Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 203. tbl. 72. árg._______________________________MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 _____________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Leiðtogi Verkamannaflokksins, Gro Harlem Brundtland, var álitinn hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna í Noregi, þrátt fyrir að stjórnin hefði með naumindum haldið velli. Hér óskar hún Káre Willoch, forsætisráðherra, til hamingju með úrslitin. Noregur. Stjórnin hélt velli Osló, 10. september. AP. RÍKISSTJÓRN borgaralegu flokk- anna í Noregi, undir forsæti Káres Willoch, vann nauman sigur í þing- kosningunum þar í gær, sem voru þær tvísýnustu í áraraðir. Gro Harlem Brundtland, leiðtogi Verka- mannaflokksins, var almennt talin sigurvegari kosninganna. Willoch virtist alls ekki ánægð- ur með úrslitin, þar sem sam- steypustjórn borgaraflokkanna hefur nú aðeins eitt þingsæti fram yfir vinstri flokkana. Hægri flokk- ur Willochs missti fimm þingsæti, en alls náði flokkurinn 50 sætum. Kristilegi þjóðarflokkurinn fékk 16 sæti og Miðflokkurinn 12, en báðir flokkarnir juku fylgi sitt nokkuð. Alls hafa því borgara- flokkarnir 78 sæti á þingi. Verka- mannaflokkurinn bætti við sig fimm sætum og er nú með 71 mann á þingi og ásamt sósíalíska vinstri flokknum, sem bætti við sig tveimur sætum, hefur stjórn- arandstaðan 77 þingsæti. Fram- faraflokkurinn, sem stendur til hægri við Hægri flokkinn, missti tvö af fjórum þingsætum sínum. Sjá einnig fréttir á bls. 24. EB samþykkir refsiað- gerðir gegn S-Afríku New York, Lúxemborg og Jóhannesarborg, 10. seplember. AP. FULLTRÚAR aðildarríkja Evrópubandalagsins fordæmdu harðlega aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku á fundi sem haldinn var í Lúxemborg í dag. Þá samþykktu fulltrúar níu af 10 aðildarríkja bandalagsins, að beita stjórn S-Afríku hófsömum efnahagslegum refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem um ræðir, fela m.a. í sér afturkall herliðs banda- lagsins í Suður-Afríku, sem og stöðvun allra nýrra samkomulaga um samstarf í kjarnorkumálum. Bretland var eina aðildarríkið sem stóð gegn refsiaðgerðunum. Fulltrúi Breta á fundinum, Malcom Rifkind, sagði að breska stjórnin væri ekki hlynnt aðgerð- unum, þar sem ekki væri búið að kanna til fulls hvaða áhrif þær hefðu á þjóðlíf í S-Afríku. Hann lagði áherslu á að Bretar væru ekki með þessu móti að ráðast á refsiaðgerðirnar, sem hin níu að- ildarríkin hyggðu á. í yfirlýsingu utanríkisráðherr- anna níu, sem gefin var út eftir nær 10 klukkustundalöng funda- höld, var þess krafist að stjórnin í S-Afríku léti af aðskilnaðarstefnu sinni, leysti blökkumanninn Nel- son Mandela úr haldi, og tæki upp viðræður við aðra leiðtoga blökku- manna. Ef þeim skilmálum verður ekki fullnægt, munu ríkin hætta útflutningi á vopnum og öðrum hernaðarlegum gögnum til S-Afr- íku og reyna að koma í veg fyrir allan innflutning slíkra gagna til landsins; kalla heim alla hernað- arráðgjafa á vegum bandalagsins þar og stöðva útflutning á olíu til S-Afríku. Viðbrögð við efnahagslegum refsiaðgerðum, sem Ronald Reag- an boðaði í gær, voru með ýmsu móti. Sovéska fréttastofan TASS sagði í dag að aðgerðirnar væru lítilsverðar og stjórnin í S-Afríku þyrfti ekki að taka þær alvarlega. Þar sagði einnig að Bandaríkja- menn hefðu brugðið á þetta ráð einungis til að friða þær þúsundir mótmælenda sem hvöttu til ein- hverra aðgerða gegn stjórn hvíta minnihlutans. Sömuleiðis voru demókratar i Bandaríkjunum fremur óánægðir með aðgerðir Reagans og sögðu þær ekki nógu harðar til að hafa áhrif í S-Afríku. Átta félagar úr flokki Græn- ingja í Vestur-Þýskalandi, þ.á m. hin þekkta Petra Kelly, settust að í v-þýska sendiráðinu í Pretoríu í dag til að mótmæla neyðar- ástandslögunum í landinu og að- skilnaðarstefnunni og fóru þeir fram á að stjórnmálasambandi landanna tveggja yrði slitið. Afríska þjóðarráðið, sem útlægt er í Suður-Afríku, lýsti því yfir í dag að aðgerðir Reagans væru ekkert annað en sýndarmennska og tóku margir leiðtogar blökku- manna i sama streng, nema hvað leiðtogi Zulu-ættflokksins, Gatsha Buthelezi, sagði að Afríkuþjóðirn- ar mættu vera fegnar því hve lítil áhrif aðgerðirnar hefðu á afkomu þeirra. Flest dagblöð í Suður- Afríku spáðu því að aðgerðirnar myndu í sjálfu sér ekki hafa mikil áhrif í landinu, en gætu komið af stað hrinu af harðari refsiaðgerð- um annarra vestrænna þjóða. Óeirðir héldu áfram í tólf hverf- um blökkumanna í Jóhannesar- borg í dag, en að sögn lögreglunn- ar beið enginn bana. Alls hafa 707 manns beðið bana i landinu síðan óeirðirnar hófust. Jafntefli í þriðju skákinni ÞRIÐJU einvigisskák þeirra Karpovs og Kasparovs um heimsmeistaratitilinn í skák í Moskvu lauk með jafntefli í gær. Skákina átti upphaflega að tefla á laugardaginn, en Karpov bað þá um frestun. Kasparov, sem hafði hvítt í gær, beitti drottningarbragði, en komst ekkert áleiðis og var samið jafntefli eftir aðeins 20 leiki, langstystu skákina til þessa. Kasparov leiðir einvígið með tveimur vinningum gegn 'einum. Sjá skákina á bls. 25. Enn óeirðir í Birmingham: Unglingar grýttu nýja ráðherrann Birmingham, Englandi, 10. september. AP. UPPÞOT urðu á ný í dag í fátækrahverfi í Birmingham, annarri stærstu borg Bretlands, en í gær upphófust þar mestu óeirðir sem orðið hafa í landinu sl. fjögur ár. Tveir létu lífið í eldsvoða, en unglingar í hverfinu kveiktu í mörgum húsum og urðu alls 50 hús eldi að bráð. Lík mannanna tveggja fundust í rústum pósthúss sem brann í átökunum mánudagsnótt. Óeirðir hófust svo á ný síðdegis í dag, þeg- ar Douglas Hurd, innanríkis- ráðherra, kom til Birmingham til að kanna aðstæðurnar. Hópur unglinga, aðallega blökkumenn, fleygðu flöskum og grjóti að ráð- herranum og fylgdarliði hans og varð ráðherrann að flýja í lög- reglubíl. Ungmennin hófu þá samstundis að grýta tvo lögreglubíla, veltu öðrum þeirra og kveiktu í honum. en hinn komst undan með naum- indum. Tveimur fólksbílum var einnig velt í óeirðunum. Að sögn lögreglunnar, komst ráðherrann undan heill á húfi, en þrír lögreglumenn særðust í átök- unum við ungmennin. Átökin hófust á mánudag, þegar blökkumenn frá Vestur-Indíum, gengu berserksgang um fátækra- hverfið og fóru ránshendi og eyði- lögðu margar af verslunum fólks af asiskum uppruna. Hurd ákvað svo í dag að heimsækja hverfið og kanna aðstæður með eigin augum, þrátt fyrir aðvörun lögreglustjór- ans þar, um að slíkt gæti reynst hættulegt. Um leið og Hurd, sem tók við embætti innanríkisráð- herra í síðustu viku, reyndi að sannfæra blökkumennina um að hann væri þangað kominn til að hlusta á athugasemdir þeirra, tóku þeir að grýta ráðherrann og hrópa hann niður. Talið er að kynþáttaerjur séu orsök óeirðanna, en fulltrúar stjórnarandstöðunnar vildu meina að atvinnuleysi og kynþáttamis- rétti væri um að kenna. Margrét Thatcher, forsætisráðherra, for- dæmdi uppþotin og hvatti lögreglu og íbúa hverfanna til að reyna í sameiningu að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.