Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 5 Skipalestin farin úr Hvalfirði í gær sigidu öll skipin úr NATO-skipalestinni út úr Hvalfírði. Skipin höfðu sólarhringsviðdvöl í Hvalfírði, en þau taka þátt í heræfíngum NATO á Atlantshafí eins og kunnugt er. Skipin héldu áleiðis til Bretlands. Myndin var tekin fyrir hádegi í gær þegar skipin lágu enn dreifð um Hvalfjörðinn. Eldsvoðinn á Keflavíkurflugvelli: Eldsupptök í fatageymslu TJON af völdum brunans í bogaskemmu verktakafyrirtækisins ístaks við nýju flugstöðina á Keflavíkurfíugvelli er talið vera um 5 milljónir króna. Skemman og verkfæri voru tryggð. Eldsupptök eru talin vera í fatageymslu skcmmunnar. Kldurinn breiddist út til rafmagnsverkstæðis og lagers, en náði ekki að komast í verkstæðið. Eldsupptök eru ókunn. Unnið er að rannsókn málsins hjá embætti lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli. „Rannsókn er í fullum gangi og unnið að gagnaöflun. Ég hef ekki ástæðu til að mótmæla fullyrðingu slökkviliðsstjóra að um íkveikju af mannavöldum sé að ræða, en hvort um er að kenna gá- leysi eða ásetning er ekkert hægt að fullyrða,“ sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Kefla- víkurflugvelli, í samtali við Morg- _ unblaðið. Ekkert rafmagn var á skemm- unni og síðast var vitað um manna- ferðir við skemmuna klukkan fimm á föstudag. Flugvallarstarfsmenn urðu eldsins varir um klukkan sex að morgni laugardagsins. Fékk glas í aug- að í Sigtúni UNGIIR piltur fékk glas í augað í veitingahúsinu Sigtúni við Suður- landsbraut sunnudaginn 18. ágúst. Ljóst er að pilturinn mun hljóta var- anlega örorku. Svo virðist sem glas- inu hafí verið kastað úr salnum inn- anverðum, frá stað þar sem er sófí og framan við hann tvö hringlaga borð. Fjöldi gesta var í Sigtúni þegar at- burðurinn varð rétt um klukkan tvö. Þeir sem geta gefið upplýsingar um atburðinn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Suö- og suð- austlæg átt VERULEG breyting er nú að vcrða á veðurfari þar sem norð- og norðaustlæga áttin hefur orðið að víkja fyrir suð- og suðaustlægri átt. Má ætla að margir séu veð- urbreytingunni fegnir, enda sólina skort í sumar norðan- og austan- lands og vætuna sunnan- og vest- anlands. Hjá Veðurstofu íslands feng- ust þær upplýsingar að næstu tvo daga væri von á suð- og suð- austlægum áttum um allt land, með rigningu öðru hverju um sunnan- og vestanvert landið. Væntanlega yrði úrkomulltð um norðaustanvert landið þar sem veður færi nú hlýnandi. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu íslands, sagði í samtali við Morgunblað- ið að veður hefði haldist svo til óbreytt sl. tvo mánuði þar til nú, að skipti yfir í suð- og suðaust- læga átt. Viku af júlímánuði hefði skipt yfir í norð- og norð- austlæga átt þannig að vætu- samt varð fyrir norðan en bjart syðra. Kvað Páll það ekki óalgengt að stöðug átt héldist í svo lang- an tíma. „Ágústmánuði hættir mjög til að líkja eftir júlímánuði sbr. í fyrrrasumar. Ekki er fjar- stætt að búast við veðurbreyt- ingum einmitt nú í kringum mánaðamótin ágúst-september, enda trú manna hér áður fyrr að veður tæki breytingum á höfuð- degi, 29. águst," sagði Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur._ Vatnsaflsstöðvar á Grænlandi: íslenzkur verkfræðing- ur við stjórn ÍSLENZKUR verkfræðingur, Gísli Erlendsson, stjórnar uppsetningu lít- illar vatnsafísstöðvar í liröttuhlíð gegnt fíugvellinum í Nassarsuaq á Grænlandi. Gísli er starfsmaður fs- taks og hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Svo sem skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, er danska ríkið að reisa fyrstu litlu vatnsafísstöðina á Grænlandi. Hámarksframleiðsla vatns- aflsstöðvarinnar verður 30 kílówött og er fyrirhugað að reisa fleiri slík- ar á Grænlandi. HINN EINI OG SANNI ÚTSÖLU MARKAÐUR AÐ FOSSHÁLSI 27 — ÖRFÁIR DAGAR EFTIR FJÖLDI mt FYRIRTÆKJA GIFURLEGT VORUURVAL Karnabær Flauelsföt frá 2500.- Svartar kakhi buxur frá 790,- Stretch buxur frá 750,- Stretch buxur barna frá 550,- Aðrar buxur frá 650,- Herra- og dömupeysur frá 450.- Barnapeysur frá 390,- Dömujakkar frá 990.- Dömudragtir frá 1590.- Vatt úlpur frá 1790.- ■Pólarúlpur frá 2800.- Stakir herrajakkar frá 990.- Belti — klútar — slæður frá 90.- Mjög gott úrval af bolum frá 150,- Barnabuxur flauel — denim — kakhi — stretch frá 450,- Belgjagerðin Denim efni 150 cm breitt frá 250.- Ullar efni frá 250,- Kakhi efni frá 100.- Fóður efni frá 100.- Polyester frá 100.- Vinnusloppar frá 350.- Vinnugallar frá 550,- Rafsuðugallar frá 990.- Hlífðarsamfestingar frá 990,- Axel Ó Gúmmístígvél og strigaskór 299.- Mikið úrval af kven- og karl- mannaskóm á góðu verði. Hummel Henson og Hummel jogging- gallar og glansgallar frá 899 kr.- Hummel kuldajakkar 1490 kr.- íþróttaskór frá 26—39 kr. 399.- Vattúlpur frá 399.- Vogue Bútar, bútar, bútar Mikiö úrval af góðum efnum. Blómabás Ódýr og falleg blóm, leikföng og búsáhöld og gjafavara. Viktoría Mikið úrval af buxum frá kr. 300.- Peysur, dömupils. Allt á mjög góðu verði. Skartgripabúðin Issa Mikiö úrval af skartgripum á mjög góöu verði. Basthúsgögn (reyrhúsgögn) Ótrúlegt verð. Hillur, borö, stól- ar og barnarúm. Steinar Mikið úrval — plötur, kassettur. Ótrúlega lágt verð. Allt frá kr. 10.- OPIÐ DAGLEGA FRA KL. 13—18, LAUGARD. FRA 10—16 STRÆTISVAGNAFERÐIR Á 15. MÍN. FRESTI — LEIÐ 10 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.