Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 Bhutto sett í Islamahad, 1'akwUn, 10. septemher. Al'. BKNAZIK Bhutto, loiötogi stjórnar- andstööunnar í Pakistan, ht fur verið sett í stofurangelsi, sökuð um ólög- leg stjórnmálaathæn, eins og sagði í tilkynningu frá Mohammad Aslam Khattak, innanríkisráðherra. Benazir tók við forystu flokks- ins af föður sínum, Ali Bhutto, eftir að hann var tekinn af lífi árið 1979. Benazir var í útlegð í 18 mánuði, en kom aftur til Pakistan í síðasta mánuði til að vera við útför bróður síns, Shahnawaz, sem lést í Frakklandi. Khattak sagði að ólöglegur úti- fundur, sem hún stóð fyrir 27. ág- úst sl., væri ástæðan fyrir hand- töku Benazir og 90 daga stofu- fangelsi. Einnig hafi slagorð stjórnmálaflokks hennar verið sett upp víðs vegar um bæinn og hún hafi haldiö pólitískar ræður opinberlega, en stjórnmálaflokkar og stjórnmálavafstur allt er bann- að samkvæmt herlögunum sem gilt hafa í Pakistan síðan 1979. DC-9-flugslysið í Bandaríkjunum: Bilun í hreyfli olli slysinu Milwaukee, 9. september. AP. HÆGRI hreyfill Midwest Express Airlines-þotunnar hafði orðið fyrir skemmdum áður en vélin fórst rétt eftir flugtak á laugardag og með henni 31 maður, að sögn yfirvalda. Verkamenn, sem fundu hluta úr hreyflinum á flugbrautinni á laug- ardag, fundu fleiri hluta úr honum á sunnudaginn. Staðfest hefur verið að hlutarnir eru úr Pratt and Whitney JT8D-hreyfli vélarinnar. Hreyfill þessi er af eldri tegund en Pratt and Whitney JT8D-15 hreyfillinn sem kveikti í breskri Boeing 737-þotu við flugtak í ágúst sl. þar sem 55 manns fórust. Komið hefur fram að hægri hreyfill þot- unnar var ekki í gangi þegar hún fórst, og sjónarvottar segja að hreyfillinn hafi verið ljóslogandi þegar þotan steyptist á nefið niður til jarðar. Tel Aviv, 10. Heplember. Al\ ARIEL SHARON, fyrrverandi varnarmálaráðherra Israels, hefur höfðað mál í annað sinn á hendur tímaritinu Time fyrir grein sem birtist 21. febrúar 1983, þar sem sagði að Sharon hefði rætt um að hefna morðsins á Bashir Gemayel, fyrrum forseta Líbanons, stuttu áð- ur en fjöldamorð voru framin í flóttamannabúðum Palestínu- manna í Beirút. Sharon fer fram á 250.000 dollara í skaðabætur fyrir meið- yrði, en lögfræðingur Time í Tel Aviv hefur skýrt frá því að ekki sé hægt að taka málið upp aftur, þar sem dómstólar í New York tóku mál Sharons fyrir í janúar Ariel Sharon Sharon stefnir tímariti í annað skipti sl. í dómsúrskurði þá, var grein- in í Time talin fölsuð og röng, en Sharon voru ekki veittar skaða- bæturnar sem hann fór fram á, 50 milljónir dollara, og Time var sleppt við ákæru. Greinin íTime var byggð á leynilegum upplýsingum úr skýrslu um fjöldamorðin og þar sagði að Sharon hefði rætt við fjölskyldu Gemayels um að hefna morðsins á forsetanum, stuttu áður en fjöldamorðin voru framin. í skýrslu sem gefin var út eftir að rannsókn á morðun- um hafði farið fram, var Sharon sakaður um vanrækslu, þar sem flóttamannabúðirnar voru á svæði sem ísraelar áttu að gæta og hefði Sharon getað komið í veg fyrir fjöldamorðin. Hann neyddist til að segja af sér sem varnarmálaráðherra eftir rann- sóknina, en gegnir nú embætti viðskipta- og iðnaðarmálaráð- herra. IRA myrðir hjón í hefndarskyni Belfasi, 9. .september. AP. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti yfir á mánudag að menn á hans vegum hafi myrt hjón á írlandi vegna þess að þau hafi veitt lög- reglunni upplýsingar gegn grciðslu. Catherine og Gerard Mahon voru numin á brott úr íbúð sinni í Ballymurphy-hverfi í Belf- ast og skotin í öngstræti þar í grenndinni á sunnudagskvöld. I tilkynningu, sem dreift var til fjölmiðla á Norður-írlandi, fullyrðir IRA að hjónin hafi not- að háþróaðan samskiptabúnað undanfarna 18 mánuði til að fylgjast með aðgerðum IRA og upplýsa lögregluna um þær. Lögreglan hefur neitað að segja nokkuð um það mál, þar sem það væri einungis að beina um- ræðunni frá þeirri staðreynd að morð hefði verið framið og morðingjarnir hefðu tekið lögin í sínar hendur. Um helgina særðust sex lög- reglumenn þegar fjöldi kaþól- ikka réðst á öryggisvarðsveit sem gætti fjöldagöngu mótmæl- enda í Dunloy. Einn lögreglu- maður var fluttur í sjúkrahús og fjórir menn handteknir, að sögn lögreglunnar. Fimm ★ ★ ★ ★ ★ !3° *a ss. cT2o tT* /// ■//. 18q ^ vlls '•••* Vj|S VHS itibxbII n |»\J ‘ fyrir maXEll stjörnur Tímaritið VIDEO A-Z gefur MAXELL E-I80 myndbandinu fimm stjörnur, sem er hæsta einkunn, í könnun sem blaðið gekkst fyrir nýlega, og staðfesti þar með reynslu atvinnu- og áhugamanna um allan heim, að MAXJlLL hljóm- og myndböndin eru þau bestu á markaðnum, enda eru MAXELL böndin sérhönnuð til að gefa víðara tíðnisvið, lægra suð og minnstu bjögun allra hljóm- og myndbanda í sínum verðflokki. BLANK WEO TAPE SURVEY VHS FORMAT Kynningarverð á E-180 3 snældur á aðeins 1.860 kr. Við tökum vel á móti þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.