Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 23

Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 23 Morgunblaðið/RAX Ingvi Hrafn Jónsson ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Söru Hafsteinsdóttur, flugfreyju hjá Flugleidum, og sonunum Hafsteini Orra 6 ára og Ingva Erni 2ja ára. „Ætla að breyta fréttaflutningi verulega — og sæki fyrirmynd til Bandaríkjanna“ segir Ingvi Hrafn Jónsson Eg sótti um þetta starf með því hugarfari að geta látið eitt- hvað gott af mér leiða," sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Sjónvarps. Ingvi Hrafn tekur formlega við starfi sínu 1. nóv- ember nk. en mun fram til þess kynna sér innviði stofnunarinnar, einkum þau atriði er snerta rekst- ur fréttastofunnar, og hyggur á ferðir til Bandaríkjanna og Bret- lands til að kynna sér fréttastjórn þar. — Hvaða áhrif hafa þessar miklu deilur um ráðningu þína á þig persónulega? „Ef þú ert að spyrja um hvort ég sé sár þá er svarið neitandi. Þegar ég var upphaflega ráðinn í þing- fréttamannsstarfið hjá sjónvarp- inu 1979 hlaut ég öll atkvæði í út- varpsráði og var þó þar um nýtt og mjög viðkvæmt starf að ræða. Öll þau ár sem ég gegndi því starfi fékk ég sama traust í útvarpsráði. Þessi afstaða ráðsins nú kemur mér ekki mjög á óvart í ljósi þeirr- ar innsýni sem ég fékk í stjórnmál á meðan ég var í þinginu. Menn verða að horfa á þá staðreynd að ég var 12 ár blaðamaður á Morg- unblaðinu og sótti þar að auki nám til Bandaríkjanna í stjórn- málafræði og blaðamennsku. Ég hef aldrei verið flokksbundinn sjálfstæðismaður, en ég hef sagt það opinberlega og segi enn: það starfar enginn í tólf ár á Morgun- blaðinu nema hann sé í hjarta sínu sammála þeim viðhorfum, sem þar koma fram. Ég tel að þann tíma, sem ég var í þinginu hafi ég átt mjög gott samstarf við menn úr öllum flokk- unum sex og ég ætla að halda því góða samstarfi áfram því það gera sér ekki margir jafn glögga grein og ég fyrir því hversu mjó hin pólitíska hlutleysislína ríkisfjöl- miðilsins er. Hinsvegar hefur Ingvi Hrafn sömu réttindi og aðrir þegnar í landinu til að hafa eigin lífsskoðun og viðhorf til stjórn- mála.“ — Nú kemur fram mikill kvíði í leiðurum vinstri blaðanna yfir ráðningu þinni og Hrafns Gunn- laugssonar af útvarpsstjóranum og sjálfstæðismanninum Markúsi Erni. „Starfsbróðir minn, Hrafn Gunnlaugsson, er fullfær um að svara fyrir sig og útvarpsstjóri hefur á drengilegan hátt stutt fast við bakið á okkur báðum. Ég hugsa að Markús Örn hefði ekki ráðið mig ef ég hefði verið komm- únisti. Við höfum hins vegar þekkst frá því við vorum í menntaskóla og stundum átt sam- leið á starfsvettvangi á þeim 20 árum sem síðan eru liðin. Menn mega vera vissir um að hann var auk þess búinn að leita víða álits áður en hann sannfærðist um að ég væri réttur maður til að gegna starfinu. Ég tel mig traustsins verðan annars hefði ég ekki sótt um. Ég er alinn upp við drengskap og réttsýni og ef vinnstri menn óttast það er kvíði þeirra á rökum reistur, annars ekki.“ — Þú hefur þegar sagt það opinberlega að þú hyggir á breyt- ingar, getur þú tíundað þær nán- ar? „Mönnun hættir til þegar nýir veljast til ábyrgðarstarfa að gleyma því, sem liðið er og ein- blína aðeins fram á veginn. Það þarf ekki mig til að fara að lýsa því yfir árið 1985 að fréttastofa sjónvarps hafi unnið gífurlega merkilegt starf undir fréttastjórn sr. Emils Björnssonar. Sjónvarps- fréttir er sú fjölmiðlun á íslandi, sem mestrar hylli nýtur sam- kvæmt opinberum skoðanakönn- unum. Þeir fréttamenn íslenska sjónvarpsins, sem þar hafa starf- að síðastliðna tvo áratugi hafa unnið þrekvirki, sem útilokað er fyrir hinn almenna borgara að skilja. Sr. Emil sagði hins vegar við mig er hann hvatti mig til að sækja um starfið að „nýir vendir sópa best“. — Og hvar á að sópa? „Það sem augu sjónvarpsáhorf- enda munu sjá í fréttaútsendingu mun væntanlega taka verulegum breytingum bæði hvað varðar um- hverfi fréttastúdíós og flutning og framsetningu fréttanna. Ég mun leggja til að fréttirnar verði flutt- ar af ákveðnu fólki á fréttastof- unni, ég sjálfur þar með talinn, en síðan komi hver fréttamaður, fréttaritari eða aðrir með sín mál. Fyrirmyndin sem ég vil helst sækja til er bandarísk og miðar að því að gera fréttaflutninginn mun persónulegri. Ákveðinn tæknibún- aður gerir fréttaþulum og frétta- mönnum kleift að lesa texta sinn við hliðina á sjónvarpsvélinni og lítur þá út, sem þeir horfi beint í augu þeirra sem heima sitja. Eðli sjónvarpsfréttanna er nefnilega það að segja fólki þær augliti til auglitis en hljóðvarpsins að lesa þær fyrir þig. Það hafa orðið gíf- urlegar framfarir hjá frétta- mönnum sjónvarpsins á þessu sviði með því að menn hafa lagt það á sig að læra langan texta utanað, sem auðvitað er útilokað til lengdar. Auðvitað get ég ekki á þessu stigi lýst því í smáatriðum hvernig þetta kemur til með að líta út því það á eftir að mótast í samvinnu okkar á fréttastofunni og allra þeirra mjög hæfu starfs- manna, sem vinna á öðrum deild- um, tæknimanna, hönnuða og annarra." — En hvað með þær breytingar sem augað sér ekki beint? „Auðvitað vonast maður til að geta látið fylgja sér svolítinn frískan blæ, sem hrífi aðra með. Margir vinir mínir fussuðu og sveiuðu yfir því að ég væri að ger- ast „silkihúfa á jötunni". Ég ætla mér að sýna þeim að sá ótti hefur ekki við rök að styðjast. Það eru auðvitað takmörk fyrir því, sem hægt er að pína út úr fólki, sem hefur lengi og við afspyrnuléleg kjör unnið gífurlega erfitt streitu- starf. Hins vegar virðist skilning- ur manna á mikilvægi frétta- mannsstarfsins vera að aukast og sú samkeppni sem væntanleg er innan nokkurra mánaða mun knýja fram betri kjör og þá jafn- framt kröfur. Ég finn mikinn vel- vilja frá samstarfsmönnum mín- um inni á sjónvarpi. Þeir hafa heilsað mér með hlýju og þéttu handtaki. Það segir mér að þeir séu tilbúnir til að taka á „vendin- um“ með mér og sópa þó svolítið sé eftir þá sjálfa. Þar munu vænt- anlega gerast þær breytingar sem augu sjónvarpsáhorfenda ekki sjá.“ — Er þetta endastöðin á starfsferlinum? „1 föðurætt minni er mikið lang- lífi en í norskri móðurætt minni nokkuð flökkueðli. í dag lít ég svo á að þetta sé fjögurra til fimm ára heillandi og krefjandi verkefni. Að þeim tíma liðnum vonast ég til að geta fundið ný viðfangsefni, því meira en aldarfjórðungur í streitu blaðamennskunnar er öruggt lyf gegn langlífi." KG Kokkur frá Peking til starfa hjá Mandarín KÍNVERSKI veitingastaðurinn Mandarín, Nýbýlavegi 20, Kópa- vogi, hefur fengið nýjan kokk til starfa og kemur sá beint frá l’ek- ing þar sem hann starfaði sem yfir- maður eldhússins á l’eaee Hótel. Kokkurinn heitir Sun Hui. Einn eigandi staðarins, Haf- steinn Ragnarsson, sagði í kynn- ingarboði er hann hélt í vikunni að ekki hefði verið vandalaust að fá kokkinn til landsins, en fyrir milligöngu kínverska sendiherr- ans hér á landi tókst það að lok- um. Nýlega er búið að stækka veit- ingastaðinn og tekur hann nú um 70 manns í sæti. Opnaður var ann- MorirunblaðiS/Bjarni Frá vinstri eru Ning de Jesus, kokk- ur, og einn eigandi Mandarín, Sun Hui er í miðið, en hann kom til landsins í vikunni gagngert til að elda kínverskan mat handa íslend- ingum og lengst til hægri er Haf- steinn Ragnarsson, einn eigandi staðarins. ar salur og er ætlunin að Sun Hui sjái um hann. Boðið er upp á tvo matseðla. Annar þeirra verður í hádeginu, eldaður af Ning de Jes- us, sem er einn af eigendum stað- arins. Hinn matseðillinn verður eldaður af Sun Hui og verður hann á boðstólum á kvöldin. Mandarín fékk léttvínsleyfi fyrir nokkrum dögum, en veit- ingastaðurinn er búinn að bíða eftir leyfinu í sjö mánuði að sögn Hafsteins. Reykjavík: Vakti beyg með leik- fangabyssu ÖLVAÐUR maður um tvítugt gekk í fyrrakvöld um miðborg Reykjavíkur og mundaði lcikfangabys.su í allar áttir. Vakti hann nokkurn ótta veg- farcnda og lögreglan kvödd til. Var byssan tekin af manninum, en hann gaf þá skýringu á framferði sínu að hann væri „úti að flippa". Náðist á salerninu LÖGREGLAN í Reykjavik hand- samaði innbrotsþjóf aðfaranótt föstudags í matvöruverzlun við Njálsgötu 26. Var þjófurinn búinn að safna saman nokkru þýfi þcgar snögghljóp á hann. Hraðaði hann sér sem mest hann mátti á salcrnið og sat þar illa haldinn þegar lögregluna bar að garði. Hann mun vera einn af „góðkunningjum" lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.