Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 22

Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 22
22 MOR&UNBLAÐID, 8PNNUDAGUR 25. ÁGÚST1986 „Meira íslenskt efni fyrir börnin“ — segir Sigríður Ragna Sigurðardóttir, dagskrárfulltrúi barnaefnis í Sjónvarpi Sigríður Ragna Sigurðardóttir tekur við starfi sem umsjón- armaður með barnaefni í sjón- varpi fyrsta september nk. Blaðamaður Mbl. hitti Sigríði að máli sl. miðvikudag á heimili hennar að Einarsnesi í Reykjavík. í spjalli yfir kaffibolla um barna- efni í sjónvarpi og hugmyndir Sig- ríðar þar um gat hún þess m.a. að áhugi hennar á slíku efni hafi vaknað að marki þegar hún vann við „Stundina okkar“ fyrir nokkr- um árum. „Frá þeim tíma hef ég fylgst af sívaxandi áhuga með barnaefni í sjónvarpinu," segir Sigríður “enda kemur þar hvort- tveggja til að ég á börn á þeim aldri sem fylgjast með barna- tímum og svo var ég kennari. Börn í skóla tala mikið um sjónvarp og barnaefni. Það er augljóst að það er mjög nauðsynlegt að börnum sé sinnt vel í þessum fjölmiðli. Börn- in eru okkar arfleifð, á þeim byggjum við okkar vonir og vænt- ingar og því viljum við þeim allt hið besta. Við verðum líka að horf- ast í augu við þá staðreynd að nú til dags er ekki aigengt að ömmur og afar séu búsett á heimilum barna okkar og kannski eru jafn- vel íslenskar þjóðsögur og söngvar í hættu. Útvarp og sjónvarp gætu hjálpað til að varðveita og koma á framfæri slíku efni bæði til skemmtunar og fróðleiks. Ég tel gildi íslensks efnis bæði í leik og söguformi vera mikið, ekki síst þegar erlent efni flæðir yfir okkur bæði gott og slæmt í allskyns myndum. „Þjóðfélagsbreytingar eiga sér alltaf stað með nýjum kynslóð- um,“ heldur Sigríður áfram. „Okkar kynslóð þarf að aðiaga sig miklum tækninýjungum, t.d. myndböndum og tölvuvæðingu. Við verðum að líta jákvæðum aug- um á þessa þróun með því að til- einka okkur það góða sem hún býður uppá og jafnframt að vernda og verðveita tungu okkar og sögu með því að hlúa að inn- lendu þjóðlegu efni.“ Sigríður sagði að það hefði verið breyting til hins betra á síðasta ári þegar börn fengu tímann frá klukkan 19.30 á kvöldin í sjón- varpi en lengi mætti bæta við. Þróun þessa efnis hlyti þó að hald- ast í hendur við annað efni sjón- varpsins. Ef dagskráin lengdist hlyti dagskrárefni fyrir börn að fá lengri tíma. Sigríður sagðist telja æskilegt að gera meira af því að endursýna gamalt íslenskt efni, jafnvel svart hvítt, t.d. gömul íslensk leikrit fyrir börn frá fyrstu tímum sjón- varps. Þó það efni sé ekki mikið að vöxtum sé það sígilt efni. Þeir sem verið hefðu börn þegar sjónvarpið hóf göngu sína árið 1966 væru nú fullorðið fólk sem ætti börn sem ábyggilega hefðu ekki síður gam- an af þessu gamla efni. „Ég hefði áhuga á því að hafa „Stundina okkar" gæti orðið oftar en einu sinni í viku og eingöngu með íslensku efni,“ sagði Sigríður ennfremur „erlenda efnið væri þá sýnt á öðrum tímum. Það mætti t.d. auka teiknimyndirnar. Þær eru vinsælar og sígildar, það er bara að velja góðar myndir sem innihalda, auk skemmtunar, fróð- leik af ýmsu tagi. Það mætti einn- ig gjarnan auka tónlistarflutning fyrir börn í sjónvarpi og einnig fjalla meira um listir ýmiskonar og íþróttir." Sigríður tók það fram að hún teldi mikilvægt að fá ábendingar frá fólki ef þaö vissi um skemmtileg atriði sem börn væru að búa til eða fást við. Allar slíkar ábendingar væru vel þegn- ar. Það kom fram í samtalinu að Sigríður er þeirrar skoðunar að æskilegt sé að barnaefni sé skipt eftir aldurshópum. Ungu börnin fái sinn skammt, skólabðrnin fái ákveðinn tíma og unglingarnir sinn skerf. Hún álítur mikilvægt Morgunblaöið/Þorkell Sigríður Ragna Sigurðardóttir ásamt börnum sínum, Kristínu Mörtu, Hrefnu Þorbjörgu og Óla Hákonarbörnum. að þetta sé ekki allt sett í einn og sama þáttinn. Starf umsjónarmanns með barnaefni er nýtt í sjónvarpi en hliðstætt starf hefur Gunnvör Braga Sigurðardóttir haft með höndum hjá hljóðvarpi. Sigríður sagði að starfið væri víðtækt, spannaði allt innlent og erlent barnaefni en að sjálfsögðu væri hún ekki alveg ein um ákvarðan- irnar í þessum efnum. „Ég hlakka til að byrja að vinna hjá sjónvarpinu á ný,“ sagði Sig- ríður, „þar er enn margt af því fólki sem ég starfaði með þegar ég var þulur um sex ára skeið. Fyrri störf mín hjá sjónvarpinu hljóta að koma mér til góða í nýja starf- inu. Ég hef þó ekki hugsað mér að koma fram á sjónvarpsskermin- um, ég lít á þetta nýja starf mitt sem stjórnunar- og skipulagsstarf. Þær hugmyndir sem ég hef drepið á í þessu samtali eru rétt lausleg- ar, þetta á allt eftir að mótast bet- ur en ég lít björtum augum fram og veginn og vona að þetta gangi allt saman vel.“ GSG. „Höfuðatriöi að laða að stofnuninni ungt og kraftmikið fólk — segir Hrafn Gunnlaugsson, nýráöinn stjórnandi innlendrar dagskrárgerðar Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri og rithöf- undur tekur við starfi dagskrár- stjóra innlends efnis í sjónvarpi nk. áramót. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Hrafn fyrir skömmu þar sem hann dvaldi, ásamt fjöld- skyldu sinni, í sumarbústað í Rauðhólum upp við Elliðavatn í sumarleyfi. Erindið var að ræða við hann um hugmyndir hans í sambandi við starfið sem hann tekur við um áramótin. „Ein af ástæðum þess að ég sótti um þetta starf var sú að ýmsir núverandi og fyrrverandi starfs- manna sjónvarps höfðu samband við mig og hvöttu mig til að sækja. Sögðust treysta mér best til að gera þær breytingar sem þörf væri á. Og það er rétt að þarna þarf að gera verulegar breytingar. Góð dagskrá verður ekki til nema með góðum kröftum. Höfuðatriði hlýtur því að vera að laða að hæfa menn, bæði á sviði dagskrárgerðar og hvað snýr að tækninni. Það er hægt að laða fólk að á margan hátt, m.a. með því að fara með hluta af dagskrárgeröinni í útboð og ná þannig aftur í þá krafta sem hafa yfirgefið sjónvarpið á seinni árum og gert frábæra hluti á hin- um frjálsa markaði. Einnig er hugsanlegt að ráða menn að ein- stökum verkefnum. Höfuðatriði er að maður býr til góða dagskrá með góðu fólki. Ég mun leggja áherslu á að draga að ungt og kraftmikiö fólk og sjá til þess að þarna verði eðlileg hreyfing. Sú hvatning sem ég fékk frá fjölda kollega minna í hópi kvikmyndagerðarmanna og það traust sem ég finn að þeir bera til mín og mat útvarpsstjóra á sérþekkingu minni á sviði sjón- varps og kvikmyndagerðar skiptir mig miklu meira máli en póli- tískur mótleikur í Útvarpsráði. Þegar blaðamaður ýjaði að því Hrafn Gunnlaugsson hvort hið nýja starf drægi ekki úr möguleikum Hrafns til að sinna kvikmyndagerð, sem hann hefur aðallega fengist við undanfarin ár, svaraði hann: „Auðvitað er það stórt skref fyrir listamann að ætla sér að leggja eigin listsköpun að mestu á hilluna en það verður spennandi og verðugt verkefni að reyna að drífa áfram kraftmikla dagskrá. Starf dagskrárstjóra á að vera skapandi skipulagsstarf. í samtalinu kom fram að áður en Hrafn tekur til starfa hjá sjón- varpinu þarf hann að ljúka gerð sjónvarpsmyndar fyrir sænska sjónvarpið. „Ég hafði undirritað samninga um það verk áður en dagskrárstjórastaðan var auglýst. Þetta er mikil mynd sem gerist á dögum Karls tólfta, með hestum, fallbyssum og stórum fjöldasen- um. Það er stærsta sjónvarpsstöð á Norðurlöndum, TVl í Svíþjóð, sem er framleiðandinn. Mér stóð til boða áframhaldandi verkefni í Svíþjóð en á því verður breyting nú, það er ekki hægt að gera allt í einu. Mér finnst það ekki vera til- gangurinn meö mínu lífi að gerast kvikmyndaleikstjóri í útlöndum. Égá mína fjöldskyldu hér og Iang- ar öðru fremur að geta lagt hönd á plóginn hvað varðar íslenska menningu. Sjónvarpið er spenn- Morgunbla&ið/Fridþjófur andi að erja í nokkur ár. Ég á ekki von á að ég verði mjög lengi þarna, ég var fjögur ár fram- kvæmdastjóri Listahátíðar. Ég hef yfirleitt haft stuttan stans og kunnað að rísa upp þegar mér hef- ur fundist að mínum tíma væri lokið. Með þeim huga kem ég að þessu starfi, ég er ekki að leita mér að hægu sæti til allrar fram- búðar. Þegar spurt er hvort von sé á nýjum þátt og hvernig einstakar breytingar verði segir Hrafn að of snemmt sé að tala um það núna. Verkin muni tala þegar þar að komi. „Minn stíll hefur verið að veðja á fólk sem ég hef fundið hjá lifandi áhuga og sköpunargleði. Það hefur alltaf heillað mig í líf- inu að taka vissa áhættu og veðja á áhugavert fólk í staðinn fyrir að vera alltaf að leita að tómum jámönnum til að skapa logn í kringum mig.“ Hrafn var spurður hvort hann óttaðist samkeppnina við frjálsu stöðvarnar. „Ég tel samkeppni af hinu góða. Einokunarstofnanir eiga til að verða svolítið sjálf- umglaðar og telja sig ómissandi. Samkeppnin mun hins vegar reka á eftir því að taka verður óvæntar ákvarðanir og veðja á nýtt fólk.“ GSG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.