Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 49

Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 49
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 49 « Guðrún Þorkelsdóttir kemur til hafnar i Eskinrði. Moiyunblaðis/Ævar Loðnan yfirleitt í smáum torfum — Spjallað við ísak Valdimarsson skipstjóra á Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem fengið hefur um 3 þúsund tonn við Jan Mayen Kskifirði, 23. ágúst. LOÐNUSKIPIÐ Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 kom í dag með fullfermi af loðnu frá loðnumiðunum við Jan Mayen. Þetta er fjórði farmur skipsins, en þeir á Guðrúnu voru fyrstir til að fá li ísak Valdimarsson er skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur og einn af eigendum skipsins. Kvað hann veiðarnar ganga erfiðlega á mið- unum. Loðnan væri í mjög smáum torfum og fengjust þetta 10—50 tonn í hverju kasti, en eitt og eitt betra. Til dæmis gátu þeir ekki tekið allt úr seinasta kastinu, en þá höfðu þeir fyllt skipið og gáfu öðru skipi 100—150 tonn. Sagði ís- ak að þær stóru torfur sem fynd- ust stæðu yfirleitt svo djúpt að ekki væri kastandi á þær. Alls þurftu þeir að kasta 24 sinnum í þessum túr, svo nóg hefur verið að gera hjá þeim. Loðnan veiðist einungis á með- an bjart er, en birtutíminn þarna norðurfrá er mun lengri en hér og rökkur í um 5 tima á sólarhring. Sagði ísak að mikið hefði hjálpað íu á vertíðinni og hófu veiðar 29. júlí. að veður hafi verið sérlega gott norður í höfum. Siglingin á miðin tekur um tvo sólarhringa. Þeir hafa nú hafa fengið um 3000 tonn með þessum farmi. „Nú verður nótin dýpkuð hjá okkur svo við stoppum í landi til sunnu- dags,“ sagði ísak. Ekki kvað hann mikið af skipum á miðunum, bara íslensk, færeysk og einhver dönsk skip. Norðmennirnir væru farnir burt og sennilega búnir að veiða það sem þeir mega. Færeyingarnir og Danirnir eru á veiðum vestan við miðlínuna og hélt fsak að gengið hjá þeim væri svipað hjá þeim og íslensku skipunum. Nú er búið að landa um 8500 lestum af loðnu á Eskifirði. Loðnubræðslan hefur vel undan að bræða og bræðir 4—5 daga í viku. — Ævar ísak Valdimarsson, skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur, og Magnús Bjarna- son, framkvæmdastjóri frystihússins, ræða málin. Stúdentaleikhúsið á hringferð með rokk-söngleikinn EKKÖ- guðirnir ungu Eftir Glaes Andersson. Þýðing: Ólafur Haukur Símonarson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvins- son. Frumsýning á Akranesi 28. ágúst Grundarfirði ........ 29. ágúst Stykkishólmi ........ 30. ágúst Búðardal ............ 31. ágúst Patreksfirði .................................... 2. sept. Þingeyri ........................................ 3. sept. Bolungarvík ..................................... 4. sept. BALLETTSKÓU EDDU SCHEYING Skútatúnl 4 4ra vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 2. september Allir aldurshópar frá 5 ára. Upplagt fyrir byrj- endur til kynningar áöur en vetrarönn hefst Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 16—18 Afhending skírteina laugardaginn 31. ágúst kl. 14—16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.