Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 55 • Lárus Loftsson messar yfir unglingalandsliðsstrákunum á œfingunni í gasr. Jafnt í Cardiff — leikur Spánverja og íslendinga ræður úrslitum DRAUMUR Wales um að komast í lokakeppnina í Mexíkó á næsta ári fór út í veður og vind er Davie Cooper skoraði jöfnunarmark Skotlands úr vítaspyrnu seint í síöari hálfleik, eftir að Wales haföi haft forystu alian leikinn með marki sem Mark Hughes gerði á 14. mín. Úrslítin í riðlinum ráðast þó ekki fyrr en í leik ís- lendinga og Spánverja 25. sept- ember. Þessi úrslit þýöa aö bæöi liðin hafa sjö stig, en Skotar hafa betra markahlutfall. Efsta liöiö fer sjálfkrafa í úrslitakeppnina en liöiö sem er í öðru sæti veröur aö keppa viö sigurvegarana úr Eyja- álfunni eöa fsrael um sætiö í úr- slitakeppninni. Eina von Wales er aö Islendingar vinni Spánverja eftir hálfan mánuö. Þaö kemur því til meö aö velta á islendingum hvaöa lið komast til Mexíkó og bíöa þess- ar þjóöir örugglega spenntar eftir leiknum viö Spánverja. Leikurinn var mjög haröur og strax á fyrstu mínútunum þurfti dómari leiksins, Jen Keizer, aö sýna skoska varnarmanninum Al- ex McLeish gula spjaldiö fyrir aö brjóta gróflega á Mark Hughes. Skotar geröu sér fljótlega grein fyrir þvi aö Hughes var hættu- legasti leikmaður Wales og þaö sannaöi hann á 14. mínútu er hann skoraöi glæsilegt mark. Hann fékk góöa sendingu frá Peter Nicholas frá vinstri og skoraöi meö við- stööulausu skoti af stuttu færi. Eftir markiö reyndu Skotar allt hvaö þeir gátu til aö jafna og voru án fyrirliðans, Graeme Souness, og Kenny Dalglish, sem er meidd- ur, en Souness var í leikbanni, þeir fengu tvö færi í hálfleiknum og voru þaö Richard Gough og David Speedie sem komust í þessi marktækifæri en Neville Southall var vel á veröi og bjargaöi vel. Staöan því 1—0 heimamönnum í vil í hálfleik, og fariö aö fara um Skotana. Skotar geröu tvær breytingar á liði sínu í seinni hálfleik, vara- markvörðurinn, Alan Rough, kom í staö Jim Leightons í markiö og David Cooper kom inná fyrir Gord- on Strachan. Þessi breyting virtist gefa góöa raun og fékk Cooper oft aö leika lausum hala viö mark Wales, en Walesmenn höföu haft góöar gætur á Strachan og komst hann lítiö áleiöis. Skotarnir sóttu mjög í sig veörið er líöa tók á leikinn. Er níu mínútur voru til leiksloka var dæmd víta- spyrna á Wales, eftir aö David Phillips haföi handleikiö knöttinn i vítateig eftir aö framherjar Skota höföu sótt stíft aö honum. Þaö var svo Cooper sem tók vítaspyrnuna og náöi ööru stiginu fyrir Skota, þótt Southall hafi komið viö knött- inn á leiö í markið varö þaö ekki umflúiö. Skotar standa því best aö vígi í riölinum og bíöa spenntir eftir leik Spánverja og fslendinga og veröa ekki í rónni fyrr en aö honum lokn- um. Liðin voru þannig skipuö: Walo* — Neville Southall, Joey Jones, Kevin Ratcliffe, Pat van den hauwe, Kenny Jackett, Robbie James (Steve Lovell), David Phillips, Peter Nicholas, Mickey Thomas (Clayton Blackmore), lan Rush, Mark Hughes. Scotland — Jim Leighton (Alan Rough), Ric- hard Gough, Alex McLeish, Willie Miller, Maur- ice Malpas, Roy Aitken, Steve Nicol, Gordon Strachan (Davie Cooper), Jim Bett, Graeme Sharp, David Speedie. Staöan í riölinum er nú þessi, þegar aöeins einn leikur er eftir: Skotland 6 3 1 2 7:3 7 Wales 6 3 1 2 6:5 7 Spánn 5 3 0 2 7:7 6 ísland 5 1 0 4 3:8 2 Fimm leikir í kvöld FIMM leikir fara fram í kvöld i undankeppní heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu. Evrópu- meístararnír, Frakkar, fara til Austur-Þýskalands, Englend- íngar fá Rúmena í heimsókn á Wembley, Pólverjar leika við Belga, Tyrkir leika við Norður-íra og loks leika Svisslendingar og frar. Frakkar hafa aöeins hlotiö eitt stig og ekkert mark í tveimur síö- ustu leikjum sínum í keppninni, gegn Júgóslövum og Búlgörum á útivelli. Þjálfari Frakka, Henri Michel, er mjög kvíðinn fyrir leikinn i kvöld sem fer fram í Leipzig. „Viö veröum aö leggja okkur verulega fram í leiknum gegn Austur-Þjóö- verjum, þeir hafa mjög sterka framherja, eins og t.d. Rainer Ern- est sem er mjög hættulegur leik- maöur. Ég tel aö viö séum aö ná vel saman og veröurn aö vinna leikinn,“ sagöi Michel. Þjálfari Austur-Þjóöverja, Bernd Stange, sagöi aö þeir yröu aö vinna þennan leik ef þeir ætluöu aö eiga möguleika á aö komast til Mexíkó á næsta ári, „Viö ætlum aö vinna upp tapiö 0—2 í París í fyrra.“ Englendingar fá Rúmena í heim- sókn á Wembley, Englendingar hafa yfirburöastööu í riölinum og hafa aöeins fengiö á sig eitt mark í síöustu fimm leikjum. Glenn Hoddle og vinnuhesturinn Peter Reid veröa á miöjunni ásamt Brian Robson í staö Ray Wilkins. Rúmenski þjálfarinn, Mirceau Lucercu, sagöi viö fréttamenn aö Rúmenar hafi aldrei tapaö fyrir Englendingum á Wembley og ætti þaö ekki aö breytast nú frekar en áöur. „En Englendingar eru erfiöir heim aö sækja og gerum viö okkur ánægöa meö jafntefli,“ sagöi Mirceau. Ef Englendingar vinna þennan leik eru þeir svo til öruggir meö aö komast í úrslitakeppnina í Mexíkó. Noröur-irar leika i Izmir í Tyrk- landi og vonar Billy Bingham, landsliöseinvaldur, aö þeim takist aö vinna stórt, en þaö er enn í fersku minni þeirra, tap gegn Tyrkjum á heimavelli þeirra síöar- nefndu 1—0, fyrir tveimur árum. An Manchester United-leikmanns- ins Norman Whiteside og Billy Hamilton sem er meiddur er liö Noröur-iranna mjög sterkt og veröa sigurlíkur þeirra aö teljast miklar. Belgar munu án efa leggja allt í sölurnar til aö vinna leikinn gegn Pólverjum í Chorzow í Póllandi og leika síöan úrslitaleik viö nábúa sína Hollendinga um efsta sætiö í riðlinum. „Pólverjar byggja allt á Zbigniew Boniek, sem leikur á ít- alíu og leikur þeirra ris cg fellur eftir því hvernig hann stendur sig í leiknum og viö munum gæta hans vel,“ sagöi þjálfari Belga. \ En Pólverjar gefa örugglega ekkert eftir og veröa þeir aö vinna þennan leik til aö eiga möguleika. Svisslendingar og írar leika í Bern í Sviss, bæöi liöin berjast ör- ugglega í þessum leik, Svisslend- ingar veröa aö vinna upp tapið 3—0, í Dublin í fyrri leiknum. „Gengi svissneska liösins er mjög álíka okkar, náum góöum leik heima, en aftur verri á útivelli," sagöi Eoin Hand þjálfari írska landsliösins. „Byggjum upp fyrir framtíðina“ — segir Lárus Loftsson sem í kvöld stillir upp mjög ungu unglingalandsliði ÍSLENDINGAR mæta Englend- ingum í Evrópukeppninni í knattspyrnu í kvöld í Laugardal, keppni landsliða sem eru skipuð leikmönnum 16 til 18 ára. Leikur- inn hefst kl. 17.30 og allar líkur eru á því að hann fari fram á Valbjarnarvelli. Það fékkst þó ekki staðfest í gær. íslenska liðið æfði í gær undir stjórn Lárusar Loftssonar, þjálfara. Lárus sagöi í samtali viö blm. Morgunblaösins aö liöiö sem Is- land stillti nú upp væri óvenjulegt aö því leyti að þaö væri mjög ungt. „Þetta er eitt yngsta unglinga- landsliö sem viö höfum nokkurn tíma stillt upp,“ sagöi Lárus. „Þaö eru sjö úr drengjalandsliöshópnum sem sigraöi Dani í fyrra og lék í Ungverjalandi í vor í þessum hópi. Þeir eru allir gjaldgengir i þetta liö aftur næsta ár. Viö vorum ákveönir i því aö halda vel utan um þann hóp (sem sigraöi Dani í fyrra) og fórnum kannski einhverjum leik- mönnum meö því aö velja þessa stráka nú, en þetta er mjög efni- legt liö og viö byggjum upp fyrir framtiöina meö þessu,“ sagöi Lár- us. Lárust sagöist kannski ekki mjög bjartsýnn á úrslit leiksins í kvöld, þaö væri alltaf erfitt aö leika gegn Englendingum, „en þar sem viö höfum ekkert stig í riölinum og eigum því enga möguleika á aö komast i úrslitakeppnina ákváöum viö aö hátta vali liösins þannig“. Þaö er aöeins einn leikmaöur í unglingalandsliöshópnum sem eitthvaö hefur leikiö í 1. deildinni í sumar, Hlynur Birgisson úr Þór á Akureyri, og Lárus gagnrýndi fé- lögin fyrir þaö hve treg þau væru til aö gefa ungu strákunum mögu- leika. „Meistaraflokkar félaganna • FH-ingurinn Ólafur Þ. Krist- jánsson, fyrirliði islenska liðsins í kvölds. eru nú misjafnir og mér finnst skrýtiö aö 18 ára strákar sem komnir eru í unglingalandsliö fái ekki aö spreyta sig í meistara- flokki. Þeim er ekki treyst nógu snemma. Þeir eru oft geymdir þar til þeir eru kannski 20 ára, og þá er kannski oröiö of seint aö hleypa jjeim aö. Mér finnst t.d. slæmt aö fyrirliðinn hjá mér, Ólafur Krist- jánsson úr FH, skuli ekki hafa fengið tækifæri hjá sinu liði. En þrátt fyrir aö strákarnir séu reynslulitlir er liðið mjög efniiegt og þaö er gaman aö starfa meö þeim,“ sagöi Lárus. Jock Stein lést í gær — féll niöur um leið og leiktíminn var úti Framkvæmdastjóri skoska landsliðsins í knattspyrnu, Jock Stein, féll niöur mínútu eftir að leiknum lauk í Cardiff og lést skömmu síðar. Milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu er Jock Stein, sem var 62 ára, var fluttur af leikvellinum í Ninian Park í Cardiff aö leik lokn- um. Skoska knattspyrnusamband- iö tilkynnti skömmu eftir aö Stein kom á sjúkrahúsiö að hann væri látinn. Fyrir átta árum fékk Stein vægt hjartaslag en virtist hafa náð sér aö fullu eftir þaö. Hann varö fyrst framkvæmdastjóri Celtic 1967 síöan fór hann til Leeds og varð síöan fram- kvæmdastjóri skoska landsliðs- ins eftir heimsmeistarakeppnina 1978. Mike England, landsliösþjálfari Wales, sagöi um þetta atvik: „Ljósmyndari haföi veriö aö angra hann allan leikinn og var Jock oft búinn að reyna aö vísa honum í burtu án árangurs og í lok leiksins ætlaöi hann aö koma honum sjálfur í burtu og stóö upp en í sama mund tók hann um brjóst sér og vissi aö þaö var hjartaslag." • Jock Stein, landsliðsþjálfari Skota, lést skyndilega eftir leik Skota og Wales í Cardiff í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.