Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 • Gísli Eyjólfston. Heimsmeistarakeppnin í kappakstri: Einvíginu lokiö, Prost öruggur sigurvegari á heimavelli Alboreto Gísli í liðið ÞEGAR viö völdum Morgun- blaösliö 17. umferöarinnar gleymdist hreinlega aö taka tillit til frábærrar frammistööu varnarmannsins sterka úr Víði, Gísla Eyjólfssonar. Gísli lék leikinn gegn KR mjög vel og fékk fjóra í einkunn hjá okkur og átti auövitaö að vera í liöi vikunnar. Liðiö á því aö vera þannig skipaö: Stefán Jóhannsson, KR, er i markinu, varnarmenn eru þeir Guðni Bergsson, Val, Val- þór Sigþórsson, ÍBK, Viöar Þor- kelsson, Fram og Gísli Eyjólfs- son, Víöi. Á miðjunni leika Ingv- ar Guðmundsson og Valur Vals- son úr Val og Ómar Torfason úr Fram. í framlínunni veröa þá þeir Guömundur Þorbjörnsson og Heimir Karlsson úr Val og Guömundur Torfason úr Fram. „ÉG HEF meiri möguleika á aö ná heimsmeistaratitlinum núna en nokkurn tímann áöur. Mér þykir leitt aö Alboreto skyldi detta út, en finnst óneitanlega gaman að vinna á heimavelli hans,“ sagði Frakkinn, Alain Prost, eftir að hafa sigraö ítalska Formula 1-kappakstrinum á Monza-braut- inni á sunnudaginn. Þar með hefur hann náö afgerandi forystu í stigakeppni ökumanna til heimsmeistaratitils, hefur 65 stig. Eini keppninautur hans um titil- inn, ítalinn Michele Alboreto á Ferrari, varð að hætta keppni á Monza vegna vélarbilunnar og er hann nú meö 53 stig. Fjórum keppnum er ólokiö og ætti Prost aö halda forystunni, en hann hefur nú sigraö í fimm keppnum á árinu á McLaren. í keppninni á sunnudaginn var þaö Finninn, Keke Rosberg, sem náöi forystunni, eins og oft áöur. „Ég trúi þvi ekki aö ég hafi ekki unniö. Mér fannst ég aka vel, “ sagöi Rosberg, sem varö aö hætta keppni þegar aöeins nokkrum hringum var ólokið. í 27. hring stoppaöi hann á viögeröarsvæöi til aö skipta um dekk og Prost náöi þá forystu. En í 41. hring komst Rosberg aftur framúr Prost, en fjórum hringum síöar var Finninn úr leik vegna vél- arbilunar, í Williams-bil hans. Prost ók því af öryggi þaö sem eftir var, en Brasilíumaðurinn, Nelson Piquet á Brabram, reyndi aö halda í við hann. Piquet tapaöi tveimur mínút- um á Prost þegar hann þurfti aö skipta um dekk og láta athuga gír- kassann. Siöan halaöi hann sek- úndurnar inn í lokahringunum og varö á endanum um 50 sekúndum áeftirProst. Ayrton Senna varö þriöji á Lotus, en hann var fyrstur af staö í rás- markinu. Hann átti í vandræöum meö bensíngjöfina og dekkinn undir breska bílnum. Senna var þó ánægður aö ná þriöja sæti á braut sem hann haföi aldrei ekiö á áöur. Michele Alboerto hætti keppni í 41. hring af 51 og æstir ítalskir áhorfendur bauluðu eftir þaö á Prost. „Þaö er enginn vafi á því aö Prost hefur nú afgerandi forystu í heimsmeistarakeppninni. Þaö þarf mikið aö breytast ef ég á aö ná titl- inum. McLaren-bíllinn er mun betri en Ferrari-bílinn minn. Ég gefst þó Lokahátíð 1. deildarleikmanna: Moore eða Law heiðursgestur — allir leikmenn Á sunnudaginn kemur halda fyrstudeildarleikmenn í knatt- spyrnu lokahátíð sína og verður mjög til hennar vandað eins og í fyrra þegar hátíöin var haldin í fyrsta sinn. ERLENDUR heiöursgestur mun vera viöstaddur hátíöahöldin i Broadway. Nokkur nöfn hafa verið nefnd i því sambandi, t.d. Pele og Trevor Brooking en nú er Ijost að þaö verður annaö hvort Bobby Moore, fyrrum fyrirliöi enska landsliösins, eöa skoski landsliös- maöurinn gamli, Denis Law Hvort tveggja mjög kunnir leikmenn á ár- um áöur. Heiöursgestur veröur einnig innlendur — Akurnesingur- inn Ríkharöur Jónsson. Varla þarf aö kynna hann fyrir knattspyrnu- unnendum. Þaö er félag 1. deildar leikmanna sem stendur fyrir þessari hátíð og hafa þeir notiö mjög mikils og góös stuðnings frá Flugleiöum sem meðal annars gefa bikara sem veittir eru besta leikmanni deildar- . deifdar tryggðir innar og þeim efnilegasta og bjóöa hingaö til lands þeim heiöursgesti sem kemur. Félag 1. deildar leikmanna hefur nú gengiö frá samningi viö Sjóvá um aö á næsta keppnistímabili veröi allir leikmenn í 1. deild tryggö- ir og er þaö mjög mikil framför frá þvi sem verið hefur. Þetta er mögu- legt þar sem félagiö fékk nokkurn ágóöa af hátiöinni í fyrra og var fénu varið til tryggingar leikmanna. Hannes bestur VEGNA rangra upplýsinga um úr- slit í sveitakeppni GSÍ var sagt í gær að Sigurður Pétursson, GR, heföi leikið besta allra á mótinu. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er aö Hannes Eyvindsson, GR, lék manna best á 292 höggum en Sigurður lék á 307 höggum. næsta sumar • Dennis Law. Kemur hann í Broadway? ekki upp strax,“ sagði Alboreto, greinilega vonsvikin, en hann hefur leitt heimsmeistarakeppnina nær allt keppnistímabiliö, rétt á undan Prost. Lokaslaðan I ítalska Formula l-kappakstrin- um Klst. 1. AlainProst.McLaren 1.17.59,451 2. Nelson Piquet, Brabham 1.18.50,011 3. Ayrton Senna, Lotus 1.19.00,511 4. Marc Surer, Brabham 1.19.01,322 5. Stefan Johansson, Ferrari Hring á eftir 6. Elio de Angelis, Lotus Hring á eftir 7. Patrick Tambay, Renault Hring á eftir Stadan í haimsmeistarakeppni ökumanna. 1 Alain Prost, Frakklandi 63 stig 2. Michele Alboreto, italíu 53 stig 3. Elio de Angelis, italiu 31 stig 4. Ayrton Senna, Brasilíu 23 stig 5. Stefan Johansson, ítalíu 21 stig 6. Nelson Piquet, Braslilíu 19 stig 7. KekeRosberg, Finnlandi 18stig 8. Niki Lauda, Austurríki 14 stig • Tuttugasti og fyrsti sigur Frakkans Alain Prost varö staðreynd á sunnudaginn er hann vann ítalska kappaksturinn í McLaren. Hann er nú mjög líklegur til aö hreppa heimsmeistaratitilinn í kappakstri, en tvö undanfarin ár hefur hann oröiö í ööru sæti í heimsmeistarakeppn- inni. Trimmkeppni fatlaðra NORRÆNA trimmlandskeppnin fyrir fatlaöa hófst á sunnudag- inn og stendur þessa viku og þá næstu. Þetta er í þriöja sinn sem slík keppni fer fram og ísland sigraðí í hin skíptin tvö, árið 1981 og 1983, og voru alls um eitt þúsund einstaklingar sem tóku þátt í keppninni í bæði skiptin. Keppnin er meö líku sniði og hinar fyrri nema aö nú er einnig tekin upp einstaklingskeppni, sem felst í því aö þeir tíu einstakl- ingum sem ná því að skila inn stigum alla fjórtán dagana fá viö- urkenningu. Dregið veröur úr hópnum ef þaö veröa fleiri sem trimmadaglega. Til aö fá stig verður hver ein- staklingur aö trimma 2,5 kíló- metra og menn veröa aö skila inn útfylltum þátttökukortum til skrif- stofu ÍFÍ í síöasta lagi 28. sept- ember. Rétt til þátttöku hafa þeir sem eru félagsbundnir í íþróttafé- lögum fatlaöra, og einnig ófélags- bundnir fatlaöir, og trimma má með því aö ganga, hlaupa, skokka, hjóla, róa, aka í hjólastól eöa fara í útreiöartúr. REIÐHJOLAUTSALA Framlengd og stendur yffir til laugardagsins 14. september. FYRSTA FLOKKS REIÐHJOL HJOLASPORT, A STÓRKOSTLEGU VEROI — GNOÐARVOGI 44, SÍMI 34580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.