Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁQÚST 1985
33
Verpið og Stekkjarkvörnin í Álfti. Það er nóg vatn í ánni er myndin er
tekin. Ef ætti að gera sér í hugarlund ástandið nú, mætti draga frá
helming af vatninu eða svo ...
Reytist úr Álftá
„Þetta hefur gengið svona rétt
þokkalega, e.t.v. vel miðað við að
vatnið í ánni erákaflega lítið og
hefur verið svo í allt sumar, en
farið versnandi. Það eru líklega
komnir milli 120 og 130 laxar á
land og á bestu dögunum fást
svona 10—12 laxar á þrjár stang-
ir. Þeir eru farnir að troða sér upp
ána og hafa veiðst lúsugir síðustu
daga,“ sagði Páll Þorsteinsson
bóndi í Alftártungu, aðspurður
um gang mála í Álftá á Mýrum.
Páll spáði því að veðurbreyt-
ingar yrðu varla fyrr en með Höf-
uðdeginum, þá væru sólstöðu-
straumar og reynslan sýndi að
veðurbreytingar væru eigi ótíðar í
tengslum við það. „Eftir svona
langa staðviðrakafla þarf oft tölu-
verðan undirbúning áður en
breyting verður," sagði Páll. Lax-
inn er smærri en oft áður í Álftá,
meðalþunginn 5—6 pund og lítið
um þá stóru sem annars setja svip
sinn á aflann flest sumur. „Sá
stærsti er 16 pund,“ sagði Páll og
bætti við að lokum, að lax væri
víða að finna í ánni, en bestu
veiðistaðirnir hefðu verið Kerfoss
og Lambafoss. Veitt er með 3
stöngum í Álftá til 20. ágúst, en
þá fækkar þeim í tvær.
Vatnsdalsá
á uppleið
„Þetta hefur gengið bara fjári
vel og má heita að það hafi verið
nóg af laxi siðan 18. júlí eða svo.
Erfitt veður gerði veiðimönnum
hins vegar grikk sem þá voru og
gerir enn, því þrálát norðanveður
hafa verið ríkjandi í nær allt
sumar. Veiðin jókst hins vegar
verulega þegar útlendingarnir
hættu um mánaðamótin, því þeir
notuðu einungis flugu og veðrið
gerði þeim erfitt fyrir. Nú eru ís-
lendingar að og veiða þeir jöfnum
höndum á flugu, spón og maðk,“
sagði Gylfi Gunnarsson veiðivörð-
ur við Vatnsdalsá í samtali við
Morgunblaðið í gærdag.
Gylfi sagði að veiðin hefði verið
jöfn og góð eftir að þeir erlendu
hættu, engir toppar í fyrsta „holl-
inu“ eins og svo algengt er. „Þeir
fengu 13 laxa á 6 stangir í eftir-
miðdaginn í gær og helmingurinn
af laxinum var grálúsugur. Það
var mjög lík veiði og verið hefur
og komnir eru hart nær 500 laxar
úr ánni allri. Talsvert af laxi hef-
ur veiðst á silungasvæðinu, 12
einn daginn, og um 40 fiskar hafa
veiðst milli Stekkjarfoss og Dals-
foss, en seld er ein stöng milli
fossa,“ sagði Gylfi. Hann sagði
jafnframt, að megnið af laxinum
væri 5—7 punda, en einn og einn
11 — 12 punda lax slæddist með í
aflanum, þetta lofaði mjög góðu
fyrir næstu sumur og afar góðu
fyrir lokasprettinn ef veðurlag
breytist til hins betra. „Það er
mikill lax í ánni og dreifður, þetta
er þegar orðið betra en allt síð-
asta sumar og gæti orðið miklu
betra ef veðrið breytist," bætti
Gylfi við.
Stærsti laxinn í sumar vó 17
pund og er ár og dagur síðan slík-
ur fiskur var kóngur í Vatnsdal.
Veiðimenn hafa hins vegar séð
nokkuð af stórlaxi sem áin er svo
fræg fyrir og í júlí glímdu tveir
Bandaríkjamenn lengi við mikla
bolta sem sluppu á endanum.
Annar laxinn tók í Hnausastreng,
hinn í Krubbu. A.m.k. einn sem
álitinn er um 30 pund er að leika
sér í Hnausastrengnum þessa
dagana. Sá veiðistaður hefur verið
bestur í sumar eins og fyrri dag-
inn, næst má nefna Bjarnastein
og Gilárkrók. Bestu flugurnar í
sumar hafa verið Hairy Mary,
Black and Blue, Sweep og Night
Hawk. Black Sheep er að gefa eft-
ir.
Kynningarfundur um hval-
rannsóknir og fyrirhugað-
ar veiðar í vísindaskyni
Hafrannsóknastofnunin efnir til
kynningarfundar um hvalrannsóknir
hér á landi og fyrirhugaðar veiðar í
vísindaskyni á næstu fjórum árum
nk. fóstudag, 16 ágúst.
Flutt verða sjö stutt erindi um
markmið og framkvæmd rann-
sóknaáætlunar Hafrannsókna-
stofnunarinnar, um gerð reiknilík-
ana af hvalastofnum, rannsóknir
á próteinmörkum í blóði hvala og
athugunum á hormónum og frjó-
semi hvala. Þá verða kynntar aðr-
ar rannsóknir sem fyrirhugaðar
eru á næstu árum, m.a. á hrörnun-
arbreytingum í æðum miðtauga-
kerfis hvala, á ónæmiskerfi þeirra
og rannsóknir erlendra vísinda-
manna á helstu dánarorsökum hjá
hvölum.
Fundurinn er opinn almenningi
og hefst klukkan 13.30 að Borgar-
túni 6.
Helgafell
Smásaga eftir Halldór
Laxnes gefin út á ensku
BÓKAÚTGÁKAN Helgafell hefur gef
ið út smásögu llalldórs Laxness,
llngfrúin góða og húsið, í enskri þýð-
ingu Kenneth G. ('hapman THE
HONOUR OF THE HOUSE. Er þetta
önnur útgáfa þýðingarinnar sem kom
fyrst út 1959.
THE HONOUR OF THE HOUSE
fjallar um fjölskyldu í sjávarplássi
á 3. áratugnum. Fjölskyldan er fína
fólkið í plássinu og alltaf nefnd
Kólkið í daglegu tali íbúanna og
heimili þeirra Húsið. Þetta er saga
tveggja systra, Þuríðar, sem er gift
syni faktorsins, og Rannveigar, sem
er vel að sér til munns og handa og
Gestafyrirlest-
ur í boði Líffræði-
stofnunar HI
DR. KRANK Bryant frá The Uni
versity of Gcorgia mun halda fyrir-
lestur á vegum Líffræðistofnunar
Háskólans nk. fimmtudag.
Efni fyrirlestrarins mun verða
„hitakærar loftfælnar bakteríur,
efna- og eðlisþættir þeirra og nýt-
ing í iðnaðarferlum".
Fyrirlesturinn verður haldinn í
húsi Líffræðistofnunar Háskólans
að Grensásvegi 12, stofu G-6 og
hefst hann klukkan 17.00. Öllum
er heimill aðgangur.
Halldór Laxness
kvenkostur hinn besti en ógift enn-
þá. Sagan er ádeila á lífsmáta
heldra fólksins og sýndarmennsku.
Bókin er 131 bls., kilja.
Kápu gerði Ragnheiður Krist-
jánsdóttir og prentun og bókband
annaðist Prentsmiðjan Hólar hf.
Höfðar til
-fólksí öllum
starfsgreinum!
Lnmu
HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI
Dominova húsgögn
Með ótal mögu-
leikum má bygg
upp að eigin vild
Smíðuð úr massívri furu
með hvítlökkuðum hlið-
um og baki. Þessi hús-
gögn eru jafnvönduð og
þau eru glæsileg. Verðið
ótrúlega hagstætt. Hér á
vel við að segja: „Lengi
býr að fyrstu gerð“.
i