Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985
31
Námskeið
í táknmáli
Tarot-spila
ÞRIGGJA daga námskeið í
táknmáli Tarot-spilanna hefst í
vikunni. Aðaláherslan verður lögð
á hvernig hægt sé að nota Tarot-
tæknina í hinu daglega lífi. Leið-
beinendur verða þau Collene Rowe
og Ervin Bartha.
Námskeiðið hefst klukkan 20.00
á föstudag og síðan verður því
fram haldið klukkan 8.00 bæði
laugardag og sunnudag. Það verð-
ur haldið að Tryggvagötu 15, 6.
hæð.
*
Sauðárkrókur:
Þ. Skag-
fjorð
í nýtt
húsnæði
KauAárkróki. 12. ágúsL
Á LAUGARDAGINN opnaði
Byggingavöruverslun Þ. Skagfjörð
sölubúð í nýju húsnæði að Skag-
firðingabraut 6. Þar eru á boðstól-
um ýmsar byggingavörur, verk-
færi, málning o.fl. Eigandi versl-
unarinnar er Þorbergur Jósefsson,
sem einnig rekur Trésmiðjuna
Björk, sem er sameignarfélag. Á
meðfylgjandi mynd er Þorbergur í
hinni nýju verslun sinni. Kári.
Uimlsfeiúir fyrir
wskna og náðsetta
til Daun Eifel og Mallorca
Feröaskrifstofan Úrval býður upp á
sérstakar sumarleyfisferöir fyrir roskna og
ráðsetta til Mallorca og sumarhúsanna
í Daun Eifel. Ferðirnar eru skipulagðar
mcð það í huga að ferðalangarnir þurfi sem
minnst að hafa fyrir híutunum og þeim til
halds og trausts verða þrautreyndir
íslenskir fararstjórar. - * *
Daun Eifel
Úrval býður nú rosknum og ráðsettum
2ia vikna ferðir til hinna glæsilegu sumar-
húsa í Daun Eifel. Flogið er til Luxem-
borgar (aðeins 3ja tíma flug), þar tekur
fararstjóri Úrvals, Elísa Þorsteinsdóttir, við
og fylgir hópnum til Daun. I Daun Eifel er
aðbúnaður eins og best verður á kosið.
íbúðirnar eru mjög vistlegar með góðum
baðherbergjum og svölum eða verönd.
Boöið verður upp á skoðunarferöir til eftir-
taldra staða, sem Úrval hefur gert mjög
hagstæðan samning um: Dagsferðir til
Kölnar, skemmtigarðsins Fantasfulands,
Burg Eltz, Bernkastel Kues og siglingu á
Mósel. Hálfdagsferöir til Trier og Hirsch
und Saupark dýragarðsins.
Allar ferðirnar eru setdar í einum pakka
fyrir aðeins kr. 2.700,-. En þú þarft ekki að
vera á stöðugum þeytingi því að í Daun
leiðist engum. Umhverfi sumarhúsanna er
ákaflega fagurt, Lítil vötn setja svip sinn á
landið og þar synda gestir gjarnan eða
sóla sig. Viö sumarhúsin sjálf er glæsileg
þjónustumiöstöð með snyrtistofu, bjórstofu,
sundlaug og alls konar afþreyingu.
Úrvals-verð (pr. mann):
6 í 3ja svefnherbergja húsi kr. 16.400,-
4 í 2ja svefnherbergja húsi kr. 17.500,-
2 í stúdfóíbúð kr. 18.400,-
Brottfarir 15. og 29. september:
Innifalið er flug til Luxemborgar og heim.
Akstur milli Daun og Luxemborgar. Gisting
með morgunverði í 2 vikur og örugg
fararstjórn.
Hægt er að kaupa kvöldverð fyrir alla
dagana í einum pakka.
Verðið er afar hagstætt: Aðeins kr. 3.700,-
fyrir 13 Fvöldver ði.
Mallorca
3ja vikna sólarferð 11. september með
gistingu á nýju stórglæsilegu íbúðarhóteli,
Alcudia Park, sem er staðsett á ströndinni.
Á þessum tíma eru allar aðstæður ákjósan-
legar á Mallorca, veður milt, ströndin hrein
og sjórinn tær.
Aðbúnaður á Alcudia-hótelifíu er frábær. .
Herbergi eru rúmgóð og mjög smekklega
innréttuð. Önnur aðstaða er til fyrir-
myndar, svo sem inni- og útisundlaug,
sólbaðsaðstaða, góðir veitingastaðir og
einnig er boðið upp á fjölmargar skoðunar-
ferðir.
Fararstjóri er Valdís Blöndal og Kristín
hjúkrunarkona verður einnig með hópnum.
FERÐASHRÍFSTVFABURVAÍ
Verð pr. manm
4 ííbúðkr. 30.990,-
3 í íbúð kr. 32.790,-
2 f stúdíóíbúð kr. 33.530,-
Innifalið er flug, akstur milli flugvallar og
hótels, gisting með hálfu fæði og traust
fararstjórn.
Feröaskrifstofan Úrval viö Austurvöll, sími 26900.
QOTT PÖLK