Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 AP/Símamynd Reagan og sendiherra Suður-Afríku Ronald Reagan sést hér ræða við sendiherra Suður-Afrfku í Bandaríkjunum á mánudag, stuttu áður en Reagan tilkynnti um hófsamar refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans þar í landi. Nickel hélt áleiðis til S-Afríku síðdegis á mánudag, með bréf frá forsetanum til stjórnarinnar, þar sem Reagan sagði þolinmæði stjórnar sinnar vera á þrotum. Afganistan: Mikið mannfall í liði Sovétmanna Karpov ekki í vandræöum með að halda jöfnu Islamabad, Pakistan, 10. september. AP. RÚMLEGA 1000 sovéskir hermenn og afganskir stjórnarhermenn féllu eða særðust alvarlega í sókninni gegn skæruliðum síðustu daga. Var það tilgangur hennar að loka birgða- flutningaleiðum skæruliða frá Pak- istan en það mun ekki hafa tekist og hafa nú sovésku hermennirnir látið undan síga. f útvarpi stjórnarinnar í Kabúl sagði, að miklir bardagar geisuðu í Paktia-héraði en ekki var skýrt nánar frá því hvar þeir væru eða hvers eðlis. Að sögn vestrænna sendimanna hefur mannfall verið mikið í átökunum að undanförnu, jafnt meðal skæruliða og sovéskra hermanna. Segja þeir, að skærulið- ar hafi skotið niður fjórar sovéskar herþyrlur síðustu dagana og geri auk þess miklar árásir á herflutn- ingalestir Sovétmanna og afg- anska stjórnarhersins. Fréttir eru um átök víða í Afg- anistan. í Paghman-héraði er sagt, að Sovétmenn hafi misst marga hermenn í árásum skæruliða og í Herat voru margir starfsmenn afgönsku leyniþjónustunnar felld- ir. Á þremur dögum, frá 4.-7. sept- ember, voru gerðar sex eldflauga- árásir á Kabúl og beindust þær einkum að sovéska sendiráðinu og öðrum stöðvum Sovétmanna í borginni. Þá sprakk sprengja í bíó- húsi í Kabúl þegar þar stóð yfir fundur afganska kommúnista- flokksins og létust þá tíu menn. Heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov, hefur styrkt stöðu sína í einvíginu við Gary Kasparov síðustu daga. Eftir að hafa tapað fyrstu skákinni og lent í miklum erfíðleik- um í þeirri næstu tókst honum að halda jafntefli með nákvæmri vörn þegar sú skák var tefld áfram á föstudaginn var. Karpov frestaði síðan þriðju skákinni þar til í gær. Henni lauk með jafntefli eftir að- eins tuttugu leiki, heimsmeistaran- um tókst auðveldlega að jafna taflið með svörtu. Staðan í einvíginu er því 2—1 Kasparov í vil. Sá þeirra sem verður fyrri til að vinna sex skákir hreppir heimsmeistaratitilinn. í einvíg- inu sl. vetur tókst hvorugum að ná því takmarki þó tefldar væru 48 skákir og því þykir líklegast að hin nýja regla FIDE-forsetans Campomanes komi til með að ráða úrslitum. Hann ákvað að þetta einvígi skyldi aðeins verða 24 skákir og sá sem þá hefði yfir yrði heimsmeistari. Kasparov þarf því 12% vinning til að hreppa titilinn, en Karpov nægir hins vegar að fá 12 vinninga, því samkvæmt gamalli hefð heldur heimsmeistarinn titlinum á jöfnu. 3. einvígisskákin: Hvítt, Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. d4 — Rf6,2. c4 — e6,3. Rf3 f fyrstu skákinni lék Kasparov 3. Rc3, bauð upp á Nimzoind- verska vörn, og sigraði. — d5,4. Rc3 — Be7,5. Bg5 - h6 Þessi byrjun var ailsráðandi í einvíginu sl. vetur og var lengi vel helsta vörn beggja keppend- anna. 6. Bxf6 — Bxf6,7. Db3!? í fyrra einvíginu var drottning- in höfð á c2 eða d2 í þessu af- brigði. I 27. skákinni lék Karpov sinni betu skák í einvíginu. — c6, 8. e3 — Rd7, 9. Hdl — 0-0, 10. Bd3-b6,ll.cxd5 Þessi einföldun ber ekki vott um mikla baráttugleði, en Kasp- arov hefur líklega ekki viljað leyfa Karpov að svara 11. e4 með 11. — dxc4. — cxd5, 12. e4 — dxe4, 13. Bxe4 — Hb8,14.0-0 — b5! Mun virkari vörn en 14. — Bb7, nú fær Karpov góðan reit fyrir drottningu sína á b6. 15. Hfel 15. d5 kemur engu til leiðar vegna 15. — Rc5. — Db6,16. Bbl Leikið eftir 35 mínútna um- hugsun. f framhaldinu nær hvítur a.m.k. að hóta máti áður en hann sættir sig við jafnteflið. — Bb7, 17. Dc2 — g6, 18. d5 — exd5, 19. Rxd5 — Bxd5, 20. Hxd5 — Hfd8 Jafntefli, því svartur leikur næst 21. — Rf8 og eftir það er staðan í fullkomnu jafnvægi. F'jórða skákin verður tefld á morgun, fimmtudag. Skákin verð- ur skýrð um leið og leikir berast í sal Skáksambands fslands, Laugavegi 71, 3. hæð frá klukkan 17. t ' Hef opnaö sálfræðistofu Hef opnaö sálfræöistofu aö Austurstræti 10a, 3. hæd. Uppeldisleg ráðgjöf og meðferð. Persónuleg og fjölskylduvandamál, kynlífsvanda- mál, áfengis- og vímuefnavandamál. Tímapantanirísímum 62-12-70 og37814. Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur. Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 14 — Kópavogi Heba heldur heilsunni við Haustnámskeið 9. sept. Við bjóðum upp á: Leikfimi, Aerobic-Fonda Byrj.fl., framh.fl. megrunarfl., megrunarkúra, nudd- kúra, sauna, ljós — allt saman eða sér. í Hebu geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinnum í viku. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 41309.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.