Morgunblaðið - 25.08.1985, Síða 48

Morgunblaðið - 25.08.1985, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 Svavar A. Jónsson Ástin — sjálfstæðið og vaxandi kærleikur Hér birtist framhald úr fyrir- lestrum Ingeborg Lundberg sálfræðings, sem kom hingað á síðastliðnu sumri til að mennta starfsfólk æskulýðsstarfsins. I*að hafði mikið gagn og gaman af þessari lesningu. Fyrir fáeinum árum hitti ég afrískan fjölskylduráð- gjafa frá Kamerún. Hann sagði að á Vesturlöndum byrjuðum við samvistir þegar tilfinningarnar væru á suðu- punktinum og síðar kólnuðu þær. Hjá okkur byrjum við á núlli og vinnum okkur upp að suðumarki, sagði hann. Já, hjá okkur ráða tilfinn- ingarnar ferðinni og við eig- um erfitt með að hugsa okkur hvernig það gæti öðruvísi verið. Fólk segir að kærleik- urinn sé blindur. En það ætti eiginlega að segja að ástin sé blind. Því þegar fólk er ást- fangið sér það fyrst og fremst það, sem því líkar bezt í fari hvors annars. Fólk sér þar líka það, sem er þar ekki en það vildi að væri þar. Það er erfitt að sjá hvort annað greinilega þegar fólk er svo nærri hvort öðru. Og svo er það vissulega svo að fólk lað- ar það bezta fram hvort hjá öðru þegar það er ástfangið. Löngunin, sem bíður Að lifa í eftirvæntingu hef- ur sinn tíma. En kannski gef- ur fólk sér sjaldan tíma til þess. Það á ekki upp á pall- borðið hjá fólki nú til dags að bíða. Lífsstíll okkar er hrað- ur og snöggur og löngunin, sem bíður, passar ekki í munstrið. Fyrir vikið slokkn- ar loginn stundum. Ungt fólk þarf sérstaklega að fá meiri stuðning til þess að bíða eftir því, sem það þráir, lifa um tíma í eftirvæntingu eftir því, sem getur orðið eitt það fegursta, sem til er milli tveggja manneskja og gefur gleði, sem tendrar nýja glóð. Hin mikla nánd Tíminn til að vera ástfang- inn er að nokkru svipaður fyrsta lífsskeiðinu þegar barnið lifir í nánu sambandi við móður sína eða aðra full- orðna manneskju. Á hvorugu skeiðinu er umheimurinn mikilvægastur og takmörkin milli þín og mín eru óljós á báðum skeiðum. Þetta er nokkurs konar samruni, mað- ur veit afar lítið hvort um annað en líður vel í þessari sterku nánd. Á þessum tíma er grundvöllurinn lagður fyrir samvistir lífsins, grund- völlur að trausti og tryggð. Og eins og á barnsárunum fylgir leikur og gleði með. Ástfartgið fólk segir að það hugsi svo svipað og finnist það svo líkt hvort öðru. En öðrum finnst þetta ekki. Tek- ur hún ekki eftir þessu og þessu í fari hans? Sér hann ekki þetta og hitt hjá henni? Svona hugsa aðrir. — verður dálítið þrúgandi Eins og sambandið milli barna og foreldra er breyti- legt frá einu sambandi til annars og þróast að miklu leyti eftir fyrirmynd, þannig er því líka varið um tvær fullorðnar manneskjur, sem eiga langar samvistir. Sam- bandið breytist eftir svipuðu mynstri. Það að vera ástfanginn hefur sinn tíma. Smátt og smátt verður það svo full þröngt að vera bara tvö. Fólk finnur að það vill gera ýmis- legt annað en það eitt að vera saman. Það þarf að komast dálítið hvort frá öðru, við og við, vera eitt og sinna öðru, áhugamálum, vinum, ætt- ingjum, vinnunni. Fólk held- ur ekki áfram að þroskast ef það er alltaf alltof nærri hvort öðru. Svo kemur sá tími, sem hægt er að líkja við það skeið þegar unglingarnir vildu verða óháðir foreldrunum. Fólki finnst það þurfa að losa sig úr þessari miklu nánd og sinna sjálfu sér meira. En þessar tilfinningar koma sjaldan á sama tíma hjá báð- um aðilum og það getur virzt ógnandi og óttalegt. Fólk tel- ur að sambandi þess sé nú kannski lokið og það hafi ef til vill ekki verið hin réttu hvort fyrir annað. — en svo finnst góð staða Svo fer fólk að líta hvort annað með opnari augum og Þaö aö vera ástfanginn hefur sinn tíma. Smátt og smátt veröur það svofull þröngt aÖ vera bara tvö. Fólkfinnur aö það vill gera ýmislegt annað en þaö eitt aö vera saman. En sú tilfinning kemur sjaldnast á sama tíma hjá báöum aöilum og það getur virzt ógnandi og óttalegt. meiri gagnrýni. Einmitt það, sem okkur fannst svo hríf- andi hjá hinum aðilanum, fer að fara í taugarnar á okkur. Hann, sem mér fannst svo traustvekjandi af þvi að hann var svo fámáll og rólegur, fer mér nú að finnast þumbara- legur og skrítinn. Hún, sem var svo glaðleg og opinská, finnst mér nú málgefin og mér finnst það ekki traust- vekjandi hvað hún á marga vini. Það, sem í upphafi var spennandi, getur orðið ógnun og sá aðilinn, sem er ekki til- búinn til að breyta um stöðu og verða óháðari en áður finnst hann kannski yfirgef- inn. — ef tekst að leysa vandann Samband tveggja mann- eskja fylgir þessu mynstri að meira eða minna leyti. Ef stofnað er til nýs sambands fer það líka eftir þessu mynstri. En alveg eins og það gerist á ýmsa lund að börn verða óháð foreldrum sínum gerist þetta líka á margan máta. Þótt börn eigi í brösum með að verða óháð foreldrun- um geta þau náð góðu sam- bandi við þau síðar. Á sama hátt getur fólk átt góða ævi saman þótt það hafi átt í erfiðleikum með samband sitt eftir tíma fyrstu ástar- innar. Fólk er þá farið að þekkja sjálft sig og hvort annað betur og getur nú bet- ur metið hvort annað eftir því sem það er eða þrátt fyrir það. Margir slíta sambandi sínu eftir þetta skeið. Þeim finnst erfitt að leysa vandann og sameina það tvennt að vera saman en geta þó vaxið hvort fyrir sig. Standið hlið við hlið en ekki of nærri hvort öðru því eikin og síprusviðurinn vaxa ekki í skugga hvors annars. Hver og einn verður að fá að draga sig inn í vin einverunnar. Rétturinn til að vera fjarverandi í sínu drauma- landi, gleðin yfir að vera nærverandi í lífi hvers annars, það er kærleikurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.