Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 31 Námskeið í táknmáli Tarot-spila ÞRIGGJA daga námskeið í táknmáli Tarot-spilanna hefst í vikunni. Aðaláherslan verður lögð á hvernig hægt sé að nota Tarot- tæknina í hinu daglega lífi. Leið- beinendur verða þau Collene Rowe og Ervin Bartha. Námskeiðið hefst klukkan 20.00 á föstudag og síðan verður því fram haldið klukkan 8.00 bæði laugardag og sunnudag. Það verð- ur haldið að Tryggvagötu 15, 6. hæð. * Sauðárkrókur: Þ. Skag- fjorð í nýtt húsnæði KauAárkróki. 12. ágúsL Á LAUGARDAGINN opnaði Byggingavöruverslun Þ. Skagfjörð sölubúð í nýju húsnæði að Skag- firðingabraut 6. Þar eru á boðstól- um ýmsar byggingavörur, verk- færi, málning o.fl. Eigandi versl- unarinnar er Þorbergur Jósefsson, sem einnig rekur Trésmiðjuna Björk, sem er sameignarfélag. Á meðfylgjandi mynd er Þorbergur í hinni nýju verslun sinni. Kári. Uimlsfeiúir fyrir wskna og náðsetta til Daun Eifel og Mallorca Feröaskrifstofan Úrval býður upp á sérstakar sumarleyfisferöir fyrir roskna og ráðsetta til Mallorca og sumarhúsanna í Daun Eifel. Ferðirnar eru skipulagðar mcð það í huga að ferðalangarnir þurfi sem minnst að hafa fyrir híutunum og þeim til halds og trausts verða þrautreyndir íslenskir fararstjórar. - * * Daun Eifel Úrval býður nú rosknum og ráðsettum 2ia vikna ferðir til hinna glæsilegu sumar- húsa í Daun Eifel. Flogið er til Luxem- borgar (aðeins 3ja tíma flug), þar tekur fararstjóri Úrvals, Elísa Þorsteinsdóttir, við og fylgir hópnum til Daun. I Daun Eifel er aðbúnaður eins og best verður á kosið. íbúðirnar eru mjög vistlegar með góðum baðherbergjum og svölum eða verönd. Boöið verður upp á skoðunarferöir til eftir- taldra staða, sem Úrval hefur gert mjög hagstæðan samning um: Dagsferðir til Kölnar, skemmtigarðsins Fantasfulands, Burg Eltz, Bernkastel Kues og siglingu á Mósel. Hálfdagsferöir til Trier og Hirsch und Saupark dýragarðsins. Allar ferðirnar eru setdar í einum pakka fyrir aðeins kr. 2.700,-. En þú þarft ekki að vera á stöðugum þeytingi því að í Daun leiðist engum. Umhverfi sumarhúsanna er ákaflega fagurt, Lítil vötn setja svip sinn á landið og þar synda gestir gjarnan eða sóla sig. Viö sumarhúsin sjálf er glæsileg þjónustumiöstöð með snyrtistofu, bjórstofu, sundlaug og alls konar afþreyingu. Úrvals-verð (pr. mann): 6 í 3ja svefnherbergja húsi kr. 16.400,- 4 í 2ja svefnherbergja húsi kr. 17.500,- 2 í stúdfóíbúð kr. 18.400,- Brottfarir 15. og 29. september: Innifalið er flug til Luxemborgar og heim. Akstur milli Daun og Luxemborgar. Gisting með morgunverði í 2 vikur og örugg fararstjórn. Hægt er að kaupa kvöldverð fyrir alla dagana í einum pakka. Verðið er afar hagstætt: Aðeins kr. 3.700,- fyrir 13 Fvöldver ði. Mallorca 3ja vikna sólarferð 11. september með gistingu á nýju stórglæsilegu íbúðarhóteli, Alcudia Park, sem er staðsett á ströndinni. Á þessum tíma eru allar aðstæður ákjósan- legar á Mallorca, veður milt, ströndin hrein og sjórinn tær. Aðbúnaður á Alcudia-hótelifíu er frábær. . Herbergi eru rúmgóð og mjög smekklega innréttuð. Önnur aðstaða er til fyrir- myndar, svo sem inni- og útisundlaug, sólbaðsaðstaða, góðir veitingastaðir og einnig er boðið upp á fjölmargar skoðunar- ferðir. Fararstjóri er Valdís Blöndal og Kristín hjúkrunarkona verður einnig með hópnum. FERÐASHRÍFSTVFABURVAÍ Verð pr. manm 4 ííbúðkr. 30.990,- 3 í íbúð kr. 32.790,- 2 f stúdíóíbúð kr. 33.530,- Innifalið er flug, akstur milli flugvallar og hótels, gisting með hálfu fæði og traust fararstjórn. Feröaskrifstofan Úrval viö Austurvöll, sími 26900. QOTT PÖLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.