Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
*
'V
>
„ þetta. er mnkaupase&ilL,
brob'\r KorrnaJcurl"
Ást er ..
... aö reyna að
skilja hvert annaö.
TM Rea. U.S. Pat. Off.-all rights reserved
©1905 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Sykurlaust bjórlíki.
Gjörið svo vel.
Þarf að þinglýsa kaupsamningi íbúða? Ef ekki, því þarf þá að greiða sektargjald sé það ekki gert á réttum tíma?
Fyrirspurn til borg-
arfógetaembættisins
íbúðarkaupandi skrifar:
Ástæðan fyrir fyrirspurn þess-
ari er sú að fyrir ári keypti ég
íbúð, eins og gengur og gerist.
Seljandi íbúðarinnar benti mér á
að þinglýsa þegar í stað kaup-
samningi, til að fá ekki sektargjald
á þinglýsinguna, þar eð hann hafði
sjálfur orðið fyrir því.
Eitthvað var litið um peninga á
bænum, svo þinglýsing kaupsamn-
ingsins dróst hjá mér, en ég hafði
þó þann varnagla á að hringja i
embætti borgarfógeta og spyrja
hvort skylt væri að þinglýsa kaup-
samningi og hvort rétt væri að
sekt kæmi á gjaldið ef ekki væri
þinglýst innan ákveðins tíma.
Viðmælandi minn kvað nei við
því, þetta væri ekki skylda og
misskilningur að fólk væri sektað
fyrir að draga þinglýsingu. Hins
vegar væri venjan sú að fólk léti
þinglýsa fyrir 1. desember, þvi þá
hækkaði fasteignamat íbúða, sem
væri sú viðmiðunartala sem þing-
lýsingargjald væri reiknað út frá.
Þvi miður láðist mér að biðja
um nafn þessarar konu, enda vön
að geta treyst orðum opinberra
starfsmanna, og gerði svo í þetta
sinn sem önnur. Tveimur mánuð-
um síðar fór ég og lét þinglýsa
kaupsamningnum og fékk á hann
sekt sem nam þá 1.258 krónum. Ég
var ekki fullkomlega sátt við þetta
og bað um skýringu á máli þessu
en fékk enga. Þó fékk ég þær
upplýsingar aftur að ekki væri
skylda að þinglýsa kaupsamningi.
Mér leikur mikil forvitni á að vita,
hvar sé til lagabókstafur fyrir því
að sekta fólk fyrir að vanrækja
atriði sem samt sem áður er ekki
skylda, og hvaða röksemdir sé
hægt að gefa fólki sem verður fyrir
svona framkomu af hálfu opin-
berra starfsmanna.
Svar: Hjá Borgarfógetaembætt-
inu gaf Þorkell Gíslason þau svör
að ef kaupsamningi væri á annað
borð framvísað, þá væri hann
stimpilskyldur og sagði hann að
Ó.B. skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég var að lesa menningarsíður
Morgunblaðsins nú um helgina og
var þar viðtal við forsvarsmenn
norrænu ljóðahátíðarinnar, þá
Einar Braga, Knut Ödegárd og
Thor Vilhjálmsson.
Þar segir Knut: „Ég óttast að
við, sem byggjum þjóðirnar í
vestri, séum að tapa okkar menn-
ingu, uppruna og tungu og verst
af öllu er að tækniöldin er að grípa
manninn og sál hans. Gera hann
að vélmenni."
Mig langar að taka undir þessi
orð Knuts. Það er eins og maðurinn
gefi ekki gaum að nánasta um-
öllum skjölum sem væru stimpil-
skyld bæri að framvísa innan
tveggja mánaða frá dagsetningu.
Kaupandinn þarf hins vegar ekki
að láta stimpla kaupsamning en
vissulega er visst öryggi í því að
þinglýsa kaupsamningi. Ef kaup-
andi ákveður hins vegar að þing-
lýsa samningnum þá verður hann
að gera það innan tveggja mánaða
því annars þarf hann að greiða
sektir sem eru 10% á viku og getur
farið upp í 50% af stimpilgjaldinu,
en verður aldrei hærra en svo.
hverfi sínu. Það eina sem fólki
virðist umhugað um í dag eru
peningar og lífsins lystisemdir í
formi efnislegra gæða. Við erum
hætt að veita náunga okkar aðstoð
og athygli, nema þá til að öfundast
út í hann.
Ljóðið er eitt af því sem getur
haft áhrif á þessa óheillavænlegu
þróun, eða eins og Knut réttilega
sagði: „Þarna held ég að ljóðið
komi fyrst og fremst inn með sinn
boðskap um ást og gleði til manns-
ins. í ljóðinu sjáum við öll að við
erum mannleg, systur og bræður
sem eiga saman og ef til vill er
ljóðið það eina, sem getur bjargað
okkur með því að minna okkur á
að við erum manneskjur."
Ljóðið færir mann-
inum ást og gleði
Þessir hringdu ..
„Innlent kaffi
allra best“
Sigríður hringdi og hafði eftir-
farandi að segja:
Ég furða mig á því sem kaffi-
maður skrifar í Velvakanda 31.
ágúst þar sem segir að íslenskt
kaffi sé ódrekkandi. Ég er þessu
ekki sammála. Sjálf drekk ég
mikið kaffi og finnst mér innlent
kaffi lystugra og bragðbetra,
enda held ég að það sé hollara
þeim sem drekka mikið kaffi.
Innlent kaffi allra best
okkur má ei vanta.
Ilmar bragðið alltaf hresst
svo enginn þarf að kvarta.
Aldingrautar og
súrmjólk í bland
Húsmóðir hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja:
Húsmæður, hafið þið reynt
hversu gott það er að hafa aldin-
sólgrauta saman við súrmjólk í
morgunverð. Ef ekki ættuð þið
að reyna það því það svíkur
engan.
Jógúrt, sem er dýr vara miðað
við súrmjólkina, er blönduð hin-
um ýmsu ávöxtum og því ekki
að prófa að blanda ávöxtum út í
súrmjólkina með því að blanda
henni saman við ávaxtagrauta.
Börnunum finnst þetta gott, auk
þess sem þetta kemur ekki eins
mikið við pyngjuna.
Eru dagblöð
endurunnin
hérlendis?
Ester hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
Eru einhverjir hér á landi sem
endurvinna dagblöð? Þegar ég
bjó í Danmörku var þar fyrirtæki
sem endurvann pappírinn úr
dagblöðum, og einnig var hægt
að skila slmaskrám. Nú langar
mig að vita hvort farið sé að
endurvinna pappír hér á landi.