Markverðar upplýs- ingar komnar í ljós — segir talsmaður yfirheyrslumanna Hochum, 13. átfúst. AP. SENDINEFND ital.skra dómara yfírheyrði í dag í Vestur-Þýskalandi Tyrkja sem yfírvöld gruna að hafí verið samstarfsmaður tilræðismanns páfa, Meh- met Ali Agca, og sagði formælandi sendinefndarinnar að yfírheyrslan hefði varpað nýju Ijósi á málið. Yfírheyrslurnar hófust á mánudag. Talsmaðurinn, Arnjo Kersing- tombroke, sagði að yfirheyrslan hefði borið ávöxt og markverðar upplýsingar fengist, en þær tækju viku enn ef svör ættu að fást við þeim spurningum sem enn er ósvarað. Talsmaðurinn vildi ekki fara nánar út í árangur yfir- heyrslunnar. Hann sagði að hinum grunaða, Yalcin Ozbey, hefði aðeins gefist tími til að svara fjórum spurning- um af 130 á mánudag. ítalska sendinefndin, sem telur 19 manns, yfirheyrði Ozbey sex tíma á mánudag, en hann situr í fangelsi í Bochum kærður fyrir fölsun og fjársvik. Sendinefndin leitar að sönnun- argögnum fyrir réttarhöld í Róm yfir fjórum Tyrkjum og þremur Búlgörum fyrir að vera samsekir í skotárásinni á Jóhannes Pál páfa II 13. maí 1981. Ozbey sagði i skriflegri yfirlýs- ingu til rannsóknarmanna að hann vissi allt um samsærið um að ráða páfa af dögum og að fjórir Tyrkir hefðu verið á Péturstorgi í Róm þegar tilræðið átti sér stað. GENGI GJALDMIÐLA London, 13. ájpíst. AP. DOLLARINN féll í dag í kjölfar yfírlýsingar Bandaríkjastjórnar um að smásala befði minnkað um 1,4 prósent í júní og leiðrétti þar með fyrri yfírlýsingu um að- eins 0,8 prósent samdrátt í smá- sölu. Það hafði því lítil áhrif að aukning smásölu hefði verið 0,4 prósent í júlí. í Tókýó kostaði Bandaríkja- dollari 236,80 jen (237,30), en 237,20 í London. 1 London fengust síðdegis í dag 1,3925 dollarar fyrir sterl- ingspundið (1,3775). Gengi dollarans gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum var annars þannig að fyrir dollar- ann fengust: 2,7865 vestur-þýsk mörk (2,7985) 2,2970 svissneskir frankar (2,3058) 8,5075 franskir frankar (8,5550) 3,1320 hollensk gyllini (3,1470) 1.886,00 ítalskar lírur (1.887,50) 1,3581 kanadískir dollarar (1,3595). Vínhneykslið: Ráðherra og embættis- menn reknir frá starfi Mainz, Vestur-I*ý8kalandi, 13. ágúst. AP. EINN ráðherra og tveir embættis- menn í vínræktarríkinu Rheinland- Pfalz ■ Vestur-I>ýskalandi voru rekn- ir í dag og sagði Bernhard Vogel, forsætisráðherra Rheinland-Pfalz, að það væri vegna vinnubragða þeirra í eiturvínhneykslinu. Sagði Vogel að hann hefði heimtað afsögn Ferdinands Starks, landbúnaðar- og vínráð- herra þar sem hann hefði brugðist vitlaust við þegar honum varð kunnugt að austurrísk vín væru blönduð diethylenglykol og að- gerðir hans hefðu borið lélegri dómgreind vitni. Sagði Vogel ennfremur að emb- ættismennirnir tveir hefðu verið settir til annarra starfa. Alain og Sophie Turenge. Þau hafa verið ákærð í Auckland fyrir morð og að sprengja Rainbow Warrior. Rainbow Warrior: Hin grunuðu fyrir rétt AuckUnd, 13. ágúflC AP. FRÖNSKUM/ELANDI karl og kona koma fyrir rétt á Nýja-Sjálandi á morgun, miðvikudag, kærð fyrir morð og íkveikju í Greenpeace-skipinu Rainbow Warrior. Talsmaður lögreglunnar í Auckland sagði að ekki hefðu ver- ið borin kennsl á skötuhjúin og eru þau ákærð undir nöfnum þeim sem standa í fölsuðum svissnesk- um vegabréfum þeirra: Alain og Sophie Turenge. Ríkisrekna útvarpsstöðin France Inter hélt fram á laugar- dag að þau væru yfirmenn úr franska hernum, en það hefur ekki verið staðfest. Leit að þriggja manna áhöfn franskrar snekkju sem var í höfn- inni í Auckland þegar Rainbow Warrior sökk hefur engan árang- ur borið. j*JLI i Simamynd AP Að- skilnaðar- stefnunni mótmælt Skemmtikrafturinn Harry Belafonte hlýðir á rædu á mótmælafundi gegn aðskiln- aðarstefnunni í Suður-Afríku sem haldinn var á mánudag fyrir framan Hvíta húsið í - Washington. Við hlið hans situr Coretta Scott King, ekkja Martins Luthers King heitins. Noregur: Onæmistæring greindist hjá tveimur blóðgjöfum Ósló, 13. íkúsL Krá rrélUrilara Morgunbl*ftflin«. í RÍKISSPÍTALANUM í Akershus-fylki hefur ónæmistæringarveiran HTLV-3 fundist hjá tveimur blóðgjöfum. Hefði blóð þeirra verið gefið öðrum athugunarlausl, hefðu 24 sjúklingar getað smitast. í Noregi eru nú uppi háværar kröfur um, að blóðgjöfum verði gert skylt að gangast undir próf- un fyrir blóðgjöf. Fram að þessu hefur norska landlæknisembættið ekki fyrir- skipað blóðbönkum landsins að ganga úr skugga um, hvort blóð frá blóðgjöfum inniheldur ónæmistæringarveiru, áður en það er gefið sjúklingum. Reglu- gerð þar að lútandi tekur fyrst gildi í haust. „Við verðum að bíða, þangað til heilbrigðiskerfið verður fært um að annast blóðgjafa, sem ónæmistæring greinist hjá; þeir þarfnast bæði andlegrar og lík- amlegrar aðstoðar," segir land- læknir, Torbjörn Mork. „Við ráð- um ekki við þetta verkefni enn sem komið er.“ Margir telja landlækni tvístíg- andi í afstöðu sinni og gagnrýna hann harkalega. Þeir benda á, að sjúkdómurinn geti breiðst út til margra saklausra sjúklinga, verði blóðgjöfum ekki þegar gert að undirgangast prófun. Að þeirra áliti eiga sjúklingar kröfu á að ganga að því sem vísu, að blóð, sem þeim er gefið, sé laust við smit. Forstöðumenn allmargra blóð- banka eru heldur ekki sömu skoðunar og landlæknir. Hafa þeir að eigin frumkvæði ráðist í kaup á búnaði til að kleift sé að annast þessi blóðpróf. Ríkisspítalinn í Akershus- fylki hefur eigin blóðbanka og þar uppgötvaðist ónæmistær- ingarveira hjá tveimur blóðgjöf- um. „Það er furðulegt, að land- læknir skuli vilja bíða með að fyrirskipa skyldupróf á blóðgjöf- um,“ segir Gerd Selset, yfirlækn- ir blóðbankans. „I millitíðinni getur blóðgjafi með ónæmistær- ingarveiru gefið eins mikið blóð og hann kærir sig um, án þess að uppvíst verði. Ef við ætlum okkar að koma í veg fyrir stór- fellda útbreiðslu þessa sjúk- dóms, verður fyrst að sjá fyrir því, að engir blóðgjafar séu með HTLV-veiruna,“ segir hún. Við kappkostum að hafa ávallt til afgrelðslu flestar dekkja- stærðir fyrir lyftara, stærri tæki og vélar. Bjóðum dekk frá Þýskalandi, Taiwan, Frakklandi og Ameríku. Sérpöntum með stuttum fyrirvara „massív“ dekk. Sölusíminn er 91-28411 frá 8.30-18.00. 18x7-8 14 PR 700x15 12 PR 500-8 8PR 750x15 12 PR 600-9 10 PR 825x15 12 PR 650-10 10 PR 600-15 8PR 23x9-10 16 PR 10.5x18 8PR 750-10 12 PR 12.0-18 12 PR 700-12 12 PR 10.5x20 10 PR 27x1012 12 PR 12.5x20 10 PR 16/70x20 10 PR 14.5x20 10 PR HRINGIDI I 191-28411; og talið við Snorra, Jhannveit allt umdekkin I /u /lusturbakki hf. 1 BORGARTUNI20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.