Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 AP/Símamynd Reagan og sendiherra Suður-Afríku Ronald Reagan sést hér ræða við sendiherra Suður-Afrfku í Bandaríkjunum á mánudag, stuttu áður en Reagan tilkynnti um hófsamar refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans þar í landi. Nickel hélt áleiðis til S-Afríku síðdegis á mánudag, með bréf frá forsetanum til stjórnarinnar, þar sem Reagan sagði þolinmæði stjórnar sinnar vera á þrotum. Afganistan: Mikið mannfall í liði Sovétmanna Karpov ekki í vandræöum með að halda jöfnu Islamabad, Pakistan, 10. september. AP. RÚMLEGA 1000 sovéskir hermenn og afganskir stjórnarhermenn féllu eða særðust alvarlega í sókninni gegn skæruliðum síðustu daga. Var það tilgangur hennar að loka birgða- flutningaleiðum skæruliða frá Pak- istan en það mun ekki hafa tekist og hafa nú sovésku hermennirnir látið undan síga. f útvarpi stjórnarinnar í Kabúl sagði, að miklir bardagar geisuðu í Paktia-héraði en ekki var skýrt nánar frá því hvar þeir væru eða hvers eðlis. Að sögn vestrænna sendimanna hefur mannfall verið mikið í átökunum að undanförnu, jafnt meðal skæruliða og sovéskra hermanna. Segja þeir, að skærulið- ar hafi skotið niður fjórar sovéskar herþyrlur síðustu dagana og geri auk þess miklar árásir á herflutn- ingalestir Sovétmanna og afg- anska stjórnarhersins. Fréttir eru um átök víða í Afg- anistan. í Paghman-héraði er sagt, að Sovétmenn hafi misst marga hermenn í árásum skæruliða og í Herat voru margir starfsmenn afgönsku leyniþjónustunnar felld- ir. Á þremur dögum, frá 4.-7. sept- ember, voru gerðar sex eldflauga- árásir á Kabúl og beindust þær einkum að sovéska sendiráðinu og öðrum stöðvum Sovétmanna í borginni. Þá sprakk sprengja í bíó- húsi í Kabúl þegar þar stóð yfir fundur afganska kommúnista- flokksins og létust þá tíu menn. Heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov, hefur styrkt stöðu sína í einvíginu við Gary Kasparov síðustu daga. Eftir að hafa tapað fyrstu skákinni og lent í miklum erfíðleik- um í þeirri næstu tókst honum að halda jafntefli með nákvæmri vörn þegar sú skák var tefld áfram á föstudaginn var. Karpov frestaði síðan þriðju skákinni þar til í gær. Henni lauk með jafntefli eftir að- eins tuttugu leiki, heimsmeistaran- um tókst auðveldlega að jafna taflið með svörtu. Staðan í einvíginu er því 2—1 Kasparov í vil. Sá þeirra sem verður fyrri til að vinna sex skákir hreppir heimsmeistaratitilinn. í einvíg- inu sl. vetur tókst hvorugum að ná því takmarki þó tefldar væru 48 skákir og því þykir líklegast að hin nýja regla FIDE-forsetans Campomanes komi til með að ráða úrslitum. Hann ákvað að þetta einvígi skyldi aðeins verða 24 skákir og sá sem þá hefði yfir yrði heimsmeistari. Kasparov þarf því 12% vinning til að hreppa titilinn, en Karpov nægir hins vegar að fá 12 vinninga, því samkvæmt gamalli hefð heldur heimsmeistarinn titlinum á jöfnu. 3. einvígisskákin: Hvítt, Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. d4 — Rf6,2. c4 — e6,3. Rf3 f fyrstu skákinni lék Kasparov 3. Rc3, bauð upp á Nimzoind- verska vörn, og sigraði. — d5,4. Rc3 — Be7,5. Bg5 - h6 Þessi byrjun var ailsráðandi í einvíginu sl. vetur og var lengi vel helsta vörn beggja keppend- anna. 6. Bxf6 — Bxf6,7. Db3!? í fyrra einvíginu var drottning- in höfð á c2 eða d2 í þessu af- brigði. I 27. skákinni lék Karpov sinni betu skák í einvíginu. — c6, 8. e3 — Rd7, 9. Hdl — 0-0, 10. Bd3-b6,ll.cxd5 Þessi einföldun ber ekki vott um mikla baráttugleði, en Kasp- arov hefur líklega ekki viljað leyfa Karpov að svara 11. e4 með 11. — dxc4. — cxd5, 12. e4 — dxe4, 13. Bxe4 — Hb8,14.0-0 — b5! Mun virkari vörn en 14. — Bb7, nú fær Karpov góðan reit fyrir drottningu sína á b6. 15. Hfel 15. d5 kemur engu til leiðar vegna 15. — Rc5. — Db6,16. Bbl Leikið eftir 35 mínútna um- hugsun. f framhaldinu nær hvítur a.m.k. að hóta máti áður en hann sættir sig við jafnteflið. — Bb7, 17. Dc2 — g6, 18. d5 — exd5, 19. Rxd5 — Bxd5, 20. Hxd5 — Hfd8 Jafntefli, því svartur leikur næst 21. — Rf8 og eftir það er staðan í fullkomnu jafnvægi. F'jórða skákin verður tefld á morgun, fimmtudag. Skákin verð- ur skýrð um leið og leikir berast í sal Skáksambands fslands, Laugavegi 71, 3. hæð frá klukkan 17. t ' Hef opnaö sálfræðistofu Hef opnaö sálfræöistofu aö Austurstræti 10a, 3. hæd. Uppeldisleg ráðgjöf og meðferð. Persónuleg og fjölskylduvandamál, kynlífsvanda- mál, áfengis- og vímuefnavandamál. Tímapantanirísímum 62-12-70 og37814. Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur. Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 14 — Kópavogi Heba heldur heilsunni við Haustnámskeið 9. sept. Við bjóðum upp á: Leikfimi, Aerobic-Fonda Byrj.fl., framh.fl. megrunarfl., megrunarkúra, nudd- kúra, sauna, ljós — allt saman eða sér. í Hebu geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinnum í viku. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 41309.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.